Vísir - 18.11.1974, Blaðsíða 5
Vlsir. Mánudagur 18. nóvember 1974.
I
LÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN
Umsjón Guðmundur Pétursson
Yfírburðasigur
hjá Karamanlis
Konstatin Karaman-
lis vann yfirburðasigur
i þingkosningunum i
Grikklandi i gær.
Flokkur hans, ,,nýi
demókrataflokkurinn”
fékk hreinan meiri-
hluta atkvæða. Fylgi
hans var samkvæmt
tölum fyrir hádegið
54,6%, en þá var enn
ótalið viða.
Aöalkeppinauturinn, George
Mavros, var langt á eftir.
Flokkur hans, miöflokkasam-
bandiö, haföi aöeins fengiö
20,6%. Sósialistaflokkur
Andreas Papandreous haföi
fengiö 13,4% og var i þriöja sæti.
Úrslitin sýna glöggt traust
Grikkja á Karamanlis, 67 ára,
leiötoga hægri manna um ára-
tugaskeiö. Karamanlis var kall-
aður heim fyrir fjórum
Ýmsar fylkingar kommúnista
bræddu sig saman I einn flokk
fyrir kosningarnar, en biöu
ósigur. Hér er Elias Eliou
foringi flokksins aö flytja ræöu.
Viö hlið hans (til hægri) er
tónskáldiö Mikis Theodorakis,
sem einnig er kommúnisti.
— hreinn
meirihluti at-
kvœða —
kommúnistar
minna en
10 prósent
mánuðum. Hann hafði að eigin
vild farið i útlegð i tið her-
foringjastjórnarinnar.
Hann tók i sumar við stjórn i
Grikklandi, sem sat fram aö
kosningunum.
Samkvæmt tölum i morgun
haföi „sameinaöi vinstri flokk-
urinn”, sem er i meiginatriðum
samband kommúnistaflokka,
aöeins fengið 8,8% atkvæða.
„Þjóöarlýöræöissambandiö”
haföi 1,1% og óháöir frambjóö-
endur 1,1% prósent.
Karamanlis hefur heitið við-
tækum umbótum. Ennfremur
veröur 8. desember haldin
þjóðaratkvæðagreiðsla um
framtið konungdæmisins.
Kýpurdeilan erfiðust
Erfiöasta vandamálið i utan-
rikismálum er Kýpurdeilan.
Minnstu munaöi I júli, að Tyrk-
land og Grikkland berðust út af
Kýpur. Karamanlis hefur sagt
aö Grikkland muni samþykkja
sérhvert samkomulag, sem
þjóðarbrotin á eynni geta komið
sér saman um. Hann leggur
áherzlu á, aö slikt samkomulag
veröi aö skapast með samn-
ingum en ekki verða til vegna
þvingana, er Tyrkjaher á eynni
veldur.
A heimavigstöðvum veröur
hann aö glima við verðbólguna,
sem hefur valdið ókyrrö á
vinnumarkaöi. Vinstri sinnaöir
stúdentar kunna að valda
honum vanda. Kommúnistar
kunna aö grafa undan stjórninni
meöal verkamanna og stúdenta.
Þeir töpuðu þó þessum kosn-
ingum, meö þvi að þeir viröast
ekki ná 10%.
Þá veröur Karamanlis að láta
dómstóla dæma forsprakka her-
foringjastjórnarinnar.
Mavros, leiðtogi miðflokka-
sambandsins, sagði i nótt, að
„kjósendur hefðu falliö fyrir
slagorðum um, að ekki væri um
annaö að ræða en Karamanlis
eða herforingjastjórn”.
Papandreous sagöi, aö úr-
slitin sýndu, að „verulegur
fjöldi Grikkja vildi sósialisma”.
Námumenn
vildu ekki auka
afköst sín
móti áætlunum kolaráðs
rikisins.
Áætlunin fól i sér, að allt að
12,50 punda hærri tekjur á viku
fyrir námumanninn, en um leið
meiri vinnu. — Samtök kola-
námumanna höfðu fordæmt
hana. Höfðu samtökin það helzt á
móti áætluninni, að hún gat leitt
til innbyrðis samkeppni milli
námumanna og grafið undan
samstöðu innan stéttarfélagsins.
Auk þess gæti kappið i námu-
mönnum, sem vildu auka afköst
sin, komið þeim til að gleyma
öryggisráðstöfunum og stofna sér
og félögum sinum i hættu.
225 þúsund námumenn
Breta hafa hafnað tillög-
um um aukna fram-
leiðni, sem tryggja
mundi vinnslu 120
milljón smálesta úr
námunum fyrir n.k.
marz-mánuð.
í kosningum, sem
fram fóru fyrir helgi hjá
námumönnum, greiddu
38,5% atkvæði með til-
lögunni, en 61,5% voru á
Libanonfjölskylda virðir fyrir sér rústir heimilis sins, sem oröið hafði fyrir sprengikúlu eftir árás
israelsmanna á Nabatiyeh-þorp I S-LIbanon. — israelsmenn gerðu aðra árás á annaö þorp I S-LIbanon i
nótt.
Fallbyssubátar í nœturárás
Ofriðarblikur á lofti í Austuriöndum nœr
Skriðdrekar, stór-
skotalið og sprengju-
vörpur Libanonmanna
héldu uppi skothrið á tvo
israelska fallbyssubáta,
sem ráðizt höfðu á
Rashidiyeh-flótta-
mannabúðirnar i S-
Libanon seint i gær-
kvöldi
Eftir stundar-
fjórðungs bardaga höfðu
fallbyssubátarnir sig á
brott, og segjast Liban-
onmenn ekki hafa beðið
manntjón, en af hinum
er fátt að segja.
óljósar fréttir herma, að fall-
byssubátarnir hafi snúið aftur
og látið fallbyssuskotum rigna
yfir búðirnar — Israelsmenn
segja, að frá Rashidiéhbúðunum
hafi fjöldi skæruliðaleiðangra
Araba lagt upp.
Þessi átök eiga sér stað á tim-
um, sem andrúmsloftiö er magn-
að mikilli spennu. Minnir ástand-
iö um margt á siðustu daga fyrir
sex daga striðið. Eftir ræðu
Arafats á allsherjarþinginu, þar
sem hann lýsti þvi yfir, að
Gyðingar hefðu engan rétt til
Palestinurikis, eru þeir fáir, sem
búa við þennan hluta Miðjarðar-
hafsins, er trúa þvi, að komizt
verði hjá striði.
Rabin forsætisráðherra Israels
hefur I ræðum itrekað, að ísrael
vilji umfram allt ná friði við
Arabana nágranna sina, en neitar
að eiga nokkrar viðræður viö
„hryðjuvekasamtök”, eins og
Gyðingar nefna þjóðfrelsis-
hreyfingu Palestinuaraba, sem
Arafat er talsmaður fyrir. —
Rabin varaði Arabarikin við þvi,
að bæði væri Israel reiðubúið til
að láta hart mæta hörðu, ef til
striös kæmi, og að þeir væru
hernaðarlega öflugri núna en
fyrir Yom Kippur-striðið.
A Golan-hæðum, sem hafa
verið aðalbaráttusvæði ísraels-
manna og Sýrlendinga,
hefur ekki orðið vart neinna
óvenjulegra aðgerða. Eru flestar
þeirrar skoðunar að þar muni
örugglega ekki koma til átaka
fyrr en i fyrsta lagi eftir 30.
nóvember. Þá rennur út sá timi,
sem gæzlulið Sameinuðu
þjóðanna skilur að fylkingar Isra-
elsmanna og Sýrlendinga. Hafa
Sýrlendingar ekki farið fram á,
aö gæzlutiminn verði fram-
lengdur.