Vísir


Vísir - 28.11.1974, Qupperneq 5

Vísir - 28.11.1974, Qupperneq 5
Vlsir. Fimmtudagur 28. nóvember 1974. I MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Sezt Konstantín í konungs- sœti aftur? Þrjátíu og tveir virtir borgarar í Aþenu, þar á meðal þrír hershöfðingjar komnir á eftirlaun og átta háskólaprófessorar, skor- uðu í gær á grísku þjóðina að greiða atkvæði með endurreisn konungsveldis- ins f þjóðaratkvæða- greiðslu, sem fyrirhuguð er 8. desember. Skrifuðu þeir undir yfir- lýsingu, þar sem það var reifað, að útlegðar- konungurinn, Konstantín, væri tákn þjóðareiningar og fulltrúi stjórnmálalegs jafnvægis. Þjóöaratkvæöagreiðslan á að skera úr um, hvort Grikkland verði lýðræðislegt konungsveldi eða lýðveldi. — Konungsveldið var afnumið i júni 1973 eftir mis- heppnaða byltingartilraun konungssinna gegn herforingja- stjórninni. önnur yfirlýsing hefur einnig komið fram, en að henni standa hellenzka sósialistahreyfingin undir forystu Andreas Papan- dreou og griski kommúnista- flokkurinn. Skora þeir ákjósendur að kalla ekki yfir sig konungs- veldiö aftur, sem þeir segja að sé úrelt. Segja þeir, að konungar hafi ávallt starfað i þágu yfirsétt- anna og jafnvel verið verkfæri út- lendinga til ihlutunar i innan- landsmál. Það er talið, að Karamanlis forsætisráðherra, sem hefur 220 þingsæta fylgi af 300, sé hlynntur endurreisn konungsveldisins, en það mundi þýða, að forsætisráð- herrann yrði minna háður þing- inu, enda skipaður af konungi. Sprengjusérfræðingar lögreglunnar sjást hér á vettvangi I Tite-stræti i Chelsea, sem spreng|«niar spraaga. Lögðu gildru fyrir lögregluna eftir sjálfa sprengjuna Tvær sprengjur sprwngu í heldra hverfi i London, Chelsea, i gærkvöidi og særðust átta manns, þar af fjórir lögreglumenn. Fyrri sprengjan sprakk i póstkassa, en siðan litur út fyrir, að hin sprengjan hafi ver- ið gildra, sem látin var springa, þegar lögregla væri komin á staðinn. Enginn hinna særðu meiddist mjög alvar- lega. Búast menn við þvl, að þessar slðustu sprengjur geti orðið til að flýta fyrir afgreiöslu stjórnarfrumvarps, sem liggur fyrir brezka þinginu, um sér- stakar aðgerðir til að auðvelda yfirvöldum að kljást við Irska hryðjuverkamenn. Roy Jenkins, innanrlkisráöherra, gerir sér núna vonir um, að lögin geti tekið gildi I kvöld eða á morgun, en þau fela I sér bann við starfsemi IRA-samtakanna I Bretlandi. Frumvarp þetta leit dagsins ljós, þegar grunur féll á IRA varðandi sprengjutilræðin I Birmingham á dögunum, þegar 19 létu lifið og 184 særðust, sumir mjög alvarlega. 1 fram- haldi af þvl hafa 6 Irar verið teknir fastir. Viðbrögðin við sprengjunum I Birmingham urðu strax á þá leiö, að margir kröíöust þess að dauðarefsingin yrði leidd I lög að nýju. Ýmsir íhaldsmenn hafa borið fram breytingatillögu við frumvarp Jenkins, þ^r sem gert er ráð fyrir, að morð hryðju- verkamanna geti varðað dauða- refsingu. Svo mjög er stjórninni I mun aö hrinda fram frumvarpinu, að hugsanlegt þykir, að forysta Verkamannaflokksins (sem fer með stjórn landsins) láti þingliðum slnum það frjálst, hvernig þeir greiði atkvæði um dauöarefsinguna, en geri það ekki að flokksmáli. Með þvl eygja þeir möguleika á að af- greiða sjálft stjórnarfrum- varpið án tafa. Auk bannsins við starfsemi IRA er gert ráð fyrir I frum- varpinu, að lögreglan fái sér- stakt umboð til að visa úr landi mönnum, sem liggja undir grun um að vera á snærum IRA. Eða hafa þá allt að 5 daga I haldi til yfirheyrslu án þess aö kæra sé lögð fram. TU-144 byrjuð farþegaflugið Rússar hafa fyrir skömmu tekið í þágu al- menns farþegaflugs yfir- hljóðfráu þotuna JU-144, sem gædd er ýmsum sömu kostum og Concorde-þota Frakka og Breta og af sumum sögð eftirlíking Burton kallar Churchill „hug- leysingja" og „morðingja" Richard Burton, sá frægi leikari, lét eftir sér hafa í gær, að hann mundi ekki taka svo mikið sem eitt orð aftur, sem hann skrifaði í grein í New York Times um sir Winston Churchill. — Þar hafði hann kallað þennan látna þjóðarleið- toga „morðingja" og „hugleysingja". Hafa þau orð að vonum vakið upp kurr meðal landa hans. Burton hefur nýlokið við leik I sjónvarpsframhaldsþáttum um þennan hálfguð brezku þjóðarinn- ar, og lét hann þá svo ummælt: ,,í sex vikur gerðist ég sir Winston. — Hroki minn stappaöi nærri fáránleika, og ég lét mig engu varða aðra. Þegar ég skrifaði greinina var ég Winston Churchill að skrifa um sjálfan mig i graut- fúlu skapi, eins og hent gat Churchill.” tJtdrættir úr greininni voru birtir I brezkum blöðum og á Burton ekki sjö dagana sæla með löndum sinum siöan. Burton segir ýmsum orðum hallað i þessum útdráttum, en kveðst ekki vilja taka eitt aftur af þvi, sem hann skrifaði, heldur þvert á móti bæta nokkrum við. ,,Ég hef hrifizt af Churchill frá þvi ég var barn. Hann hataöi okk- ur, námafólkið, að ástæðulausu. Hann fyrirskipaði, að nokkur okkar yrðu skotin, og þvi var hlýtt.” — Burton er sonur velsks námamanns. „Mér likaði siður en svo illa við Churchill. Þvert á móti dáði ég hann. En ég hataði það, sem hann var fulltrúi fyrir.” „Þegar maður dag og nótt hrærist með aðeins eina hugsun i kollinum, nefnilega einn ákveðinn mann , byrjar maður að hugsa eins og hann.” Burton sagöist þó taka það sárt, að hann hefði vafalaust valdið lafði Churchill sviða meö greinarskrifi sinu. En þó held ég, að hún muni skilja mig.” 1 yfirlýsingu sinni við frétta- mann sagöi Burton svo: „Ef við heföuni núna stórlega spillt mikilmenni á borð við Churchill, þá mundi ég snúa aftur til að búa I Bretlandi, þrátt fyrir leiðinlegt loftslag og háa skatta. Og ég mundi jafnvel sópa götur ef þörf kreföi.” hennar. Flaug TU-144 jómfrúr- ferð sína á áætlunarleið- inni Moskva-Baku í október, og var aðeins 1 klukkustund og 20 mínútur að fljúga þessa 1700 km leið. TU-144 tekur 140 farþega I sæti. Mikiö kapphlaup var milli Concords-áætlunar Breta og Frakka annars vegar og svo Rússa hins vegar með TU-144. Unnu Rússarnir það, þegar þeir voru á undan að kynna TU-144. Hins vegar urðu Rússar fyrir þvi óhappi, að sýningarflugvél þeirra fórst á Orly-flugvelli fyrir nær tveim árum, þegar þeir voru að kynna hana á vestúrlöndum. Hefur það seinkað þvi ögn að vélin væri tekin til almennrar notkunar. Makaríos hyggur heim Makarios erkibiskup frá Kýpur skýrði frá þvi I Frankfurt, þar sem hann er staddur, að hann mundi hverfa aftur heim til eyjarinnar I næsta mánuði. En hann lét allt ósagt um það, hvort hann mundi segja af sér forseta- embætti eins og spáð hefur verið I.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.