Tíminn - 19.05.1966, Síða 6
6
MMMTDDAGUR 19. mai 1966
TfMINN
DDÁC ,
m ii v i
mesta þol-
raun ársins
Nú standa próf yfir. Nú er
að standast mestu þolraun árs
ins og hver nemandi verður að
líta á vorprófin sem þolraun.
Hvort sem nemandinn hefur
verið húðlatur eða mjög sam-
vizkusamur í vetur var hon-
um nauðsynlegt að nýta upp-
lestrarfríið til hins ítrasta, og
sé rétt að farið, getur margt
áunnizt.
Frumskilyrðig er sálarró og
kyrrlátt umhverfi, svo unnt
sé að beita sér sem bezt að
lestrinum. Foreldramir verða
að sjá svo um, að kyrrð ríki
á heknilinu meðan upplsstrar-
fríið og prófin standa yfir og
ennfremur að sjá fyrir því, að
bamið eða unglingurinn hafi
ekki við mörg persónuleg
vandamál að etja.
Á undanfömum árum hefur
fjöldinn allur af nemendum
hætt við framhaldsnám vegna
persónulegra vandamála,
vegna taugaóstyrks eða vegna
erfiðleika við að einbeita hug-
anum. Rannsóknir sýna og
sanna, að því taugaóstyrkara
sem nemandinn er við nám,
þeim mxm erfiðar reynist hon
um að lesa og ná prófi.
Sálarró cr jafn nauðsynleg
og skýr hugsun. >ví miður er
ekki unnt að kaupa hana fyrir
fé, en foreldrarnir og jafnvel
heimilislæknirinn geta hjálp-
að með því að sýna skilning,
og nemandinn má ekki undir
neinum kringumstæðum lenda
í neinum æsingi eða verða fyr
ir sálarröskun- Nemendumir
eiga allt lífið framundan að
námi loknu og þá gefst nœgur
timi til alls kyns hugleiðinga
um vandamálin, bæði stór og
smá. Því er nauðsynlegt að láta
þessi vandamál sitja á hakan-
um, því að með náminu er ver
ið að leggja homstein undir at
vinnu framtíðarinnar. Það borg
ar sig í hæsta máta að drífa í
sig kjark og ráðast fullhuga í
námsbækumar.
Að visu er ekki unnt að
vinna upp þann tíma, sem set-
ið hefur verið auðum höndum
um veturinn. Hið fyrsta, sem
þarf að gera áður en upprifj-
unin hefst er að gera sér grein
fyrir námsefninu — bæði því
sem vel er lesið, og einnig því
sem illa er lesið. Hefur maður
heildarsýn yfir námsefnið?
Það er aðalatriðið að haía
heildaryfirlit yfir nárasefnið.
Ef námsbókin er þykk og erf
itt er að gera sér grein fyrir
meginatriðunum, getur verið
ágætt að komast yfir lítið kver
sem í stuttu og almennu máli
iskýrir eingöngu aðalatriðin.
Þegar heildaryfirlitinu er náð
er tiltölulega auðvelt að
prjóna við aðalatrjðin á hrað-
virkan og auðveldan hátt Ef
smáatríðin eru lærð án heild-
aryfirlits gliðnar námsefnjð í
höndum némandans og ferfitt
veitist að muna það.
Áður en próflesturinn hefst,
verður nemandinn að gera sér
fulla grein fyrir námsefninu,
þ.e.a.s. um hvað það fjalli og
Nemendur í Hagaskólanum að taka landspróf.
að því loknu að ráðast í þann
hluta námsefnisins, sem verst
er lesinn. Það er skynsamlegt
að halda sig við tímaáætlun,
þannig að dagurinn snúist ekki
við, og það borgar sig engan
veginn að taka örvandi lyf. því
að þá verða menn taugaspennt
ir þegar líður að prófunum.
Ef nauðsyn krefur má drekka
svart kaffi, en það er óæski-
legt.
Þær ráðleggingar, að gott sé
að fara í lamga göngutúra dag-
inn fyrir próf, kunna að eiga
við suma, en skynsamlegt er
að lesa á daginn og svo á
kvöldin er gott að hlusta á
létta tónlist eða skreppa í kvik
myndalhús. Næsta dag verður
nemandinn að ganga til prófs
frískur og bjartsýnn í þeirri
trú, að hann hafi gert það sem
í hans valdi stóð — og láta for
sjónina sjá um afganginn-
Ef prófið er skriflegt ber að
lesa spurningarnar mjög vei
og skrifa hjá sér aðalatriði svar
anna fyrst. Ef próftíminn er
þrjár Mukkustundir og spurn
ingarnar eru sex, þá skal
reikna hálftíma á hverja spurn
ingu og byrja á þeim léttmtu.
Það er betra að skrjfa þokka
lega um allar spurningamar
en gera helmingnum af þeim
góð skil og sleppa hinum. Um-
fram allt ber að skrifa snyrti-
lega og greinilega. Prófdóm-
arinn er mannlegur og hann
vrður argur yfir að þurfa að
lesa úr illa skrifuðu verkefnj.
í munnleg próf ber nemand
um að fara snyrtilega klædd
um og einnig að haga sér kurt
eislega. Munið það, að kennar
inn er efcki að reyna að gera
ykkur erfitt fyrir, heldur leyn
ir hann í alla staðj að hjálpa
ykkur. Það er nefnilega kenn
aranum metnaður, að nemend
nmir standi sig vel.
Hlustið vel á, hvað spurt er
um, og svarið rólega og íhug
að. Ef eitthvað stendur i
manni má biðja um að geyma
spuminguna, svarig kcmur af
sjálfu sér. þegar maður er að
svara næstu spurningum. Nem
endurnir verða að vera sallaró
legir og umfram ajlt mega þeir
ekki „lokast”.
Gangi nemanda mjög illa í
ejnu prófi, verr en hann á skii
ið, dugir ekki að missa kjark
inn, hann verður að vona, að
næst gangi honum betar en
hann á sMlið og oftast revnist
það rétt.
Ef nemanda gengur afskap
lega illa og hann fellur, þá
verður hann að taka þeim ó
sigri sem maður, þv[ ag mói-
byr mætir öllum í lífinu, herða
hugann, bíta á jaxlinn og bvrja
á nýjan leik — reynsluani rík
ari.
Svar að Kirkjubóli
Það er ekki miklu við að bæta
grein Halldórs Kristjánssonar,
Kirkjubóli í Tímanum í gær. En
sannarlega veit ég ekki hvað ég
má kalla Halldór ef ekki Halldór
á Kirkjubóli, og það einmitt í
Timanum!
Þó er skylt að leiðrétta nokkr-
ar vafasömustu fullyrðingar Hall-
dórs.
1) Eg hef ekki farið skakkt
með, rangfært eða falsað neitt af
ummælum Halldórs um Þórodd
Guðmundsson frá Sandi. Halldór
segir um eina hendingu Bertel
Gripenbergs í þýðingu Þórodds,
þar sem þýðandi snýr mérkingu
frumtextans alveg við, að á þýð-
ingunni sé „meira blæmunur en
efnismunur beinlínis." Þessi um-
mæli Halldórs tók ég upp með
þessum orðum: „Það kallar Hall-
dór á Kirkjubóli blæmun en ekki
efnisP' Hver er rangfærslan?
Þessa átyllu notar Halld. Kristjáns
son, Kirkjubóli til að halda áfram
leiðinlegum persónulegum dylgj-
um í minn garð. Má ég rifja upp
fyrir Halldóri það sem hann seg-
ir sjálfur svo spaklega, „að með
því að fara rangt með annarra
orð eru menn sjálfir að koma því
inn hjá lesendum sínum að ann-
aðhvort hafi þá brostið greind til
að fara rétt með eða rangfært vilj-
andi — vegna óvöndunar." Hvers
vegna kýs hann útúrsnúninga og
dylgjur sem deiluaðferð?
2) Þar sem ég segi að mikið
efni bíði enn lítt eða ekki athug-
að þar sem séu verk okkar helztu
Ijóðaþýðenda, Matthíasar, Stein-
grims, Magnúsar Ásgeirssonar, á
ég einfaldlega við það að þessi
efni hafa enn ekki verið könnuð
á fræðilegan hátt frekar en svo
margt annað í seinni bókmennt-
um okkar. Rannsókn á ljóðaþýð-
ingum 19. aldar með athugun á
vinnubrögðum þýðendanna og sam
anburði við frumtexta, mati á verð
leikum og áhrifum þýðinganna, er
þó forvitnilegt viðfangsefni og
yrði markvert tillag tO íslenzkrar
menningar- og bókmenntasögu,
sama gildir að sínu leyti um verk
Magnúsar Ásgeirssonar. Það kem-
ur þessu máli hins vegar ekki hót
við hvort við Halldór Kristjánsson,
Kirkjubóli höfum lesið þessar þýð
ingar lengur eða skemur.
3) Þessi deila snýst ekki um
það hvort einstakar þýðingar ein-
stakra þýðenda séu „affallalaus-
ar“. Hún snýst um það hvort höf-
undum sé leyfilegt að gefa út af
sér ómengaðan íslenzkan leirburð
undir nafni erlendra höfuðskálda.
Ég tel að slíkt háttalag sé óleyfi-
Framhald á 11. siðu