Tíminn - 15.05.1966, Page 3

Tíminn - 15.05.1966, Page 3
SUNNUDAGUR 15. maí 1966 TÍMINN 15 SéS helm aS Akranesi. Á myndinnl, sem tekin var frá Akraborginni, sést hlutl bæjarins. Tímamynd — Bj. Bj. Tryggjum landgrunnið Framhald af bls. 13. ngn Jóns Jónssonar fiskifræð- ings í fyrravetur, að auka mætti sóknina um 15—20% innan landhelginnar svo fisk- stofnarnir væru fullnýttir þar, síðan kom tilkynning í vetur um að fiskstofninn væri of- veiddur, og sjálfsagt er það rétt. En það þýðir ekki að ar- vænta út af þessu, heldur verð- um við að snúa okkur gegn vandanum og reyna að vinna stofninn upp aftur, þá verðum við með öllum ráðum að ná sem mestu af landgrunninu undir fiskveiðileiðsögu okkar. Annað má benda á í sam- bandi við þetta. Ef okkur tekst að tryggja okkur verulegan hluta landsgrunnsins, þá opn- ast nýir möguleikar fyrir tog- araútgerðina — þá væri hægt að úthluta íslenzku togurunum einhver ákveðin svæði utan línunnar, sem við höfum núna, en þessi svæði yrðu auðvitað valin af fiskifræðingum með það fyrir augum, að þar væri óhætt að veiða mikið án þess að setja fiskstofnana í hættu. — Telur þú, að rétt sé að veita togurunum viss svæði inn an núverandi landhelgi? — Nei, ég held, að það sé engin lausn, því mér virðist, að viðkomandi svæði séu alveg áskipuð af bátaflotanum sem ekki má við því að missa neitt úr aski sínum. Það myndi bara leiða til þess, að ennþá fleiri myndu lenda í vandræðum með útgerB sína. Annars vil ég segja það um togaraútgerð okkar, að ég tel alveg fráleitt að ætla að leggja hana niður, því þótt þjóðarbúið verði að greiða einhvern skatt með þessum skipum, þá skapa þau mjög mikinn gjaldeyrir fyrir þjóðina. Annað mál er, að togaraflotinn okkar er orð- inn úreltur. Það verður að end urnýja hann, eins og allar aðr- ar fiskveiðiþjóðir hafa gert, og mér finnst það stórfurðulegt, að við skulum ekki hafa gert það enn — við, sem bygjum afkomu okkar svo til eingöngu á fiski. — Hvert er álit þitt á drag- nótaveiðinni hér í Faxaflóan- um? — Ég er algerlega á móti henni. Ef fiskstofnarnir hafa minnkað, þá er það að sjálf- sögðu þýðingarmesta atriðið að vinna þá upp að nýju, og ein- mitt að skemma þá ekki þar sem ungviðið er að vaxa upp. Það verður að koma þvi þann- ig fyrir, að ekki sé tekinn úr stofninum nema nokkuð full- orðinn fiskur. — Hefur mikið verið veitt af ungviði í Faxaflóa? — Ástandið er aJrJc. orð- ið þannig hér í Faxaflóanum, að því er okkur virðist að ýsu- stofninn hefur greinilega minnkað, og 1 því sambandi vil ég m.* «,enda á þá staðreynd, að nvun minni ýsa fæst nú á línu en áður en dragnótin var leyfð. Það var orðið ágætt ýsu- fiskirí hér á línu, og slík veiði var einmitt kjörin fyrir smærri bátana. Þá voru bátarnir hér áður fyrr einnig farnir að fá fisk í net á haustin, og það sæmilegan afla. Þar að auki var trillubátaútgerð mikið stunduð, en nú virðist það vera svo til þýðingarlaust að reyna þetta, því að ýsan, sem bar uppi aflann, hefur verið hirt með dragnótinni. Ég minnist þess, að þegar dragnótin var leyfð á sínum tíma, þá voru það rök sumra fyrir þvi, að leyfið skyldi veitt, að kolalögin væru orðin marg- föld á botninum, og að ef sett væri niður beita, þá kæmist þorskurinn ekki að — kolinn væri þarna grindhoraður og gráðugur og myndi óðar ráð- ast á beituna. er hann sæi hana nálgast. Þetta var auð- vitað fjarstæðukennt og allt annað hefur líka komið á dag- inn. Og mér líst ekki á blikuna, ef nú á að fara að skafa fló- ann enn þá betur með vörpu, sem hlýtur að vera næstum því eins og strigapoki, og sem veið ir sandsíli og annað þess hátt- ar. Það hlýtur að slæðast ann- að en stór fiskur í hana. Ég get ekki séð, að það þjóni neinum tilgangi, ef of- veiði á sér stað, að leyfa bara enn meiri drápstæki, sem sagt, að sá fiskur sem næst ekki á vertíðinni, sé hundeltur upp undir land, með alls konar botnsköfum, til þess að reyna að fá meira aflamagn. Það leys- ir engan vanda, nema ef til vill í augnablikinu. — Hvað viltu segja um suð- urlandssfldina, Þórður? — Það er af sem áður var í sambandi við suðvesturlands- stofnina. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan hægt var að keyra yfir geysistórum breið- um af síld. Það var kannski keyrt í hálftíma eða klukku- tíma, án þess að slitnaði sund- ur á dýptarmælinum, og þar var að mestu leyti um góða stórsíld að ræða. Nú er þetta orðið svo til ekki neitt, sem menn finna af stórri síld á þessu svæði. Það, sem gerst hefur, er auðvitað einfaldlega að þarna hefur verið gengið um of á stofninn. Og það er sérstaklega hættulegt að mín- um dómi, þegar legið er í smá- síldinni, kræðunni, sunnan við landið, en hún er einmitt svo til öll af þessum stofni og hún fær ekki að vaxa upp. Það þarf því engan að undra, þótt eklki finnist stórsíld, því að er búið að drepa þá síld sem átti að verða stór. Þetta er að sjálfsögðu sér- stakt hagsmunamál fyrir ver- stöðvarnar við Faxaflóa og Breiðafjörð, og jafnvel Vest- firði, og einnig fyrir þjóðarbú- ið í heild. Og það er þakkar- vert, að stigið hefur verið spor í rétta átt, með því að koma í veg fyrir, að mesta kræðan verði drepin í stórum stfl. Þann- ig þyrfti að halda áfram á fleiri sviðum. Að mínu áliti er sjávarút- vegurinn allt of laus í reip- unum, og margt í honum, sem mætti laga- í sjávarútvegi þarf að vera fastmótuð stefna. Öruggt er, að sjávarútvegurinn hlýtur að eiga sér mikla fram- tíð á íslandi, og engin önnur atvinnugrein getur tekið við af honum næstu árin. Og alls staðar í heiminn vantar mat- væli, og við höfum hráefnið í eftirsóttustu matvælin, sem eru á boðstólunum, og sem fjölda þjóða vantar til þess, að geta haft innihald fæðunn- ar rétt. Fyrsta boðorð okkar í dag er að vernda fiskstofnana og tryggja landgrunnið, því það er okkar stóri vinningur. Með því nýtum við fiskstofnana kringum landið svo til einir. Það er einnig grundvallar- skilyrði, að reyna að nýta afl- ann eins vel í landi og tök eru á. Við sjáum, að aðrar þjóð ir, t.d. Þjóðverjar, gjörnýta hráefni það, sem þeir fá úr sjónum og það er auðvitað verkefni fyrir sig, að senda menn, sem þekkingu hafa á þessu sviði til þeirra landa, sem gjömýta fiskaflann, og byggja m.a. á reynslu annarra við upp byggingu fiskiðnaðar hér á landi. f heild er það höfuðnauð- syn, að vera vel á verðinum á öllum sviðum sjávarútvegs- ins. Og þó á móti blási, og menn reyni, að eitthvað ætlar að fara öðru vísi, en þeir gerðu ráð fyrir, eins og t.d. að fisk- stofninn minnki, þá verður bara að snúast gegn þeim vanda á skynsamlegan og skipu legan hátt og reyna að leysa á þann hátt. sem þjóðinni er fyrir beztu. — Er ekki tæknin í sjávar- útveginum alltaf að aukast, Þórður? — Jú, þróunin er svo ör í þeim efnum, að erfitt er fyrir menn að fylgjast með öllum nýjum tækjum, sem á mark- aðinn koma, þótt þeir séu allir að vilja gerðir. í þessu sam- bandi vil ég benda á, að sjávar- útvegurinn á fslandi vantar tilraunastöð fyrir ný vinnslu- tæki, sem koma inn í landið. Að þessu leyti er landbúnað- urinn mun betur á vegi stadd- ur. Ef maður kaupir t.d. traktor þá er nægt að fá upplýsingar um hinar ýmsu tegundir, sem hafa verið reyndar í landinu, t. d. á Hvanneyri. í útveginum fyrirfinnst þetta ekki. Hingað til lands eru nú t.d. flattar margar tegundir af síldardæl- um. Ef svona tilraunastofnun væri til, þá væri hægt að prófa þar hinar ýmsu gerðir, og skip- stjórar og útgerðarmenn gætu síðan fengið upplýsingar um, hvaða síldardæla gæfi bezta raun. í staðinn verður hver og einn að þreyfa fyrir sér um kaup á vélum, og svo geta t.d. verið á markaðnum vélar, sem hæfa mun betur en það, seim keypt er, þótt viðkomandi hafi ekki hugmynd um það. Úr þessu verður að bæta. Annað er að það er líklega einsdæmi í jafn sterkri at- vinnugrein, og sjávarútvegur- inn er hér á landi, að ekki skuli vera til sérstakur lána- sjóður fyrir vélar og tæki, sem notuð eru við hagnýtingu afl- ans. — Viltu svo segja eitthvað að lokum, Þórður? — Ég vil endurtaka það, sem ég sagði áðan, að ýmis- legt má betur fara í_ sambandi við sjávarútveginn. f því sam- bandi vil ég benda á að á flot- anum eru margir skipstjórar, sem hafa mjög mikla og góða reynslu, og sem standa harð- ast í bardaganum um fiskinn, en það er furðanlega lítið, sem þessir hæfu menn hafa látið til sín heyra opinberlega um sjáv- arútvegsmál, verndun fisk- stofnanna og annað, sem þeir hafa mikla þekkingu á. í því sambandi legg ég til, og mér finnst það alveg nauðsynlegt, að sjávarútvegurinn hafi sitt eigið málgagn, þar sem hægt er að ræða ýmis mál. sem efst eru á baugi innan hans, og að einmitt þessir menn, sem hafa mikla þekkingu og reynslu, kæmu þar fram og segðu álit sitt. EJ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.