Vísir - 18.11.1974, Page 20
VISIR
Mánudagur 18. nóvember 1974.
Snöggur
bílþjófur
t nokkrar mlnútur brá maður
nokkur sér inn I verzlun úti á
Granda i morgun. Hann lagði
nýja Mazda-bllnum sinum fyrir
utan, með lyklana I kveikju-
lásnum.
Þegar maðurinn kom aftur út
úr verzluninni eftir þessar örfáu
minútur, var billinn horfinn.
Þjófnaðurinn var að sjálfsögðu
tilkynntur samstundis. Þegar
blaðið frétti siðast af, áður en það
fór I prentun, var enn leitað að
bilnum.
—ÓH
Taska með
mikilvœgum
gðgnum hvarf
Svört skjalataska með mikil
vægum pappirum og teikningum
hvarf i afgreiöslusal Flugfélags
tslands á Reykjavikurflugvelii I
gærkvöldi.
Maður sem var að koma frá
Hornafirði var með þessa tösku.
Hann lagði hana frá sér augna-
blik, meðan hann hringdi á bil, en
þegar hann sneri sér við, var
taskan horfin. Þetta var um kl.
19.30.
Þeir, sem kynnu að hafa orðið
töskunnar varir, eru beðnir að
hafa samband við rannsóknar-
lögregluna I Reykjavik.
—ÓH
Dœlt úr
slökkvitœki
yfir bólstur-
verkstœði
Innbrotsþjófar tæmdu úr
siökkvitæki yfir nýbólstruð
húsgögn og efnisstranga á
bólstrunarverkstæði um helgina.
Þegar eigendur verkstæðisins
komu til vinnu, hafði verið farið
inn í húsið. Hvitt slökkviduft iá
yfir öllu verkstæðinu likt og snjór.
Bólstrunarverkstæði þetta er I
Hafnarfirði. Það er i sama húsi og
prentsmiðju. Einnig var brotizt
inn I prentsmiðjuna, en litlu sem
engu stolið og litil spjöll unnin.
Tjónið á bólstrunarverkstæðinu
er talsvert, þvi óvist er, hvort
takist að hreinsa slökkviduftið úr
efninu.
—ÓH
Hörkuspennandi kosningar ó flokksþingi Alþýðuflokks
'f
Gylfí áfram sterkastur"
Hörkuspennandi
kosningar voru á
flokksþingi Alþýðu-
flokksins, sem lauk i
nótt. Eggert G.
Þorsteinsson, sem
hafði verið ritari
fiokksins, tapaði fyrir
Kjartani Jóhannssyni
verkfræðingi úr
Hafnarfirði í baráttu
um varaformanns-
stöðuna. Atkvæði voru
83:48. Jón Þorsteinsson
tapaði fyrir Birni Jóns-
syni i baráttu um
ritarasætið með
svipuðu atkvæðahlut-
falli.
öllu var umturnað I æðstu
stjórn flokksins. Benedikt
Gröndal tók við formannsstöðu
af Gylfa Þ. Gislasyni, sem baðst
undan endurkosningu. Menn
segja, að Gylfi muni þó áfram
miklu ráða, „halda í spottana”.
Hann er formaður þingflokks
Alþýðuflokksins, og með sam-
vinnu við Björn og Benedikt,
sem verið hefur góð, er talið, að
Gylfi muni enn manna æðstur i
flokknum.
Björn Jónsson fékk ritara-
1 þessari tösku eru horfnu munirnir úr Port Vale. Mest ber. á
æfingatæki, svonefndu „Bullworker,” en ofan I skjóðunni eru út-
varp, kikir, segulbandstæki og 30 segulbandshylki. — Gæzlan
bjargaði einnig matvælum úr togaranum. Ljósm. Visis Bragi.
SNORRI STURLUSON:
Taldi sig á mörkum
friðaða hólfsins
— 3,5 — 4 mílur fyrir innan, segja varðskipsmenn
„Það er eins og oft
kemur fyrir, að ekki
ber saman mælingum
togarans og varðskips-
ins”, sagði Þorvarður
K. Þorsteinssoir, sýslu-
maður á ísafirði.
„Skipstjórinn á Snorra
Sfurlusyni telur sig
hafa verið á mörkum
friðaða svæðisins
norður af Kögri, en
samkvæmt mælingum
varðskipsins var hann
3,5-4 milur innan mark-
anna”.
Reykjavikurtogarinn Snorri
Sturluson, sem er einn nýju
skuttogaranna frá Spáni, var
tekinn að meintum ólöglegum
veiðum I miðju friðaða hólfinu
norður af Kögri um 40 milur út
af landi, skömmu fyrir miðnætti
á laugardag. Varðskip kom að
honum, meðan hann var að taka
inn vörpuna og gaf honum að
þvi loknu fyrirmæli um að
halda inn til Isafjarðar.
Þangað komu skipin kl. rúm-
lega niu I gærmorgun, og réttar-
höld I máli skipstjórans hófust
kl. tvösiðdegis I gær. Þeim var
lokið klukkan ellefu I gærkvöldi,
og kom þriggja manna dómur
saman klukkan tiu I morgun til
að kveða upp úrskurð I málinu.
Sýslumaður er oddviti dómsins,
en meðdómendur eru Simon
Helgason og Guðmundur Guð-
mundsson, báðir fyrrverandi
skipstjórar.
Snorri Sturluson hafði verið
niu daga á veiðum, er hann var
tekinn, og var aflinn sagður
heldur rýr. Eftir að meta aflann
um borð, „ef til þess kemur”,
sagði sýslumaður
—SH
stöðuna eftir talsverð umbrot.
Uppstillinganefnd mælti helzt
með Karli Steinari Guðnasyni,
kennara og verkalýðsfélagsfor-
manni frá Keflavik. Framboð
hans var dregið til baka, þegar
Björn Jónsson varð I kjöri.
Ritarastaðan gengur nú næst
formannsstöðu eftir lagabreyt-
ingu, sem flokksþingið gerði nú.
Áður var varaformannsstaðan
næstæðst, og gegndi Benedikt
henni.
Kjartan hafði áður verið
gjaldkeri. Sú staða er ekki
valdamikil. Nú var Kristin
Guðmundsdóttir, húsmóðir
Reykjavik, kjörin I hana, þar
sem þingið vildi veita konu
meiri áhrif.
Karl Steinar var kjörinn
vararitari og Eyjólfur Sigurðs-
son prentsmiðjustjóri vara-
gjaldkeri. Þessar stöður eru
nýjar.
Ymsir aðrir komu til greina i
æðstu embætti, til dæmis Jón
Armann Héðinsson og Björgvin
Guðmundsson. Þá var á þinginu
til siðustu stundar mikill vafi á
þvi, hvernig menn skiptust I
framboðinu. Lengi kom til
greina, að Eggert byði sig fram
til ritaraembættisins. Gylfi og
Benedikt studdu Kjartan gegn
Eggerti I kosningu um varafor-
mann.
„Gylfi er áfram sterkasti
maður flokksins,” sagði einn
flokksþingsmaður I morgun.
Veigamiklar breytingar urðu
ekki á stefnuskránni.
—HH
Horfnu munirnir
voru í Árvakri
„Týndu hlutirnir eru komnir til
Reykjavíkur”, sagði Pétur
Blöndal, umboðsmaður brezkra
togara á Austfjöröum, „Pétur
Sigurðsson, forstjóri Landhelgis-
gæziunnar, hringdi til min á
föstudaginn og lét ,mig vita, aö
hiutirnir hefðu verið um borð i
varðskipinu, sem bjargaði Port
Vale”.
Visir sagði frá þvi laugar-
daginn 9. nóvember, að lausa-
munir hefðu horfið úr ibúð skip-
stjórans á Port Vale, þar sem
skipið lá strandað við Lagar-
fljótsósa. Pétur Blöndal, sagði, að
hann hefði gengið frá mununum i
ibúð skipstjórans og læst henni,
og eftir það fór engir um borð
aðrir en varðskipsmenn.
„Það var vaktmaður i landi”,
sagði Pétur. „Að visu var það
aðeins á þeim timum, sem hægt
var að komast frá landi I skipið.
En starfsmenn Landhelgis-
gæzlunnar segja, að ibúðin hafi
verið ólæst. Allt um það var búið
að brjóta hana upp, þegar ég kom
um borð næst — húnarnir rifnir af
og skráin af til hálfs”.
Varningurinn, sem hvarf, var
kikir útvarp, segulband og segul
bandsspólur. „Það er vist ekki
margt annað fémætt af lausa-
munum um borð I svona skipi”,
sagði Pétur. „En ég get ekki
dæmt um, hvort það er algild
regla gæzlunnar að fjarlæga slikt,
þvi ég hef ekki fengið annað
strand á minar fjörur”.
„Það er regla Landhelgis-
gæzlunnar að taka lausamuni af
þessu tagi I sina vörzlu”, sagði
Pétur Sigurðsson, forstjóri Land-
helgisgæzlunnar. „Annars getur
allt farið i vitleysu, þegar menn
hlaupa svona frá einkamunum
sinum. Við söfnum þeim saman
og gerum skýrslu um þá. Þessir
munir voru i Arvakri og þeim var
komið hingað til min, þegar
Arvakur kom I höfn á föstu-
daginn. Nú biða þeir þess, að um-
boðsmaðurinn sæki þá hingað”.
—SH
Vilja losna við bensínið
Það virðist fara illa saman að
halda uppi greiðasölu og bensin-
og oliusölu á sama stað. Á nýaf-
staðinni ferðamáiaráöstefnu
Fjórðungssambands Norðlend-
inga kom það fram, aö þeir sem
reka greiðasölur vildu helzt losa
sig við bensin- og oliusölur.
Kostnaður við sölu á bensini og
oliuvörum virðist vera meiri en
álagning á þessar vörur leyfir.
Þar við bætist, að ónæði er mikið
af þessari starfsemi, fyrir utan
óþrifnað. Það virðist vera algengt
að fólk noti bensinsölustaði til
þess að losa sig við úrgang og
hreinsa öskubakkana. Þar að
auki stafar ólykt af þessum
varningi, sem fer ekki vel með
sölu á matvælum.
Kom fram sú hugmynd að betri
þjónusta fengist með þvi að fækka
bensin- og oliustöðvum meðfram
þjóðleiðum og hafa heldur
sérstöðvar fyrir héruöin, óháðar
greiðasölu. IÞ/SH
LANDSVIRKJUN
FYRIR RÚSSANA
FYRIR LANDS-
VIRKJUN
Þegar Landsvirkjun bauð
Sigölduvirkjun út á sinum tima,
var rússneska fyrirtækið
Energomachexport annar þeirra
aðila, sem valdir voru sem verk-
takar að véla- og rafbúnaði i
virkjunina.
Með viðaukasamningi hefur
Landsvirkjun nú tekið að sér
niðursetningu vélabúnaðar i
stöðvarhúsið, sem er hluti af
verksamningi Rússa. Rússar
vpríSfl hanniÞ áhvröir fvrir
Landsvirkjun gagnvart
Landsvirkjun, og Landsvirkjun
sem eftirlitsaðili litur eftir þvi, að
Rússarnir liti almennilega eftir
Landsvirkjun sem verktaka.
Landsvirkjun verður þannig
ábyrg gagnvart Landsvirkjun
fyrir þvi, að Landsvirkjun vinni
almennilega það verk, sem
Landsvirkjun tók að sér fyrir
Rússana, sem vinna fyrir
Landsvirkjun.
—SH