Vísir - 18.11.1974, Qupperneq 3
Vísir. Mánudagur 18. nóvember 1974.
Óvenjulegt
hraðamet
Klukkutíma með bíl
frá Þlngeyri tll Rvíkur!
„Þetta er harðamet.
Ég hef aldrei fyrr vitað
bil fara frá Þingeyri til
Reykjavikur á tæpum
klukkutima”.
Þetta sagði Magnús
Jónasson, eigandi
fyrsta bilsins, sem
fluttur hefur verið með
flugvél i innanlands-
flugi. Sá atburður
gerðist á laugardaginn.
Blllinn var fluttur i einum
nýjasta faxa Flugfélags
Islands. Sú flugvél hefur óvenju
stórar farangursdyr.
„Astæðan fyrir þessu er sú, að
ég þurfti nauðsynlega að
komast til Reykjavikur með
bilinn til smáviðgerðar. Það er
allt ófært fyrir vestan, og ég
hefði þurft að biða i viku eftir
skipsferð. Þess vegna datt mér
þetta i hug, þegar ég var úti á
flugvelli um daginn og skoðaði
einmitt þessa vél Flugfélagsins.
Ég kannaði málið, og það kom i
ljós, að billinn kæmist um borð.
Nú, ég var þá ekkert að hika og
pantaði pláss fyrir mig og
bflinn”, sagði Magnús, þegar
Visir ræddi við hann úti á
Reykjavikurflugvelli eftir
lendinguna.
„Dýrt? Kannski og kannski
ekki. Flutningsgjaldið er 6.500
krónur, en ýmiss konar af-
greiðslugjöld gera heildarupp-
hæöina um 9 þúsund krónur.
Ætli ég hefði ekki farið með
svona 3 þúsund krónur i bensin,
ef ég hefði ekið leiðina suður,
auk slits á bilnum. En þetta er
auðvitað miklu fljótlegra og
þægilegra”, hélt Magnús
áfram.
Magnús er 21 árs gamall.
Billinn hans er af gerðinni
Austin Mini, keyptur nýr fyrir
mánuði. Að lokinni viðgerðinni
á bilnum ætlar Magnús að aka
honum norður til Akureyrar,
þar sem hann fer að vinna hjá
Vegagerðinni.
„Þetta er framtiðin”, sagði
Magnús um þessa óvenjulegu
„bilferð”, um leið og hann steig
upp i bilinn við hlið
Flugfélagsfaxans og ók af stað.
—ÓH
mt 4 1§f l AF Bmr ".
iliTí »«<’ —' ^jiPÍp^gÍ r TH - V'*- HB zsmúgm % H| mmV
1|1PÍI '144; 1
Blllinn, sem setti „hraðametið”, kominn á Reykjavikurflugvöli eftir 50 minútna „akstur” frá Þingeyri til Reykjavikur. Eigandi
bilsins, Magnús Jónasson, stendur I dyrum hans. Ljósm. Visis: BG.
ÖLVAÐIR
VIÐ STÝRI
NÁLGAST
1100 í
REYKJAVÍK
Stútur var iðinn við stýrið um
helgina. 24 ökumenn voru teknir i
Reykjavik á iaugardag og
sunnudag, grunaðir um ölvun við
akstur.
1 framhaldi af þvi má vitna til
orða lögregluvarðstjóra, sem
Visir ræddi við I morgun. Hann
sagði, að það væri óhugnanlegt aö
vita til þess, að þeir, sem næðust,
væru ekki nema hluti af
öllum þeim fjölda, sem ekur
meira eöa minna ölvaður um
hverja helgi.
Tala þeirra, sem teknir eru
grunaðir um ölvun við akstur I
Reykjavik, nálgast nú óðum
töluna ellefu hundruö.
—ÓH
Tilbúnu íþróttamann-
virkjunum var hafnað
Byggja
Vest-
manna-
eyingar
sjálfir?
Ekki liggur enn ljóst fyrir, hve-
nær Vestmannaeyingar mega
vænta nýs iþróttahúss og sund-
hallarhúss.
Gerðar höfðu verið teikningar
að báðum þessum mannvirkjum
fyrir gosið og þau siðan boðin út,
eftir að hamförunum lauk. Það,
sem menn höfðu einkum i huga,
voru tilbúin hús, og bárust 3
þannig tilboð. Fyrir skömmu var
þeim þó öllum hafnað, enda var
veröiö, sem upp var gefið, 300-340
milljónir, talið of hátt.
Augu manna beindust i upphafi
að tilbúnum húsum, þar sem mik-
ið þótti liggja á að koma upp
Iþróttahúsi og sundhöll sem fyrst.
Eins ýtti hér undir vinnuafls-
skortur.
Nú eru menn aftur að kanna
hug sinn um það, hvort borgi sig
að flytja inn tilbúin iþróttamann-
virki frekar en að byggja á staðn-
um. Þessa dagana er unnið að
upplýsingasöfnun varöandi þetta.
—JB
FYRSTA HÉRLíNDA VERZLUN-
IN MEÐ SNYRTIAÐSTÖÐU
FYRIR KUNNANN
Fyrsta Islenzka verzlunin, sem
hefur upp á snvrtiaöstöðu að
bjóða fyrir viðskiptavini, er
Rammageröin i Hafnarstræti.
Verzlunin hefur flutzt yfir I
Hafnarstræti 19 og stækkað um
helming. Nokkurn tima hefur
tekið að flytja verzlunina, en hún
var formlega opnuð á laugar-
daginn.
Haukur Gunnarsson verzlunar-
stjóri sagði, að eigendum
verzlunarinnar þætti sjálfsagt að
geta boðið viðskiptavinum sinum
upp á snyrtiaðstöðu. Slikt væri
viða að finna erlendis, en hefði
ekki tiökazt hingað til I verzlun-
um hér.
Eins og nafn verzlunarinnar
bendir til, var hún upprunalega
stofnuð sem innrömmunarstofa.
Við spurðum Hauk Gunnarsson,
hvort sú starfsemi væri enn við
lýöi hjá verzluninni. Hann sagði
að svo væri, þó hún hefði nú all-
miklu minni umsvif en sjálf
verzlunin. „Við viljum hins vegar
alls ekki hætta með innrömm-
unina. Það væri kaldhæðni. Þá
stæöum við varla lengur undir
nafni”, sagði Haukur.
Rammagerðin hefur löngum
verið talin ein helzta minjagripa-
búð útlendinga á leið hér um.
„Ég hef hins vegar orðið var
við þá ánægjulegu þróun undan-
farið, að eftirtekt Islendinga
sjálfra á vörum þeim, sem viö
seljum, hefur farið vaxandi”,
sagði Haukur verzlunarstjóri, og
benti hann sérstaklega á skinn-
kápur þær og frakka, sem
verzlunin framleiðir sjálf. —ÓH
Haukur Gunnarsson verzlunai
’ stjóri Rammagerðarinnar i
hinum nýju húsakynnum
verzlunarinnar i Hafnarstræti 19
Börnin sýna eina vinsælustu vöru
sem útlendingar kaupa
lonaDevsur. Liósm.: BG.
ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT! ® ^ST‘un
BRAUTARHOLTI 2 SIMI 1V940