Tíminn - 03.05.1966, Blaðsíða 14
\
14
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 3. maí 1966
Ms. Esja
fer vestur um land í hringferð
6. þ.m. Vörumáttaka á miðviku
dag til Patreksfjarðar, Sveins-
eyrar, Bíldudals, Þingeyrar,
Flateyrar, Suðureyrar, fsafjarð
ar, Siglufjarðar og Akureyrar.
Farseðlar seldir á fimmtudag.
M.s. Herðnb»-r>'?
fer austur um land í hringferð
9. þ.m. Vörumóttaka á föstu-
dag til Hornafjarðar, Djúpa-
vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvar- !
fjarðar, Mjóafjarðar, Borgar-
fjarðar, Vopnafjarðar, Bakka-
fjarðar, Þórshafnar og Kópa-
skers. Farseðlar seldir á mánu-
dag.
Ms. Skjaldbreið
fer vestur um land til Akureyr-
ar 7. þ.m. Vörumóttaka á
fimmtudag til Bolungavíkur og
áætlunarhafna við Húnaflóa og
Skagafjörð, Ólafsvíkur og Dal-
víkur.
ÞORSTEINN JÚLÍUSSON
héraðsdómslögmaður. .
Laugavegi 22,
(inng. Klapparst.)
Sfmi 14045.
HÖRÐUR ÓLAFSSON,
hæstaréttarlögmaður.
Austurstræti 14,
10-3-32 — 35-6-73.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsta.
Sendum gegn póstkröfu.
GUÐM. ÞORSTEINSSON,
gullsmiður.
Bankastræti 12.
HÚSBYGGJENDUR
Smíðum svefnherbergis- og
eldhússinnréttingar.
SÍMI 32-2-52
GUÐJÓN STYRKARSSON
hæstaréttarlögmaður.
Hafnarstræti 22,
sfmi 18-3-54.
Jón Grétar Sigurðsson,
héraðsdómslögmaður.
Laugavegi 28b, II. hæð,
simi!8783.
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartans þakkir færi ég börnum mínum, tengda-
börnum, vinum og vandamönnum, sem glöddu mig og
sýndu mér annan vinarhug meS jtosu móti á sjötugs af-
mæli mínu 26. apríl s.l. GuS blessi ykkur öll.
Snæbjörg ASalmundsdóttir.
Innilegar þakkir fyrlr auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
jarðarför,
Símonar Daníels Péturssonar
frá Vatnskoti
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Konan min og móðir okkar
Sigurborg Jónsdóttir
frá Vinaminni, Stokkseyri
andaðist á Landspítalanum 2. maí.
Kjartan Ólafsson og dætur.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og fósturfaðir
Sigurður Steinþórsson
fulltrúl, Stigahlíð 35 Reykjavik,
sem andaðist 29. apríl s. I. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 5. maí kl. 3 e. h.
Anna Oddsdóttir,
börn, tengdabörn og fósturdætur.
Innilegar þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð, vinarhug og
hjálp vlð andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu.
Guðlaugar Einarsdóttur
Galtarholti.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
JÓN
EYSTEINSSON,
lögfræðingur.
Lögfræðiskrifstofa
Laugavegi 11,
sími 21516.
BRUNI
Framhald af bls. 3.
ur Árnadóttir ásamt tveimur hörn
um, tókst að bjarga einhverju út
af húsmunum, en þeir stór-
skemmdust.
Miðdalur var timburhús á steypt
um grunni með áfastri geymslu.
Þegar eldurinn kom upp var suð
vestan kaldi. Jeppabílar komu á
vettvang víða að úr sveitinni, en
vegurinn var illfær. Talað var við
slökkiliðsstjórann á Sauðárkróki,
en þá var eldurinn orðinn það mik
ill, að ekki þótti taka því að
slökkviliðið færi á stað, enda hefði
það orðið um tveggja tíma ferð.
ÞRIÐJUDAGSGREININ
Framhald af bls. 5
ir komast áfallalaust út úr þess
um borgarstjórnarkosningum,
munu þeir telja það sönnun
þess, að þeim sé óhætt að halda
áfram að láta dýrtíðina herja
hömlulaust á almenning og
ekki telja neina ástæðu til þess
að sjá að sér, og þá verður
stjórnin ekki í næstu samning
um knúin til þess viðnáms í
dýrtíðarmálum, sem okkur er
lífsnauðsyn, og við verðum
dæmd til að halda áfram sömu
haldlausu varnarbaráttunni og
frá okkur verður alltaf tekið
meira, en við fáum fram í
samningum. En ef ríkisstjórnar
flokkarnir fá nú þegar í þess
um borgarstjórnarkosningum
duglega og eftirminnilega ráðn
ingu fyrir brigðirnar í dýrtíðar
málunum, þá munu þeir ekki
þora annað en taka tillit til
krafna launþega um dýrtíðar
stöðvun, og okkur mun þá ef
ttil vill takast að koma fram
þeim tryggingum í samningum
sem nægja til þess að viðhalda
kaupmætti launanna. Þetta
verða allir launþegar að skilja,
að er brýnasta erindi þeirra að
kjörborðinu 22. maí. Þeir verða
þar blátt áfram að berjast fyr
ir hag sínum og fjölskyldna
sinna. Þess vegna skulum við
öll leggjast á eitt og efla Fram
sóknarflokkinn sem mest í
bosningunum, því að hann er
sterkasti stjórnarandstæðingur
inn, og vöxtur hans einn getur
síkotið ríkisstjórninni nógu
miklum skelk í bringu.
Það er e<kki sízt unga fólldð,
kjósendumir sem ganga í
fyrsta skipti að kjörborðinu
núna, sem eiga mikið í húfi,
að þetta takist. Ef stjómin
verður ekki knúin til viðnáms
nú í suimar, verða ykkur, ungu
kynslóðinni, bundnir þyngstu
dýrtíðarbaggarnir að bera í
framtíðinni. Þar verður t d.
hlaðið svo að um munar ofan
á húsbyggingalánin ykkar. Þess
vegna heiti ég öðrum fremur
á ykkur að skilja, hvað hér er
í húfi.
En um þetta skulum við allir
launþegar standa saman í kosn
ingunum núna og láta þennan
hátíðis- og baráttudag verða
með þessum hætti undanfara
og aðfangadag nýs áfanga, nýs
stórsigurs í kjarabaráttu okkar
og sókn til betra stjórnarfars.
Við verðum að muna, að um
leið og dýrtíðin rak okkur til
samninga við ríkisvaldið færð
ist kjarabaráttan inn að kjör
borðinu í ríkari mæli en
nokkru sinni fyrr.
DREGIÐ ÚR
Framhald af bls. 16.
barna þeirra. Það fer sífellt
í vöxt að konan vinni utan
heimilisins. Einkum er það al-
gengt meðal ungs fólks, sem
þannig reynir að drýgja tekj-
urnar, enda er það • oft eina
leiðin fyrir ungt, efnalítið fólk
til að geta eignast eitthvað, að
konan vinni líka úti.
Ekki hefur skort loforðin
um að bæta hér úr, eins og
sést af tilvitnunufn í bláu bók-
ina. En við skulum líta á nær-
tækasta dæmið um efndirnar.
Á þessu ári á að verja sömu
krónutölu til þessara mála og
á síðasta ári, þrátt fyrir stór-
fellda aukningu á heildartekj-
um borgarinnar og aukin fram
kvæmdakostnað við byggingu
dagheimila. Eða með öðrum
orðum: Það á að draga veru-
lega úr framkvæmdum í þess-
um málum, þrátt fyrir hina
gífurlegu eftirspurn á gæzlu
fyrir börn. Þessa stefnu undir-
strikaði borgarstjórnarmeiri-
hlutinn rækilega fyrir ekki ýkja
löngu með því að fella tillögu
fulltrúa Framsóknarmanna um
að hækka fjárveitingu til þess-
ara mála um 6 milljónir króna
og var þá stillt svo í hóf sem
frekast var unnt í von um að
meirihlutinn fengist til að sam
þykkja. Menn skulu taka eftir
því að þetta gerist þegar
skammt er til kosninga. Það
er svo sem augljóst, að Sjálf-
sbæðisflokkurinn telur rneiri
hlutann svo öruggan í Reykj-
vík, að ekki þurfi að taka veru-
legt tillit til þess fólks, sem
á við vanda að etja í þessum
málum — og ættu menn að
hugleiða, hvort fjárveitingin
hefði ekki orðið svolítið hærri,
ef meirihlutinn væri ekki álit-
inn svona tryggur og öruggur!
FRAMI
Framhald af 16. síðu.
Trúnaðarmannaráð:
Sæmundur Lárusson, Gnoðavogi
20. Bæjarleiðir.
Þorvarður Guðmundsson,
Kársnesbraut 7, Hreyfill.
Jan Benediktsson, Njörvasundi 40
B.S.R.
Sigurður Flosason, Kársnesbraut
54. Hreyfill.
Varam. í trúnaðarmannaráð:
Þórir Guðmundsson, Barðavogi 38.
B.S.R.
Þórður Elíasson, Bólstaðarhlíð 29.
Hreyfill.
Framboð þessa lista er grund-
vallað á samkomulagi þeirra
manna, sem vilja friðsamlegt sam
starf í félaginu um hagsmunamál
bifreiðastjóranna, — en ekki yfir
drottnun eins pólitísks flokks.
Áður en þetta framboð var á-
kveðið, var leitað eftir samkomu
lagi við félagsstjórnina um að
breyta samsetningu hennar, á
þann veg, að allir félagsmenn
gætu við unað, og friðsamlegt
samstarf tekið. Slíku samkomu-
lagi hafnaði félagsstjórnin. Kem
ur því til kasta félagsmannanna
sjálfra, að skera úr um þetta mál,
með atkvæðum sínum í þessum
kosningum.
Skorað er á fylgjendur B-list
ans, að mæta á kjörstað og
greiða atkvæði sem fyrst.
Kjósið sem flestir fyrri daginn.
Kosningaskrifstofa B-listans
verður í Tjarnargötu 26, sími
2-37-57.
A VlÐAVANGl
Framhald af bls. 3.
gott verkalýðsblað, enda kemst
GuSjón í Iðju svona fagurfræði
lega og rökrétt að orði í grein
sinni um tómstunda-Iðjuna:
„Áhrif Sjálfstæðismanna inn
an launþegasamtakanna leyna
sér því ekki, þegar þennan 1.-
maí ber upp.“
SJÖTUGUR A
Framhald af bls. 9.
og hefur hann átt sæti í henni
alla tíð síðan. Óhætt er að full-
yrða að mest hafi mætt á þess-
um tveim mönnum, að öðrum ágæt
um mönnum, sem í stjórn sam-
takanna Ihafa setið, ólöstuðum, að
stóttarsambandsins. Samtökin hafa
móta starfshætti og vinnubrögð
komizt hjá illvígum pólitískum inn
byrðis deilum, sem einkennt hafa
ýms önnur stéttarsamtök á undan-
förnum árum. Þetta hefur styrkt
stéttarsambandið í málefnalegri
baráttu þess og skapað því traust
út á við og inn á við. Fyrir þetta
má bændastéttin vera mjög þakk-
lát.
Báðir þeir menn sem ég nefndi
hér að framan, eru ákveðnir flokks
menn, sinn í hvorum flokki, Sverr
ir í Framsóknarflokknum og Ein-
ar í Sjálfstæðisflokknum, en þeir
hafa skilið að bændastéttinni ríð-
ur á miklu að koma samstillt til
átaka um hagsmunamál sín og því
hafa þeir lagt flokkssjónarmiðin
á hilluna og náð samstöðu um
meginatriði hagsmunamálanna.
Einar hefur orðið landsþekktur
maður, sem stjórnarmaður Stétt-
arsambands bænda. Oft hefur
ihann í samtökunum tekið málstað
þeirra sem minna mega sín og
hafa örðuga aðstöðu, þó hann
stundum tali á annan veg. Hann
hefur gegnt fjölda annarra starfa
á vegum bændasamtakanna. Má
þar nefna að hann hefur verið
í stjórn Osta- og Smjörsölunnar
frá 19S8. f stjórn Grænmetisverzl-
unar landbúnaðarins frá 1956. í
framkvæmdanefnd Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins, sem hefur á
hendi daglegar ákvarðanir í verð-
lags og sölumálum bænda, hefur
hann setið frá upphafi, árið 1947.
í útgáfustjórn Búnaðarblaðsi’ns
Ereys frá 1946. Og í sex-manna-
nefnd frá 1959, auk fjölda ann-
arra nefnda, sem of langt mál er
að telja upp hér.
Þessi upptalning sýnir að mað-
urinn er vel starfi vaxinn, gerir
sér far um að setja sig inn í mál-
in og að leysa þau farsællega. Það
er samdóma álit þeirra, sem með
Einar hafa unnið að hann sé mjög
glöggur á málefni, sérlega minn-
ugur að fara með tölur, drengi-
legur samstarfsmaður í meðferð
vandasamra mála og ódeigur að
taka afstöðu, þó hún í svipinn sé
óvinsæl, ef hann telur það rétt og
nauðsynlegt málefnis vegna.
Einari hefur því verið sýndur
meiri trúnaður eftir því sem árum
hefur fjöldað.
Maðurinn er fluggreindur, stál-
minnugur og orðheppinn, glaður
og reifur hversdagslega, en mjög
fylginn sér þegar etja þarf kappi.
Mér finnst eiga vel við hann það
sem sagt var um fornan íslend-
ing, að gera hefði mátt úr hon-
um þrjá menn og alla afreks-
menn. Einar hefur verið bóndi í
40 ár og síðustu 25 árin rekið bú
á tveimur jörðum, Bæ í Kjós auk
Lækjarhvamms búsins. Hann hef-
ur verið mikill forystumaður f
mörgum félagssamtökum bænda
og í stjórn margra fyrirtækja, sem
hafa haft stórrekstur með hönd
um og öll gengið vel.
Einar kvæntist 1925 Bertu Svein
björnsdóttur, mikilli ágætiskonu,
sem hefur búið manni sínum gott
heimili og eiga þau eina kjördótt
ur.
Þetta eiga ekki að vera nein
eftirmæli um Einar, en aðeins
hripað til að minna á þennan
áfanga í ævi míns ágæta samstarfs
manns. Ég sendi honum sjötugum
innilega kveðju og hamingjuósk,
frá Stéttarsambandi bænda og mér
persónulega með þakklæti fyrir
ágætt samstarf á undanförnum ár-
um.
Gunhar Guðbjartsson.