Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 6
18
TÍMINN
LAUGARDAGUR 21. maí 1966
SKYGGNZT fl
BAK VID
VÍGSLUTJÚLDIN
A8 ondanfömu hefur varla lið
ið sá dagur, að ekki hafi farið
fram eins konar vígsluathafnir á
hinum og þessum mannvirkjum,
sem eiga flest tiltakanlega langt
í land með að vera fullbúin, að
það er vitaskuld skemmtilegra, að
vígja þau við hátíðlega viðhöfn
fyrir kosningarnar, og láta svo
Morgunblaðið birta hrífandi mynd
ir og fjálglegar frásagnir af öllu
saman. Ekki ber að lasta það sem
vel er gert, og vissulega eru þessi
mannvirki, hvort sem þau eru rólu-
vellir eða sjúkrahús mjög vel þeg
in af borgurunum, enda greidd
úr eigin vasa, en ekki gjafir frá
borgarstjórnarmeirihlutanum eins
og maður gæti freistazt til að ætla
af sumum skrifum Morgimblaðs-
ins, en þetta var nú reyndar útúr-
dúr.
Ein ákaflega hátíðleg, en jafn-
framt ánægjuleg vígsluathðfu fór
fram síðastúðinn miðvikudag. Þá
gafst gestum kostur á að líta mjög
reisulegt og glæst upptökuheimiii
við Dalbraut hér í borg. Lýsing
á þessu bamaheimili hefur áður
komið hér í blaðinu, og óþarft
er að endurtaka hana, en það er
augljóst mál, að hér hefur verið
stigið drjúgt skref í framfaraátt
í barnaheimilamálum borgarinnar,
enda ekki seinna vænna. Vígsla
þessa reisulega upptökuheimilis,
kom okkur nefnilega til að hugsa
um annað óhrjálegra bamaheimili
sem ekki hefur mikið verið í
fréttunum, en hefur um langt
árabil hýst þau böm, sem af ein-
hverjum ástæðum hafa ekki getað
dvalizt á heimilum sínum um
lengri eða skemmri tíma og að
öllum líkindum mun starfræksla
þess halda áfram að minnsta kosti
um nokkurn tíma, enda þótt Upp-
tökúheimilið við Dalbraut verði
tekið í notkun bráðlega.
Barnaheimilið að Silungapolli
þekkja flestir Reykvíkingar, enda
eru þau efcki fá reykvisku börn-
in, sem eiga þaðan einhverjar end
urminningar. Húsið var reist fyr-
ir hálíum fjórða áratug af félög-
um úr Oddfellowreglunni, er ráku
þar sumarbúðir fyrir böm um
nokkurt skeið. Fyrir mörgum ár
um hóf Reykjavíkurborg þar rekst
ur vistheimilis fyrir böm á aldr-
Gluggar aru óþéttir, og gólfdúkar úr sér gengnlr. Þessi litli drengur er
eitt af tæplega þrjátlu vistbörnum á Pollinum. Eiga þau ekkl skilið betri
aðbúnað en raun ber vitnl?
Viðhaldið á Silungapolll hefur verið með endcmum. Húsið hefur .ekki verið málað að utan I þrjú ár og ber
þess glöggiega merki. Skyldl nokkur geta ímyndað sér, að í þessum timburhjalli hafi stundum dvalizt 100 börn
samtlmlf?
inum tæpra tveggja til sjö ára,
og voru þetta böm, sem vegna
veikinda foreldra og annars kon-
ar örðugleika gátu ekki dvalið á
heimilum sínum eins og önnur
börn. Svo sem að framan greinir
var hið upprunalega hlutverk Sil-
ungapolls, að hýsa yfir sumartím-
ann eingöngu, böra úr Reykjavík,
sem ekki áttu kost á reglulegri
sveitavist, og til slíkra hluta er
húsið vel til fallið og staðsetning-
in ákjqsanleg. Hlutverk Silunga-
polls í uppeldismálum borgarinnar
hefur hins vegar verið annað og
meira, þótt ekki hafi verið til þess
ætlazt í upphafi. Þetta hefur verið
hið eiginlega heimili marga Reykja
víkurbarna, sem ytri aðstæður hafa
útilokað frá því að lifa reglulegu
fjölskyldulífi, lítilla umkomuleys-
ingja, sem hafa átt um margt
sárt að binda í lífinu. Það dylst
engum, sem þekkir húsakynnin að
SilungapoIIi, að þar er ákaflega
erfitt að reka vistheimili, enda
þótt það hafi verið gert um
margra ára skeið, og í samanburði
við Upptökuheimilið við Dalbraut
virðist Silungapollur eins og nokk-
urs konar fátæktarheimili eins og
maður þekkir úr skáldsögum eftir
Dickens. Það er varla orðum auk-
ið. að húsið sé hvorki vatnshelt,
né fokhelt og að sögn einnar starfs
stúlkunnar er á vetrum jafnvel
kaldara þar inni en úti Húsið var
málað gult fyrir þremur ámm, en
málningin er flögnuð af á köflum,
og má byggingin öllu fremur kall-
ast móskelótt en guL Gluggar em
óþéttir, gólfdúkar úr sér gengnir
og ðll aðstaða afar óheppileg, sagði
Stefanía Jóhannsdóttir fósta á Sil
ungapolli, er við gerðum okkur
ferð þangað fyrir skemmstu. —
Aðbúnaður starfsliðsins er afar
slæmur. Um innbyggða skápa er
varla að ræða, og geymslupláss
mjög takmarkað. Það kann að
eiga sinn þátt í því, hve starfs-
stúlkur tolla hér skamman tíma,
en vinnan er ákaflega erfið, eins
og yfirleitt á svona vistheimilum,
og vitaskuld bæta þessar óhent-
ugu aðstæður ekki úr skák.
Þrengsli em efcki teljandi sem
stendur, enda em börnin með
fæsta móti núna, tæplega þrjátíu
talsins. Til skamms tima hafði
Reykjavíkurdeild Rauða krossins
hér 40—50 böm tvo mánuði yfir
sumartímann, og þá vom þrengsl-
in gífurleg og engin aðstaða til
leikja innanhúss. Flest munu
bömin hafa verið hér 100 samtím-
is, en með góðu móti er ekki hægt
að hafa hér nema um 30 börn.
En aðstaðan er þó hvergi nærri
góð sem stendur, börnunum er
skipt niður í tvær deildir, eldri
og yngri, en það er varla nokkur
leið að láta þessar tvær deildir
blandast og leika sér saman. Þær
tvær leikstofur, sem við höfum, em
hvor í sínum enda hússins og hvor
ug nægilega stór til að börnin
geti verið þar öll samtímis. Þetta
er þeim mun erfiðara, þar sem
oft er um að ræða systkini hvort
í sinni deild. Hér em þrír svefn-
skálar, tveir fyrir yngri börnin, en
krakkarair í eldri deildinni sofa öll
í sama skála. Þvi miður em hér
engin eins manns herbergi handa
þeim, sem erfið eru og geta á einn
eða annan hátt ekki blandað geði
við hin, en slíkt vill oft brenna
við fyrst þegar börnin koma hing-
að. Ef eitt 'bamið veikist af smit-
andi sjúkdóm smitar það öll hin,
því að ekki er hægt að einangra
það. Það er mjög margt hér sem
þarfnast lagfæringa við, og helzt
þyrfti að gera gagngerðar endur-
bætur á húsinu, ef vel ætti að
vera, en staðurinn hér er ljóm-
andi skemmtilegur og yfir sum
artímann, þegar krakkarnir geta
verið úti mestallan daginn hafa
þau mjög margt við að vera, og
þá finnur maður ekki eins fyrir
því, hve aðsteeðurnar em óheppi-
legar.
Ekki væri ólíklegt að ætla, að
eftir að Upptökuheimilið við Dal-
braut er komið, verði Silunga-
gollur lagður niður meg pomp og
pragt, en fái ef til vill að gegna
sínu upprunalega hlutverki, þ.e.
að hýsa einungis börn nokkra
mánuði um sumartímann. En hlut
verki Silungapolls sem uppeldis-
héimilis er alls ekki lokið að því
er virðist, og hann á- greinilega
eftir áð hýsa marga munaðarleys-
ingjana enn í náinni framtíð. Upp
tökuheimilið við Dalbraut rúmar
nú nákvæmlega 15 börn og þegar
öllum framkvæmdum þar verður
lokið geta dvalizt þar 45 börn allt
Framhald á bls. 22.
Niðurlægingin blasir hvarvetna við. Það er ekki sök starfsfóiksins. Það á
| þökk skilið að vinna við þessar erfiðu aðstæður.