Tíminn - 19.05.1966, Qupperneq 2

Tíminn - 19.05.1966, Qupperneq 2
FIMMTUDAGUR 19. maí 1966 TÍMINN 3233 ER VANÞÖRFÁ AÐ ÝTA VIÐ ÞEIM? Á tímabili í vetur var ekki um annað meira rætt hér í borginni en Hitaveituna. Ástæðan var sú, að það kólnaði í veðri! Almennt munu menn að vísu búast við því að nokkkurt frost geti gert á fs- landi yfir vetrarmánuðina, en Hitaveitan í Reykjavík virðist vera mjög varbúin að mæta slíkum þrengingum. íbúar í mörgum borg arhverfum fengu að reyna þetta í vetur, og hafa í öllum blöðum birzt ýtarlegar frásagnir af því, hvernig fólk varð að hafast við í óupphituðum húsum og berja sér til hita eins og sjómenn á köld- um vetrarmorgnum, en fengu senda háa reikninga fyrir kalt vatn og loft í krönum! Er vissulega slæmt, að svo skuli komið hjá þessu óskabarni Reyk- víkinga. Við njótum þeirra for- réttinda umfram flestar ef ekki allar höfuðborgir heims að hafa nægan hitagjafa í sjálfu borgar- landinu og næsta nágrenni og borg arbúar ætlaðist til þess, að þetta hagræði sé notað á hagkvæmasta hátt. Þess vegna leggjum við Fram- sóknarmenn áherzlu á að gerðar verði þegar á þessu sumri viðhlít andi ráðstafanir til þess að bæta hitaveituna í gamla bænum og annars staðar, þar sem þess er þörf, lokið við að leggja hitaveit una í öll hverfi vestan við Elliða- áa, kannað með borunum hvort meira heitt vatn er að fá í borg- arlandinu eða næsta nágrenni, en jafnframt unnið að undirbúingi og framkvæmd nýrrar hitaveitu frá Nesjavöllum eða öðrum heppi- legri stað. Þangað til ný hitaveita kemur til framkvæmda verði nýj- um hverfum séð fyrir upphitun frá olíukyntum kyndistöðvum og sú fyrirhyggja höfð um byggingu þeirra, að tengja megi nýbyggð hús strax og þau eru tekin í notk- un. Reykjavíkurhöfn var byggð á ár um fyrri heimsstyrjaldarinnar og er því 50 ára gömul. Margsinnis hefur verið um það rætt í borgar- stjórn, að úrbóta væri þörf, og í þessu máli bregður svo við að það er ekki minnihlutinn einn, sem haft hefur uppi tillögugerð. Aukið hafnarrými hefur verið svo knýj- andi að jafnvel meiri hlutinn hef ur komið þar auga á. Eftir að hafa setið auðum höndum lengi, ruku Sjálfstæðismenn til og sam- þykktu það í borgarstjórn fyrir kosningar 1958 að byggð skyldi hin svonefnda Engeyjarhöfn. Borg arstjóri lýsti því yfir, að hann fylgdi tillögunum úr hlaði, að öll- um rannsóknum og undirbúningi væri lokið, og framkvæmdir að hefjast. Strax eftir kosningarnar kom hins vegar í ljós að gerð slíkrar hafnar myndi mjög óhagkvæm og kosta of fjár, enda var þá teikn- ingunum kastað í ruslakörfuna og er Engeyjarhöfn síðan bannorð hjá Sjálfstæðismönnum. Nú hefur hins vegar verið sam þykkt að byrja á framkvæmdum við Sundahöfn í smáum stíl á þessu ári, og sagt að rannsókn- um þess hafnarstæðis sé lokið. Við Framsóknarmenn leggjum mikla áherzlu á að fyrsta áfanga Sundahafnar verði lokið á næstu árum og aðstaða sköpuð þar fyrir skipafélögin, gerð verði sérstök höfn fyrir smábáta, séð verði fyrir aðstöðu til báta- og skipasmíða svo þær hrekist ekki burt úr borg- inni, en jafnframt viljum við að bætt verði aðstaðan í gömlu höfn- inni og teljum mikla möguleika á stórum betri nýtingu hennar en nú er. í sjúkrahúsmálunum munum við beita okkur fyrir því að hart verði gengið frám í því að koma Borgar sjúkrahúsinu í notkun hið bráð- asta eins og við höfum margsinn- is lagt til á undanförnum árum, komið verði upp heimili fyrir taugaveikluð börn, bætt verði að- staða til þjálfunar lamaðs fólks, aukinn stuðningur við öryrkja og þjónusta við aldrað fólk, sem býr í heimahúsum og almenn heilsu- gæzla aukin, svo nokkuð sé nefnt. í síðustu viku var fyrsta deildin opnuð í hinu nýja sjúkrahúsi og hillir undir að fleiri muni á eftir koma áður en langt um líður. er það vissulega mikið fagnaðarefni að eitthvað fari að rætast úr þeim geigvænlega sjúkrahússkorti, sem hér hefur ríkt undanfarna áratugi. í ræðu, sem haldin var við opnun röntgendeildarinnar var þess minnst, að árið 1948 hefði borgar stjórn gert ályktun vegna hins mikla skorts á sjúkrarými f borg- inni og ákveðið að bæta úr þessu með byggingu borgarsjúkrahúss. Það hefur því tekið 18 ár til þessa að hrinda þessu nauðsynjamáli í Einar Ágústsson framkvæmd. Á þessu tímabili hafa orðið stórstígar framfarir í lækna- vísindum og allt aðrar kröfur ern gerðar til sjúkrahúsa í dag en fyr ir hálfum öðrum áratug. Afleiðing þess er sú, að margt er orðið úr- elt, sem upphaflega var ráðgert í þessu húsi, breytingar og bylt- ingar hefur orðið að gera á því til þess að mæta nútíma kröfum. Þeir sem hafa þurft að láta framkvæma breytingar til dæmis á heimilum sínum vita, hvað slíkt kostar og geta gert sér í hugarlund hvaða svimandi fjárhæðir hér muni um að ræða. Já, framvindan er ör, eins og einn frambjóðandi Sjálf- stæðismanna sagði, hún er svo ör, að framkvæmdahraði Sjálf- stæðismanna í borgarstjóm Reykjavíkur fylgist þar engan veg- inn með. Það sýnir bygging sjúkra hússins. Einar Ágústsson. Stórglæsiiegur fundur B-listans í Keflavík B-listinn hélt almennan kjós- endafund í Aðalveri í Keflavík í gærkvöldi ag var húsið fullt út úr dyrum. Er þetta glæsilegasti og bezt heppnaði kjósendafundur sem haldinn hefur verið í Kefla- vik, enda var fleira fólk saman- komið á honum en samanlagt á fundum hinna listanna, sem haldn f vetur hélt lúðrasveitin Svanur upp á 35 ára afmæli sitt með tónleikum í Austur bæjarbíói. Tónleikamir voru vel sóttir og þóttu tak- ast vel. Lúðrasveitin hefur æft mikið í vetur, og tekið miklum framförum undir stjóm Jóns Sigurðssonar trompetleikara, sem stjóm ar henni nú. Gefst mönnum færi á að heyra í hljóm- sveitinni á föstudagskvöld ið kl. 8.15, en þá leikur hún á kjósendafundi Framsókn- arflokksins í Austurbæjar- bíói. f lúðrasveitinni Svan eru 25 menn, allt áhugamenn. Myndin er tekin í fþrótta- höUinni í Laugardal á lands leik í körfuknattleik fyrir nokkru. ir hafa verið. Á fundinum töluðu 9 efstu menn B-listans við mjög góðar undírtektir fundargesta. Var mikill hugur í fólki að vinna sem bezit að sigri B-listans, en takmarkið er að ná hreinum meiri hluta í bæjarstjórn Keflavíkur á næsta kjörtímabili. Málverkasýning í bókasafni Upplýs- ingaþj. USA FB-Reykjavík, miðvikudag Um þessar mundir stendur yfir málverkasýning í húsakynnum bókasafns Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. Málverkin eru eft- ir Gene Haynes liðsforingja, sem starfað hefur í liði Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli undanfar- in tvö ár, pg auk þess eru þarna nokkur málverk eftir konu hans, Lee, og sitt málverkið eftir hvora dóttur þeirra hjóna. Haynes-hjón- in hafa málað um nokkkurra ára Framhald á bls. 11. BÆR BRENNUR Á SKAGA HZ-Reykjavík, miðvikudag. Á sjötta tímanum í morgun kviknaði í íbúðarhúsinu að Vík- um á Skaga. Hús þetta, sem er nokkuð gamalt timburhús jrann að mestu leyti, en við- byggingu, fjósi og hlöðu, sem voru rétt hjá, tókst að bjarga. Einhverju smávegis tókst einn ig að bjarga af innanstokks- munum. Hjónin í Vfkum heita Karl Árnason og Margrét Jónsdótt- ir, en alls er heimilisfólkið 7 talsins. Fyrst um sinn aiun heimilisfólkið afast við í Hðfn um. Talið er, að íkviknunin hafi orðið út frá olíukyntri eldavél. TVO BARNAHEIMILI OPNUD VIÐ DALBRAUT G<ÞE Reykjavík, miðvikudag í dag voru vígð tvö myndarleg barnaheimili við Dalbraut. Annað er upptöku- og vistheimili fyrir böm, sem eiga við erfiðar að- stæður að búa, hitt er dagheimili, sem hlotið hefur nafnið Lauga- borg, og hefur Reykjavíkurborg falið Barnavinafélaginu Sumar- gjöf starfrækslu þess. Upptöku- og vistheimilið mun aS öllum líkind- um taka til starfa nú í enda maí- mánaðar, en ekki mun reynast kleiít að taka Laugaborg í notk- un nú eins og sakir standa, því að ekki hefur unnizt tími til að Ijúka lóðaframkvæmdum og reisa girð- ingu umhverfis leikvöllinn. Er því ekki gert ráð fyrir, að rekstur Laugaborgar hefjist að fullu, fyrr en í sumar, enda þótt vígsla hafi farið fram í dag, af kunnum ástæð um. Dagheimilið Laugaborg er gert samkvæmt teikningu Bárðar Dan íelssonar arkitekts, en eftir sötnu teikningu var dagheimilið Hamra- borg byggt fyrir nokkrum árum. Heimilið rúmar 70 börn, sem skipt verður niður á fjórar deildir, yngstu börnin verða þriggja mán aða gömul, en þau elztu 6 ára. Eftir að Laugaborg verður kom in í gagnið, verður rúm fyrir 450 börn á dagheimilum í Reykjavík. Það þarf varla að taka það fram, að eftirspurnin eftir plássum á dagheimilum er miklu meiri en það, sem því nemur og ennþá er mikið óunnig í þessum efnum. Upptöku- og vistheimilið við Dal- braut er afar glæsilegt og vel úr garði gert. Eins og fyrr negir, er þaS ætlað börnum, sem eiga við erfiðar heimilisástæður að búa. Hins vegar er ekki vert ráð fyrir þvi að börnin dvelji þar til lang frama, heldur mun þetta öllu frem ur vera miðstöð, þar sem lagt verð ur á ráð um framtíð þeirra og þar sem þau munu dveljast þar til ílsk ar ráðstafanir hafa verið teknar. Eins og sakir standa, rúmar heim ilið einungis 15 börn, en nú á að fara að reisa tvær íbúðarálmur fyr ir börn á aldrinum 8—16 ára, og á heimilið fullgert að rúma a.m. k. 45 börn. Heimilið er byggt sam kvæmt teikningum Skarphéðins Jóhannessonar. Það er óvenju- lega glæsilegt og auðséð er, að ekk ert á að spara til þess að bömin eigi þar ánægjuríka daga. Við vígslu barnaheimilanna fluttu ræður þeir Jónas B .Jóns- son, fræðslufulltrúi, Geir Hall grímsson, borgarntjóri, Ásgeir Guðmundsson, formaður Sumar- gjafar og Ólafur Jónsson, formað Ur Barnaverndarnefndar. Kváðu þeir allir merkum áfangr vera náð í barnaheimilamálum hér á landi, en sögðu jafnframt, að Framhald á bls. 22.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.