Tíminn - 21.05.1966, Page 9
LAUGARDAGUR 21. maí 1966
2}
TÍMINN
VERÐIR LAGANNA
66
Flestir eru þessi þjófar milli fertugs og fimmtugs, svo þeir
geta enn átt langa starfsævi.
Einn í þessum hópi er Pólverji að nafni Gunter Ropacky.
Hann var síðast handtekinn í Genf 1957 staðinn að vasa-
þjófnaði í mannfjölda. Hann bar regnkápu á handleggnum
tn að fela hreyfingar sínar og í vasa hans fannst rakblaðs-
hnífur.
Roacky hefur stundað vasaþjófnað víða um Evrópu ára-
tugum saman og gengið undir sjö nöfnum. Á árunum 1931
tn 1939 var hann dæmdur sautján sinnum í Póllandi og
þrisvar í Austurríki. Frá 1941 til 1957 hlaut hann þrjá dóma
í Frakklandi, tvo í Belgíu og fimm í Þýzkalandi. Hann talar
pólsku, þýzku, frönsku og ítölsku reiprennandi og sæmilega
ensku.
Þegar hann var handtekinn í Genf tókst öðrum í bófa-
flokknum að komast undan, en tvö þeirra voru handtekin
í Ziirich viku síðar. Það voru Rulle nokkur, fæddur í
Búkarest, og hjákona hans ættuð frá Breslau. Rulle hafði
gengið undir átta nöfnum og hlotið níu dóma í Frakklandi
og Þýzkalandi síðasta áratuginn. í fjögur ár bjó hann í
París og fór þaðan í þjófnaðarleiðangra um Evrópu. Hjákona
hans er reyndur vasaþjófur og hefur notað tíu dulnefni.
Hægri hönd Ropacky við stjórn bfalokksins er sjötugur
Rússi, Serge Nikowiez, sem gefur yngra fólki ekkert eftir.
Á síðustu árum hefur þessi flokkur og margir aðrir
rakað saman fé á því að stela ferðaávísunum úr vösum
ferðamanna. Þó er í hverjum hóp einn sérfræðingur í að
falsa áritunina og taka úr peninga. Oft hirða þjófarnir
einnig vegabréf fómarlamba sinna, og þá er enn auðveld-
ara að fá ávísanirnar greiddar. Sé ferðaávísunum stolið á
ftaliu til dæmis, er oft búið að selja þær í Frakklandi eða
Sviss áður en sá sem stolið er af verður var við þjófn-
aðinn.
Erfiðara er að handsama þessa fingralipru þjófa en flesta
aðra, því að fórnarlömbin standa þá örsjaldan að verki og
vita ekki með vissu hvort peningum þeirra hefur verið
stolið eða þeir hafa týnzt.
Þessi grein þjófnaðar hefur líka þann kost að þjófurinn
þarf ekki að burðast með fyrirferðarmikið og illseljanlegt
þýfi. Hann hirðir að jafnaði einungis peninga eða ávísan-
ir, sem auðvelt er að breyta í reiðufé.
Þrettándi kafli.
Glæpamenn nútímans eru ótrauðir að leggja á nýjar
brautir til að græða fé með óheiðarlegu móti. Sífellt detta
þeim í hug nýjar fyrirætlanir, sem eru framkvæmdar af
lævísi og drifsku. Einkum á þetta við um alls konar fjársvik,
þar sem um háar fjárhæðir er að ræða og gögn eru fölsuð
eftir því sem þörf krefur. Svikin eru framkvæmd af ítrustu
nákvæmni og bófanir leika á bankastjóra og kaupsýslu-
menn með mikla reynslu í umfangsmiklum milliríkjavið-
skiptum.
Hér verður greint frá margbrotnum fjársvikum, sem
gengu að öllu leyti snurðulaust. Hraði og vandlegur und-
irbúningur tryggðu að allt gekk eins og í sögu, og hefði
ekki Alþjóðalögreglan komið til með sitt fullkomna fjar-
skiptakerfi, er ekkert líklegra en að glæpamennirnir hefðu
komizt undan.
Upphaf þessa máls er að 16. apríl 1965 barst Krediet-
bank í Antwerpen beiðni frá Banco Nacional Ultramarino
í Lissabon um að opna lánsreikning fyrir hönd nýlendu-
stjórnar portúgölsku nýlendunnar Goa á Indlandi. Lánið
átti að nema 865.000 dollurum og vera til ráðstöfunar
fyrir Hantra, flutningafyrirtæki í Antwerpen. Það skyldi
fara til að greiða 5000 tonn af hrísgrjónum frá Ítalíu og
3000 tonn af hrísgrjónum frá Burma sem flytja skyldi til
hafnarinnar Mormugao.
Lánið átti að gilda til 12. júní og nauðsynleg gögn að
sendast bankanum sem lánið veitti. Að venju skyldu þau
vera farmskírteini, verzlunarreikningur, ræðismannsreikn-
ingur og vátryggingarskírteini. Samdægurs, 16. apíl 1954,
tilkjmnti Kredietbank fyrirtækinu Hantra að opnaður væri
lánsreikningur á nafn þess.
Eftir rúman mánuð, 19. maí, voru gögn sem söluna vörð-
uðu komin Hantra í hendur. Fyrirtæki í Colombo á Ceylon
átti að koma nauðsynlegum plöggum í hendur Kredietbank.
Láninu skyldi skipt þannig:
— En hvenær kom hr. Carring-
ton, spurði hún. Hún hafði geng-
ið að hurðinni og þegar hún leit
út, sá hún að Rolls Royce bíilinn
var farinn.
— Það var líklega um hálf fimm
leytið. Guð má vita hvernig hann
hefur komizt hingað á þeim tíma
því að það var ekki hringt í hann
fyrr en eftir klukkan tvö, sagði
Patrik. — Falconhy læknir gat
ekki fengið samband við London
strax og hann var næstum buin
að sleppa sér! Þó að hann glotti,
fannst Jill hann horfa á sig með
samúð, og roðinn þaut fram í kinn
ar henni. Var það mögulegt að
hann hefði heyrt eitthvað af því
sem Vere sagði við hana? Það var
einum of niðurlægjandi! Hún þakk
aði honum stuttlega fyrir og hrað
aði sér að lyfturini. Dofinu var
horfinn núna. Hún hataði ekkert
eins mikið og óréttlæti — og þeg
ar hún mundi að hún hafði ekki
einu sinni fengið að verja sjálfa
sig og að hann hafði raun yeruiega
vogað sér að væna hana um lygi,
blossaði reiðin upp í henni.
Það var sama hvað hafði kom-
ið fyrir, framferði hans var óáaf-
sí/xanlegt.
Ég hata hann! sagði hún við
sjálfa sig. Eg hata hann af öllu
hjarta . ..
IL
Jill kom ekki dúr á auga um
nóttina. Fyrst og fremst var hún
áhyggjufull vegna Söndru. Enginn
— þar með Sandra — vissi ná-
kvæmlega hvað hafði gerzt, en þeg
ar Systir Williams hafði komið aft-
ur inn í herbergið eftir að hafa
farið í te, hafði hún komið að
sjúklingnum liggjandi hræddum
og hjálparlausum á gólfinu, með
kúlu á stærð við lítið egg á höfð-
inu.
Hún hafði fengið taugaáfall go
snert af heilahristing, en það var
ómögulegt að vita hvort hún hefði
skaddað hnéð fyrr en hægt var að
taka mynd af því. Henn hafði ver
ið komið í rúmið og læknirinn
gaf skipun um að hún fengi al-
gert næði unz hann gæfi skipanir
um annað.
Jill sagði sjálfri sér að hún
væri brjáluð ef hún fyndi minnstu
réttlætingu á hegðun Vere Carr-
ington gagnvart henni, en samt
fór hún að gera afsakanir t'yrir
hann þegar hún horfði á dagsijós-
ið gægjast inn um gluggann, þrátt
fyrir óhamingjusama gremju sína.
Það var kannski eicki hægt að
ásaka hann fyrir að æoa sig r.pp.
En það var líka óafsakanlegt að
neita að taka afsökun hennar til
greina — jafnvel að draga hana
í efa. Hún vissi að hún bar sama
og enga ábyrgð á því sem hafð'
komið fyrir, og þó — hún hafði
gefið loforð sitt. Það sem særði
hana mest var, að ninn skyldi
haJda að hún væri óár iiðanleg. Og
það sem gerði það enn verra var,
að hann skvidi fca’. Ia að hin hafði
farið út til að hitta Ken — en
það var auðsjáan.ega trúa hans.
Jill huldi vandlega skuggana
undir augunum áður en hún fór
til morgunverðir næsta morgun
og þakkaði guði fyrir það, að nú
var hægt að íá snyrtivö’-ur sem
komu í veg fyrir að allir gætu
séð ef maður hefði haft svefn-
lausa nótt.
Bara ef Vere Carrington heíði
ekki séð hana konn akandi með
Ken. Því þurfci það endilega að
vera hann sem var þar einmitt
á því augnabliki! Það virtist vera
forlögin væru að hæðast að henni.
Jæja, ákvað hún, hún varð að
hitta yfirhjúkrunarkonuna svo
fljótt sem auðið væri, og svo — ?
Til hvers var það að spyrja
sjálfa sig hvað mundi gerast svo?
Hún hafði þegar ákveðið, að þó
hann mundi breyta um skoðun á
henni — sem var alls ekki líklegt
— mundi ekkert geta fengið hana
til að vinna aftur undir hans
stjórn. Hún sagði sjálfri sér
grimmilega, að það væri eiginlega
ekki vegna þess hve andstyggileg-
ur andstyggilegasti maðurinn í
heiminum hefði verið við hana,
en því meira sem hún hugsaði
um það, því kaldhæðnislegara virt
ist það, að hún, sem alltaf setti
stolt sitt í það að gera verk sitt
. vel, hafði verið ásökað um óáreið-
anleika og vanrækslu í starfi.
Ofan á allt þetta var hún auð-
vitað áhyggjufull vegna Söndru —
og lífið virtist vera orðið óbæri-
legt.
Það var heldur ekki til neins
fyrir hana að halda áfram að
segja sjálfri sér, að það skipti
hana engu hvað hann hugsaði, auð
vitð var henni ekki sama, og
mannorð hennar var í veði.
Hvað sem öðru leið, varð hún
strax að fara og tala við yfir-
h j úkrunarkonuna.
Það var ekki vani Jill að nota
róandi lyf, en hún vissi að hún
gat ekki unnið með höfuð sem virt
ist vera að bresta þannig að hún
tók tvær töflur af aspirín í von
um að það mundi. hjálpa og fór
niður til morgunverðar, fullkom-
lega róleg á yfirborgðinu.
Það hjálpaði ekki, að henni
fannst hún vera undir smásjá for-
vitinna, en þó aðallega samúðar-
fullra augna. Auðvitað vissu allir
i sjúkrahúsinu hvað hafði komið
fyrir hinn sérstæða og mikilvæga
sjúkling hennar! Hún var jafn
viss um, að þau vissu, að hr. Carr-
ington hafði ,,tekið hana fyrir“ —
því að Janey Fane, hjúkrunar-
nemi, hafði séð þau fara saman
inn í biðstofuna og gert sér grein
fvrir því sem var að gerasr
Jill var viss um að þennan morg
í un höfðu samræðurnar fyrir morg
unverðinn snúizt algerlega um at-
burð gærdagsins og líklegar afleið
ingar sem hann mundi hafa fyrir
sjúklinginn, en henni til mikils
léttis hafði hú varla fengið sér
sæti og boðið góðan dag, þegar
dyrnar opnuðust og yfirhjúkrunar
konan kom inn og fékk sér sæti!
Vegna virðuleikans og regln-
anna — jafnvel eftir langt nám
og starf, fannst Jill alltaf sem
hún væri í heimavistarskóla og yf
irhjúkrunarkonan væri ströng
skólastýra, þegar hún sat í borð-
salnum — lækkuðu allir raddirn-
ar þegar hún kom inn.
Jill til mikils léttis virtist at-
burður gærdagsins vera bannorð
meðan á morgunverði stóð og eng
inn nefndi það á naf við hana.
inn nefndi það á nafn við hana
En máltíðin, sem yfirleitt virtist
leg. Loksins var henni þó lokið,
og þegar Jill, ásamt hium þyrpt
ist út úr salnum kom Judy til
hennar, en hversu sem Jill þótti
vænt um hana var hún sú mann-
eskja, sem hún vildi sízt af öllu
tala við núna.
Judy stakk hendinni í handar-
krika vinkonu sinnar og spurði
hvíslandi hvernig Sandra hefði
það.
— Ég veit það ekki, svaraði JlH
hraðmælt og losaði si. — Fyrir-
gefðu, dúfa, ég verð að þjóta.
Dagvaktin á Fagurvöllum borð-
aði alltaf morgunverð áður en tek
ið var til starfa, og það voru enn
tíu mínútur þangað til næturhjúkr
unarkonurnar kæmu af vakt.
Jill flýtti sér til skrifstofu yf
irhjúkrunarkonunnar og barði að
dyrum. Meðan hún beið eftir að
fá að koma inn, barðist hjartað
í brjóstinu á henni.
— Kom inn. Yfirhjúkrunarkon-
an hleypti brúnum þegar hún leit
upp frá því að opna morgunpóst-
inn. Þetta var sá tími, þegar hún
krafðist þess að fá að vera í friði,
nema eitthvað áríðandi bæri að
höndum.
— Já, Systir? Ó, það ert þú,
Jill — jæja, hvað er það núna?
Hvernig hefur ungfrú St. Just lið-
ið í nótt?
— Ég veit það ekki frú, Jill
kreppti hnefana fyrir aftan bak
og barðist gegn hlægilegri löng-
un sinni til að vöðla svuntuna
sína. — Ég hef ekki séð hana
ennþá. Þér vitið auðvitað hvað —
gerðist meðan ég var úti? Henni
hafði aldrei fyrr liðið svona mik-
ið eins og starnandi skólastelpu.
— Auðvitað veit ég það, svar-
aði yfirhjúkrunarkonan dálítið
stuttlega. — Það var. mjög óheppi-
legt að ég skyldi ekki vera við.
En ég harma þetta og vona að
heimska þessara kjánalegu stúlku
— það er ekki hægt að kalla hana
annað — eigi ekki eftir að hafa
slæmar afleiðingar, það er enginn
raunverulega ábyrgur fyrir þessu.
Sjúklingurinn er nógu hraustur til
að vera einn við og við, og ég
býzt við að þú hafir yfirgefið
hana til að fá þér hádegisverð?
Og því — hún leit fremur hvasst
á Jill — er það ekki til neins, að
ásaka hjúkrunarkonuna sem átti
að sjá um hana. Þetta var ekki
sök neins nema sjúklingsins sjálfs.
ÚTVARPIÐ
i
i
k
Laugardagur 21. mai.
7.00 Morgunútvarp 12.00Hádegis-
útvarp 13.00 Óskalög sjúkllnga
14.30 í vikulokin 16.00 Á nótum
æskunnar
16.30 Þetta
vil ég
heyra 17.35 Tómstundaþáttur
bama og unglinga 18.00 Söngvar
• léttum tón 18.45 Tilkynningar
19.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttír
20.00 Laugardagskonsert. 20.50
Leikrit leikfélagsins Grímu: Fan-
do og Lis eftir Fernando árrabal
22.00 Fréttir og veðurfregmr 22.
15 Danslög 24.00 Dagskráriok.