Vísir - 25.11.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 25.11.1974, Blaðsíða 6
6 Vfslr. Mánndagnr 25. nóvember 1*74. VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Rit§tjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Áuglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessc-i Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 llnur Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Sárið gróið Ford Bandarikjaforseti og Bresnjev leiðtogi Sovétrikjanna náðu i gær mikilsverðum árangri á fundi i Vladivostok i Sovétrikjunum. í sameigin- legri yfirlýsingu segir, að báðir aðilar samþykki að draga úr smiði eldflauga og eldflaugaodda. Þessi góða niðurstaða kom nokkuð á óvart. Með henni vakna bjartar vonir um framfarir i friðarátt. Áður var talin hætta á, að vigbúnaðar- kapphlaupið mundi magnazt um allan helming næsta ár. Nú eru likur til, að samningar takist fyrir tima- bilið 1977 til 1985 og samningum verði framhaldið eftir 1985. Fulltrúar risaveldanna munu hittast i Genf i janúar, og munu þeir hafa um sex mánuði til að ganga frá tæknilegum atriðum. Bresnjev kemur til Washington i júni næstkomandi og undirritar samninga. Þá urðu leiðtogarnir sammála um yfirlýsingu um ástandið i Mið-Austurlöndum þess efnis, að báðir aðilar muni gera allt, sem á þeirra valdi er, til að stuðla að lausn. Hún á að byggjast á sam- þykkt Sameinuðu þjóðanna, þar sem krafizt er brottflutnings ísraelsmanna frá hernunidu svæðunum, er þeir tóku i sex daga striðinu. Þar er einnig gert ráð fyrir, að Geníarráðstefnunni um Mið-Austurlönd skuli haldið áfram eins fljótt og unnt er. Ráðstefnan skuli vera mikilvægur þáttur i þvi að fundin verði réttlát og varanleg lausn og friður verði i Mið-Austurlöndum. Kissinger utanrikisráðherra Bandarikjanna mun hafa beðið Sovétmenn um meiri tima til að reyna að finna lausn á þeim vanda, sem ísraels- menn og Bandarikjamenn eru i, eftir að leiðtogar Arabarikjanna viðurkenndu Frelsishreyfingu Palestinu sem hinn eina réttmæta fulltrúa fyrir hernumdu svæðin á vesturbakka árinnar Jórdan. Nú á Frelsishreyfingin, sem Arafat stjórnar, að fá fulltrúa i viðræðunum i Genf. Það er i sam- ræmi við þá samþykkt allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna, að Frelsishreyfingin fékk fulltrúa i umræðum um Mið-Austurlönd fyrir skömmu. Leiðtogarnir, Ford og Bresnjev, voru hins veg- ar varkárir i yfirlýsingu varðandi viðræðurnar i Vin, en þar er f jallað um minnkun vigbúnaðar i Mið-Evrópu. í yfirlýsingu þeirra segir aðeins, að báðir aðilar muni reyna að finna úrræði, en ekki er skýrt frá, hvers konar úrræði það kynnu að verða. Fundurinn i Vladivostok er einhver mikilvæg- asti viðburður i viðleitni i friðarátt. Hann sýnir, að „þiðan” heldur áfram. Margir höfðu óttazt, að þróunin hefði snúizt við og væri aftur i átt til gamla „kalda striðsins”. Árekstrar risaveldanna i Mið-Austurlöndum i fyrra, þar sem báðir aðilar flæktust óbeint i strið ísraelsmanna og Araba, ollu sári, sem hefur tekið sinn tima að gróa. Það er vonandi fullgróið. -HH. Fyrstu rigningar vetr- arins á Kýpur komu núna fyrir viku. Tjöld og hriplekir skúrar reynd- ust þá ekki haldgóð vörn þeim þúsundum flótta- manna, sem heimilis- lausir hafa verið síðan Tyrkir gerðu innrás sina á eyjuna i júli. Samtals eru taldir um tiu þúsund griskættaðir Kýpurbúar, sem hirast i búðunum I herstöð Breta i Dhekelia á suðurströnd eyjarinnar. Jafnmargir tyrk- neskrar ætta hafast við i herstöð brezka flughersins I Episkopi á suðvesturhluta Kýpur. Þessi fjöldi er þó aðeins brot þeirra, sem rót komst á, þegar byltingin var gerð 15. júli gegn forseta Kýpur, Makarios erki- biskupi. Eins og menn muna gerðu Tyrkir innrásina i kjölfar uppreisnarinnar til þess að „koma á lögum og reglu”, þótt grlskættaðar Kýpurstúlkur, sem Tyrkjadátar nauðguðu, eða kaupmenn, sem máttu varnar- lausir horfa á þá ræna verzlanir þeirra, kunni ef til villa að lita öðrum augum á. Þegar Tyrkir gengu á land á norðurströnd eyjarinnar þann 20. júli, hröktust um 200 þúsund griskættaðir eyjarskeggjar undan þeim suður á bóginn. Það er um helmingur griska Ibúahlut- ans. Enn eru um 25 þúsund tyrkneskir Kýpurbúar — sem er um fimmtungur Kýpur-Tyrkja — er hefst við á þeim hluta eyjar- innar, sem Grikkir hafa á valdi sinu. Dag hvern finna einhverjir þeirra sér smugu til að laumast yfir á norðurhlutann, svo að þeim fer fækkandi smám saman. Stórátak hefur verið gert af hálfu Kýpurstjórnar, brezkum herstöðvaryfirvöldum og alþjóða- samtökum til að tryggja flótta- fólki eyjarinnar, að séð verði fyrir brýnustu nauðsynjum þeirra að minnsta kosti á næsta ári. Kýpurstjórn hefur skuldbundið sig til að leggja 25 milljón sterlingspund af mörkum til áætl- unar er felur I sér aðstoð við griskættaða flóttamenn og atvinnulausa á næstu tólf mánuöum. Hún hefur þó neyðzt til að gripa til launalækkana og niðurskurðar á almennum tryggingum. Sameinuðu þjóðirnar hafa aflað milljóna dollara til flóttamanna- hjálparinnar og brezk yfirvöld hafa varið milljónum sterlingspunda til að fæða flótta- fólkið og skjóta yfir það bráðabirgðaskjólshúsi. En vandamálið er of stórt I Tyrkja. Þeir hafa flestir lagt mikið að sér við að aðstoða meðbræður sina I búðunum. Búðir þessar hefur brezki herinn annars notað fyrir flokka, sem sendir hafa verið til Kýpur til þjálfunar. Flóttamannaaðstoð stjórnvalda eyjarinnar hefur slegið upp tuttugu tjaldbúðum við suðurströndina til að skýla flótta- fólkinu fyrir veðri og vindum. vonazt til að fá tvo brauðhleifa á viku til áð bæta sér upp nauman matarskammt annan. Ef skimað er um Ibúðarhverfin i Nicosiu, þá blasa við þvottar á svölum og þvottasnúrum I bakgörðum. Þetta er glöggt merkium tilveru flóttafólks, sem fengið hefur inni hjá vinum, vandamönnum eða bara gest- risnum löndum sfnum. Þeir eiga þó I erfiðleikum með að verða sér úti um atvinnu. Fatnaður er af skornum skammti og þvo verður daglega þessar fáu spjarir, sem hver og einn á til að skýla nekt sinni. Miklar birgðir af notuðum fötum hafa verið látnar af höndum rakna við alþjóðlega rauða krossinn. Yfirvöld á staðnum og griski rauði krossinn hafa sagt: „Allir munu fá skjól- flikur til að klæða af sér kuldann i vetur.” í flóttamannabúðunum dvelja lika tuttugu Bretar, sem biða þess, að þeir geti snúið aftur til eigna sinna i Famagusta og Kyreniu, en þær eru á valdi Griskættað flóttafólk, sem orðið hefur að leita hælis i Nicosiu. Mega. þar sáttir þröngt sitja og hver og einn að hreiðra um sig á fletum, þar sem hann finnur gólf- rými til. Sumar þessar búðir eru þó staðsettar nærri flutningsleiðum, tyrkneska hersins og enginn hefur viljað flytjast I þær, svo að þær standa auðar. Kjósa flóttamennirnir heldur að dvelja I skjóli brezka setuliðsins. Dagblöðin á Kýpur reyna að halda við voninni i þeim, sem flúðu norðurhlutann. Þau spá þvi, að einn daginn náist samkomulag, sem feli i sér, að tyrkneski herinn verði á burt, og flóttafólkið geti snúið hvert til sins heima. En tyrkneskar fjölskyldur, sem flúið höfðu að sunnan, hafa þegar komið sér fyrir í yfirgefnum húsum þeirra griskættuðu. Aður höfðu þó tyrkneskir dátar látið greipar sópa um þau. Tyrkneski herinn hefur vikum saman unnið að þvi að koma fyrir jarðsprengjum og gaddavir á vopnahlésmörkin til að aftra Grikkjunum að snúa heim aftur til heimila sinna og bústofna. Allir samningar um brottför tyrkneska hersins hljóta að biða niðurstöðu þeirra viðræðna, sem fram eiga að fara I Aþenu i þess- ari viku milli Makariosar erki- biskups og Glafkos Cleridesar, núverandi forseta Kýpur. sniðum til að um geti verið að ræða riflega aðstoð. Griskættaðar fjölskyldur, sem flúðu þorp, er komust á vald Tyrkjahers á norðurhluta eyjar- innar,safnasti biðraðir fyrir utan útvaldar verzlanir I Limasol, en hún er aðal hafnarborgin á suðvesturhlutanum. Þær biða matarskammtsins. Þeirra eigið vegarnesti er fyrir löngu uppurið. Fjögurra manna fjölskylda getur llllllllllll UMSJÓN: G. P. Tyrkneskættaðir Kýpurbúar, sem leitað hafa skjóls undir verndarvæng brezka setuliðsins af ótta við ásókn griskættaðra. W ÞAU HIRAST I TJÖLDUM OG LIFA AÐEINS í VONINNI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.