Vísir - 08.11.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 08.11.1974, Blaðsíða 16
vísir Föstudagur 8. nóvember 1974 Kennar- y arnir fa sopann sinn, nemend- urnir ekki Dagskrárstjórn yrði að velja handa okkur efnið — jafnvel þótt móttökustöðvar yrðu svo ódýrar sem spóð er Aöur en langt um líður mun væntanlega hefjast 1 Bandarikj- unum f jöldaframleiösla á einföldum móttökustöövum fyrir sjónvarpsmyndir frá gervihnöttum, sem yröu þaö ódýrar, aö sérhver sjónvarps- notandi ætti aö ráöa viö kaup á sliku tæki. Er búizt viö aö hvert móttökutæki komi til meö aö kosta rétt liölega 20 þúsund krónur Islenzkar. Frá þessari tækninýjung er skýrt i timaritinu „Electronics Weekly”, en þar er sagt, að það séu vlsindamenn við Stanford- háskóla I Kaliforniu sem hafi fundið upp tæki þetta. Móttöku- skermirinn, sem er innifalinn i ofangreindu verði, er um 1,80 metrar i þvermál. Stillingar tækisins eru mjög einfaldar, en móttökustöðin tek- ur á móti gervihnattarmerkjum með mjög hárri tiöni. Fara þau fyrst i gegnum svokallaðan „Schottky-barrier”, sem reynzt hefur mjög vel til að eyða trufl- unum. Þvi næst tekur magnari við merkjunum og framleiðir bylgjur af þeirri tiðni, sem venjuleg sjónvarpstæki geta nýtt sér. Kemur i stað móttöku- tækja, sem mundu kosta hundruð milljóna Tæki þetta á að geta tekið á móti sjónvarpsmyndum milli- liðalaust frá gervihnöttum. Móttökustöð á borö við þá sem getið var um i frétt I Visi i gær og kostar nokkur hundruð mill- jónir, yrði þannig óþörf hvað sjónvarpssendingum viðkemur. Samkvæmt upplýsingum bandariska tækniritsins getur eitt tæki ,þjónaö' mörgum sjón- varpstækjum. Nokkur fjölbýlis- hús eða jafnvel einbýlishúsa- hverfi geta þannig lagt saman i kaup á einu sliku tæki. Vitað er, að visindamenn i Japan og sömuleiðis á Formósu, eru að vinna að gerð móttöku- tækja af þessu tagi. Þeir munu þó enn skammt á veg komnir i tilraunum sinum og ekki vera farnir að sjá fram á fjöldafram- leiðslu móttökustöðva, sem gæti verið eins ódýr og þær banda- risku. Þá má einnig geta hér um skólasjónvarp, sem gefizt hefur vel i Indlandi. Þar er sá háttur- inn hafður á, að sjónvarpsefnið er sent til gervihnattar, sem svo aftur endurvarpar sendingun- um um landið vitt og breitt, en I hverjum skóla eru sérstök mót- tökutæki svipaðrar gerðar og fyrr er frá sagt. En ekki allt fengið með tækjunum einum Að lokum má minna á það, að þó að islenzkir sjónvarps- notendur komi til með að setja upp móttökustöðvar af þessu tagi, geta þeir ekki valiö úr sjónvarpssendingum gervi- hnattarins að vild sinni. Hér þyrfti méð öðrum orðum að vera eins konar „dagskrár- stjórn”, sem semdi um kaup á þvi efni, sem hingað ætti að endurvarpa. Viðgætum þvi ekki fengið að horfa á „ensku knatt- spyrnuna” i beinni sendingu með aðstoð gervihnattar, fyrr en samið hefur verið um greiðslu fyrir geislann. — ÞJM. Ýmsum foreidrum, sem eiga börn sin I Fossvogsskóia, hefur þótt óþægilegt að mega ekki senda börn sin með drykkjar- föng I skólann. Börn, sem eru annaðhvort i skólanum frá þvl snemma á morgnana til hádegis eða frá hádegi til tæplega fimm fá ekki að hafa með sér mjólk eöa ávaxtasafa, heldur aðeins ávöxt eða brauö. Bréf var sent til foreldra barnanna um það, að ekki væri heimilt að senda þau með drykkjarföng með sér. Ef krakkarnir vilja þvi fá sér eitthvað að drekka með nestinu er ekki annað i boði en vatn úr krana. Kennararnir hafa aftur á móti kaffiaöstöðu. Aslaug Brynjólfsdóttir, skólastjóri, sagði, að lagzt hefði verið gegn drykkjarföngum vegna þess hve oft væri illa um þau búið. Það hefði nokkrum sinnum komið fyrir, að mjólkurhyrnur eða plastilát hefðu sprungið i töskunni og eyðilagt mikla vinnu barnanna. „Krakkarnir hafa fariö að gráta, þegar bækurnar eyðileggjast þannig og þvi mæltumst viö frekar til þess viö foreldrana, að börnin hefðu aöeins ávexti meö sér I nesti. Það er aftur á móti aðeins gosið, sem er algjörlega bannað.” Fossvogsskólinn er nýr og glæsilegur skóli með teppi út i horn, en skólastjórinn vildi taka þaö skýrt fram að það væri ekki vegna skólans sjálfs, sem lagzt væri gegn drykkjarföngunum. „Viö teljum bara drykkjar- föng ekki nauösynleg á svona stuttum tima,” sagði skóla- stjórinn. „En ef vel er um þau búiö, látum viö það þó kyrrt liggja.” —JB Ýmsar breytingar í Glœsibœ: KJOTDEILDIN MALUÐ í KÖLDUM BLÁUM LIT Stœrsta matvöruverzlunin opnuð aftur „ViO erum vitanlega mjög ánægðir meö aO vera komnir i þessa nýju verzlun”, sagöi Guö- jón Guðjónsson, verzlunarstjóri Sláturfélagsbúöarinnar i Glæsi- bæ I morgun. Verzlunin var opn- uö I morgun, eftir aö miklar sviptingar höföu oröiö um hana um siðustu helgi. „Það er margt ógert ennþá”, sagði Guðjón. „Við eigum til dæmis mikinn lager úti i bæ, sem við munum aka hingaö eftir helgina. Við það eykst vöruúr- valið enn meira”. -Verzlunin hefur nú verið máluð I appelsinugulum lit. „Ég sá þennan lit I verzlun úti I Höfn fyrir skömmu og þótti hann mjög smekklegur. Svo höfum við lika málað kjötdeildina I köldum bláum lit eins og vera ber”, sagði Guðjón. Vörum verzlunarinnar hefur verið raðað upp á nýtt i hillur. Þetta er gert til að koma skyldum vörum sem mest saman á einn stað. Mjólkin er við hliðina á kaffinu, brauð og kökur við hliðina á kexinu og svo framvegis. Hvort tekin yröi upp sala á nýjum matvöruflokk- um I þessari stærstu matvöru- verzlun landsins, kvað Guðjón enn óráðið. —JB Fyrsti viöskiptavinurinn I morgun fékk konfektkassa frá verzlunar- stjóranum, Guöjóni Guöjónssyni. Ljósm. Bj.Bj. ENN HAFA SVR EKKI GETAÐ LEYST ÚT STRÆTISVAGNANA — fimm vagnar hafa beðið þess síðan í sumar, að verða leystir út Tíu til viðbótar vœntanlegir ó nœstu mónuðum Strætisvögnum Reykjavikur hefur enn ekki tekizt aö útvega fé til aö ieysa út þá fimm vagna, sem komu til iandsins fyrir um hálfu ári. Von er á fimm til landsins I viöbót fyrir áramót og svo aftur öörum fimm á næsta sumri. Þeir eru þvi orönir fimmtán strætisvagnarnir, sem SVR þarf að leysa út innan tiðar — þó fjárhagurinn virðist ekki leyfa slikt. „Það kemur dagur eftir þennan dag. Hjóliö heldur alltaf áfram aö snúast,” svaraði Eirikur Asgeirsson, forstjóri SVR, þegar Visir sp.urði hann, hvort ekki væri erfitt að standa i samningagerðum vegna kaupa á nýjum vögnum, á meðan ekki hefur reynzt unnt að leysa út siöustu „sendingu”. Þeir vagnar, sem komu siöast á götuna, voru yfir- byggður hjá Bilasmiðjunni, en nokkur biö kann aö verða á þvi, að vagnar verði yfirbyggðir þar næst fyrir SVR. Vagnarnir, sem komu til landsins i sumar og enn á eftir að leysa út, komu hingaö yfirbyggðir að utan. Þeir voru yfirbyggðirhjá Mercedes Benz. Næstu tiu vagnar verða svo yfirbyggðir hjá Van Hool I Belgiu. en Bilasmiðjan, sem upphaflega hafði tekið að sér að gera þær yfirbyggingar, óskað eftir þvi að verða leyst undan samning. —ÞMJ II Grunnskólafrumvarpið í framkvœmd: SKILYRDI AD NtMCNDUR FÁI MAT (SKÓLANUM — segir frœðslustjóri Reykjavíkur MI Aöur en langt um Höur er fyrirhugaö, aö dreifing á matarpökkum til nemenda skyldunáms I borginni, geti hefizt. „Þaö er eitt frumskilyröi þess, aö hægt sé aö halda uppi samfelldri skóladvöl I samræmi viö grunnskólafrumvarpiö, aö nemendurnir fái næringu i mat, á meöan þau sitja yfir skóla- bókunum”, sagöi Kristján J. Gunnarsson, fræöslustjóri I viötali viö VIsi I morgun. „Það er ekki enná hægt að segja til um það hvenær þetta atriði kemur til framkvæmda”, hélt hann áfram, „en eins og stendur vinna borgarlæknir og skólayfirlæknir að þvi aö taka það saman, hvað skólamáltið af þessu tagi ætti aö innihalda”. „Hér yröi um kalda máltið að raéða”, sagði fræöslustjóri. „Það yröi allt of kostnaðarsamt að vera meö heitar máltiðir i skólunum likt og Sviar gera. Kaldar máltiðir hafa lika gefizt ágætlega, eins og t.d. I Dan- mörku og viöa I Noregi. En köld máltiö mundi liklega vera ein- faldur matarpakki, mjólk og ávextir. Kostnaöinn af matar- kaupunum mundu foreldrarnir að öllum likindum þurfa að bera, en kostnað af dreifingunni bæru hins vegar riki og borg. En svo yröi að sjálfsögðu einnig sá möguleiki opinn, aö þeir, sem þess óska, gætu haft með sér sitt nesti að heiman”. Kvað fræðslustjóri ýmsa aöila hafa sýnt áhuga á aö taka að sér að útbúa þessa matarpakka. Eru það þá aðallega ýmis sölusamtök landbúnaðarins. Verkefnið yrði þó boöið út, ef til kæmi. „Það er rétt að þaö komi skýrt fram, aö engar ákvarðanir hafa verið teknar i ráðuneyti eða borgarstjórn ennþá, hvað matarpakkana áhrærir”, sagöi fræöslustjóri loks. „Það á ennþá eftir að kanna þetta mál frá svo mörgum hliðum. Ef það svo yrði ákveðið að ráðast i framkvæmd þess, gætu liöiö nokkur ár, þar til málið væri komið til fullrar framkvæmdar.”. —ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.