Vísir - 25.11.1974, Side 3

Vísir - 25.11.1974, Side 3
Vlsir. Mánudagur 25. nóvember 1974. 3 hennar og miðbæjarstöðvar- innar, þannig að séu linur uppteknar við aðra stöðina, tengist á millilinu yfir á hina og þaðan til endastöðvar. Þetta mun þó ekki hafa áhrif á fjarlægð til Brúarlands, þvi fyrst myndi þurfa að tengja Brúarland við Grensásstöðina, sem er um 12 km vegalengd, og þaðan upp í Breiðholt. Og jafn- vel þótt bein lina yrði tekin úr Breiðholti í Brúarland, er Breiðholt það vestarlega, að vegalengdin yrði milli 10 og 15 km markanna. Hafnarfjörður fordæmi Þar til fyrir röskum tiu árum var Hafnarfjörður á þreföldu slmagjaldi miðað við Reykja- vík, og sambandið rofnaði eftir fimm mlnútur. Matthlas A. Mathiesen, núverandi fjár- málaráðherra, tók þetta mál upp I þinginu og þvi var breytt i núverandi horf, mjög á móti vilja Landssimans, sem bæði hafði af þessu óhemju kostnað og tekjumissi og óttaðist for- dæmið. Annars hefur aðaládeilan frá landsbyggðinni á simann verið fyrir það, að 2/3 hlutar þeirra, sem hafa sjálfvirkan sima, geta hringt sin i milli á heimataxta, en 1/3 verður að borga verulega miklu hærra fyrir öll simtöl hingað i aðalþéttbýliskjarnann þangað sem allar helztu stofnanir eru. Þessi þriðjungur, sem hefur sjálfvirkan sima en getur ekki hringt I þéttbýlissvæöið á heimataxta.borgar um helming af öllum þeim simagjöldum, sem inn koma fyrir sjálfvirka simann.” -SH. — Landgrœðslusjóður hefur ekki hug ó uppgrœðslu á hraunsvœði sínu við ólverið — Selja hraunið til malarnóms og nota ógóðann til uppgrœðslu annars staðar gert sjóðnum kleift að styðja við uppgræðslu á öðrum stöðum.” //Kapeiluhraun er nýnefni" Að lokum fór Hákon nokkrum orðum um nafn hraunsins og sagði þá m.a.: ,,Um nafnið á þessu hrauni, sem margir nefna Kapellu- hraun, má taka það fram, að þetta nýnefni á þvi hrauni, sem kallað er Nýjahraun i Kjal- nesingasögu og hefur haldiö þvi nafni alla tið, enda mun hrauniö runnið á 13. öld eða i byrjun þeirrar 14. Nýnefnið er dregið af skúta, þar sem ferðamenn hafa haft eitthvert afdrep i hrakviðrum, en þar hefur aldrei kapella verið. Þetta hraun, sem viða er 2-4 m á þykkt og laust i sér, liggur ofan á flata hraun- inu, sem liggur að austurrönd Nýjahrauns og t.d. Sædýrasafn- ið stendur á.” — ÞJM. Stolið úr bíl við bfó Lögregluþjónar, sem voru i eftirliti á laugardagskvöldið, tóku eftir tveimur strákum, sem voru eitthvað flóttalegir á bila- stæðinu við Stjörnubió. Þeir gáfu sig á tal við drengina og kom þá i ljós, að þeir höfðu und- ir höndum veski með miklum verðmætum og segulbands- spólu, sem þeir höfðu stolið úr bil á stæðinu. Þegar bileigandinn kom út, varð hann hvumsa við er vörpu- legir lögregluþjónar stöðvuöu hann og ávörpuðu með nafni. Honum hefur liklega létt heldur, þegar hann komst að þvi, að erindið var aðeins að skila hon- um aftur þeim eigum hans, sem hann hafði ekki hugmynd um, að hann vantaði. Rakst á hross og valt síðan Þrennt slasaðist nokkuð eftir árekstur viö hross og útafakstui skammt frá bænum Fiskilæk i Melasveit á föstudagskvöldið Fólkið var i sendiferðabil á leið heim til sin vestur á Hellis- sand. Þegar kom að Fiskilæk, hljóp hross i veg fyrir bílinn og lenti billinn á þvi, en síðan út af og valt. ökumaðurinn i bilnum slasaðist mest þeirra þriggja. Þar að auki lenti hann ofan i iæk, er hann komst út úr biln- um, og var orðið mjög kalt, er hjálp barst. Hann skarst illa á hendi, fékk högg fyrir brjóstið, og var viða annars staðar mar- inn og blóðrisa. Meðal farangurs i bilnum voru sementspokar, sem sprungu við hnjaskið og dreifð- ist innihaldið yfir fólkið. Einn mannanna, fékk sement i auga, auk annarra meiðsla. Hrossið steindrapst við áreksturinn. — SH. Einn út af og tveir saman Bfll lenti út af veginum við Urriöaá I Borgarfirði um átta- leytið á föstudagskvöldið. Þetta var jeppi úr Reykjavlk, og var- aði ökumaðurinn sig ekki á hálkukafla, sem myndast hafði á þessum slóðum. Um svipað leyti bar að bll af Akranesi, og nam ökumaður hans staðar til þess að kanna, hvort orðið hefði slys á fólki. Þegar hann var kominn út, kom annar bill frá Akranesi þar að og rakst á hinn Akranesbilinn. Slys urðu ekki á fólki, og sá sem slöast kom til sögunnar slapp óskemmdur. Hinir bllarn- ir skcmmdust ekki verulega. SH Með kúbein á nœturgöngu Töluvert var að gera hjá lög- reglunni um helgina og meöal annars nokkuð um innbrot. Brotizt var m.a. inn i kaffi- söluna i Sigtúni 3 og mjólkur- búðina við Skaftahllð. Þá var maður nokkur tekinn i grennd við bílasölu Matthlasar og reyndist sá vel búinn til innbrota, hafði meðal annars meö sér forláta gott kúbein og fleiri riftól. Hvergi mun veru- legum verðmætum hafa verið stolið. -SH. Þungfœrir af tíköllum Tveir smástrákar komust á laugardagskvöldið inn i kvenna- klefa Sundhallarinnar og þaðan inn i afgreiðsluna, þar sem þeir brutu upp gossjálfsalann. Úr honum náöu þeir kassanum, sem tekur á móti tiu króna peningunum, en lögreglan kom á staðinn áöur en drengjunum tókst aö komast burtu. Þá los- uöu þeir sig við kassann, en voru anzi þungir af tiköllum i vösunum, þegar lögreglan hafði hendur i hári þeirra. — SH. Nýja sjúkrahúsið I Eyjum var formlega tekið I notkun á laugar- daginn, en það hafði þá vcrið not- að um nokkurn tima. Sú litla á myndinni varð fyrst til að fæöast á nýja sjúkrahúsinu, en það gcrð^ ist 16. nóvember kl. 27 mlnútur yfir miðnætti. Telpan var 4200 grömm á þyngd og 52 sm löng, — Móðir heitir Sigurborg Engil- bertsdóttir, en faðirinn Eiður Marinósson. Siöan sú litla á myndinni kom i heiminn, hafa tvö börn til viðbótar fæðzt á sjúkra- húsinu nýja — Ljósmynd Guð- mundur Sigfússon. Tveir slösuðust al- varlega í árekstri Tveir menn slösuðust alvar- iega I árekstri á Keflavikurvegi um áttaleytið i gærmorgun. Rákust þar á tveir fólksbllar skammt frá Grindavikuraf- leggjaranum, sinn á hvorri leið, og ,var sá á leiðinni suðureftir á vinstra vegarhelmingi, þegar áreksturinn varð. Fljúgandi hálka vará Keflavikurveginum, þegar þetta gerðist, og báðir bilarnir illa búnir til aksturs \ hálku. Eftir að áreksturinn hafði átt sér stað, kom þriðji billinn þar að og lenti I hliðinni á öðrum þeirra, sem fyrir voru. Engan sakaöi I þeim bíl, en allir skemmdust bilarnir mikið. Mennirnir, sem slösuðust, voru fluttir á Borgarsjúkrahús- ið i Reykjavlk. Þar fengust þær fréttir I morgun, að liöan þeirra væri eftir atvikum. — SH Öður farþegi réðst á bílstjórann Leigubllstjóri varð fyrir árás farþega sins siðast liðið laugar- dagskvöld. Bilstjórinn var að aka manni heim, en er komið var á áfanga- stað varð maðurinn skyndilega óður án nokkurrar sýnilegrar ástæðu — það var ekki einu sinni farið að reikna út túrinn. Hann réðst á bílstjórann og tókust harðar sviptingar, en bll- stjóranum tókst að kalla á hjálp um talstöðina. Vörpulegur lög- regluþjónn, sem stundum gripur i leigubilaakstur i fri- stundum. var þar nærstaddur og kom á vettvang. Honum tókst að yfirbuga árásar- manninn og halda honum, þar til lögreglan kom og hafði gripinn með sér á brott. -SH. Verkamönnum í Sigöldu fannst öryggi ábótavant Lá við að framkvœmdir legðust niður Engu munaði að verkalýðs- félag Rangæinga stæði fyrir þvi fyrir helgina, að vinnusvæöinu inni við Sigöldu yröi lokað. Var ástæðan sú, að ekkert hafði verið aðhafzt við uppsetn- ingu handriðs við bergvegg, sem nú er verið að vinna við. Við hálku og raka myndast þarna slysahætta og jafnvel slys orðið af þessum sökum. Þrátt fyrir beiðnir um að eitt- hvað væri aðhafzt höfðu að- gerðirnar látið á sér standa, en er lá við að i odda skærist var þó hafizt handa. Féll málið þvi nið- ur áö sinni. —JB Hón fœddist fyrst

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.