Tíminn - 18.05.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.05.1966, Blaðsíða 6
MBÐVIKUDAGUR 18. maí 1966 18 Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli: Enn um stóradóm og Úlaf Jónsson TÍMINN FERÐIN TIL SKUGGANNA GRÆNU - OG LOFTBÓLUR Ólafur Jónsson sendir mér svar 24. apríl við grein minni um stóradóm hans. Þar hef ég raun- ar fáu að svara eða við að bæta en vil þó vekja athygli á fáein- um atriðum. Ólafur ræðir nánar skoðanamun okkar á þýðingu Þórodds á kvæði Gripenbergs og er það mannslegt. Ekki sé ég þó ástæðu til að kvika frá einu, sem ég hef sagt um það. Mér finnst óhugsandi að skíða slóð myndist án skíðagöngu. Hins vegar veit ég að þrá manns er nokkuð annað en hugsun hans en ekki finnst mér það samt dauða- synd hjá þýðandanum að setja þrá sína í stað hugsunar sinnar til að taka líkingu af skíðaslóðinni. Sjálfur sagði Ólafur í fyrri grein sinni, að höfundur líkti lífi sínu við skíðaslóðina og er ekki þrá okkar kjaminn í lífi okkar? Rétt er það hjá Ólafi að Grip- enberg segir hvergi beinlínis eins og Þóroddur: jafnt maður, sem brim er hlýnar mun hverfa, e.'ns þú og ég — en efnislega er þetta sama hugsun og sami boðskapur og í frumkvæðinu. Nú segir Ólaf- ur að hann hyggi að það sé,„ekki netna miðlungi djúpt hugsuð full- yrðing" að „maðurinn, þú og ég hverfi eins og hrím í hlýindum.“ Aldrei hef ég haldið að hrímið yrði að engu, þótt það hyrfi, en ég hef heldur ekki gert ráð fyrir öðru en ég væri forgengilegur. Einhverntíma tók ég svo til orða: Hversu hátt sem þú hrópar, hver sem þinn búningur er morgundagurinn má ekki vera að muna eftir þér. Ég verð að játa það, að ég hugsa ekki dýpra en þetta, að mér finnst það hárrétt fullyrðing að jafnt maður, sem hrím er hlýn- ar mun hverfa. En vel má vera að Ólafur hugsi dýpra. Ekki átta ég mig alveg á því að höfundi nægi náttúrulýsingin ein í öðru erindi þar sem segir „að þeim spurningum, sem brunnu honum fyrir brjósti hafi aldrei verið svarað," svo að ég taki upp orð Ólafs sjálfs. En í þriðja er- indi finn ég ekki annað, en þar nægi bæði höfundi og þýðanda náttúrulýsingin enda þótt Þórodd- ur nefni hengiflugið ætternisnúp en Gripenberg ekki. Það virði ég við Ólaf, að hann kannast nú við, að það sé „sjálf- sagt réttur skilningur að þarna sé átt við ættemisstapa”. Hins vegar líkar mér það ekki við Ólaf Jónsson að hann segir „það kallar Halldór á Kirkjubóli blæmun en ekki efnis“ þar sem ■ég sagði: „Þeta er þó meira'- blæ- munur en efnismunur beinlínis.“ Þarna er ekki rétt farið með. Orð mín eru rangfærð, fölsuð. Hvers vegna? Það er eins og Ólafi hafi þótt erfiðara að svara því, sem ég sagði: „Þetta er þó meira blæ- sinni. Ekki er honum þó samboð- ið að hafa látið það leiða sig í freistni. En af hverju gat hann ekki farið rétt með? Ólafur Jónsson segir um mig: „Reynir hann með lævísi að koma því inn hjá lesendum sínum að undirritaður sé bæði flón og fant- ur.“ Þetta þykja mér grófyrði, enda er þetta orðbragð Ólafs en ekki mitt. En nú vil ég, af þess- um tilefnum öllum, benda hon- um á það, að með því að fara rangt með annarsa orð eru menn sjálfir að koma því inn hjá les- endum sínum, að annaðhvort hafi þá brostið greind til að fara rétt með eða rangfært viljandi — vegna óvöndunar. Mannorði okk- ar er meiri hætta búin af því, sem við segjum sjálfir, en hinu, sem um okkur er sagt. Mér þótti dómur Ólafs um þýð- ingar Þórodds Guðmundssonar ó- sanngjarn og var sannfærður um að enginn hinna fyrirferðarmeiri ljóðaþýðenda okkar þyldi slíka meðferð, nefndi þrjá öndvegisþýð- endur í því sambandi og tilfærði dæmi frá Magnúsi Ásgeirssyni. Með þessum samanburði vildi ég leiða huga manna að kjarna máls- ins almennt. Ólafur víkur sér und- an öllum slíkum umræðum. Ég er honum alveg sammála þegar hann talar um þessa höfunda, en þó að þeir séu viðurkenndir snillingar ættum við að leggja á verk þeirra svipaðan mælikvarða og þeirra, sem nú eru að þýða. Að ég hafi heitið ákaft á Sigurð Nordal til hjálpar mér er vitanlega eins og hvert annað rugl, sem orðum er ekki eyðandi að. En þar sem Ólafur segir að ég eigni honum „tilteknar skoðanir á Ijóðaþýðing- um þessara höfunda" og afbiður sér „svonalagaða afskiptasemi eft- irleiðis" þá er því til að svara, að ég reiknaði ekki með sljórri lesendum en svo að þeim væri Ijóst að ég ályktaði hverjar skoð- anir hans myndu vera og gekk þá út frá því, að hann dæmdi þýðingar þejrra eftir sömu lögum og þýðingar Þórodds Guðmunds- sonar. .JVIikið efni bíður enn lítt e'ða ekki athugað þar sem eru ljóða- þýðingar íslenzkra, skálda á öld- inni sem leið, Matthíasar og Stein gríms þar á meðal, og svo ekki síður þýðingar Magnúsar Ásgeirs- sonar á okkar tímum“ segir ÓJaf- ur Jónsson. Þetta skil ég svo að sjálfur hafi Ólafur lítt eða ekki athugað þessar þýðingar og er það ef til vill ekki tiltökumál um ung- an mann, sem margt annað hefur lesið. En þráfaldlega hef ég heyrt bókfróða menn og ljóðglaða tala um þessar þýðingar. Ég hef t.d. vitað menn segja, að Lórelei jafn- ist ekki á við frumkvæðið í neinDi þýðingunni og íæra rök að því. Þó þýddu þeir þetta kvæði allir: Steingrímur, Magnús Ásgsix-sson og Hannes Hafstein, sem var ágæt- ur þýðandi og mun óhætt að telja: Þess bera menn sár, í fremsiu röð snilldarþýðinga. Matthías og Einar Benediktsson þýddu hvor fyrir sig erindi Björnsons: 1 en tung stund. Matthias byrjar það svo: Lát hugann hvergi falla, en Einar: f þraut til krafta þinna. — Hvorugur skilar erindinu nærri frumtextanum að gæðum, en þunnskipað yrði nú samt hjá sum- um skáldum okkar ef allt væri niður fellt sem lakara er en þess- ar þýðingar eins og þeir Einar og Matthías hafa þær. Og bæði Tréð og Prinsessan tapa sér í þýðmgu Magnúsar Ásgeirssonar, svo að ég haldi mér við Björnson. Fyrst ég fór að skrifa aftur um þessi efni vil ég geta þess að í síðustu þýddum ljóðum Magnúsar Þjóðleikhúsið sýnir nú tvo ein- þáttunga í Lindarbæ, Ferðin tn skugganna grænu eftir danska leikritahöfundinn Finn Methling og Loftbólurnar eftir Birgi Engil berts. Undirritaður sá þessa sýn ingu ekki fyrr en í s. 1. viku og má því teljast í seinna lagi að skrifa um hana nú, en væntanlega eiga margir eftir að koma í Lindarbæ og kynna sér, hvar þar er á ferð. Um verk Mefhlings þarf raunar ekki að fjölyrða. Kostir þess liggja í augum uppi. Þetta er lýta laust verk, yfirlætislaust, hvergi stórbrotið en sjálfu sér sam- kvæmt frá byrjun til enda. Her- dís Þorvaldsdóttir leikur eina hlut verkið hlutverk Konunnar frá fæðingu til dauða og sýnir þar enn einu sinni mikla hæfni til túlk unar á hvaða aldursskeiði sem vera skal. Þeir eiginleikar hafa sannarlega komið skýrt fram á þessu leikári: í Miller-sýningu Þjóðleikhússins síðastliðið haust, þá í Endaspretti og nú í einþátt- ungi Methlings, en þetta síðasta hlutverk Herdísar er mjög kröfu- hart að því leyti, aS þar verður engum hjálparmeðulum búnings- herbergisins við kornið. Leikstjóri þáttarins er Benedikt Árnason, og ber leikur Herdisar vott um gott samstarf þeirra tveggja, þar sem hreyfingarnar samsvara ævinlega kröfum text- ans. — Lárus Ingólfsson gerði fá Ásgeirssonar er birt endurskoðuð þýðing á Glæden, sorgen og lykk- en, eftir Axel Juel. Þar er það erindi, sem ég tók upp, haft öðru vísi. Ekki nenni ég að eltast við prentvillur og fæ mér ekki til, þó að ég sé kallaður Halldór á Kirkjubóli í grein Ólafs í Tíman- um mínum. En hafi hann ekki get- að lesið í málið þar sem eg vitn- aði til hans sjálfs og prentaö var Jóns kvæði í staðinn fyrir ýms- kvæði, þá er sjálfsagt að hjálpa honum ljúflega til skilnings á því. Ég hygg, að þegar Ólafur Jóns- son hefur haft tóm til að athuga þýðingar okkar beztu og vjður- kenndustu skálda, verði hann ekki jafn dómharður og nú. Þá mun hann skilja, að það eru takmörk fyrir því, sem hægt er að ætlast til af mönnum og ekki við því að búast að það sem höfuðskáld hefur sagt svo vel sem hægt er á sína tungu verði flutt affa'.la-1 laust í önnur mál. Halldór Kristjánsson. brotna lei'kmynd sem undirstrik- ar kröfur hlutverksins. Þýðingin er verk Ragnheiðar Steingríms- dóttur, og virðist mjög sómasam- lega af hendi leyst. Eina dönsku slettu heyrði ég samt af munni leikkonunnar: „fyrir löngu síðan” í stað fyrir löngu. Birgir Engilberts er yngsti höfundur, sem Þjóðleikhúsið hef ur kynnt á sviði, aðeins 19 ára gamall. Loftbólurnar hafa nú gengið á þrykk ásamt öðrum ein- þáttungi, sem kallast Sæðissatír- an, báðir þættimir samdir í fyrra. Samanburður gefur til kynna, »ð Loftbólumar hafi orðið fyrr til. Þar er eins og niðurbæld orka hafi skyndilega losnað, brotizt fram og mtt með sér hverju sem fyrir varð. Það er af þættinum þetta ríka hráabragð, sem er af frumverkum margra ungra manna, sem hafa mikið til brunns að bera. Leikurinn virðist sprott- inn í jarðvegi hversdagslegrar reynslu sem gefur hugmyndunum byr undir vængi. Sæðissat- íran er hóflegra verk, höfundi not ast þar betur að efninu og ristir um leið mun dýpra. Báðir þættirnir snúast um flótta og öryggisleysi nútíma- fólks. Loftbólurnar um ótta mannsins við sjálfan sig, örvita' fróun í striti, aukavinnu landans til að fullnægja hinni margumtöl uðu lífsþægindagræðgi: sjálfs- blekking og eftirsókn eftir vindi, samanber Prédikarann. Málara- sveinninn í Loftbólunum orðar þetta svo: „Alveg er það merki- legt, að ég, gamall húsamálari s>S vestan, má ekki setjast niður á tóma blikkdollu án þess mér finn ist ekki tilveran orðin hlægileg. Maður er ekki fyrr setztur en í- myndunin er orðin að staðreynd og lygin að raunveruleika. Það er sem ég segi, meðan ennið er blautt af svita hefur lífið gildi.” Og í þessum töluðum orðum fer hann að hlaupa kringum málara- stiga til þess að líf hans fái gildi. Mér er ekki kunnugt hvort nokkrar breytingar hafa verið gerðar á handriti Birgis meðan æfingar fóru fram. Hins vegar finnst mér, a'ð þar hefði mátt hreinsa nokkuð til án þess að skemma^ bragðið sem fyrr getur. Þar á ég sérstaklega við nokkrar langlokur sveins og meistara, sem rjúfa hrynjandi leiksins, meðal annars vegna þess, að þar fellur höfundurinn niður í bóklegt mál- far, sem stingur í stúf við eðli- legt og gróft talmál á stuttum andsvörum félaganna. Textinn er því nokkuð misjafn til framsagn- ar og kom það niður á leikimm- um, sem virtust þó hafa mikla á- nægju af að flytja þetta annars kostulega leikverk Birgis. Gunn- ar Eyjólfsson „brilleraði” í hlut- verki hins útkeyrða málarameist ara, og Bessi Bjarnason og Gísli Alfreðsson fóru einnig snörfu- lega með hlutverk sín. Benedibt Ámason stjómaði leiknum og virðist þar og hafa vel tekizt svo langt sem það nær, en eins og fyrr segir finnst mér sem hér hefði þurft að leggja meiri vinnu af mörkum. Birgir Engilberts gerði leik- myndina, einfalda en við hæfi. Baldur Óskarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.