Tíminn - 03.05.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.05.1966, Blaðsíða 5
ÞRIÐJLDAGUR 3. mai 3966 Útgetandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri- Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrlmur Gíslason Ritstj.skrifstofui > Eddu húsinu, slmar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræt) ? Af greiðsluslmi 12323' Auglýsingaslm) 19523 Aðrar skrifstofur, sfmi 18300 Askriftargjald kr 95.00 á mán Innanlands - f lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.í Stjórnin fær þungan áfellisdóm eigin manna Afellisdóraur þjóðarinnar yfir ríkisstjórninni vegna brigða hennar og uppgjafar í dýrtíðarmálunum verður þyngri og almennari með hverjum deginum, sem líður. Verðhæk'kanirnar dynja yfir, hver af annarri, og leiðir þar ein hækkun aðra af sér. Hin mikla hækkun á fiski og smjörlíki er þegar komin fram á ýmsum öðrum vörum, og dýrtíðarhjólið snýst með æ meiri hraða. Það blasir nú við öllum, að ríkisstjórnin hefur brugð- izt gersamlega sínum þætti í júnísamkomulaginu í fyrra, og alveg lagt árar í bát við að efna þau heit, sem hún gaf þá. Launþegar skilja það æ betur, að forsenda þess, að þeir komi fram einhverjum haldbærum trygg- ingum í næstu samningum fyrir því, að ríkisvaldið reyni að hafa hemil á dýrtíðinni og sýni lit á að standa við gerða samninga við verkalýðsfélógin er að stjórnin fái nú þegar í þessum bæjarstjórnarkosningum rækilega ráðningu við kjörborðið. Þetta skilja stjórnarflokkarnir mæta vel, og af þessú, stendur þeim mestur ótti nú. í kosningabaráttunni í Reykjavík gerir íhaldsmeirihlut- inn þar allt sem hann getur til bess að fela Sjálfstæðis- flokkinn vegna þess, hve hann er orðinn óvinsæll í dýr- tíðarmálunum. Þeir, sem verið hafa í einhverjum vafa um þennan skefjalausa ótta stjórnarflokkanna við eigin gerðir i dýr- tíðarmálunum, þurfa ekki annað en lesa 1 maí-ávarp undirritað af ýmsum helztu forustumönnum þeirra í verkalýðsmálum, svo sem Óskari Hallgrímssyni og Guð- jóni Sigurðssyni í Iðju. Þar er beinlínis ráðizt með hörð- um orðum að ríkisstjórninni fyrir uppgjöfina í dýrtíðar. málunum. Mun engin ríkisstjórn hafa hlotið svo harðan áfellisdóm eigin manna um þessi mikilvægustu mál. Þar segir m.a.: „Því fer mjög fjarri, að verkafólk Hafi fengið þann hlut, sem því ber af stórhækkuðum þjóðartekjum í raun- verulegum kauphækkunum fyrir eðlilegan vinnutíma. Því veldur cðaverðbólgan, sem hefur fært ti' fjármuni í þjóðfélaginu verkafólki í óhag og raskar í sífellu öllum kjarasamningum. Verkalýðssamtökin líta það mjög alvar- legum augum, að margítrekuð loforð ríkisstjórnarinnar um stöðvun verðbólgunnar hafa reynzt marklaus, og má þar minna á síðustu verðhækkanir á brýnustu lífsnauð- synjum almennings, sem bitna harðast á tekjulágum barnafjölskyldum." „Stórfelldur vandi“ í ávarpi verkalýðsfélaganna eru einnig eftirfarandi orð undirrituð af forustumönnum stjórnarflokkanna í verka- lýðsmálum, og verða að taljast harla athyglisverð- „Stofnun erlendra stórfyrirtækja á íslandi mun leiða stórfelldan vanda yfir landsmenn og emkanlega verka. lýðssamtökin. sem verða nú að etja kappi við nýjan og voldugan stéttarandstæðing i kjarabaráttu sinni* Það fer ekki milli mála, að hér er átt við hina erlendu álverksmiðju, og skýtur þar enn upp í stjórnarflokkun- um Qttanum við eigin verk. TÍMINN f Launþegar verða að hirta stjórn- ina fyrir uppgjöf í dýrtíðarmálum Ræða Óðins Rögnvaldssonar, 4. manns á B-list- anum, á launþegafagnaði Framsóknarflokksins að Hótel Sögu 1. maí. Góðir samkomugestir! Við erum hér saman komin í kvöld til þess að minnast 1. maí, baráttu- og hátíðisdags verkalýðsins um heim allan. Á þessum degi gleðjumst við yfir unnum sigrum og setjum okk ur ný markmið að keppa að. Mér finnst því hlýða að rifja hér upp baráttu verkalýðs hreyfingarinnar fyrir hættum kjörum í tíð núverandi ríkis stjórnar, og síðan hvað þaö er, sem við verðum að ieggja áherzlu á í náinni framtíð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð verið óspar á mörg og fögur loforð fyrir hverjar kosn ingar, sem hér hafa farið fram. En honum hefur ekki verið eins sýnt um efndirnar. I'egar Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn mynduðu fyrst núverandi ríkisstjórn, voru loforðin ekki spöruð fremur en fyrri daginn. Stöðva átti dýrtíð ina og bæta lífskjör manna. Þetta voru fögur fyrirheit í upphafi stjórnartímabils þess ara flokka, og verkalýðshreyf ingin gekk heil til samstarís um úrlausnir vandamálamia, og tók á sig fórnir til þess, því að hún hafði hvað eftir annað beint á hættuna af sívaxandi dýrtíð. Krafðist hún þess, að um leið og dýrtíðin yrði stöðv uð yrði tryggð næg atvinna í landinu og sanngjörn hækkun kaupmáttar launa ár frá ári. Síðan hélt verkalýðshreyfing in að sér höndum í hálft þriðja ár. Á þessu tímabili urðu engar kauphækkanir, en kaupmáttur launa lækkaði þó á sama tima um rúm 23%. Fyrst var kaup ið lækkað með löggjöf frá 1. febrúar 1959 um 13,4%. Þegar tekið hafði verið fullt tillit til endurbóta á tryggingum, r.iður greiðslum og öðrum ráðstöfun um, sem fylgdu, var talið að skerðing kaupsins næimi 5,4%. í febrúarmánuði 1960 var gerð gengislækkun, söluskattur stór hækkaður og vextir einnig. Um sama leyti var hætt að greiða kaup með vísitölu. Allar þess ar ráðstafanir læfckuðu enn kaupmátt launa um 18% eða samtals á þessu hálfa þriðja ári um rúm 23%. Þjóðarframleiðslan hafði far ið vaxandi á þessu tímibili, og árferði verið gott. Sú mikla bið Iund, sem verkalýðshreyíingin hafði sýnt, var nú á þrotum. í júní 1961 var samiö um tl-12% hækfcun á kaupi verkafólks. Þessi hækkun á kaupi var þó miklu minni en sú kauplækkun, sem orðið hafði á undangengnu hálfu þriðja ári eins og ég sagði áðan, og var um 23% En nú greip ríkisstjórnin ti) sinna ráða. Þrátt fyrir yfir- iýsingu hennar um að btanda sér ekki í kaupdeilur eða samninga milli launþega og at- vinnurekenda, felldi hún gengi krónunnar enn i hefndarskyni og beinlínis til þess að gera að engu, >'arnarkauphækkun bá, sem verkalýðurinn hafði náð Óðinn Rögnvaldsson Afleiðing þeirrar gengislækkun ar varð aknennar verðhækkan ir á öllum sviðum. Siðan þetta gerðist má segja, að verkalýðs hreyfingin hafi staðið í sí- felldri varnarbaráttu og reynt eftir megni að verja meðlimi sína fyrir áföllum dýrtíðarinn ar. Nú tók við nýtt tímabil í baráttunni fyrir bættum kjör- um. Hafnar voru viðræður við ríkisstjórnina um varanlegar og óhjákvæmilegar kjarabætur. lögð var áherzla á það af hendi verkalýðshreyfingarinnar að verðtryggja kaupið, og ná samkomulagi um örugga og jafna hækkun á kaupraætti launa, svo að unnt væri að gera varanlegri samninga og tryggja vinnufrið i landinu. í þeim samningum, sem siðan hafa verið gerðir. milli ríkis- stjórnarinnar og verkalýðsfélag anna, einkum þó í júnísamkomu laginu í fyrra, hefur beinlínis verið byggt á heitum ríkisstjórn arinnar um að stöðva dýrtiðina. En allir þekkja þær efndir. í dag hljóta kröfurnar því að . verða-þær, að kaup hækki-vcru lega og megináherzla verði lögð á að stytta hinn óheyri lega langa vinnudag hins vinn andi manns. Það verður ekki gert nema með samningum við ríkisvaldið, en af fenginni reynslu verður nú að íreista þess að setja miklu haldbetri tryggingar fyrir því en aður, að ríkisvaldið standi við smn hluta samninganna. í dag stöndum við frammi fyrir því, að júnísamkomulagið frá því í fyrra er raunverulega að engu orðið fyrir brigðir ríkis stjónarinnar. Hún stóð ekd við sinn hlut samkomulagsins, missti öll tök á dýrtíðinni svo að hún hefur vaxið jafnt og þétt síðasta árið, en launþegar hafa ekki fengið nema hluta af hækkuninni inn í kaup sitt og aldrei fyrr en löngu eftir á. Ríkisstjórnin klifar sýknt og heilagt á því. að dýrtíðin stafi af of miklum kauphækkunum, en hver einasti verkamaður og launþegi veit, að þetta er rangt. Kauphækkanirnar hafa alltaf komið á eftir verðhækk ununum. Hálft þriðja ár fram an af valdatíma þessarar ríkis stjórnar hækkaði launafólk efckert kaup sitt og tók á sín ar herðar allar verðhækkanir, og síðan hækkaði kaupið aldrei til jafns við þær verðhækkanir, sem orðnar voru, og á eftir hverri kauphækkun dundu hefndarráðstafanir ríkisstj órn- arinnar yfir almenning í ein- hverri mynd. Með júnísamkomulaginu í fyrra átti að verða breyting á þessu, og. þeir.-samninigar voru blátt áfram byggðir á því af hálfu verkalýðsfélaganna, að ríkisstjórnin hét statt og stöðugt að stöðva nú dýrtíðina. En þið þekkið öll efndimar, verðhætokanir á verðhiækfamir ofan, og með sí meiri hraða og í stærri stökkum. Nú síðast hef ur ríkisstjórnin alveg gefizt upp. Hún hefur fellt niður nið urgreiðslur af brýnum lífsnauð synjum, svo að þær hækka stór lega og hleypir þessum verð hækkunum beina leið út í dýrtíðina ,en launþegar fá ekki bætur fyrir nema að hluta og það séimt og illa. Svo fullkomn ar eru brigður stjórnarinnar á júnísamkomulaginu, að hún á ekfci eimu sinni lengur þær afsakanir að viðleitni hennar gegn dýrtíðinni hafi mistekizt og að hún hafi þó gert eins og hún gat. Hún hefur nú hætt öllum tilburðum við að reyna að hafa hemil á dýrtíðinni, gefizt alveg upp, fleygt frá sér því Iitla og lélega taum haldi, sem hún hafði á dýrtíðar ófreskjunni og sleppt lienni lausri á aLmenming. Þetta skapar alveg nýtt við- horf í launamálunum, alveg nýjan vanda. Samningar verða að vísu ekki gerðir til gagns nema samið sé við ríkisvaldið. í fyrra sömdum við upp á fyrir heit og loforð ríkisstjórnarinn ar. Slíkt er ekki hægt að taka sem gilda tyggingu i næstu samningum, heldur verður nú að reyna að koma i samninga þeim tryggimgum og viðurlög um, sem knýr ríkisstjórnina til þess að standa við samminga að sínu leyti. Góðir verkalýðsfélagar og aðrir Reykvíkingar. Nú eru bæjarstjórnarkosningar fram undan. Við munum vafalaust öll telja æskilegast, að í þeim kosn ingum gætum við rætt og hugs að um borgarmálin ein og kosið eftir þeim, þvi að sannarlega er þar nóg til að kjósa um. En síðustu atburðir i dýrtíðar- og kjaramálum knýja okkur til þess að láta landsmálin hafa áhrif á afstöðu okkar. Hin al- gera uppgjöf og brigðir ríkis- stjórnarinnar í dýrtíðarmálun um knýja okkur til þess að veita henni og flokkum hennar ráðningu og duglega áminningu við kjörborðið nú þegar en láta það ekki bíða til kosming anna næsta vor. Rökin fyrir þessari nauðsyn hljóta að vera hverjum launþega ljós, og þau eru þessi: Ef stjórnarfloskarn Pramhald á 14. sfðu. ÞRIÐJUÐAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.