Vísir - 08.11.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 08.11.1974, Blaðsíða 2
2 risntsm: Tekur þú mark á stjörnuspám i dagblöðunum? Katrin Falsdöttkr, mynd- listaskólanemi: — Nei, ég tek ekkert mark á stjörnuspám. Ég les þær yfirleitt aldrei. Stefania Steinþórsdóttir, myndlistarnemi: — Ég les stjörnuspárnar einstaka sinnum bara aö gamni minu, en ég tek þær ekki alvarlega. Margrét Karlsdóttir, myndlistar- nemi: — Mér finnst stjörnuspárn- ar skemmtilegar og les þær eigin- lega sem brandara en ég tek ekki mark á þeim. örn Marelsson, nemi: — Ég les þær alltaf, llklega af gömlum vana. Ég get nú ekki sagt að ég taki mark á þeim en ég mundi ekki vilja missa þær úr blöðun- um, maöur er orðinn þeim svc vanur og það er oft gaman aí þeim. Svavar Jónsson, nemi: — Ég tek nú ekki mikið mark á þeim en les þær samt alltaf. En mér finnst gaman aö stjörnuspeki þar sem karakter i merkjunum er tekinn fyrir. Erlendur Helgason, arkitekt: — Nei, ég trúi nú ekki á stjörnu- spárnar. Ég renni yfir þær einstaka sinnum bara af forvitni Visir. Föstudagur 8. nóvember 1974 LESENDUR HAFA ORÐIÐ ÞEGAR BOÐ OG BONN ERU BROTIN S.F. sendir þessa: ,,Ég fór á rjúpuveiðar um daginn. Rjúpuveiðar fara þannig fram, að maður gengur og gengur og gengur, skimar i allar áttir, fær hálsrig og heldur niöri i sér andanum af ótta viö að vekja eftirtekt. Svo sér maður eitthvað hvitt. Riffillinn af öxlinni, miðað og ...æ, gleymdi ég ekki helvitis lásnum á. Þar fór þessi. En það eru fleiri rjúpur, og ég held áfram göngunni. Von bráöar sé ég eitthvað hvitt aftur og framkvæmi aftur athöfnina — tek lásinn þó af i þetta sinn. Ég lit i kikinn og sé þá einhverja ljótustu rjúpu sem ég hef um ævinnar daga séð. Hún er með hvitan koll og held- ur honum á sér með hálsbandi um hökuna. Rjúpan hefur lika komið auga á mig og patar út i loftið öllum öngum. Ég legg riffilinn vonsvikinn niður, bregð honum á öxl og geng til lög- regluþjónsins. Hann tekur upp bók og fer að skrifa: „Tilraun til' manndráps.....” „Nei, heyrðu mig,” grip ég fram i fyrir honum. „Mér sýndist þú bara vera rjúpa....” Lögregluþjóninn gefur mér hornauga og heldur áfram að skrifa: „Móðgun við vörð lag- anna,” tautar hann fyrir munni sér. „Sko, ég er bara friðsæll veiðimaður hérna, i þeim eina tilgangi að skjóta rjúpu i jóla- matinn,” grip ég fram i fyrir honum örvæntingarfullur. Hann hættir aö skrifa og litur á mig ströngum augum. „Rjúpnaveiðar eru bannaðar hér, maður minn,” segir hann valdsmannslega og hvessir á mig augun. „Bannaöar?” ét ég upp eftir honum. „Það getur ekki verið. Ég hef alltaf veitt rjúpu hérna, og veit ekki til þess að það sé bannað.” „Eigendur landsins hafa bannað rjúpnaveiðar hérna og auglýst það bann með pomp og pragt,” segir lögregluþjónninn ánægður með sjálfan sig. „Eigendurlandsins? En næsti bær er i a.m.k. 20 kilómetra fjarlægð.” „Það er einmitt sá,” segir lögregluþjónninn, ennþá ánægður með sjálfan sig. „A hann allt þetta land?” spyr ég. „Einmitt!” „En þótt hann eigi allt landið, getur ekki verið að hann eigi það sem á þvi er, eins og t.d. rjúpur,” segi ég i þrætutón. „Jú, einmitt, hann á allt sem er á landi hans,” segir lög- regluþjónninn og veifar pennan um I kringum sig til að gefa orðunum aukna áherzlu. „A hann þá okkur? Við stönd- um á landinu hans,” segi ég og þykist nú hafa nappað lögguna. Helviti var þetta gott hjá mér, hugsa ég með sjálfum mér. Lögregluþjónninn glápir á mig. „Ert þú að rifa einhvern kjaft?” spyr hann og lyftir á ný upp bókinni og pennanum. „Hvaö er nafnið? Má ég sjá byssuleyfi, ökuskirteini og nafn- sklrteini?” Ég er svo heppinn að bera þetta allt saraan á mér og framvlsa þvi nú. Ég áræði ekki að spyrja hann frekar, þvi hann er orðinn brúnaþungur. 1 þvi að hann skrifar i bókina, kemur maður aðvifandi. Ég finn á lyktinni að þetta er bóndi. „Þið burgeisarnir viröizt nú bara stunda það að brjóta boð og bönn,” hvæsti hann á mig skrækum rómi. Ég spyr hver maðurinn sé. „Ég er eigandi þessa lands. Og ég skal segja þér, að ég væri fyrir löngu búinn að banna rjúpnaveiðar hérna ef ég hefði vitaö hvað hér fer fram. Við bændurnir I hreppnum ákváð- um að banna veiðar hérna á landinu okkar. Núna erum við að framfylgja þvi banni, en það er bara lifshættulegt verk. Ég hef aldrei komið hingaö fyrr, maður má ekki vera að þvi aö stunda fjallgöngur, þaö er svo mikið að gera I búskapnum. En ég er búinn aö sjá fullt af vopnuðum mönnum á sveimi hérna, og sumir þeirra voru meira að segja að skjóta á rjúpurnar. Þetta er sviviröa.” Bóndi talar ótt og titt og varpar mæðinni. Lögregluþjónninn hefur lokið skriftunum. Hann skipar mér að yfirgefa þetta landsvæði. „Hvaða landsvæði?” spyr ég eins og fáviti. Bóndi og laganna vörður lita hvor á annan. „Engan kjaft,” segir lög- regluþjónninn. „Út af minu landi,” æpir bóndinn. „Já, en hvar eru mörkin?” spyr ég þrá- kelknislega. „Þau þekkja allir. Þú verður að vera fyrir utan skarðið milli hólanna þarna I austur,” segir bóndi. Ég sný mér við og geng i áttina aö bilnum minum, illa farinn á sál og likama. Allt i einu kemur bóndi hlaupandi á eftir mér, réttir mér miða og hleypur siðan til baka á eftir lögregluþjóninum. Þeir taka stefnuna að rjúpu- veiðimanni, sem ég þekki og var á veiðum ekki allfjarri mér. Ég lit á miðann. „Veiðileyfi eru seld hjá Bakkabræðrum i Koti. Hægt er að greiða með giróseðli. Leyfis- gjald er 500 kr. fyrir daginn.” Falskor auglýsingar S.H. spyr: „Stundum er óþægilega mikið misræmi I auglýsingum og framkvæmdum, sem þar eru auglýstar. Maður hefur oft orðið var við þetta — mér dettur i hug, er ég ætlaði að nota mér viðgeröaþjónustu, sem oft er auglýst I Visi sem góð og þægi- leg. Ég fékk I fyrstu góð svör, en smám saman harðnaði á dalnum, þangaö til ég fékk ekki annaö en rosta og var loks sagt aö fara til fjandans. Þetta rifjastupp fyrir mér nú, er ég hef i vasanum miða frá framköllunarfyrirtæki, sem ég hef ekki skipt við áður. Ég fór með filmu I framköllun 6. nóvember, og á miðanum stendur, að ég megi sækja myndirnar 14. nóvember — sem sagt 8 daga biötimi. En i dag, 7. nóvember, sé ég þetta fyrirtæki auglýsa, að myndirnar séu afgreiddar á þremur dögum. Hvern er verið að hafa að fifli — og hvers vegna?” BRAGARBOT A VEGARKAFLA Kópavogsbúi hringdi: „Það ber að geta þess sem vel er gert. Einn lesandi minntist fyrir nokkrum dögum á hættu- legan veg og beygju i Kópavogi, vegna slæmrar lýsingar. Það er núna búið að bæta úr þessu i bili. Meðfram veginum er búið að láta endurskinsstaura, og þeir ná alveg út að bensinstöðinni, efst á Kópavogshálsi, þannig að nú þarf enginn að lenda i neinni stórvægilegri hættu þarna i myrkri.” ÞAÐ ER HÆGT AÐ LÆRA AF ÓFÖRUM Móti hverjum einum fikniefnasjúklingi i Banda- rikjunum nú á þessu ári eru 15 forfallnir drykkjusjúklingar. Afengi veldur meirihluta allra dauðaslysa á vegum landsins — um 28 þúsund slysum árlega. Drykkjuskapur er orsök þriðja hluta allra fangelsana i Rlkjunum. Fólk, sem ofnotar áfengi, styttir ævi sina að meðaltali um 10-12 ár. Árlega eykur áfengisneyzla útgjöld rikisins um 15 billjónir dala I tjónum, vinnutapi og lyfjakaupum, o. fl. meira en nokkur styrjöld. Af öllu, sem gert er til hjálpar alkóhólistum i Bandarikjunum, eiga AA-samtökin stærstan hlut. 011 þessi ummæli eru vitnis- burðir opinberra og visinda- legra ályktana um áfengis- neyzlu i Bandarikjunum, sem nú er þó talið eitt hið auðugasta velferöarriki veraldar. En mætti nú ekki ýmislegt af þessu læra fyrir litla þjóð hér á norðurhjara, sem margt sækir gott til þessarar stóru systur — eða stóra bróður — i vestrinu. Vissulega er þar margt gott að læra og þaðan mikils að vænta. En það er einnig hægt að læra af óförum. Sagt er að þannig þróist flugtæknin á öruggastan hátt. Hér er I sann- leika flogið hátt i vellystingum, sem bezt sést I bifreiöaf jölda á götum borgarinnar og mann- fjölda i gildaskálum á kvöldin. „En þeir finna til, sem flugu hátt^ og féllu niður á stein.” Þannig er með marga. Og þótt þær vísindalegu ályktanir, seni hér eru birtar frá landi hreinskilninnar um ófarir æðri sem lægri stétta, séu sizt til fagnaðar, þá falla þær vel saman vio boöskap okkar „bindindispostula” svonefndra, hvað sem Oddur i Afriku kann að segja um Egil sterka og brugg hans á Borg. Árelius Nielsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.