Tíminn - 19.05.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.05.1966, Blaðsíða 7
TÍIVHNN FIMMTXJDAGUR 19. maí 1966 7 t TD vinstrl, sjást nokkrir þeirra peninga. sem vorn nm borð I Le Chamean, en L r. er Alex Storm, sem fann fjársjóðinn. FJÁRSJÓÐUR Á HAFSBOTNI Eitt eiiifðaraugnablík starði ég á hrúgurnar af dökkgráu silfurpeningunum, ég þorði tæplega að trúa því, að þeir væru þarna. Hið erfiða, þolin móða og hættulega starf síð- ustu mánuðanna hafði skyndi- lega borið árangur. Þarna fyr- ir neðan mig, dreift yfir klett- óttan sjávarbotninn, lá fjár- sjóðurinn úr Le Chameau. Ég synti rtær botninum, gegn um ískalt vatnið, og lét straum- inn bera mig yfir þúsundir mynteininga. Mér létti, við höfðum ekki eytt tíma okkar til einskis, við vorum ekki þeir „kolbrjáluðu leitarmeim fjár- sjóða,“ sem menn héldu okkur yfirleitt vera. Þá sá ég skært gullleitt leift- ur á milli grárra peninga, og ég fann fögnuðinn streyma um líkamann: Gull! Ekkert í skjöl- unum hafði gefið vísbendingu um, að gull hefði verið um borð í Le Chameau! Ég tók í hendi mér einn gullpening og hélt honum fast upp að köf unargleraugunum mínum. Hann var minni og þynnri en Shillings-peningur, en mun þyngri. Vangamydin af Lúð- vík XV var jafn greinileg og daginn, sem myntin var sleg- in. Hinu megin á myntinni stóð ártalið 1725 — árið, sem Le Chameau söbk. Ég safnaði nokkrum „louis- dorum“ saman og snéri mér við til þess að gefa félaga mín- um, Dave MacEachern, merki. En hann hafði augljóslega fund ið annan hluta fjáisjóðsins, hann kom syndandi í áttina til mín og veifaði örmunum með miklum látum. Við tók- umst í hendur og brostum svo breitt, að við fast að því missb um munnstykkin. Síðan synt- um við upp 21 meters djúpt vatnið til „Marylyn B 11“ og sögðum Harvey Macleod. félaga okkar, fréttirnar. Harvey horfði á peningana. sem við höfðum kastað á dekk- ið, leit síðan til himins og tók að syngja hástöfum lagið úr ..Goldfinger" Sökk á neðansjávarskeri. Saga Le Chemeau hófst í júlí 1725, þegar þetta 600 tonna skip sigldi frá Frakk- landi og stefndi i átt til Louis bourg-virkisins í Nova Scotia. Um borð voru 310 farþegar, auk áhafnar, búfénaðar, púð- urs, vopna, byssukúlna í sekkj- um og ýmislegs annars — og um 300.000 „livres“ í mynt til þess að greiða mála franskra hermanna I Kanada. Aðfaramótt 26. ágúst nálg- aðist skipið, í miklum brim- sjó, Louisbourg á austurströnd Kap Breton-eyjarinnar við Nova Scotia. Lóðsinn var reynd ur maður að nafni Cheviteau. Hann hafði áður farið þama um, og þekkti þessa klettóttu og stórhættulegu strönd. Af ein hverri ástæðu ákvað hann að leita til hafnar í stað þess að halda sig á rúmsjó þar til storminn lægði. Klukkan hálf fjögur um nótt ina vöknuðu skipsmenn af mis- jafnlega væmm svefni við brak og bresti. Le Chameau hafði rekist á sker, sem var að hluta til neðansjávar, um 1200 metra frá ströndinni. Þetta sker, sem síðan hefur borið nafnið Cha- meau-kletturinn, reif skipið frá stefni til skuts. Le Chameau valt mjög á hlið inni og hvolfdi síðan. Á nokkr-. um mínútum höfðu allir um borð, menn og dýr, drukkn- að. Engum var bjargað, því það var ekki aðeins ofsarok, heldur er hitinn á þessum stöðum sjáldan meiri en 5—6 gráður, jafnvel um mitt sumar. Nokkru síðar, þegar skipið hafði losað sig við þrjú af fjór- um akkerum sínum, og fall- byssurnar á efra dekkinu, rétti það sig við að nýju. Sem sært dýr reyndi Le Chameau að ná til strandar. Fallbyssumar á neðra dekkinu duttu í sjóinn, og sekkirnir, sem byssukúlum- ar vom í, féllu til botns gegn- um götin á skipsskrokknum. Skipið lenti á enn einu sker- inu og stjórnborðshliðin losn- aði frá rest skipsins, og rétt á eftir rifnaði afturdekkið og hluti bakborðshliðarinnar frá. Leifar skipsins rak nokkrar mínútur í viðbót gegnum hvít- fryssandi brimið, en síðan sökk skrokksbotninn og fjár- sjóðurinn með. Vitað var, um hvaða skip var að ræða, þegar leitarmenn fundu brak úr skipi næsta morgun, og þar á meðal stafns- líkan Le Chameau. Einnig fund ust 180 lík, nokkur án hand- leggja, fóta eða höfuðs. Yfirmaður virkisins fól fyrr- verandi sjóræningja, Pierre Morpain að nafni, að bjarga fjársjóðnum í land. En af ýmsum ástæðum leið heilt ár áður en Morpain hóf björgun- artilraunir sfnar. Misheppnaðar fjársjóða- leitlr. Aðferðir hans vom að sjálf- sögðu fmmstæðar. Hann lét draga varpakkeri eftir botnin- um skammt frá skerinu, þar til það festist i einhverju, og þá sendi hann kafara niður til þess að athuga, hvað það hefði náð í. Þetta hlýtur að hafa verið ömurlegt köfunarstarf, því að kafarinn var einungis „klæddur" í þykkt feitarlag til vamar gegn kuldanum. Þeir fundu fallbyssur og akkeri, en engan fjársjóð. Er leitin hafði staðið í einn mánuð gafst Mor- pain upp. Það liðu hart nær tvær ald- ir þar til að nýju heyrðist frá Le Chameau. Árið 1914 rakst 1000 tonna gufuskip, SS Ragna, á Chameau-klettinn og sökk. Kafari athugaði flakið fyrir tryggingarfélagið, og þegar hann kom upp á yfirborðið, fullyrti hann, að hann hefði séð klettalendi á hafsbotninum þakið peningum. Hann kvaðst ætla að kafa eftir þeim þegar hann hefði lokið starfi sínu við Ragna. En hann fékk ekkert tækifæri til þess, hann drukkn- aði skömmu síðar. Á þriðja tug aldarinnar !eit- uðu tveir hópar manna að fjár- sjóðnum, annar fann ekkert, en hinn hópurinn fann nokkr ar fallbyssur. Um svipað .sy‘i fullyrtu tveir fiskimen, sem ▼ora að veiða síld með botn- vðrpu, að þeir hefðu fengið poka í netið, og hafi hann ver- ið svo þungur, að þeir aafi tæplega getað dregið nótjna upp. En pokinn rifnaði og inni- hald hans — silfurpeningar — féll aftur í hafið eins og sar- dínutorfa! Þeir höfðu ekkert — ekki einu sinni tóma pokann — til þess að sanna frásögn sána. Fyrsti silfurpeningurinn. Ég komst fyrst inn í málið árið 1961. Tveim áram áður hafði ég flutzt frá Hollandi til Kanada, og starfaði nú sem froskmaður á björgunarskipi fyrir utan Kap Breton-eyju. Sumardag einn sigldum við tii Chameau-klettsins til þess að líta á nýstrandað skip, sem tal- ið var, að lægi þar I grennd. Ég hafði auðvitað heyrt um Le Chameau, en þetta var í fyrsta sinn sem ég kafaði í grennd við skerið. Ég kom svo til strax auga á margar fallbyssur og dyngj- ur af ryðguðum fallbyssukúl- um. Ég gleymdi mér alveg þarna niðri, og synti hægt fram og aftur og á milli hárra klett- anna I von um að finna önn- ur merki um þetta gamla skip. Ég var niðri þar til súrefni mitt var á þrotum, og þegar ég kom upp á yfirborðið, vissi ég með sjálfum mér, að ég myndi ekki fá sálarfrið fyrr en ég hefði fundið fjársjóðinn. Skipstjórinn fékk áhuga á málinu og ákvað að gefa mér tíma til nánari rannsókna. í byrjun virtist það hafa verið Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.