Vísir - 25.11.1974, Blaðsíða 17

Vísir - 25.11.1974, Blaðsíða 17
Vlsir. Mánudagur 25. nóvember 1974. 17 Þann 7. sept. voru gefin saman I hjónaband af séra Eiriki J. Eirikssyni i Þingvallakirkju Þórunn B. Björnsdóttirog Pálmi V. Jónsson. Heimili þeirra er að Hringbraut 105 Nýja myndastofan. Þann 14. sept. voru gefin saman i hjónaband af séra Arngrimi Jónssyni i Háteigskirkju Þórunn Snorradóttir og Jón Þorvaldsson. Heimili þeirra er að Safamýri 37. Nýja myndastofan. Þann 14. sept. voru gefin saman i hjónaband af séra Ólafi Skúlasyni I Bústaðakirkju Sigrún Guö- mundsdóttir og Kjartan Ingva- son.Heimili þeirra er að Austur- brún 23. Nýja myndastofan * ŒJ :í: LU k *£* *** * spa Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 2G. nóv. Hrúturinn, 21. marz — 20. april. Hjálpaðu annarri manneskju til að leysa vandamál hennar en varastu að vera of dómharður. Farðu varlega i peningamálum. Óvenjulegar aðstæður gætu snert verðmæti. Nautiö, 21. april — 21. mal. Þér finnst ef til vill sumt fólk óútreiknanlegt á stundum, en þú verður bara að læra að lifa með því. Sjálfs- ábyrgð er það sem gildir i dag. Tviburarnir, 22, mai — 21. júní.Þú ættir að yfir- fara fjármálin snemma dagsins. Reyndu að finna betri leiðir til að spara og vera nýtnari. Eitthvert vandamál gæti stungið upp kollinum seinni partinn. Krabbinn, 22. júnl — 23. júlí. Mál yfirmanna snerta þig á einhvern hátt i dag. íhugaðu þau af skynsemi, og reyndu að gera þér grein fyrir i hvaða átt vindurinn blæs. Sýndu ábyrgðar- tilfinningu. Ljónið, 24. júll — 23. ágúst. Athugaðu gaumgæfi- lega núverandi og nýlega þróun mála. Þú ættir að endurskoða áætlanir, jafnvel þó það valdi smávegis töfum. Þú færð leiðinlegar fréttir. Meyjan, 24. ágúst — 23. sept.Taktu eftir hvernig annað fólk meðhöndlar vandamálin. Bjóddu fram aðstoð þina. Seinni part dagsins færðu fréttir sem koma þér mjög á óvart. Hertu upp hugann. Vogin, 24. sept. — 23. okt. Morguninn skaltu nota til að einbeita þér að þvi að halda i við aðra, annars fara þeirlangt fram úr þér. Seinna verða einhverjar breytingar varðandi peninga. Drekinn, 24. okt. — 22. nóv. Þú ert eitthvað útundan i dag eða utan við þig. Þú ættir að reyna að fylgja samstarfsmanni eftir. 1 kvöld skaltu gæta þess að tala ekki af þér. Bogmaðurinn, 23. nóv. — 21. des.Reyndu að fá ánægju út úr þvi að læra nýjar aðferðir i stað þess að setja þig i varnarstöðu sökum ihalds- semi. Varastu hvers konar óreglusemi. Eitthvað óvænt gerist. Steingeitin, 22. des. — 20. jan. Astvinir æskja meira frjálsræðis i gerðum eða tækifæris til að láta að sér kveða. Vertu ekki eigingjarn. Barn æskir vitneskju um óvenjulegt málefni. Vatnsberinn, 21. jan. — 19. febr.Þennan morgun skaltu reyna að hlusta jafnvel og þú lætur ljós þitt skina. Samt sem áður eru þinar hugmyndir liklega þær gáfulegustu. Fiskarnir, 20. febr. — 20. marz. Dagurinn er tileinkaður aðalatriðum. Alit nágranna eða skyldfólks gæti gengið alveg fram af þér, en vertu ekki of hneykslunargjarn. Hafðu augun opin. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ *■♦♦♦♦♦♦*♦ 4-»-» ♦ ♦ ♦ ♦ » ♦ 4-1 m m •• DS Ji u □AG | B KVÖLD n □AG | D KVÖLD| n □AG ] Útvarp kl. 20.50 Þegar sódavatnsflaskan sprakk Björn Helgason, hæstaréttarritari, flyt- ur þáttinn Af vettvangi dómsmálanna i kvöld, ,,í>ar er tekið fyrir skaðabótamál stúlku, vegna slyss er hún varð fyrir þegar sódavatns- flaska sprakk i búðinni, sem hún vann i,” sagði Björn. Stúlkan var við afgreiðslu i búð, þegar sódavatnsflaska sprakk, öllum cð óvörum. Stúlk- an fékk gler i auga og missti sjón á þvi aðmestu. Hún höfðaði mál á hendur framleiðanda sódavatnsins, og það mál mun Björn rekja i þættinum i kvöld. Verzlunáreigandi flækist svo i málið og er i fyrstu ekki auðséð, hvernig það leysist, en svo mik- iö er vist, að Björn skilur ekki við það fyrr en full niðurstaða er fengin. ,,Jú, nrér finnst ég alltaf i hálfgerðum vandræðum með að velja mál til að segja frá,” svaraði Björn spurningu Visis. ,,Þáð er nokkur vandi — málin verða að hafa ýmsa eiginleika til að fara vel i þætti sem þessunj. Þau mega ekki vera of þvæld, staðreyndir verða að vera ljósar, og þau mega ekki vera of löng. Og þar að auki verða þau að vera áhugavekj- andi. Það er alls ekki auðgert að velja mál i þáttinn.” En málið i kvöld virðist vera áhugavert: Hver er réttarstaða þeirra sem verða fyrir slysi af þessu tagi? Hvaða skyldur hvila á framleiðandanum? Hvar stendur verzlunareigandinn? Þessu fáum við öllu svarað i þættinum, sem hefst kl. 20.50. —SH lÍTVARP • Mánudagur 25. nóvember 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdeigssagan: „Fanney á Furuvölluni ” eftir Hugrúnu. Höfundur les (12) 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir) 16.25 Popphornið. 17.10 Tónlistartími barnanna. Ólafur Þórðarson sér um timann. 17.30 Að tafli. Ingvar As- mundsson flytur skákþátt. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.40 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.45 Um daginn og veginn. Friðrik Sophusson lög- fræðingur talar. 20.05 Mánudagslögin 20.25 Blöðin okkar. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 20.35 Ileilbrigðismál: Augnlækningar, III Úlfar Þórðarson læknir talar um notkun gleraugna og ellisjón. 20.50 A vettvangi dómsmái- anna. Björn Helgason hæstaréttarritari flytur þáttinn. 21.10 Píanósónata nr. 7 I h- moll eftir Prokofjeff. Vladimir Ashkenazy leikur. 21.30 Utvarpssagan: „Gang- virkið” eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Þorsteinn Gunnarsson leikari les (19) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Byggða- mal. Fréttamenn út- varpsins sjá um þáttinn. 22.45 HIjómplötusafnið i umsjá Gunnars Guðmunds- sonar. 23.40 Kréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • Mánudagur 25. nóvember 1974 20.00 Fréttir 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.40 Onedin skipafélagið Bresk framhaldsmynd. 8. þáttur. t heimahöfn Þýð- andi Óskar Ingimarsson. 21.35 tþróttir Myndir og frétt- ir frá iþróttaviðburðum helgarinnar. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. 22.05 Olnbogabörn Evrópu Þýsk fræðslumynd 'um Efnahagsbandalag Evrópu, og lönd þau og landshluta, sem þar hafa orðið útundan í ýmsum skilningi. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur Elie’rt Sigurbjörnsson. 20.50 Dagskrárlok Utvarp kl. 22.15 FEIKNA MIKIL SKÝRSLUVINNA t þættinum Byggðamál, sem er sérstakur þáttur helgaður landsbvggðinni, er fjallað um verðmun á hvers konar vörum seldum i dreifbýli og i Reykja- vlk. Fjallað er um flutnings- kostnað út á land, samanburður á verði ákvéðinna vörutegunda og álagningu. Þá er borinn saman mismunur á flutningsað- ferðum, sem er með bílum, skipum eða flugvélum. Loks er rætt við nokkrar húsmæður úti um land um vöruúrvalið. Þetta er aðeins hálftima þátt- ur, en að baki honum liggur feikna mikii vinna. Til þess að safna saman upplýsingum og vinna úr þeim hefur verið varið ótrúlega miklum tima, enda er það seinlegt verk. 1 þættinum kom fram flestir fréttamenn innlendra frétta hjá útvarpinu, auk þeirra, sem rætt er við. —SH -♦♦•♦•♦•♦•♦-♦♦•♦•♦-♦-♦♦••♦♦♦-♦♦■♦■♦-♦•■♦♦-♦-♦♦-♦♦•♦-♦■f-f ♦-♦-♦♦•♦••♦-♦■♦♦-♦♦•♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦-♦-♦-♦-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.