Vísir - 08.11.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 08.11.1974, Blaðsíða 8
Axel og Dankersen efst í Þýzkalandi Dankersen-liöið, sem landsliðs- maðurinn Axel Axelsson leikur með i norður-þýzku 1. deildinni I handknattleiknum — hefur tekið forustu f deiidinni eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Unniö alla leikina og Axel er með fjórtán mörk. 1 siðasta leik sinum fyrir nokkr- um dögum sigraði Grunweiss Dankersen i Hannover með tiu marka mun og það er gott á útivelli, jafnvel þó neðsta liðið eigi i hlut. Axel skoraði fimm mörk I leiknum — tvö úr vitaköstum — en markahæsti leikmaðurinn hjá Dankersen i leiknum var Kramer með sjö mörk. Þeir Rehse og Munck skoruðu fjögur mörk hvor. Markhæstur hjá PSV Hannover frá Engler, sem sjö sinnum sendi knöttinn i mark Dankersen. t þessari þriðju umferð keppn- innar gerði Gummersbach jafntefli. Lék gegn Vfl. Bad Swartau og lauk leiknum 13-13. Það var fyrsta stigið, sem Gummersbach, þýzku meistar- arnir, tapa i keppninni. Staðan er nú Dankersen Gummersbach THW Kiel Wellinghofen Phönix, Essen Tv Grambke Bad Swaerau Hamburger Rheinhausen Hannover þannig: 3 3 0 0 55- 41 53-43 59-51 52-48 72-65 69-76 32-28 38-44 42-53 56- 79 Siðan Axel skoraði átta mörkin i fyrsta leik sinum i keppninni hefur hann veriö i mjög strangri gæzlu — var alveg tekinn úr umferð i öðrum leiknum og skoraði þá ekki nema eitt mark. En 14 mörkin hans telja vel. Markahæsti leikmaðurinn I norðurdeildinni er Graper hjá Grambke með 28 mörk — sex viti. Oberscheidt hjá Essenliðinu Phönix. hefur skorað 26 mörk — niu viti. Nielsen hjá Kiel er með 21 mark, þar af niu úr vitaköstum. Þetta mun vera danskur leikmaður, en okkur hefur ekki enn tekizt að grafa upp fornafn hans. Nokkrir leikmenn hafa þvi skorað mikið — og erfitt ■ Axel Axelsson Standa sig vel i keppni erlendis Jón Hjaltalln fyrir Axel að keppa þar um markakóngstitilinn eins og hér heima. Hann skoraði flest mörk á siðasta Islandsmóti og setti markamet. Markhæstu leikmennirnir I norðurdeildinni hafa þó báðir leikið fjóra leiki eins og sést á töflunni. 1 suðurdeildinni er Göppingen, liðið, sem Geir Hallsteinsson lék með — og liöið, sem sendir for- mann sinn til Islands i dag til að lita á Gunnar Einarsson gegn svissneska liðinu St. Otmar á morgun, i efsta sæti. Hefur unnið þrjá fyrstu leikina og er eina liðið I deildinni, sem ekki hefur tapað stigi. Göppingen átti þó I erfið- leikum með nýja liðið I deildinni Hofweier á dögunum — sigraði aðeins 22-20 á heimavelli sinum. Leikmennirnir kunnu Epple (átta mörk, fjögur viti), Bucher (4), og Emrich (3) voru markhæstir hjá Göppingen og Don var með tvö mörk. Emrich, Don og Fischer léku gegn íslandi á dögunum I Sviss — Island vann þar sinn fyrsta sigur gegn Vestur-Þýzka- landi 18-15. Flestir leikmenn vestur-þýzka landsliðsins I Sviss voru þó úr norðurdeildinni — t.d. fjórir frá Gummersbach, West- ebbe, Deckarm, Brand og Schlag- heck, sem skoraði mest gegn íslandi 4 mörk. Þýzka landsliðið var þvi skipað þekktum leikmönnum úr 1. deildinni i Sviss — ekki neitt unglingalandslið eins og gefið hefur verið I skyn á ýms- um vettvangi hér heima — til að draga úr árangri islenzka lands- liðsins gegn þvi þýzka. —hsim. Þing Badmin- tonsambandsins Attunda þing Badmintonsám- bands Islands veröur haldið að Hótel Esju sunnudaginn 10. nóvember ki. 10 fyrir hádegi. Venjuleg þingstörf. Knattspyrnufélagið Þróttur hélt upp á 25 ára afmæli á iaugardag og þá barst félaginu forkunnarfagur verðlaunagripur frá Smjörliki h/f. Það var gamli, góði Þróttarinn, Bjarni Bjarnason (til hægri), sem afhenti gripinn fyrir hönd fyrirtækisins, sem hann starfar hjá. A myndinni að ofan er formaður Þróttar, Guðjón Oddsson, með verðlaunagripinn, sem afhentur var I hófinu. Hann nefnist Ljómabikarinn og verður keppt um gripinn I Bikarkeppni Blaksambands tslands — farandgripur,— Þróttur hefur nýlega stofnað biakdeild innan féiagsins. Ljósmynd Bjarnleifur. Tóku íslandsferð fram yfir leik í heimsliðinu Um aðra helgi er ákveðið, að fram fari leikur á miili júgósla venska iandsliðsins i handknattleik og heimsliðsins, sem sérstök nefnd innan alþjóða handknattleikssambandsins hef- ur valið. Þessi leikur er haldinn i tilefni 25 ára afmælis júgóslavneska sambandsins og á hann að fara fram i Zagreb. 1 heimsliðið voru valdir þrir Austur-Þjóðverjar en þeir hafa nú tilkynnt, að þeir geti ekki mætt tilleiksins. Astæðan sé sú, að þeir eigi að leika tvo landsleiki á íslandi á svipuðum tima. Þangað verði Austur-Þýzka- FOTURINN FÓR I TVENNT t nær eina klukkustund lá Bengt Olsson miðherji sænska 2. deildariiðsins Hássleholm á leikvellinum I Grimsás, þar sem Þessi mynd er langt frá þvi að vera góð, enda tekin af áhugaljós- myndara með léiega myndavél úr áhorfendastúkunni á knatt- spyrnuvelli sænska 2. deildarliösins Grimsás. En hún er tekin ná- kvæmlega á þvi augnabliki, sem Bengt Olsson til hægri á myndinni lendir I samstuði við Kent Wiisson nieð þeim afieiðingum, að hægri fótur þess fyrrnefnda fór i orðsins fyllstu merkingu í tvennt. liðin voru að leika i 2. deildar- keppninni sænsku, með hægri fótinn bókstaflega I tveim hlutum. Atvikið átti sér stað fimm minútum fyrir leiksiok, er Ols- son lenti I samstuði við miðvörð Grimsás, Kent Wilsson, með þeim afieiðingum, að hægri fót- leggur Olssons brotnaði i tvennt og lá hann þarna með fótinn i tveim hlutum, þegar dómarinn stöðvaði leikinn. Þegar var reynt að ná I sjúkrabil og koma hinum slasaða manni, sem lá meðvitundarlaus á miðjum vellinum, á sjúkrahús. En eini sjúkrabiliinn i bænum var upptekinn og það var ekki fyrr en eftir nær eina klukkustund, sem loks tókst að fá bil sem gat flutt hinn siasaða mann á brott. Hann hafði á meöan vaknað til meðvitundar og þá giumdu sársaukahróp hans um allan völl, en enginn gat neitt gert til að lina þjáningar hans. A sjúkrahúsinu var hann þegar tekinn til meðferðar og sögðu iæknar á eftir að þeir hefðu velt þvi fyrir sér, hvort ekki væri rétt að taka fótinn af við brotið. Við það hefði þó verið hætt en brotið sett saman eftir að búið var að tengja saman æðar og annað sem hafði farið I sundur. Hann mun þurfa að iiggja á sjúkrahúsi i a.m.k. fimm mánuði og knattspyrnu mun hann aldrei geta leikið framar. Sænsk blöð sem skrifað hafa um málið segja að svona atvik hafi aldrei gerzt áður i knatt- spyrnu i heiminum. Menn hafi brotnað, en aidrei á eins óhugnanlegan hátt og þetta. klp Ó, guö minn góður, hvað hef ég gert — Kent Wilsson tekur um and- litið I örvæntingu eftir að hafa sparkað hægri fætinum bókstaflega af hinum iiggjandi Bengt Olsson I leik á milli 2. deiidariiöa I Sviþjóð. land að fara með sitt sterkasta lið, þar sem íslendingar séu mjög góðir um þessar mundir, og einn- ig verði þeir að hefna fyrir ófarir knattspyrnumanna sinna, sem ekki hefðu náð nema jafntefli á móti íslandi i Evrópukeppninni i siðasta mánuði. Eitthvað hefur verið hljótt um valið á þessu heimsliði. Þó höfum við grafið upp úr dönskum blöð- um, að I þvi sé einn Svii, einn Norðmaður og tveir Vestur-Þjóð- verjar. Hinir séu allir frá austantjaldslöndunum. Danir voru mjög óhressir yfir þessu vali — vildú fá a.m.k. einn mann inn I liðið — en fengu ekkert nema dómarana tvo. En nú gera þeir sér vonir um að koma manni inn I stað Austur-Þjóðverja, sem heldur vildu fara til Islands en að leika i heimsliðinu. —klp— Newcastle í úrslitin Newcastle sigraði Birmingham i slðari leik liðanna I undanúrslit- um I Texaco Cup i gærkveldi. Leikurinn fór fram i Birming- ham, þar sem búizt var við að heimaliðið færi með sigur af hólmi eftir jafntefli 1:1 i fyrri leiknum, sem fram fór i New- castle. En nú náði Newcastle-liðið frábærum leik og sigraði 4:1, eða samtals 5:2. Newcastle mætir Southampton i úrslitum keppn- innar. _ klo — Jón og Lugi í for- ustu hjó Svíunum Lugi tapaði sinum fyrsta leik I sænsku deildarkeppninni i hand- knattleik á sunnudaginn. Þá iék liðið við Lidangö, sem var i neðsta sæti ásamt SAAB, á útivelli og tapaði 22:24. Jón Hjaltalin Magnússon var markhæsti maður Lugi i leiknum með fimm mörk, en hjá Lidingö voru landsliðsmennirnir Kjell Sjöblom og Bertil Söderberg i miklum ham og skoruðu 9 mörk hvor. 1 markinu stóð svo Frank Ström, sem er sagður bezti markvörður Svia um þessar mundir, en hann fær samt ekki tækifæri i landsliðinu. Kunningi okkar úr SAAB markinu, Hans Jonsson sá um að bjarga fyrsta stiginu, sem SAAB fær i deildinni i ár. Það var á móti Heim og lauk leiknum með jafntefli 15:15. Hans varði i þessum leik sex vitaköst. Hellas tapaði fyrir Frölunda 17:19 og er i einu af neðstu sætun- um i deildinni eftir fimm um- ferðir. En staðan er nú þessi: Lugi Kristianstad IFKMalmö Frölunda Heim Ystad Hellas Drott Lindingö SAAB 103:86 93:82 91:84 91:85 81:83 88:92 88:94 85:85 96:101 64:88 —klp— Nýi þjálfarinn er ekki of vinsœll! ítalski landsliðseinvaldurinn i knattspyrnu, Fulvio Bernardini, er ekki beint I efsta sæti á vin- sældalistanum hjá knattspyrnu- áhugamönnum á ítaiiu þessa dagana. Hann hefur nefnilega tilkynnt Iiðið, sem á að mæta Hoiiandi i Evrópukeppninni i Rotterdam þann 20. þ.m., og hefur það valdið miklum deilum og hávaða meðal hinna bióðheitu Itala. Það, sem mest er rifizt út af, er sú ákvörðun hans að velja aðeins tyo leikmenn, sem léku með I HM- keppninni i Vestur-Þýzkalandi i sumar — markvörðurinn Dino Zoff og bakvörðinn Luciano Spin- osa. Hinir eru ailir settir út i kuld- ann, þar á meðal átrúnaðargoð- in Rivera og Lugi Riva ásamt fleiri þekktum leikmönnum, sem menn eru þó aimennt sammála um að hafi staðið sig með ágætum að undanförnu. Hið nýja lið Bernardini er þannig skipað: Innan sviga er aidur þeirra. Dino Zoff (32), Francesco Rocca (20), Lugi Mar- tini (25), Luciano Spinosa (24), Guiseppe Wilson (29), Vincenzo Guerini (21), Giorgio Morini (27), Andrea Orlandini (26), Luciano De Cecconi (24), Roberto Boni- senga (31), Franco Causio (25) og Giorgio Braglia (27). Af þessum leikmönnum eru 7, sem aldrei áður hafa komið ná- lægt landsliðinu, og er þvi ekki að undra, þótt ítalir séu háifhræddir við að senda svo óreynda menn á móti stjörnuliði Hollands. En Bernardini, sem cr fyrrver- andi Iþróttafréttamaður, er alveg óhræddur við það og segir, að útkoman geti varla orðið verri en hjá itaiska iiðinu, sem lék á HM, en það var sent heim — á laun — eftir að hafa verið slegið út úr for- keppninni. —klp— Aurar í kassann Körfuknattleikssamband Is- iands er þessa dagana með á döfinni margs konar fjáröflunar- leiðir til að standa undir kostnaði við unglinga- og karlalandsiiðin i vetur. Kostnaðaráætlun við undirbúning og ferðir iiðanna er á milli 3 og 4.miiijónir króna, og veitir þvi ekki af aurunum. Nú hefur KKÍ gefið út litla odd- fána, sem eru smekklega unnir i fánafabrikkunni Fjölprent, og eru >eir seldir öilum, sem vilja styrkja starfsemina. Voru fyrst scndir út um 200 fánar og seldust )eir upp á svipstundu. Er nú meira magn væntanlegt, en einnig er KKt að fara af stað með iandshappdrætti og firmakeppni, sem er með nýju sniði. Er búizt við, að þetta og ýmislegt annað gefi einhvern aur I kassann, svo hægt sé að halda uppi eðlilegri starfsemi. —klp— EM I BRIDGE ftalía í efsta sœtinu tslenzka sveitin á EM á bridge i Tel Aviv tapaði fyrir Portúgal I gær — hlaut ekkert stig, en Portú- gal, sem er I 3ja sæti ásamt Nor- egi, hlaut 20 stig. ttalia náði for- ustu i þessari 9. umferð, þegar italska sveitin vann Þýzkaland með 20 mínus tveir, en Sviþjóð, sem var i efsta sætinu, missti þrjú stig til Finna — vann 17-3. Ekki var spilað I gærkvöldi en I dag spilar tsiand við Noreg og I kvöld við Holland. Urslit i leikjunum I gærdag urðu þessi: Sviþjóð—Finnland 17-3 Tyrkland—Spánn 20-^3 Irland—Danmörk 20-r5 Israel—Belgia 12-8 Sviss—Holland 20-^2 Itaiia—Þýzkaland 20-^2 Portúgal—Island 20-0 Noregur—Bretland 12-8 Austurríki sat yfir Eftir þessa niundu umferð var staðan þannig i opna flokknum. l.ltalia 143 2. Sviþjóð 140 3. Noregur 123 4. Portúgal 123 5. Frakkland 117 6. Tyrkland 110 7. Sviss 106 8. Bretland 93 9.Israel 91 10. Belgia 81 11. írland 77 12. Holland 77 13. Danmörk 69 14. Júgóslavia 67 15. Austurriki 16. Island 17. Finnland 18. Spánn 19. Þýzkaland 1 kvennaflokki vann Italia hinn þýðingarmikla leik við Sviþjóð 15- 5, en Sviss skauzt upp i efsta sætið. Úrslit i 3ju umferð. Bretland—Danmörk 19-1, Nor- egur-Þýzkaland 16-4, Frakkland- Belgia 19-1, Spánn-Holland 15-5, Italia-Sviþjóð 15-5, Irland-lsrael 19-1, Sviss-Grikkland 20 minus 3. Staðan. Sviss 53, Italia 49, Spánn 48, Sviþjóð 44, Frakkland 40, Bretland 35, Irland 25, Holland 24, Noregur 22, Þýzkaland 19. Danmörk 17, Israel 17, Grikkland 8, Belgia 6. Samband Bomma og Nitu er að kólna... Ekki þetta, Bommi litur aldrei á aðrar stúlkur. Égsé um það. <£/.____ Hæ, þið. Hvar erYSæl, Helena: Bommi? Ég vil ) ÉgerNIta kynna hann ^.-'Bommihlýtui fyrir bróður að hafa sagt rriinum«^~Ík; þér frá méH ' ~ 'Ví Minnist þess ekki... ert þú vinkona hans? ^ Já, eftir þvi sem Bommi segir er ég stúlkan hans / «9H Vlsir. Föstudagur 8. nóvember 1974 ISm Vlsir. Föstudagur 8. nóvember 1974 Aðeins tveir menn fá að haida sæti sinu I italska landsliðinu, sem tók þátt I HM-keppn- innii sumar. Annar þeirra er markvörðurinn Dino Zoff, sem hér slær boltann fram hjá markinu. 35 milljónir fyrir leik?! A fundi FIFA I Róm I gær náðu fulltrúar Bayern Munchen og Independiente sam- komulagi um að leika leik liðanna um heims- meistaratitil félagsliða I Munchen næsta vor. Bayern cr Evrópumeistari — Independiente, Argentlnu, sigraði I keppninni I Suður- Ameriku. 1 fyrstu var rætt um að hafa leik liðanna I Róm — en samkomulag varð svo um einn leik — hreinan úrslitaleik I aprll I Munchen. Sagt er, að fulltrúar argentlska liðsins hafi sett upp 300 þúsund doliara fyrir leikinn i Munchen eða tæplega 35 milljónir isl. króna — en þar hefur þó ekki enn náðst samkomulag. Upphæðin er hreint ótrúleg — jafnvei þó 80 þúsund áhorfendur rúmist á Olympiuleikvanginum I Munchen. A fundinum I gær var einnig kosin fram- kvæmdanefnd fyrir heimsmeistarakeppnina I Argentlnu 1978. Formaöur nefndarinnar er Neuberger, Vestur-Þýzkalandi, og varafor- maður Goni, Chile. Fulltrúi Evrópusam- bandsins i nefndinni er Barcs, Ungverja- landi, og fulitrúi dómara Riedel, Austur- Þýzkalandi, og fuiltrúi Spánar I nefndinni er Perezpaya. Spánn heldur heimsmeistara- keppnina 1982. Þá eru fulltrúar frá Argentinu, knattspyrnusambandi Suður- Ameriku og ýmsum öðrum sérsamböndum I nefndinni t.d. fulitrúi læknanefndar FIFA, Andrejevic, prófessor, Júgóslaviu. A FIFA-þinginu fyrr i vikunni kom fram I ræðu formannsins Havalange, Brazillu, að svo kunni að fara, að varalönd verði kosin I sambandi við HM 1978 — þá liklega Braziiia og Spánn — ef framkvæmdin mistekst I Argentinu. ______ —hslm. Lömdu allt sem hreyfðist Ógurleg slagsmál urðu I landsleik Svla og Finna 1 körfuknattleik, sem fram fór um sið- ustu heigi. Nokkuð var iiðið á siöari hálfleik og staðan jöfn, þegar einn Finninn braut illa á sænsk- um leikmanni. Sá sneri sér við og gaf honum högg I andiitið, en það kostaði það, að liðin hófu landskeppni i hnefaieik, en ekki körfuknattieik. Tóku varamennirnir og þjálf- ararnir þátt I boxinu og var allt lamið, sem hreyfði sig. Það tók margar minútur að koma á friði, en þá var ieiknum haldið áfram. Honum lauk með sigri Finna 67:60 — og sagt er að þeir hafi einnig sigrað I boxkeppninni. Þessi leikur var I Baltic Cup, sem er árleg keppni á milli Sviþjóðar, Finnlands, Lett- lands og Eistlands. Er þetta eitt af fáum skiptum, þar sem tvær slðastnefndu þjóðirn- ar koma fram sem sjálfstæöar þjóðir, en ekki undir fána eða nafni Sovétrikjanna. Eistland sigraði I keppninni — hlaut 6 stig. Finnar urðu I öðru sæti, Svlar I þriðja og Lettland i fjórða. _kip—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.