Vísir - 18.11.1974, Side 4

Vísir - 18.11.1974, Side 4
4 Vlsir. Mánudagur 18. nóvember 1974. BILAVARA- HLUTIR ODYRT - ODYRT NOTAÐIR VARAHLUTIR í. FLESTAR GERÐIR ELDRI BILÁ BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, sími 11397. Opiö frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga. ro Smurbrauðstofan \Á 1 BJDRNINN Njólsgötu 49 — Simi 15105 I VELJUM iSLENZKT <M> iSLENZKAN IDNAD Þakventlar Kjöljárn Kantjárn ÞAKRENNUR J. B. PETURSSON SF. ÆGISGÖTU 4-7 ^ 13125, 13126 Hve lengi bíða eftir fréttunum? Viltu fá þær heim til þín samdægurs? Eða viltu bíða til næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins í dag! Fyrstui- meó fréttirnar visrn REUTER AP/NTB ÚTLÖNDÉ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Ford í Tokyo Ford Bandarikjaforseti og Henry Kissinger utanrikisráðherra sjást hér á myndinni fyrir ofan boðnir velkomnir til Japan við komu þeirra á Hanadaflugvöll við Tokyo i morgun. Ford forseti mun dvelja fjóra daga i Japan, áður en hann heldur yfir til rússnesku hafnarborgarinnar, Vladivostok, þar sem hann mun eiga fund með Leonid Brezhnev, leiðtoga rússneska kommúnistaf lokksins. Eiturgas lagði 14 áhafnarmeðlimi í rúmið Brezk yfirvöld hafa fyrirskipað rannsókn á tildrögum þess, að banvænt gas siaðist inn i lestar flutningaskips, sem lá við akkeri við Falmouth i Englandi. 14 af áhöfninni urðu fyrir eitrun og liggja 4 þeirra milli heims og helju. Tveir geymar i skipinu inni- héldu arsine, sem er gastegund með miklu arsenikinnihaldi. Kom leki að þeim. — Gastegund þessi var meðal eiturgastegunda, sem reyndar höfðu verið i siöari heimsstyrjöldinni. Skipiö var á leið með gasið til Skotlands, þar sem það átti að notast við framleiðslu straum- breyta. Rannsókn þess opinbera beinist að því, hvernig lekinn kom til, eöa hvernig stóö á því, að þessi banvæni farmur var ekki á farm- skrá sem hættuefni. Varð uppvist um gaslekann, þegar skipstjórinn sendi fjóra menn sina I land veika. Læknar áttuðu sig ekki strax á þvi, hvað að mönnunum gengi. Uppgötvaðist þaö ekki fyrr en tiu höfðu veikzt til viöbótar. Herinn var lótinn hreinso göturnar Jacques Chirac, for- sætisráðherra Frakk- lands, bjó sig undir að ávarpa þjóð sina i sjón- varpi i dag, en það sýn- ist stefna til frekari árekstra milli frönsku stjórnarinnar og laun- þegasamtakanna vegna vaxandi ófriðar á vinnu- markaðnum. Við því er búizt, að Chirac muni itreka, að stjórnin hyggist ekki gefa eftir fyrir stéttarfélögunum og láta af verðbólguaðgerðum sinum með þvi að ganga að launakröfum verkalýðssamtak- anna. Organgurinn hafði hrannazt upp á gangstéttum Parlsarborgar vegna verkfalls öskukalla, þegar kveðja varð herinn til að grynna á rusla- hrúgunum. Lögreglan haföi verið kvödd til, svo að regla kæmist á störf pósts- ins eftir verkföll póst- starfsmanna. Jafnframt voru hermenn látnir hreinsa götur Parisar, þar sem ruslið hafði hrannazt upp. Allsherjarverkfall hefur verið boðaö á morgun, sem biiizt er viö að muni lama allt athafnalíf I Frakklandi, allt frá starfsemi flugvalla til reksturs dýragaröa.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.