Vísir - 28.11.1974, Síða 7

Vísir - 28.11.1974, Síða 7
Vlsir. Fimmtudagur 28. nóvember 1974. 7 cTMenningarmál ★ Stjörnubíó: Cisco Pike Svipmyndir úr lífi grassala Leikstjórn og handrit: Bill L. Norton. Leikendur: Kris Kristofferson, Karen Black, Gene Hackman, Viva. Hvað efniviðnum viðkemur er ekki um auðugan garð að gresja i myndinni Cisco Pike, sem Stjörnubió sýnir um þessar mundir. Myndin er eiginlega mest svipmyndir af Cisco Pike (Kris Kristofferson), þar sem hann er a& reyna að koma 100 kilóum af „grasi” i verð. Gene Hackman (French Connection, The Conversation) er auglýstur, sem aðdráttar- KVIKMYNDIR Eftir Jón Björgvinsson aflið að myndinni, þótt Kris Kristofferson fari raunar með aðalhlutverkið. Cisco Pike er hljómlistarmað- ur, sem náð hefur upp á tindinn, .en hefur að undanförnu dregið fram lifið á eiturlyfjasölu. Vegna áskorana vinkonu sinnar vill hann hætta þessari iðju en lendir þá i þeirri furðu- legu aðstöðu, að starfsmaður fikniefnalögreglunnar (Gene Hackman) þvingar hann til að Holland lögreglumaður (Gene Hackman) citurlyfjadeildarinnar fær gamalgróinn eiturlvfjasala (Kris Kristofferson) til að koma stórum skammti i verð. ^ Hafnarbíó: ,,Coffy" Odýr afþreyingarmynd Coffy (Pam Grier) er óspör á kynþokkann þegar hún brýzt inn I innsta hring eiturbyrlaranna. Hér er hún með sjálfum King George (Robert Doqui) Leikstjóri: Robert A. Papazian. Hlutverk: Pam Grier, Brooker Bradshaw o.fl. Svertingjar i Banda- rikjunum mynda stór- an markað. Einkum með þennan markað i huga hafa myndir eins og „Coffy” komið fram á sjónarsviðið. „Shaft” myndirnar, sem ruddu brautina, seldust vel og á eftir fylgdu myndir eins og þessi. í staðinn fyrir karlinn i Shaft myndunum er hér að visu kominn harðskeyttur kvenmað- ur i aðalhlutverkið, en það er raunar enginn nýjung heldur. Hér er sem sagt ekkert nýtt á ferðinni. Kúlnakabarett- myndirnar i dag hafa þróazt æ lengra i þá átt að gera góðu mennina að hrottalegum of- beldismönnum, eiginlega i engu betri hinum slæmu hvað hryðju- verk áhrærir. Þessi mynd fylgir þessari þróun dyggilega og aðalpersónan okkar góða gengur léttilega út úr myndinni með fjöldamorð á samvizkunni. „Ég var sem i draumi” segir daman ægilega og er þar með búin að réttlæta hryðjuverkin. Söguhetjan okkar Coffy er að eigin sögn komin vaf hórmöng- urum og dópistum i báðar ættir. Eini efnilegi meðlimur fjöl- skyldunnar fyrir utan hana sjálfa er ung systir hennar. Coffy leggur sig fram við hjúkr- unarstörf til að kostasystursina i skóla. Sú litla kaupir þó fleira en glósubækur fyrir aurinn. Hún er nefnilega þurrausin af eitur- byrlara, sem komið hefur henni á sterka bragðið. Coffy fyllist hefndaræði og þarf ekki að fjölyrða um það frekar nema hvað hún stráfellir heilan eiturlyfjahring með haglapumpu, kynþokka og bila að vopni. Einnig ef þið viljið sjá hóp gleöikvenna i slagsmálum, þá gjörið svo vel. Coffy er leikið af Pam Grier. Skaparinn hefur hreint og beint gæltviðútlitið á henni á kostnað leiklistarhæfileikanna þó. Þessi staðreynd háir hetjunni okkar i fyrri hluta myndarinn- ar, en ástandið skánar undir lokin, þegar hasarinn færist i aukana. Þaö er höfuðmarkmið kvik- myndanna að láta áhorfendur gleyma þvi að um kvikmynd sé að ræða. Ódýru vinnubrögðin hérna skina þó það vel i gegn, þvi maður á helzt von á þvi, að leikararnir veifi til biógest- anna. Coffy er góð þriðja flokks mynd, tileiknuð þeim sem ekkert annað hafa við timann og peningan að gera en að sitja undir sýningu ódýrrar afþreyingarmyndar. TRÉVÖRUR Smurbretti Skinkudiskar Kjötbretti Brauðbretti Bakkar 3 stœrðir VERZLUNIN LAUGAVEG 42 Simi 26435 selja fyrir sig 100 kiló af „grasi”, sem hann hefur safnað saman til að tryggja afkomu sina' i ellinni. Kris Kristofferson hefur hing að til látið sér nægja að gera garðinn frægan með söng sin- •um. Miðað við það, að hann er hér kominn á breiðtjald i fyrsta sinn, er árangurinn ágætur. Varla á hann þó heima i aðal- hlutverki. Dimm vesturrikjarödd Kristofferson gerir hann að hörkulegum kalli i myndinni, en nýtur sin þó bezt i þeim söngv- um hans, sem látnir eru fylgja i kaupbæti. Gene Hackman á ekki i vandræðum með að skila einu litlu aukahlutverki sómasam- lega frá sér og auðvitað nær hann að búa til sérstæða persónu úr lögreglumanninum. Viva, sú sem leikur spilltu auðmannsdótturina Mernu, er þekkt erlendis fyrir hlutverk sin i myndum leikstjórans Warhols. „Þetta var svo sem ekki neitt neitt” eru áhrifin, sem sitja eftir I biógestum eftir að hafa séð myndina. Hvergi neitt nýtt, handritið innantómt og kvik- myndatakan einföld. Þeir, sem dá Kris Kristoffer- son fá vafalaust eitthvað út úr þessari mynd. Þeir kunna i það minnsta að meta flutning hans á lögunum Lovin’ Her Was Easier og I’d Rather Be Sorry. Mikið annað hefur mynd þessi ekki upp á að bjóða. fortuna ' nalurlorm F POSTSENDUM SAMDÆGURS. Domus Medica Egilsgata 3 Sími 18519. -Orfgm U. Wgage j j Nýjung: Svinaskinn (ath. að svinaskinn má þvo). Fallegir skór, sem þér ættuð að máta. Hlýfóðraðir. Kr. 5.745,00 Art: 102 NtJ BJÓÐUM VIÐ fallegt úrval af þessum hlýju og þægi- legu skóm.sem hér gefur að lita. Fallegt snið i brúnu og blágráu rúskinni. Hlýfóðraðir. Gott lag. Art: 2606 Sérstaklega gott fótlag. Svart kálfskinn og brúnt rúskinn. Hlýfóðraðir. Kr. 4.300,00 Art: 612 Verð kr. 5.945,00

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.