Vísir - 28.11.1974, Page 16

Vísir - 28.11.1974, Page 16
vism Fimmtudagur 28. nóvember 1974. Kissinger hingað í næstu viku KEMUR — segir Tíminn KEMUR EKKI — segir utanríkisráðherra Dagblaðifi Timinn birtir morgun forsiðufrétt þess efnis, að Henry Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandarikjanna og frægur ferðagarpur, sé væntan- legur hingað tii lands á mánu- daginn kemur. Vfsir hafði samband við Einar Agústsson, utanrikisráðherra, og purði hann um komuy Kissingers.„Þetta er ekkirétt,” sagði utanrikisráðherra. „Kissinger er ekki að koma og hefur aldrei ætlað að koma. Hins vegar stendur til, aö Joseph Sisco, aðstoðarutan- rikisráðherra Bandarikjanna, komi hingað til lands á næst- unni, og að likindum er þessi misskilningur þannig til kom- inn.” Einar Agústsson vildi ekki ræða um erindi Sisco hingað til lands, en sagði að tilkynning yrði gefin út um komu hans fljótlega. - SH — i--- -f'.. ir jjjir _grr UNGT PAR TEKIÐ FYRIR EITURBRASK ERLENDIS i sænsku blaði fyrir nokkru er sagt frá málum tveggja ungra para, sem fyrir stuttu voru látin mæta fyrir fikniefnadómstóin- um I Landskrona. Annað þess- ara para er Islenzkt. Bæði pörin voru handtekin i Landkrona ásökuð um innflutning á hassi. Þau voru nýkomin frá Kaupmannahöfn, þar sem þau höfðu bæði Utvegað sér efnið á sama skemmtistaðn- um i Kaupmannahöfn. fslendingarnir, sem hlut eiga aö máli, er par eins og áður segir, hann 24 ára en hún 21 árs. Þau giftu sig 1 marz. HUn hafði hætt vinnu um siðustu áramót, en hann mánuði eftir brúðkaupið. Hann hefur að eigin sögn neytt hass siðan 1969 og nokkrum sinnum prófað LSD, hún hefur reykt hass i nokkur ár. Með 60.000 krónur upp á vasann héldu þau héðan I ágúst. Að hluta voru peningarnir barnsmeðlög, en hún átti 3ja ára strák. Að hluta kom fé frá foreldrum eiginmannsins. Þau höfðu hugsað sér að heimsækja m.a. Spán og Italiu og á leiðinni frá Islandi hittu þau ungling, sem lagði til 20.000 með þvl skilyrði að hann fengi aö aka þeim um Evrópu i bil, sem þau skyldu útvega. í Flensburg keyptu þau fólks- vagn fyrir 1100 þýzk mörk. Þau komust þó aldrei lengra en til Amsterdam.Þegar þangað kom sneri parið aftur til Kaupmannahafnar og gat kriað út 300 danskar krónur i fátækra- styrk þar. Árangurslaust reyndu þau að útvega sér vinnu, og fóru i þeim tilgangi meðal annars til Gauta- borgar til vina stúlkunnar. Þar var hægt að útvega þeim vinnu, en kostnaðurinn við að búa I Gautaborg reyndist of mikill. Parið fékk nú lánaðar 500 sænskar krónur, að eigin sögn og ók siðan til baka til Kaup- mannahafnar. Þar tókst þeim aftur að drýgja sjóðinn með fátækrastyrk upp á 300 danskar krónur. Þá var keypt kannabis fyrir 400 danskar krónur. Þetta voru 70 grömm, og komu hjónin 60.af þeim fyrir i tekönnu, er þau héldu með til Sviþjóðar. Þar voru þau handtekin. Hjónin is- lenzku halda þvi nú fram, að þau hefðu verið send af sænsku vinunum til Kaupmannahafnar til að kaupa kannabis. Guðmundur I. Guðmundsson, sendiherra i Sviþjóð, sagði i samtali við blaðið, að mál þetta heföi ekki komið til kasta sendiráðsins og væri þvi að öll- um likindum ekki um fangelsis- dóm að ræða. -JB „Takk fyrir lánið” hefðu verið réttu kveðjurnar, er þessi linubátur frá Kiakksvik I Færeyjum yfirgaf höfnina I Vestmannaeyjum. Hann hafði orðið fórnarlamb eins þeirra mörgu neta, sem reka stjórniaust I sjónum við Is- land. Eftir að netið hafði verið losað úr skrúfunni, gat Jakup frá Færeyjum haldið frá Eyjum á ný. Ljósm. Bragi. TAKK FYRIR LÁNIÐ! Þjóðverjar kannast ekki við hótanir: „Við gjöldum ekki rangt með röngu," — segir einn þingmanna þeirra í einkaskeyti AP til Visis segir, að viðgerð á Reykjavíkurtogaranum Bjarna Benediktssyni hafi tafizt, og muni skipið ekki fara frá Hamborg fyrr en í dag. Ekkert bendir til þess, að nokkur hindrun veröi lögð á ferðir togarans, segir i skeytinu. Stjórnin i Bonn kannast ekki við neinar hótanir um aö hefta ferð- ir íslenzkra skipa i þýzkum höfnum vegna atburðanna á ís- landsmiðum á sunnudaginn, en Peter Hein, konsúll Islands i Cuxhaven, segir að islenzk skip forðist þýzkar hafnir að eigin frumkvæði. Karl-Heinz, þingmaður i Bremen neitaði þvi, að áætlun hefði verið gerð um mótmæli gegn islenzkum fiskiskipum: „Við gjöldum ekki rangt með röngu,” sagði hann. — SH — Hrossaþjófarn- ir enn í yfírheyrslum Rithöfundafélag íslands hefur veríð lagt niður — nafn þess og eigur verða eign Rithöfundasambands íslands Mennirnir sem játuðu á sig hrossaþjófnaði sitja enn I gæzlu- varðhaldi i Hafnarfirði. Hafa þeir nú verið I haldi i 17 daga. Þeir voru upphaflega úr- skurðaðir I 30 daga gæzluvarð- hald. Annar mannanna sagði i yfir- heyrslum I fyrradag, að hann hefði slátrað tveimur hestum suður með sjó 1 fyrra. En hann segir.að hestarnir hafi verið sin eign. Verið er að kanna það mál. Þá hafa mennirnir viðurkennt þjófnaði á rafgeymum og start- ara úr vegavinnutækjum, sem notuð voru við vegagerð Sverris Runólfssonar á Kjalarnesi. Rannsóknarlögreglan i Hafnarfirði sótti fjóra hesta til Hvammstanga og Miðfjarðar i gær. Það eru hestarnir, sem mennirnir voru upphaflega teknir fyrir að reyna að selja til slátrunar. Eigendur þriggja hestanna hafa litiö á hesta sina. —ÓH „Þar sem flestir félagsmenn Rithöfundafélags Isiands eru gengnir i Rithöfundasamband Is- lands, ákveður framhaldsaðal- fundurinn hér með að leggja féiagið niður og afhenda Rit- höfundasambandi tslands cignir þess og nafn til umráða og varðveizlu.” Þannig hljóðar ályktun, sem gerð var einróma á framhalds- aðalfundi Rithöfundafélags Is- lans, sem haldinn var fyrir réttri viku. „Fram til þess, að Rithöfunda- samband Islands var löggilt til að fara með hagsmunamál rit- höfunda af hálfu Rithöfunda- félags Islands og Félags is- lenzkra rithöfunda eftir rit- höfundaþingið i vor, var Rit- höfundafélag Islands stéttar- og hagsmunafélag Islenzkra rit- höfunda,” sagöi Vilborg Dag- bjartsdóttir, fráfarandi for- maður Rithöfundafélags Islands, i viðtali við Visi. „Þegar Rithöfundasamband íslands haföi þannig yfirtekið meginstarfsemi Rithöfunda- félagsins, var hlutverki þess raunverulega lokið. Hefði það átt að starfa áfram, heföi þurft að finna þvi nýjan starfsgrundvöll, liklega sem einhvers konar klúbbs, sem þá hefði hafið af- skipti af einhvers konar isma, stjórnmálum eða öðru sliku. Þvi var haldinn opinn aðalfundur til þess að félagar gætu velt þessu fyrir sér. f sumar hafa svo farið fram bréfaskriftir og umræður um málið. Niðurstaðan varð sú, að félagið hefði lokið hlutverki sinu sem slikt, og ekki væri hagkvæmt fyrir rithöfunda og gæti skaðað starfsemi félagsins að vera með klúbba utan við Rithöfundasam- bandið. Einnig er það villandi fyrir almenning að vera með mörg rithöfundafélög með líkum nöfnum, til dæmis ef upp kemur þjark Hkt og varð I blöðum fyrir nokkru. Rithöfundafélag fslands var elzta félag rithöfunda á íslandi stofnað á striðsárunum, og okkur var annt um nafn þess og eigur, sem að visu eru ekki miklar. Þær voru þvi látnar renna til Rit- höfundasambandsins til eignar og umönnunar, en stjórn félagsins hefur nú siðasta árið unnið að þvi að safna saman öllum bréfunuog skjölum varðandi félagið, og verða þau geymd á Skjalasafninu fyrir þá, sem vilja kynna sér starfsemi félagsins siðar meir. Félagar Rithöfundafélags Islands, 96 að tölu með heiðurs félögum, hafa nú gengið i Rit- höfundasamband íslands, utan liklega um 10, sem flestir eru þá fjarstaddir.” -SH.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.