Vísir - 25.11.1974, Page 9
Vlsir. Mánudagur 25. nóvember 1974. 9
á síðustu sekúndu
Sigur
Fjórar sekúndur voru eftir af
framlengingunni i leik ÍR og Ár-
manns I 1. deildinni i körfuknatt-
leik og staðan 82:82. IR-ingarnir
náðu boltanum og Kristinn
Jörundsson, markakóngur Fram
I knattspyrnunni, rakti hann á
undan sér fram yfir miðlinu og
framhjá borði timavarðarins,
sem stóð tilbúinn til að flauta. Cr
mjög þröngri aðstöðu og af ótrú-
lega löngu færi sendi hann bolt-
ann af stað i átt að körfunni, en
um leiö gall flautan... Boltinn
sigldi i gegnum loftið og rambaði
I gegnum körfuhringinn við
óstjórnlegan fögnuð iR-inganna
og stuðningsmanna þeirra, sem
héldu niðri I sér andanum af
spenningi á meðan að boltinn var
að kljúfa loftið.
Karfan var gild — Kristinn
hafði sleppt boltanum áður en
flauta timavarðarins gall — og 1R
var sigurvegari i leiknum. Þaö
var svo sannalega „heppnisþef-
ur” af þessum sigri, en sætur var
hann og skemmtilegur fyrir 1R-
ingana, sem nú hafa örugga for-
ustu i deildinni og eina liöiö sem
ekki hefur tapaö leik.
Leikurinn var geysilega
skemmtilegur og maður talar nú
ekki um spenninginn sem var
ofsalegur. ÍR haföi 2 stig yfir i
hálfleik 36:34 og komst 10 stigum
yfir i siöari hálfleik 59:49. Ar-
mann náöi að jafna 68:68 og kom-
ast yfir 72:70 og siöan 74:72. En
IR-ingarnir jöfnuöu er 10 sekúnd-
ur voru eftir 74:74, og fengu tvö
vlti eftir þaö, sem bæði mis-
heppnuöust — eins og skot Ar-
mennings á lokasekúndunni.
Þá var framlengt i 1x5 minútur
og komst Armann strax i 78:74 og
siðan 182:76. Sigurinn virtist vera
i húsi hjá Armanni jafnvel eftir aö
1R haföi minnkað biliö i 80:82 er
ein mínúta var eftir.
Þá fékk Simon Ólafsson dæmd
tvö vitaköst annað eða bæði niöur
þýddi öruggan sigur fyrir Ar-
mann — en þessum unga manni,
sem tvivegis áður hefur orðið að
standa undir þvi álagi að ráða
sigri eöa tapi I heilu móti með
hittni sinni I vitaköstum, mistók-
ust bæði skotin, og ÍR náði boltan-
um og jafnaði 82:82. Þá voru inn-
an við 30 sekúndur eftir — Ar-
mann var með boltann og ætlaði
að eiga siðasta skotið i leiknum.
En hann var dæmdur af liðinu
þegar fjórar sekúndur voru eftir
og það nægði Kristni Jörundssyni
til að skora þessa mikilvægu
körfu.
Hann og Jón Sigurðsson Ar-
manni voru menn leiksins —
menn sem .virkilega gaman er að
horfa á leika körfubolta. Jón
skoraði 29 stig i leiknum en Krist
inn mikið færri eða 17 stig. Agnar
Friðriksson var stigahæstur allra
með 33 stig, og var hittni hans á
köflum með eindæmum.
Mikið var suðað I dómurunum i
þessum leik, enda alltaf hægt aö
gera það I svona jöfnum og hörð-
um leikjum. En mistök þeirra
voru ekki fleiri né verri en leik-
mannanna þótt siður sé tekið eftir
þeim og óllkt minna skammazt út
af þeim en mistökum dómaranna.
—klp—
iimbínmálvið
ro úti i lðndum?
Viltu hafa áhrif á afgreiðslu þeirra?
Sendu þá islenskan minjagrip þeim manni sem
við borðið situr. Grip sem fer vel á borði hans.
irip sem minnir á þig og þitt land.
Sendu honum litla öskubakkann í póstkortinu.
Hann fæst í næstu gjafavörubúð.
N
©
Hvað er g.t.
9
g.t. er skammstöfun
orðanna gagnkvæmt tryggingafélag.
Samvinnutryggingar g.t.
eru gagnkvæmt tryggingafélag.