Vísir - 18.11.1974, Síða 1
64. arg. — Mánudagur 18.nóvember 1974 — 23Ö.tbl.
Gáskafullur leikur
endaði á Landakoti
Gáskafullur leikur
tveggja pilta, sem voru
að vinna við uppskipun
við Reykjavíkurhöfn sl.
laugardag, endaði með
þvi, að annar þeirra
var fluttur á Landakot.
Kalkpoki, sem félagi
hans hafði kastað að
honunt, rifnaði og kalk
fór i augu piltsins.
Nafn hans er úlfar
Guðmundsson og er
hann 16 ára gamall. Er
hann nú til meðferðar á
Landakoti og var liðan
hans i morgun fremur
slæm. Sér hann ekkert
með vinstra auga, en
hægra augað
skaddaðist ekki.
—ÞJM
Erfitt að
spila fyrir
landann
— sjá tónlistar-
gagnrýni
á bls. 7
Flaug suður
með bíl-
inn sinn
— bls. 3
PETER
GILMORE /
ONEDIN
— sjá bls. 16
KRATAR
BÖRÐUST
UM
FORYSTU-
CÆTIk|
—BAKSÍÐA
Borge, —
óborganlegur!
dansk/ameriska haðfuglsins
Victors Borge núna um helgina,
hann fór á kostum, og engu var
likara en þak Háskólabiós
ætlaöi að rifna af I fögnuöinum.
„Alveg óborganlegur”, sagði
einn samkomugesta, sem Visir
hitti að máii I morgun. Myndina
tók Bj. Bj. á æfingu fyrir
tónleikana.
Lögreglubifreið varð að
snarhemla á gatnamótum
Stórholts og Einholts
aðfaranótt sunnudags, er
fólksbíll beygði allt í einu í
veg fyrir hana.
Fólksbíllinn vará mikilli
ferð, og mynduðust löng
svört för á malbikið eftir
hjól hans. Rétt i þann
mund, sem lögregluþjón-
arnir horfðu á eftir
bifreiðinni niður Stór-
holtið, kom annar bfII í
kjölfarið, á ekki minni
ferð. Hann svínaði einnig
fyrir framan nefið á
lögreglubílnum og hélt í
humátt á eftir þeim fyrri.
Lögreglan stöðvaði öku-
þórana að sjálfsögðu. Við
yfirheyrslur kváðust þeir
hafa verið í kappakstri og
hafa ekið með þessu lagi
nokkra stund. Ástæðan
fyrir kappakstrinum var
sú, að bíllinn fyrir aftan
vildi fram úr hinum, en
ökumaður þess bíls var
ekki á þeim buxunum að
hleypa einum eða neinum
fram úr sér. „Skrens"för-
in á gatnamótunum mæld-
ust 28 metrar eftir annan
bíllinn, og sagði ökumaður
hafa verið á 70 til 80 km
hraða i beygjunni.
ökumennirnir voru
sviptir ökuskírteinum til
bráðabirgða.
—ÓH
„Vondu ríkin"
og þau
„góðu" í
Sameinuðu
þjóðunum
— sjá leiðara
á bls. 6
Svínuðu á lögreglubíl
í kappakstrinum
— öku„kapparnir"sviptir ökuskírteini
eftir nœturakstur um borgina
Það sá vist enginn eftir
aðgangseyrinum að tónleikum
Enn um bensín-
stöðvarmál
Breiðhyltinga:
VILJA EKKI BRÁÐA-
BIRGÐABYGGINGUNA!
Ekki er bensinstöðvarmáiinu
i efra Breiðholti lokið enn, þó að
borgarverkfræðingur hafi skýrt
ibúum hverfisins frá þvi, að út-
gefin leyfi til byggingafram-
kvæmda Skeljungs séu
óafturkalianleg. Framfarafélag
Breiðhoits III samþykkti til-
lögur til breytinga þar að lút-
andi á fundi sl. laugardag.
„Tillaga okkar er sú,” segir i
ályktun fundarins, „að tveimur
innkeyrslum og útkeyrslum
verði komið við bensinstöðina,
annarri við Norðurfell, en hinni
af afrennslisbraut, sem leggja
mætti fyrir umferð, sem leið
ætti vestur Breiðholtsbraut og
norður Höfðabakka. Jafnframt
að bensinstöðin yrði tviskipt frá
noröri til suðurs, með eyjum, til
þess að hindra gegnumgang-
andi umferð frá Norðurfelli að
Höfðabakka og öfugt.”
Þá leggur fundurinn einnig til,
að hætt verði við fyrirhugaða
bráðabirgðabyggingu fyrir ben-
sinafgreiðsluá umræddum stað.
En þess i stað verði þegar ’haf'izt
handa við byggingu Varanlegra
mannvirkja samkvæmt fyrir-
liggjandi teikningu.
I lok ályktunarinnar segir:
„Framfarafélag Breiðholts
telur, að bensinstöð Skeljungs
samkvæmt teikningum, með 18
þvottastæðum, sé framfara- og
hagsmunamál til handa ibúum
hverfisins — sem þegar eru
fleiri en allir ibúar Akureyrar”.
Þegar Visir hafði tal af for-
svarsmönnum Skeljungs i
morgun, hafði ”kki verið tekin
afstaða til ofangreindra óska
ibúanna. „En við höfum alltaf
tekið mjög jákvætt i það, sem
þetta fólk hefur haft til málanna
að leggja, og gerum ráð fyrir,
að svo verði einnig nú,” sögðu
þeir þar.
—ÞJM
I