Vísir - 28.11.1974, Page 1

Vísir - 28.11.1974, Page 1
VISIR 64. árg. — Fimmtudagur 28. nóvember 1974. — 239. tbl. Dómur var kveðinn upp fyrir hádegið: 12 MlliJÓNIR TIL RÍKISINS Dómur var kveöinn upp I máli skipstjórans á togaranum Arcturus frá Bremerhaven klukkan 12:30. Var honum gert að greiða 1,5 miljón króna sekt i landheigissjóð innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins eða sæta 5 mánaða fangelsisvist ella. Afli og veiðarfæri þar á meðal dragstrengir voru gerð upptæk. Verðmæti aflans var ekki mikið en veiðarfæri þeim mun verðmætari. Samtals voru þessir liðir metnir á 10,8 miijónir. Akærða var einungis falið að greiða sakarkostnað 65 þúsund og laun verjanda sfns Jóns N. Sigurðssonar 45 þúsund. Málfiutningi lauk um háifeitt f nótt og var dómur kveðinn upp nú um hádegið eins og áður segir. Nú er veriö að ganga frá tryggingu fyrir greiöslu og að þvf loknu siglir Arcturus utan. Skipstjórinn hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar. —JB Brestur í fjöreggi þjóðarinnar — Sjá leiðara bls. 6 Eilífðar- stúdentar rœgja út- vegsmenn — bls. 3 Ungir íslend- ingar teknir fyrir eitur- brask í Svíþjóð — Baksíða • BOÐA TRÚ MEÐ SÖNG - Bls. 3 Vilja Þjóðverjar sýna íslendingum í tvo heimana? Senda ekkert jólatré í ár Jólatréð/ sem Þjóðverjar hafa sent Reykjavíkurhöfn um hver jól mörg undan- farin ár/ verður ekki sent til islands í ár. Það eru ýmsir þýzkir aðilar, sem staðið hafa að gjöf þessari undanfarin ár, en þó einkum félagsskapurinn Wikingerrunde, sem meðal annars er félags- skapur blaðamanna og sjó- manna. Vísir hafði i morgun sam- band við Werner Hoenig i Ham- borg, sem er einn talsmaður félagskaparins, og spurði hann um ástæðuna. Svarið, sem barst hljóðaði þannig: „Okkur þykir mjög leitt, að gefendurnir skuli hafa lent i slikum vandræðum með sam- göngur, að ekki er hægt að leysa þær i tæka tið.” Þess skal þó getið að Eim- skipafélag Islands heldur uppi hraðferðum til Hamborgar einu sinni f viku, svo ástæðan hlýtur að vera ófærð I Þýzkalandi. Nema þá taka þýzka togarans eigi hér hlut að máli og Þjóöverjar vilji nú sýna íslendingum i tvo heimana. —JB Deilur hafa staðið f nokkur ár f Keflavfk um hvort varðveita eigi hús Stjána bláa, sjómannsins sem Örn Arnarson gerði frægan og ódauðlegan f kvæði sinu. Þetta hús er nokkuð gamalt, en i þvf bjó Stjáni ásamt konu sinni og mörgum börnum. En á meðan deilurnar um varðveizlu hússins hafa' staöið yfir, hefur húsið staðið óvariö og grotnað niöur. Telja kunnugir að það sé nú i sliku ástandi, að slysahætta stafi af fyrir börn og að vonlaust sé að gera við húsið. Bæjarstjórn hefur ákveðið að láta mæla húsið allt upp og teikna það sem nákvæmast. Hæpið er, að úr þessu verði það byggt upp, þrátt fyrir áskoranir margra. -óH. Vinkonan í Bandaríkj- unum sendi 387 grömmin Fikniefnamálið mikla, er upphófst , er 387 grömm af marijuana komu i pósti til | tveggja pilta i Keflavik, er nú til | lykta leitt. Piltarnir voru handteknir fyrir tæpri viku og viöurkenndu aö þeir hefðu verið i félagi tveggja annarra pilta, sem lögðu peninga i sjóð til að kaupa marijuana. Þeir halda þvi fram, að þeir hafi safnað saman 320 dollurum til kaupanna. Slík upphæð þykir þó furðulega litil til kaupa á eins miklu magni. Sendinguna fengu piltarnir frá stúlku einni, sem verið hafði hér á landi i sumar, en hélt út til Bandarikjanna i september siðastliðnum. Stúlka þessi er bandariskur rikisborgari, en annað foreldrið er islenzkt. Piltarnir sem eru á aldrinum 18-19 ára þekktu stúlkuna litillega og fengu hana til aö annast kaupin fyrir sig. Marijuana sendingin var póstsett i Florida 20. september og var þvi um tvo mánuði á leiðinni. Stúlkan er á llku reki og piltarnir. Piltarnir halda þvi fram, að magniö hafi aðeins veriö ætlað þeim sjálfum. Máli þeirra verður nú skotið til fikniefna- dómstólsins, þar sem það veröur rannsakaö nánar og siðan sent til saksóknara rikisins. -JB. ólafur Kjartansson, póstur I Keflavfk, stendur hér fyrir framan Holt, hús Stjána bláa. Húsið er nær ónýtt. Ólafur, sem hefur veriöpóstur i 30 ár, þekkti til á heimiii Stjána. Ljósm. VIsis: BG. HÚSIÐ GROTNAR NIÐUR MEÐAN DEILT ER UM VARÐVEIZLU ÞESS Þrír hermenn í haldi vegna fíkniefnasölu - bls. 3 Margir líkjast eftir- lýsta manninum — nokkrir þegar yfirheyrðir vegna þess að þeir líkjast leirmyndinni — höfðu allir fjarvistarsönnun — yfir hundrað ábendingar komnar Nokkrir menn hafa veriö yfirheyrðir vegna þess að þeir líktust mynd- inni af eftirlýsta mannin- um í Keflavík. Enginn hefur verið handtekinn/ því að allir gátu sannað ferðir sínar á þriðjudags- kvöld i fyrri viku. John Hill, rannsóknarlög- reglumaður i Keflavik sagði i morgun, að um eða yfir hundraö nöfn hefðu borizt til lögreglunn- ar, sem talið var að gætu átt við eftirlýsta manninn. Þegar er farið að vinna úr upplýsingunum, og hafa nokkrir menn verið yfirheyrðir, eins og fyrr sagði. John Hill sagði, að mennirnir sem yfirheyrðir voru, hafi margir verið anzi likir leirstytt- unni. Hinsvegar sagði hann, að böndin hefðu enn ekki borizt að neinum ákveönum manni. Flest nöfnin, sem borizt hafa sem ábendingar, eiga við menn búsetta á Reykjavikursvæöinu. Sem dæmi um hvað hefur bor- izt af tilkynningum, má nefna atvik i Hvalfirði. A þriöjudag kom maður á bil með A númeri við á benzinstöð þar. Daginn eftir kom hann einnig við. En i þaö skiptiö vakti hann athygli fyrir það, að hann ætlaði að borga benzinið meö 13 þúsund króna ávisun. Benzinafgreiðslu- maðurinn sagðist ekki geta tek- iö viö svo hárri ávísun. Maður- inn reif hana þá i tætlur, og skrifaði aðra lægri. Þennan mann telur benzinafgreiöslu- maðurinn likjast myndinni af eftirlýsta manninum. Það var á þriöjudagskvöldið, sem Geir- finnur hvarf. Þetta er aðeins eitt af þeim fjölmörgu atriðum, sem lög- reglan þarf að kanna. —ÓH

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.