Tíminn - 18.05.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.05.1966, Blaðsíða 1
BLAÐ II W[ . Myndin að ofan er frá hinum sögulega úrslitaleik á Wembley s. 1. laugardag milli Everton og Sheffield Wedensday, og sést, þegar Shefield skor- aði fyrsta mark sitt. George West, markvörður Everton, egrði árangurslausa tilraun til að veria (lengst til hægri), en úti á vellinum fylgist Jlm McCalligo, í hvítri peysu, spenntur með. HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ SKE í KNATTSPYRNUNNI? Enginn munur á fslandsmeistur- unum og botnliðinu í 2. deild! fslands- og Reykjavíkurmeistar- ar KR töpuðu dýrmætu stigi gegn Víking í Reykjavíkurmótinu í fyrrakvöld, en leiknum lauk með jafntefli, 0—0. Og þar með hefur KR tapað þremur stigum í mótinu og hefur nú litla möguleika til að vinna Reykjavíkurmeistaratitilinn. | Úrslitin í fyrrakvöld eru | mikið áfall fyrir KR, sem tefldi fram sínum sterkustu mönnum í fyrsta skipti í mót- inu, þ e. bæði Ellert Schram og Bjarni Fel. léku með liðinu, en þeir voru ekki með í fyrsitu leikj 'unum. KR-ingar sýndu svo lélega Fram og Valur gerðu jafntefli Er „4-2-4“ að trö|lríða knatt- spyrnunni? Þannig töluðu menn eftir leik Fram og Vals í gær- kvöldi, sem lauk 0:0, þriðji marka lausi leikurinn í Rvíkurmótinu í röð. Bæði liðin léku leikaðferð- na „4-2-4“ með þeim árangri, að vamir beggja liða vom sferka hliSin, en sóknirnar máttlausar. Vissulega hefur „4-2-4” sína kosti, en gerir leikina leiðinlegri, þar sem ísl. knatspyrnumenn eru tæplega menn til að útfæra kerf ið, a.m.k. ekki hvað vjðvíkur sóknarleiknum. Annars verður að taka með í reikninginn, að ekki er hægt að ætlast til, að liðin Framhald á bls. 22. knattspymu, að engan mun var að sjá á liði íslandsmeistaranna og botnliðinu í 2. deild. Víkingar börðust hetjulega allan tímann og sköpuðu sér af og til hættuleg tæki færi, en fyrst og fremst var það þó vömin, sem bar hita og þunga dagsins. Jafntefli KR og Víkings er enn eitt dæmið um hve tilviljunar- kennd ísl. knattspyrna er í raun og veru. Víkingar töpuðu með nærri tveggja stafa tölu fyrir Val í fyrsta leiknum og höfðu aldrei möguleika gegn Þrótti, auk þess, STAÐAN Staðan í Reykjavíkurmótinu knattspyrnu: Þróttur Valur KR Fram Víkingur sem þeir hafa tapað í æfingaleikj um. Sennilega hafa KR-ingar van- metið mótherja sína og Víkingar tvíeflzt á móti stjörnuliði KR, en þó segir þessi skýring ek!ki allan sannleikann. Leikinn dæmdi Halldór Back- mann, nýskipaður landsdómari, og gerði hlutverki sínu góð skil. Stór- sigur Islands íslenzka landsliðið í hand knattleik vann stórsigur gegn bandaríska landslíðinn í síðari leik Iandanna, sem fór fram í New Jersey í fyrrinótt (ísl. tími), en leikn um lyktaði 41:19. Ekki cr okkur kunnugt hvernig staðan í hálfleik var, en eins og lokatölurnar gefa til kynna, var um mikla vfir burði íslands að ræða. Samkvæmt áætlun á is- lenzka landsliðið að leika næst í Bandaríkjaför sinni gegn úrvalsliði New York á tnorgun, en 21. maí á liðið að leika í Livingston, New Jers ey í hraðkeppni, en auk ís- lenzka Iiðsins leika í henni úrvalslið New Jersey og úrvalslið Kanada. Föstudaginn 20. maí verð ur ísl. liðið í Washington og verður móttaka fyrir það í ísl. sendiráðinu. Þá skoða ísl. landsliðsmennirnir Uvíta húsið og Arlington-grafreit inn. Heim verður komið 22. mai. Urslit í fyrstu goU- keppni sumarsins Laugardaginn þ. 14- maí s. 1. fór fram fyrsta golfkeppni sumarsins. Keppni þessi nefnist „Arneson“- keppni. Keppt er um fagran silfur skjöld ár hvert, og vinnst hana aldrei til eignar. Keppnin var óvenjulega vel sótt að þessu sinni. Framhald á bls. 16 11. maí s. I. átti Knattspyrnufélagið Valur 55 ára afmæli og sóttu margir velunnarar félagsins Valsmenn heim að HlíSarenda á afmælisdaginn. Myndina hér aS ofan tók Ijósm. Tímans, GE, af núverandi aðalstjórn Vals við minnisvarðann af séra Friðriki Friðrikssynl, en á hann eru greypt þessl orð séra Friðriks, sem ættu að vera hverjum íþróttamanni hugföst: „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliðl." Páll Guðnason, form. Vals er lengst til hægri á myndinni, en síðan koma Þórður Þorkelsson, Friðjón Frið- jónsson, Einar Björnsson, Björn Carlsson, Þórarinn Eyþórsson og Gunnar Vagnsson. Komu heím með Loftleiðabikarinn Hreyfils-menn sigursælir í skák Dagana 14—16 mai s.l. fór Þessa sveit skipuðu eftirtaldir fraim í Ósló sveitakeppni N.S.U. menn: (Samband sporvagnastjóra) í Jónas Kr. Jónsson — Þórður skák. Þórðarson — Antrn Sigurðs- son og Guðlaugur Guðmunds- Taflfélag Hreyfils sendi tvær son. Arnanna sveitir í keppni þessa Sveitin tefldi við sveitir frá — og urðu þær báðar sigurveg eftirtöldum borgum: arar, hvor í sínum flokiki. Stockholmi, sem hún vann með í 1. flokki var keppt um hinn 2y2 gegn 1% Kaupmannahöfn stórglæsilega bikar, sem Loft 2—2 og Bergen 4:0. leiðir, — fyrir milligöngu Tafl í 2. flokki skipuðu þessir félags Hreyfils — gáfu til menn sveit Hreyfils: Brynleifur keppni þessarar fyrir þremur Sigurjónsson, Grímur Runólfs árum síðan, eftir að T. H. hafðj son. Magnús Nordal og Guð unnið til eignar farandgrip bjartur Guðmundsson- þann, seim áður var keppt um. Þessi sveit var i riðii með Koma því Hreyfilsmenn aftur Gautaborg, sem þeir unnu með heim með hinn glæsilega grip. 3:1 og Osló 2:2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.