Vísir - 28.11.1974, Page 6

Vísir - 28.11.1974, Page 6
6 Vlsir. Fimmtudagur 28. nóvember 1974. VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: llaukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Iiverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Sími 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i iausasölu 35 kr. eintakið. Blaöaprent hf. Brestur í fjöreggi j Rekstrargrundvöllur togaranna er nú enginn, og við siðustu efnahagsráðstafanir var enn slegið á frest að horfast i augu við staðreyndir málsins. Ljóst er, að atvinnulifið viðs vegar um landið stendur og fellur með rekstri þessara skipa, þvi 1 að fjölmörg byggðarlög hafa ekki á öðru að \ byggja. ( Skuldasöfnun vegna rekstrar skipanna hlýtur ( að taka enda, þegar haft er i huga, að hallarekst- f ur þeirra er nú nærri tvær milljónir króna á mán- I uði en var i fyrra talinn vera ein milljón á mán- \ uði, og þótti mönnum nóg um. ( Þetta voru ummæli Kristjáns Ragnarssonar, \ stjórnarformanns Landssambands islenzkra út- I vegsmanna, á aðalfundi sambandsins i gær. / Hallinn á togaraflotanum er talinn munu nema 1 um 800 milljónum i ár. \ Sjávarútvegurinn i heild hefur orðið fyrir áföll- 1 um. Afkoma hans er miklu verri en i fyrra. Þetta \ gerist þrátt fyrir þann hag, sem hann hefur haft f af lækkun gengis krónunnar, sem gaf honum / auknar tekjur i islenzkum krónum fyrir afurða- 1 sölu erlendis. ( Þar er fyrst að nefna verðbólguna, sem hefur \ verið meiri en svo að gengisfellingin jafnaði ( metin, aflarýrnun bátaflotans, verðhækkanir f erlendis og ekki sizt mikla verðlækkun á sumum I mikilvægum sjávarafurðum. \ Oliuverð hefur nærri þrefaldazt frá i fyrra, og það hefur mikil áhrif á verð á veiðarfærum, sem hefur tvöfaldazt á einu ári. Bátaflotinn er talinn munu verða að þola 670 milljón króna halla i ár, að frátöldum loðnuflot- i anum, þrátt fyrir bætur. Loðnuveiðar eiga þó að ) skila 550 milljón króna hagnaði i ár. \ Þessi mynd er dökk. I Fiskvinnslan er hins vegar talin munu bera sig / að jafnaði, og útgerðarmenn kvarta um, að 1 tekjum sé misskipt milli veiða og vinnslu, þannig \ að vinnslan fái jafnan mun meira i sinn hlut. f Þó má benda á i þvi sambandi, að útgerðin / hefur mun betri lánskjör, sem að nokkru leyti \ munu vega upp á móti þessum mismun. ( Kristján Ragnarsson telur, að gengislækkunin i \ sumar kunni að hafa verið of litil og sjávarútveg- ( urinn hafi einn verið látinn bera oliuhækkunina. / Meiri gengisfelling hefði hins vegar verið erfið. 1 Hún hefði magnað verðbólguna. Staðan i kjara- \ málum var slik, að hún kynni að hafa valdið C vandræðum, sem hefðu bitnað á útveginum sem / öðrum greinum. Rikisstjórnin varð að sigla milli \ skers og báru. ( Nú eru sæmilegar likur til, að verðfallið ) erlendis verði litið meira, þegar á heildina er \ litið. Einnig eru likur til, að nú fari að draga úr I verðbólgunni, ef áætlanir stjórnvalda standa / óhaggaðar. Þetta tvennt mun geta valdið miklu ) um úrbætur fyrir sjávarútveginn. ( En meira þarf vafalaust til, einkum fyrir tog- f araflotann. I Eins og oft áður hafa orðið miklar og óvæntar ) breytingar á afkomu útvegsins, og það er brestur \ i þessu fjöreggi þjóðarbúskaparins. ( —HH / iiiiiiuiiii m wíj ■■■■■■■■■■■■ UMSJÓN: G. P. Efst á baugi í Frakk- landi þessa dagana — fyrir utan auðvitaö hin dular- fullu hvörf Frakklands- forseta um nætur — eru fóstureyðingar og spurningin um það# hvort þær ættu að vera fáanlegar eftir pöntunum. Ef þeir sem fylgjandi eru fóstur- eyðingum, skyldu fá sinn vilja fram, yrði það að mestu leyti að þakka madame Simone Veil (47 ára) heilbrigðismálaráð- herra. 1 þessu landi, þar sem kaþólska er rikjandi, hefur varað hálfgert hræsnisástand i gegnum árin, þar sem laganna verðir bera kikinn fyrir blinda augað, þegar athygli þeirra er vakin á þeim hundr- uðum þúsunda ólöglegra fóstur- eyðinga, sem eiga sér stað árlega i bakhúsum. Núna hefur frú Veil, meö fullum stuðningi Valery Giscard D’Estaing, forseta, lagt fyrir þingið frumvarp til laga, sem veitir hverri konu heimild til að láta eyða fóstri, er hún hefur gengið með ekki lengur en tiu vikur. Það er álitið að meirihluti frönsku þjóðarinnar sé fylgjandi frjálslyndum fóstureyðingar- lögum, en frumvarpið er enn ekki búið að fara i gegnum þingið, sem að meirihluta til er setið karl- mönnum, en meðal hinna ihalds- samari i þeirra hópi er megn andstaða gegn frumvarpinu. „Ekki vil ég, að min verði minnzt sem ráðherra getnaðar- varna og fóstureyðinga. Mér er meira i mun að koma öðrum málum I framkvæmd,” segir frúin, þegar frumvarpið er fært i tal við hana. Hún er þeirrar skoðunar að konur ættu aðeins að gripa til fóstureyðinga i ýtrustu neyð. Þvi er það hugmynd hennar, að félagsmálaráð þeirra i Frakk- landi hafi hönd i bagga með þvi, hverjar fái leyfi til að láta eyða fóstri. „Stjórnin vill helzt letja konur eins og hægt er að gripa til þessara örþrifaráða. En um leiö vill stjórnin tryggja konunni, að hún sé ekki að fremja glæp, ef hún skyldi hætta að ganga meö”, tekur frú Veil skýrt fram. Henni er vel ljóst, að hún mun ekki eiga sjö dagana sæla, þegar hún þarf að standa frammi fyrir andvigum þingmönnum og mæla fyrir frumvarpinu. Framarlega i flokki þeirra er fyrrverandi forsætisráðherra Gaullista, Michel Debre, sem er eindregið andvigur fóstureyðingum. En á hinn bóginn er búizt við stuðningi flestra fulltrúa sósia- lista og kommúnista á þinginu. t frumvarpinu er ekki gert ráð fyriröðrum skilyrðum, sem kona þarf að uppfylla, áður en umsókn hennar verður samþykkt en þeim, að hún ráðfæri sig við lækni, ræði ákvörðun sina við félagsmálaráðgjafa og láti fram- kvæma aðgerðina i viðurkenndu sjúkrahúsi eða hæli. Það var Charles de Gaulle, sem eitt sinn sagði, að „getnaðar- varnarpillan „væri aðeins til gamans”. — Nú er svo komið — þökk sér frú Veil, að öllum frönskum konum er fullkomlega heimilt að kaupa getnaðarvarnir. En meðal þeirra mála sem Simone Veil liggja mest á hjarta, eru barnaverndarmál, og i ráð- herrastarfi sinu leggur hún mesta áherzlu á þau. Hefur hún vakiö athygli á þvi, að FFrakklandi eru að minnsta kosti 700.000 munaðarleysingjar eöa yfirgefin börn. . Og það er einmitt sú staðreynd, sem liggur til grundvallar bar- áttu hennar fyrir getnaðar- vörnum og frjálslyndi i fóstur- eyðingum. Hún er sannfærð um, að flest ■ ' Frú Simone Veil heilbrigöisráðherra trúir ekki öðru en hún beri sigur úr býtum. Frakkar íhuga frjálsar fóst- ureyðingar Giscard DeEstaing forseti Frakka styður heiibrigðisráð- herra sinn eindregið i barátt- unni fyrir frjálslyndum fóstur- eyðingarlögum. börn, sem alin eru upp á munaðarleysingjahælum, eigi við erfiðleika að striða siðar á lifs- leiðinni. „Og þegar þau eru sjálf orðin fullorðin, er hætt við, að þau ali aftur upp börn, sem heyri til hinum gæfusnauðari i þjóð- félaginu”, segir hún. Frú Veil er jafnvel af póli- tiskum andstæðingum viður- kennd sem hugumstór kona. Hún hefur barizt af slikri staðfestu fyrir hugðarefnum sinum, að hún neitar að trúa öðru en að þau muni sigra i þeirri baráttu, sem framundan er. Þegar hún rifjar upp bernskuár sin, segir hún: „Það var á strlðs- timum og ég man ekki svo gerla eftir mér. Þó man ég, að ég var látin hætta i skóla þrem mánuðum fyrir fullnaðarpróf, vegna þess að ég var Gyðinga- ættar. — 13 mánuði var ég i þýzkum gjöreyðingarbúðum, og þegar Bretarnir komu og björguðu okkur var ég komin meö taugaveiki. Einn hermaðurinn hélt, að ég væri fertug”, segir hún. Ólikt frú Francoise Giroud, sem fyrst franskra kvenna settist i ráðherrastól, þá er Veil ekki rauðsokka i þeim skilningi, að hún sé heit i baráttunni fyrir jafnréttindum kvenna. A hinn bóginn telur hún nauðsynlegt, að leiða athygli karlmanna að þeim sérstöku vandamálum, sem kvenþjóðin hefur við að glima. Og svo mikil rauðsokka er hún þó, að hún segir: „Sérhver kona á að eiga kost á að velja sér sjálf sina lifsbraut og eiga sömu kosta völ og karlmenn”.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.