Vísir - 08.11.1974, Blaðsíða 5
Vlsir. Föstudagur 8. nóvember 1974
RFUTER
A P
UTLÖNDI MORGUN UTLOND I MORGUN UTLÓND
Umsjón Haukur Helgason
GRAFA LIKIN I
MORGUNSÁRIÐ
Hundruð þúsunda skjól- og matarlítil
fórnarlömb borgarastríðsins í írak
llundruð þúsund flóttamanna
af þjóöerni Kúrda verða að mæta
vetri að heita má skjóliaus , við
litinn mat og lyf og varnarlaus
gagnvart borgarastyrjöld, sem
geisar i Norður-írak milli Kúrda
og stjórnarhersins.
Vetur er genginn í garð, og
hann hefur þegar grandað
mörgum börnum og gamal-
mennum, sem urðu að hirast
undir teppum á bergangi. Hittinn
fer niður fyrir frostmark á
nóttunni. Rigningar eru miklar á
daginn.
Á hverjum morgni fara menn
og grafa þá, er látizt hafa um
nóttina, i flótamannabúðum I
Omran skammt frá landamærum
írlands og fraks. Allt að 20 hafa
látizt á einni nóttu. Læknar telja
að daglega kunni mörg hundruð
að deyja, þegar veturinn skellur á
af hörku.
Búðirnar eru einar af mörgum,
sem eru á við og dreif á þvi svæði,
er uppreisnarmenn stjórna. Þeir
lúta stjórn 71 árs hershöfðingja,
Mullah Mustafa Barzanis, og
berjast fyrir sjálfstæði.
Sagt er, að ástandið sé enn
verra i sumum öðrum flótta-
mannabúðum.
„Okkur skortir mjög mat föt,
tjöld og lyf. Um lif og dauða er að
tefla”, segir Mohsen Dizayi, fyrr-
verandi ráðherra i stjórn fraks og
nú „innanrikisráðherra”, i stjórn
uppreisnarmanna Kúrda. „Við
gerum okkar bezta til að annast
flóttafólkið, en við getum ekki
gert allt. Við biðjum hjálpar-
stofnanir um allan heim um
hjálp, en til þessa hefur hún
aðeins borizt frá Iran, Hollandi og
Sviþjóð. Það er ekki nóg”, segir
hann.
íran er eina rikið, sem hefur
veitt verulega aðstoð. transtjórn
hefur gengizt fyrir umönnun 150
þúsund flóttamanna nálægt
landamærum írans og traks.
Rauði krossinn i tran hefur reist
sex flóttamannabúðir,og fleiri
eru ráðgerðar, i Suður-íran, þar
sem vetrarveður er betra en á
svæðum Kúrda i írak.
Hins vegar treysta íranir sér
ekki til að taka að sér allan fjölda
flóttafólks, sem flýr bardagana i
trak.
Bardagar eru harðir. Þessi lota
i langvinnri borgarastyrjöld hófst
i marz, þegar Kúrdar lýstu þvi
yfir.aðriTcisstjórn traks i Bagdad
hefði ekki staðið við skuldbind-
ingar sinar samkvæmt samn-
ingum frá 1970. Þá hafði Kúrdum
verið lofað sjálfstæði.
Forseti Bólivlu, Hugo Banzer, barði I gær niður byitingatilraun
Bardagar urðu I borginni Santa Cruz, I austurhluta landsins.
Svona var aðkoman eftir
sprenginguna I King’s Arms
kránni.
Munkur
jótar
45 ára munkur úr reglu
Benedikts hefur játað að hafa
smyglaö vopnum til fanganna,
sem gerðu uppreisn I
Scheveningenfangelsinu I Hol-
landi fyrir skömmu.
Talsmaður dómsmálaráöu-
neytisins i Hollandi sagöi I gær-
kvöldi, aö munkurinn, sem er
bara kallaður Matthías, hefði
játað aö hafa látið einn af föng-
unum fjórum fá vopn! Munkurinn
vann að endurhæfingu fanga i
fangelsinu. Hann hefur veriö
handtekinn.
Fangarnir höfðu, aö sögn hol-
lenzkra blaða, fjögurra skota
skammbyssur.
Þeir héldu 22 gislum, en
uppreisninni lauk giftusamlega,
er sjóliöar gerðu árás á
kapelluna, sem fangarnir héldu,
og handtðku þá.
„UNGUR MAÐUR MEÐ
GAT Á MAGANUM"
Sprenging varð í gær-
kvöld í krá i Suðaustur-
Londori/ þar sem
hermenn hafa vanið
komur sínar. Lögreglu-
menn í Scotland Yard
sögðu fyrst/ að fjórir
hefðu beðið bana, en
síðar var sagt, að 19 væru
særðir, sumir alvarlega,
en enginn hefði látizt.
Lögreglan segir, að spreng-
ingin hafi gereyðilagt King’s
Arms krána, sem er aðeins
nokkrum hundruö metrum frá
búðum stórskotaliðsins i Wool-
wich. Sprengjan sprakk rétt
eftir klukkan tiu, þegar þröng
var á þingi i kránni og menn
sátu og stóöu við drykkju.
Framhlið hússins sprakk i
tætlur.
Varnarmálaráðuneytiö segir,
að nú verði tvimælalaust gerð
gangskör að þvi að veita
hermönnum, sem eru I leyfi,
meiri vernd.
Tilræðið i gærkvöldi fylgir i
kjölfar sprengjutilræða i
tveimur hermannakrám i Guil-
fordhverfi i Suöur-Englandi, en
i þau skipti fórust alls fimm.
Sjónarvottar segjast hafa séð
það, sem þeir töldu vera lík
þakin ábreiðum fyrir utan
King’s Arms krána eftir
sprenginguna. En Scotland
Yard sagði i morgun, að þetta
hefðu verið særðir menn, sem
hefðu verið fluttir i sjúkrahús.
Meðal hinna særðu munu hafa
verið stúlkur úr hernum.
„Það varð ægilegur hvellur.
Ég sá marga likama liggja á
gólfinu. Ég veit ekki, hvort
fólkið var lifandi eða látið”,
sagði hermaðurinn Albert
Hunter, sem var á leið út, þegar
sprengjan sprakk.
1 sjúkrahúsinu var starfaö i
öllum skurðstofum til að reyna
að bjarga hinum særöu.
Tilræðismenn gáfu enga
aðvörun fyrirfram, en það hefur
oft verið gert.
Lögreglan telur, að sprengjan
hafi sennilega verið falin i poka,
sem skilinn hafi verið eftir undir
borði eða stól i kránni.
„Þarna var ungur maður með
gat á maganum og aðrir með
hræðileg sár á andliti og
likama,” sagði sjónarvottur.
VATN
MENGAÐ
Holiand kom I gærkvöldi I veg
fyrir, að Efnahagsbandalagið
samþykkti nýjar regiur til að
vernda drykkjarvatn gegn meng-
un.
Afstaða Hollendinga kom á
óvart. Búið var að ganga frá
drögum að reglunum, sem flestir
telja mjög mikilvægar.
Hollenzki ráðherrann Laurens
Brinkhorst sagðist hafa fellt til-
lögurnar, af þvi að i þeim væri
ekki nægilega vel tryggt, að vatn
úr Rin yrði gott. Það berst til Hol-
lands frá Vestur-Þýzkalandi.
Ráðherrarnir höfðu áöur
samþykkt reglur um viðtækar
aðgerðir til að hindra mengun
drykkjarvatns. Rikisstjórnir
skyldu fá tvö ár til að gera
nákvæmar áætlanir um hreinsun
vatns, einkum úr stórfljótum. Nú
er ekki vitað, hvað af þessu
verður samþykkt eftir afstöðu
Hollendinga.
ÞAÐ
HÓFST
MEÐ
SPRENGJU
Tvær sprengjursprungu i sendi-
ráði Bóliviu og menningarstofnun
Brasiliu I gærkvöldi I Quito höfuð-
borg Ekvadors. Þar er að hefjast
fundur Amerlkurikja og er aðal-
málið, hvort létta skuli viðskipta-
banni af Kúbu og hefja að nýju
stjórnmálaleg samskipti.
Tugir sérþjálfaöra lögreglu-
manna voru á verði á götum
borgarinnar eftir sprengingarn
ar. Utanrikisráðherrar i banda-
lagi Amerikurlkja sem 23 riki
eiga aðilda, að, hefja fund sinn á
morgun.
Fyrsta sprengingin eyöilagði
húsakynni á tveimur hæðum i
sendiráði Bóliviu. Dyravörður
særðist. Sendiráðið er nálægt
„löggjafarhöllinni”, þar sem
fundurinn verður.
Menningarstofnunin er
skammt frá gistihúsi þar sem
utanrikisráðherrarnir dveljast.
Brasilia er talin munu sitja hjá
við- atkvæðagreiðslu um af-
stöðuna til Kúbu, og afstaða Bóli-
viu er óljós.