Tíminn - 18.05.1966, Blaðsíða 12
ORÐSENDING TIL STUDN-
INGSMANNA B-IISTANS
Kosninganefnd vill minna alla þá, sem fengiS hafa happdrættis
miða i kosningahappdrættinu senda að gera skil hið allra
fyrsta. Það er mjög nauðsynlegt að allir velunnarar B-listans
bregði fljótt við og hafi samband við skrifstofuna, Hringbrant
30, sem opin verður í allan dag, og aila daga í næstu viku
frá kl. 9 að morgni til kl. 10 að kveldi. Þeir, sem ekki hafa
tök á að koma á skrifstofuna geta hringt í síma 23757, 23824
og 12942 og verður þá andvirði miðanna sótt.
VERUM SAMTAKA OG TRYGGJUM SIGUR B LISTANS.
Kosninganefnd.
111. tbl. — MiSvikudagur 18. maí 1966 — 50. árg.
-fjér v's>r I
í s/éusíú b'j4u
'h&h 1 o?orf) i/erá'ur
! j?)®* ibftKinní J
Héraðslæknislaust
er orðið á ísafirði
GS—ísafirði, þriðjudag.
Læknisleysi hrjáir nú ísfirð-
inga, en í gærkvöldi voru Ragnar
Ásgeirsson, héraðslæknir, og frú
hans kvödd með hófi, og er þá
aðeins einn læknir á ísafirði. Úlf-
ur Gunnarsson, sjúkrahúslæknir.
Enginn læknir hefur spurt eftir
hvað þá heldur sótt um héraðs-
læknisembættið á ísafirði, og
svipaða sögu er að segja um Súða
víkurlæknishérað.
Læknishjónin Ragnar og Lauf
ey voru kvödd í gær með hófi í
Góðtemplarahúsinu á ísafirði í
gærkvöldi, og tóku þátt í því um
hundrað og fjörutíu manns. Sam
sætinu stjórnaði Bjarni Guð-
björnsson, forseti bæjarstjórnar,
og aðalræður kvöldsins fluttu Ið
unn Eiríksdóttir og Elías J. Páls-
son.
Margir aðrir tóku til máls og
þökkuðu hjónunum frábært starf
í þau 16 ár, sem þau hafa dvalizt
á ísafirði. Ragnar Ásgeirsson
verður nú héraðslæknir í Hafnar-
firði.
VÍSITALA FISKS 0G FISK-
METIS, HÆKKUN: 283%
TK—Reykjavík, þriðjudag.
Línuritið sýnir hækkun á helztu
neyzluvörum almennings á stjórn
arferli núverandi ríkisstjórnar.
Vísitala fisks og fiskimetis hefur
Banaslys á
flugvellinum
Á að lofa því ÁFRAM, sem
búiS er að svíkja?
HZ—Reykjavík, þriðjudag.
Það banaslys varð í morguu kl.
10.20, að ungur piltur, Þórarinn
Kristbjömsson, 16 ára, Skólagerði
11 í Kópavogi lenti undir Jráttar
vél og beið þegar bana.
Undanfarna daga hefur verið
unnið að því að skipta um jarð
veg við svokallaða Norður-Suður
flugbraut á Reykjavíkurflugvelii.
Grafið hefur verið niður á 4 metra
dýpi og hafa gröfur unnið það
starf. Þórarinn var að vinna með
dráttarvél með skúffu uppi á bakk
anum og var að hreinsa til af hon
um .Slysið varð með þeim hætti
að hann ók dráttarvélinni skáhallt
að bakkanum og tók mold í sfcúff
una. Þegar skúffan var komin
fram af bakkanuim sporðreistist
dráttarvélin og endasteyptist ofan
í skurðinn og varð Þórarinn undir
henni og beið bana.
UNGLINGAR
ÓSKAST- G0TT
KAUP í B0ÐI
Notakra röska og ábyggi-
lega pilta og stúlkur vantar
til sendi og innheimtustarfa
nœstu daga. Vinnutíminn er
seinni hluta dags. Gott
kaup. Upplýsingar á skrif-
stofu B-listans Hringbraut
30, horni Tjarnargötu og
Hringbrautar.
x B
ÆSKULÝDSMAL
Framsóknarflokkurinn legg-
ur áherzlu á að borgin beiti sér
fyrir:
að Æskulýðsráð fái umráð yfir
Elliðavatni. Fiskigengd í vatn
inu vcrði aukin með ræktun og
unglingum borgarinnar gefinn
kostur á að veiða þar undir
eftirliti og stjóm sérstakra leið
beinenda ráðsins.
að efld verði bindindisfræðsla
og stuðlað að auknum bindind
isáhuga æskufólks.
að starfsemi Æskulýðsráðs
verði aukin og skólar borgar
innar meira notaðir á kvöldin
til tómstundaiðju og æskulýðs
starfsemi en verið hefur,
að bætt verði aðstaða til íþrótta
iðkana fyrir æskuna og starf
semi íþróttafélaga styrkt,
að lokið verði byggingu Sund
laugar Vesturbæjar,
að komið verði upp vínlausum
skemmtistöðum, fyrir dansleiki
og aðrar skemmtanir æsku-
fólks.
hækkað um 283% síðan í maí 1959.
Mest hefur hækkunin orðið á
þessu ári og hefur fiskur og fisk
meti hækkað um 58%. Þessi mikla
hækikun stafar beint af aðgerðum
ríkisstjórnarinnar, en síðasta snjall
ræði hennar til að vinna gegn dýr
tíðinni var að hækka fiskinn. Ætla
menn að borga meira af þessum
viðreisnarhækkunum ÁFRAM, eða
ætla menn að borga fyrir sig við
kjörborðið á sunnudaginn?
„Viðreisnar“-verðbólga
Atkvæðagreiðsla um vínsöluna fer fram
FB—Reykjavífc, þriðjudag.
Bæöarstjóm Keflavíkur hefur
enn breytt afstöðu sinni gagnvart
atkvæðagreiðslu þeirri, sem fram
átti að fara um vínsölumálið í
Keflavík. Á fundi bæjarstjómar
Keflavfkur í dag samþykkti bæj
arstjómin að játa fara fram at-
kvæðagreiðslu um áfengisútsölu
á staðnum um leið og bæjarstjórn
arkosningar fara fram 22. maí
n.k. Þetta er þriðja samþykkt
bæjarstjórnar um útsölumálið. Og
eru sú fyrsta og þriðja samhljóða
en önnur samþykktin í röðinni
gekk í gagnstæða átt.
FUNDUR FRAMS0KNAR-
MANNA í KEFLAVÍK
Framsóknarfélögin í Keflavík halda fund í Aðalvcri í dag mið-
vikudag. kL 9 e. h. iu efstu menn B-listans flytja stutt ávörp.
Allið stuðningsmenn B-Iistans velkomnir á fundinn meðan hús-
rúm leyfir.