Tíminn - 19.05.1966, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 19. maí 1966
TÍMINN
MINNING
Stefán Jónsson
rithöfundur
Stefán Jónsson, rithöfndur og
keíinari, verður borinn til moldar
á morgun. Stefán var fæddur að
Háafelli í Hvítársíðu i Mýrasýslu
22. des- 1905 og var því rúmlega
sextugur að aldri gr hann andað
ist. Foreldrar hans voru hjónin
Anna Stefánsdóttir frá Tungu í
Svínadal og Jón Einarssou frá
Fljótstunigu í Hvítársíðu Stefán
nam í héraðsskólanum á Laugar-
vatni og síðan Kennaraskólanum
og tók kennarapróf 1933. Síðan
gerðist hann kennari við Austur-
bæjarskólann í Reykjavík og
kenndi þar síðan til dauðadags.
Hann var kvæntur Önnu Aradótt
ur, ættaðri úr Stöðvarfirði og lifir
hún mann sinn.
Þótt Stefán gegndi kennarastörf
um í þrjá áratugi og væri afburða-
kennari, sem í engu dró af sér,
var hann einnig mikilvirkur og
virtur rithöfundur og bækur hans
eru nokkuð á þriðja tugi sumar
allstór skáldverk, og hvergi kast
að til þeirra höndum, heldur eru
þau unnin af alúð og hörðum
listrænum aga. Stefán Jónsson var
því tvígildur í ævistarfi og vel
það og þó átti hann við mikla van
heilsu að stríða hin síðari ár og
dró það verulega úr star.fsþoli
hans. Stefán átti sæti um skeið í
stjóm Stéttarfélags bamakennara
í Reykjavfk og stjóm Sambands
ísL bamakennara og vann marg-
vísleg trúnaðarstörf fyrir stétt sína
enda bar hann hag hennar fyrir
brjósti og átti traust stéttarbæðra
sinma í ríkum mæli.
Stefán Jónsson var afburðakenn
ari, og bar margt til þeirra kosta.
Hann bjó yfir óvenjulega næmri
og ríkri samúð með fólki, og alveg
sérstaklega bömum. Gáfur hans
vora miklar, skap hans beitt en
þó milt, hreinskilni hans fölskva
laus, gamansemin leiftrandi og
snjöll og karlmennskan í hugsun
frábær. Ást hans á fögra máli og
frjálsbornum hugsunum lék ætið
sem bjarmi um viðmót hans og
viðhorf. Ef Stefán Jónsson náði
ekki vinartenigslum við börnin,
ekki síður þá pilta, sem voru ofur-
lítið öfugsnúnir, þá var engum
treystandi til þess. En sterkasti
þáttur áhrifavalds hans í kenn- j
arastarfi var að mínum dómi sá,
að hann dró aldrei skýra marka-
línu milli fullorðinna og barna,
leitaði hiins fullorðna í barninu,
og bamsins í fullorðnu fól'ki.
Mannskilningur hans var svo næm
ur, að hann brauzt gegnum þessa
ytri skel og fann þá götu í manns
sálinni, þar sem börn og fullorðn
ir eiga samleið. Og þetta var einn
ig yndislegasti þátturinn í rithöf
undarlist hans og þá meistaralegu
ratvfsi átti enginn íslenzkur höf
undur á borð við hann.
Stefán Jónsson var ekki harður
bókstafsfcenmari, og mér er nær
að halda, að hann hafi stundum
tekið frjálslega á námsgreinum,
en hann gæddi þær lífi og lit,
leiddi ung og fús böm í glaðan
og forvitnilegan heim á oak við
bókina, glæddi sjálfstæða og
frjálsa hiuigisun þeirra, þroskaði
málfar, khnni og skilning, og það
var eins og hann sjálfur væri alit
af að læra af börnunum, undrast
og dást að skilningi þeirra á líf-
inu. Hin frábæra kennsla hans
átti sér ekki burðarás í þurri
kennslufræði, þó að hann læsi
mikið um þau mál, heldur fá-
gætum mannkostum.
Hér er Jm miður hvorki rúm
né tóm til þess að lýsa gildi
Stefáns sem rithöfundar, en það
mun ekki of mælt, að verk hans
séu gædd sérstæðum töfrum o®
efnistökum, sem vart eigi sér hlið
stæðu meðal íslemzkra samtíma-
höfunda, og því var hanm sterkur
og persónulegur höfundur með
mjög þroskaðan stíl. Hann hafði
fundið og náð tökum á strengjum,
en enginn kunmi að leika á sem
hann. Það er alkunna, hvemig
hann gat talað beint í huga barna
og unglinga og ofið þar saman
alvöru og gaman lífsins, og þegar
hann sendi síðar frá sér ágæt
skáldverk fremur ætluð þeim, sem
fleiri ár eiga að baki, komst hann
jafnlangt með sömu tökunum.
En þeir, sem persónuleg kynni
höfðu af Stefáni, skilja þetta ef
til vill betur. Maðurinn var svo
óvenjulega vel af guði gerður. Ég
veit ekki, hvort ég hef kynnzt
manni með viðfeldnari gaman-
semi og kímni á valdi sínu. Leik
ur hans með létt og ljúft skáld-
mál og rím var ætíð hátíð og gerði
hverja stund ljúfa. Samúð hans
með fól'ki og velvild í garð ann
arra var svo rík, að laðaði og
seiddi. Þó var krafa hans um
frjálsa hugsun ætíð afdráttarlaus
og stundum harðleikin, gagnrýni
á yfirdrepskap, blekkingum og ó-
ráðvendni eða sérgæzku dómská
og óvægin, en ást hans til manns
ins fölskvaði það aldrei.
Með Stefáni Jónssyni, ritliöfundi
er fallinn frá á bezta aldri mað
ur, sem alveg óvenjulegur mann-
skaði er að frábær kennari, snjall
og sérstæður rithöfundur yg hug-
stæður gáfu- og mannkostamaður.
Slíkir menn era salt jarðarinnar
og manniífsins. Eg hygg, að m'örg
um þeim, seim Stefán þekktu, per
sónulega eða af skáldverkum hans,
og kennslu, muni fara eins og mér,
að finnast sfcarð hans alveg sér-
stakáega stórt og vandfyllt, þvi aS
þegar maður hefur notið kynna
við slíka menn, verður erfitt að
sætta sig við að lifa án þeirra. Og
hver er það, sem næst mun leika
með sömu snilli á hörpuna, sem
Stefán Jónsson er genginn frá?
Hver mun kenna eins og hann
eða skrifa eins og hann?
Ég sendi Önnu konu hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Andrés Kristjansson.
Lítill telpuhnokki gengur Freyju
götuna og fer sér ósköp hægt, því
alvara og hátiðleiki þessarar stund
ar hvílir með nokkrum þunga á
herðum hennar. Hún er sumsé á
leið til kennara síns að hljóta
frekari tilsögn í þeirri eðlu kúnst
að lesa og frumkennslu í tölu
vísindum. Þung augnlok hvolf
ast yfir augu, sem era alltof lít-
il fyrir stórt höfuð, hálsinn er
enginn og ógnarlangir leggir, já
svo langir að telpunni finnst sjálfri
þeir ná upp að hálsi. Hefur reynd
ar séð það með augunum sínum,
þar sem hún hefur virt fyrir sér
spegilmynd sína í gluggarúðum
á leiðinni. Það er ósköp leiðinlegt
að hafa svona asnalegt útlit og
vera í þokkabót svo ungur að
kunna ekkert annað ráð til úr-
bóta á sköpunarverkinu en glenna
upp augun og teygja úr hálsinum,
það sem þá er afgangs af orku fer
í að hafa stjórn á þessum ógnar-
löngu leggjum
Svo er telpan komin inn í
stofu og inn gengur kennarinn,
langt höfuð. mikill hnakki, dökk
gleraugu, pokabuxur, köflóttir
sokkar og klossar. Telpan er sig
in fremst á stólsetuna, tollir á
henni einungis vegna innri spennu.
Kennarinn kemur nær, telpan held
ur niðri í sér andanum og ekki
a ðvita hevrnig því hefði lyktað ef
hún hefði ekki í tæka tíð komið
auga á hvernig augu hans brostu,
já meira að segja allar hrakkurn
ar í andliti hans brostu. Og allt
í einu gerði ekkert til hvernig mað
ur var í laginu, maður gat vel ver
ið eitt og annað þó hálsinn væri
ekki alveg eftir máli. Svo áður en
hún vissi af voru þau farin að tala
saman og urðu sammála um
hvernig ætti að kveða að orðun-
um. F skyldi vera f, en ekki v,
og eitt err í orði gat sem bezt
hljómað sem þrjú, gott _ef ekki
fleiri ef fallegt þótti. Úr öllu
þessu varð dálítið leyndarmál á
milli þeirra tveggja, leyndarmál
sem þau nefndu fslands er það
lag, það var sál þjóðarinnar, lif-
andi, viðkvæm og særanleg. Þau
spjölluðu um gildi talna og það
var mikill furðuheimur fyrir telp
unni, því það lá ekki alveg í aug-
um uppi að telpunni fannst, að
einn væri einn og tveir væru
tveir. En svo fór að lokum að
þau sættust einnig á þetta og þá
var gaman.
Kennarinn sá líka fleira, en
þær töliT sem á blaði stoðu.
Allt«f . á hann fleiri fleti á
hverjutfc steini en þá sem að
snera. Stundum var farið bak
hlið þess veruleika, sem menn
þekkja sem lófa sína, og þar, að
baki alls sem er, áttu sér rót þær
hugsjónir, sem smáfólk átti sín-
ar vonir í. Langa tíma ira þess
um fyrstu kynnum hafði telpan
þann mælistokk einn á gildi manna
að í fari þeirra ytra eða ínnra
fyndist eitt af því sem prýddi
þennan mann.
Sjaldnar og sjaldnar lágu leiðir
saman, en þegar það var bar alltaf
á góma þetta bákn, sem kallast
þjóðfélag og það varð, að telp-
unni fannst, mest áríðandi að
skipta um allar innréttingar í
því gamla skrifli — að hinu varð
æ sjaldnar hugað hvernig voraði
að baki þeirra vídda er menn
sjá frá einum stað. Svo hratt
feykir gustur tímans því sem er,
yfir á blað þess liðna, að svo er,
sem hver andrá beri í sér hvoru
tveggja — liðið — bergmálar enda
leysið og gerir haldlaus þau rök,.
sem uppi átti að hafa.
Enn var telpan að telja sér trú
um brýna þörf þess að troða nýj-
um skúffum í skápana, þegar hún
frétti lát kennara síns — það var
eins og sópaðist af henni kjör
villan og henni varð litið
á þessar innréttingar og spurði:
Hvað í ósköpunum er ég að gera
með þetta dót —* hvar er allt
fólkið? Og varð ljóst að þetta var
villan, sem þau ræddu fyrir þrem
árum. Hana minnir að þau hafi
ákveðið að spjalla betur saman
síðar — en af því varð ekki. Nú
finnst henni hún vera eins og
telpan sem slóraði svo lengi á
leið til skólans, að þegar þangað
I kom hafði kennarinn lokið við
i söguna skemmtilegu og stelpa varð
varð af gríninu.
Engu verður héðan af bætt við
isögu Hjalta eða hinna, og breka
barnið hann Gutti er nú pabba-
laus, því Stefán Jónsson er látinn.
Eftirlifandi konu Stefáns Önnu
Aradóttur vildi ég mega votta
einlæga samúð mína.
Gunnvör Braga.
Það er áreiðanlega ekki óalgengt
að barnakennarinn öðlist sérstak
an og áhrifamikinn sess í hugum
sinna ungu nemenda, verði þeim
ímynd vizku og réttlætis, nokkurs
konar hálfguð. Hitt vill svo gjarn
an brenna við, að eftir að barna
skólaárunum sleppir gleymist
þessi merkilegi lærifaðir, efcki
sízt, þegar börnin fara að sjá, að
hann hafði ekki alltaf rétt fyrir
sér. Bamakennarar eru vitaskuld
alveg eins og fólk er flest, hafa
kosti og galla, veikleika og styrk
leika eins og allir aðrir, en þeir
eru misjafnlega vel starfi rJnu
vaxnir misjafnlega sterkirpersónu
leikar, O'g ná eins og allir vita
misjafnlega sterkum ítökum í hug
um hinnar ungu kynslóðar, sem
þeim hefur verið falið að ala upp.
Ég veit ekki hvort það var fyrir
skarpar gáfur, sterkan persónu-
leika og ríka réttlætiskennd, sem
Stefán Jónsson öðlaðist sérstæðan
og varanlegan sess í hugum okk
ar nemenda sinna. Þessa framan
töldu kosti hafði hann til að bera
í ríkari mæli en flestir aðrir, sem
ég hef kynnzt, en ég hygg, ið
vinsældir hans hafi fyrst og
fremst stafað af því að hann kom
til móts við okkur sem maður
og vinur, en ekki strangur yfir-
boðari, kom til dyranna eins og
hann var klæddur, en sýndi ekki
hræsni eða yfirdrepshátt, kom
fram við okkur sem sjálfstæðar
verar með sjálfstæðar skoðanir,
en efcki sem krakkakjána. Ég veit
að ég rnæli fyrir munn þeirra
hundruða barna, sem hann leiddi
fyrstu skrefin út á námsbrautina:
Það veganesti, sem hann lét okkur
í té mun reynast haldgott og var
anlegt alla ævi.
GÞK.
Það er nokkuð langt að iwra
hugann reika alla leið til ársins
1931, en þá var ég ráðinn kennari
við Austurbæjarskólann f Reykja
vík. Ekki man ég nú, hvemig á
því stóð að ég var fenginn til þess
að kenna í æfingadeild Kennara-
skólans, sem hafði aðsetur í
Grænuborg, mun það hafa verið
í forföllum einhvers æfingakenn
arans. Meðal þeirra nemenda, sem
komu þarna til kennslu var Stefán
Jónsson rithöfundur og kennari,
sem nú hvarf svo snögglega frá
okfcur af vettvangi jarðlífsins.
Þetta var í fyrsta sinni, sem
fundum okkar bar saman. Við
þessi fyrstu kynni var mér ljþst
að hér fór maður sem þegar hafði
rnikla innsýn í barnshugann.
Hann sagði nemendum sfcutta sögu
og enn man ég það, að hann sagði
hana á svo listrænan hátt, með goð
látlegri kímni, að allir hlutu að
hlusta, sér til óblandinnar gleði.
Ekki skal ég fullyrða neitt um
þessa sögu af honum Bensa, sem
mig minnir að söguhetjan héti,
hvort hún hefur verið drög að
hans fræga ritverki, sögunni af
honum Hjalta litla, en ekki fcæmi
mér það á óvart.
Stefán varð fcennari við Austur
bæjarskólann árið 1933. Þar unn
um við saman til ársins 1960, er
ég bætti þar störfum. Það er nú
alþjóð kunnugt, hvílíkur snilling
ur Stefán var að tala við nemend
ur og skrifa bæfcur, einfcum fyrir
yngri kynslóðina. Nokkuð ætti mér
! að vera kunnugt um kennslu Stef
: áns og viðhorf nemenda til hans,
þar eð við vorum svona lengi sam
starfsmenn við skólann.
Kennsla hans var framhald af
fyrstu kynnum okkar 1931 í
Grænuborg. Allir nemendur elsk
uðu hann og virtu, og hugur
þeirra var opinn fyrir fræðslu
hans, þannig var hún framsett með
snilldarbrag. Ég er viss um að
þeir munu samþykkja þetta einum
rómi og af hrifningu, er þeir
hugsa tii skóladaga sinna. Oft er
mælt að góður sé hver genginn.
En ég veit engan samstarfsmann
okkar Stefáns, er ekki mundi telja
þessi orð meir sönn og rétt.
Sagt er, að margir menn séu
aðrir í störfum en í kynningu.
Ekki var því svo farið með Stefán.
Hann var alltaf hinn sami ijúfi og
glaði félagi, bæði í starf og á gleði
stundum.
Störf hans og dagleg kynning
einkenndist af hinu sama, mann-
ást og snilligáfum.
Við hjónin minnumst nú margra
gleðistunda úr Austurbæjarsfcólan
um, þar sem hann var hrókur alis
fagnaðar. Alúðin og hin góðlát
I Frambald á 1L s£3u