Tíminn - 22.05.1966, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.05.1966, Blaðsíða 4
SUNNUDAGUR 22. maí 1966 j'mmN SKÁLDIÐ AÐ GHfe Klukkan rúmlega hálfníu stakk fyrsti kjósandinn höfði sínu inn í Miðbæjarskólaport, og eftir því sem stóri vísirinn nálgaðist 12 fjölgaði í portinu. Þeir, sem fyrstir voru á kjör- stað, voru aldraðir borgarar, í- byggnir á svip, eins og þá ór aði eitthvað fyrir úrslitunum. — Morgunstund gefur gull í mund, segir Sigurður Kristj- ánsson, fyrrv. alþingismaður, þegar vi® höfum orð á því við hann, hvað hann sé snemma á ferð. — Eg verð að taka upp þráð inn eftir hina látnu vini mína, séra Bjarna og Ólaf Thors og mæta fyrstur á kjörstað, segir Pétur Hoffmann Salómonsson, en hann stendur þarna rétt við. — Og hvernig leggst dagur- inn í ykkur? — Vel, segir Pétur. — Eg vil bara, að kratarnir tapi, því að mér er illa við þá. Þeir eru að reyna að feia fortíðina af því að hún er skítug. Kommagrey- in eru jafnvei skárri, þeir sigla ekki undir fölsku flaggi. — Ojæja, segir Sigurður. Þeir breyta að minnsta kosti um nafn árlega, það kann ekki góðri lukku að stýra. Þá slást þau Birgir Kjaran og frú í ihópinn og fara að ræða við gömlu garpana. — Ætlið þið að taka mynd af uppgjafastjómmálamönnum seigir Birgir brosandi, þegar mjmdavélinni er beint að þeim. Kramhald á bls 13 Skemmtileg bar átta í Kópavogi ATKVÆÐI Óðinn kiukka Rögnvaldsson, 4|#naður á B-listanum, gengur til kjörfundar ásamt konu sinni í Breiðagerðisskóia n 9 í rnorgun. Tímamynd Bj. B|.). SUMIR KOMU A HEST- UM SÍNUM Á KJÖRSTAÐ í Breiðagerðisskóla hófst kosning kl. 9 eins og á öðrum kjörstöðum í Reykjavík. Þar var Jakob, yfirþingvörður, sem nú var kominn í lögreglubún- ing. Stjórnaði hann umferðinni af mikilli hörku og meg þing legum svip. Meðal annars þurfti hann að leiðbeina hesta manni, sem kom ríðandi á kjör stað að gömium og þjóðlegum sið. Það var Ottó Michaelsen, forstjóri IBM, sem þar var á ferð og hafði 3 til reiðar. Meðal þeirra fyrstu, sem kusu í Breiðagerðisskóla, var Óðinn Rögnvaldsson, prentari, og hans frú, en Óðinn er eins og kunnugt er, 4. maður á B- listanum. 1. i — Leggst dagurinn ekki vel í þig, Óðinn? — Þetta er skínandi veður og ég held, að Reykvíkingar verði í góðu kosningaskapi í dag. Við sem styðjum B-listann kvíðum ekki úrslitunum. BJARTSÝN Á ÚRSLIT Framhald af bls. 1. legt er, því það auðveldar alla vinnu í dag. Næst hittum við að máli Kristján Benediktsson, sem skipar annað sætið á B-listan- um í Reykjavík. — Hvernig leggst kosninga- dagurinn í þig, Kristján? — Þetta er bjartur og fagur dagur og engin ástæða til ann- ars fyrir okkur Framsóknar- menn en að vera bjartsýnir á kosningaúrslitin. Við höfum mikið af duglegu fólki, sem starfar að kosningunum fyrir B-listann víðs vegar um borg- ina. Vissulega eykur það bjart- sýnina að finna áhuga og dugn að þessa fólks ásamt hvatningu og góðum óskum frá fjölmörg- um borgarbúum. En kosningar eru alltaf kosn ingar, og bezt að forðast alla spádóma. Að lokum hittum við Sigríði Thorlacius að máli, en eins og kunnugt er skipar Sigríður þriðja sæti B-listans í Reykja- vík — baráttusæti Framsóknar flokksins í höfuðborginni. — Ég er vongóð um að Fram sóknarflokkurinn bæti við sig verulegu atkvæðamagni hér í borginni í þessum kosningum. Það, sem mér er efst í huga núna á sjálfan kosningadaginn, er þakklæti til allra þeirra, sem lagt hafa af mörkum vinnu við kosningaundirbúninginn. Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að vinnna að kosn- ingaundirbúningnum. og eink- um hefur verið ánægjulegur sá mikli einhugur, sem ríkt hefur með samstarfsfólkinu. Það var sólskin og blíða og mikið af bifreiðum fyrir utan Kársnesskólann í Kópavogi í morgun, rétt fyrir klukkan 10 þegar blaðamenn Tímans komu að, en kosningarnar í Kópavogi fara fram bæði í Kársnesskól- anum og Kópavogsskólanum, sem er í Austurbænum. Nokk- uð af fólki var þegar mætt og beið fyrir utan kjördeildimar, en aðrir stóðu og röbbuðu sam an úti í sólskininu og biðu eft ir, að kosning hæfist. Um klukkan 10 kom Jón Skaftason, alþingismaður, og kona hans á kjörstað og við ræddum lítillega við Jón um kosningarnar í Kópavogi. — Hvernig hefur kosninga- baráttan verið að þessu sinni, Jón? — Þessi kosningabarátta hef ur verið óvenjulega róleg og ekki illvíg, sagði Jón. — Og þið ætlið að koma að þrem mönnum? — Að því stefnum við, og ég er bjartsýnn á úrslitin, og tel, að okkur hafi miðað vel í þá átt að undanförnu. Við síð Framhald a bls. 14- Jón Pálmason á kjörstað. Hamarinn í baksýn. — (Tímamynd HZ). BðAST VHIMIKILLIKJÖR- SÚKN IFIRDINUMIDAG 1/ -síSM —mÁ , ---- , ,..w. Ólafur Jensson og frú koma á kjörstað. (Tímamynd-GE). Það var margt um manninn í morgun klukkan 10 á kjörstað Hafnfirðinga, Lækjarskólanum. í allan gærdag og í gærkveldi var unnið að því að sópa nær- liggjandi götur og ganga frá bílastæðum til þess að gera kosninguna ánægjulegri. Það var glampandi sólskin og logn- molla, þegar fyrstu kjósend- urnir komu á kjörstað. Meðal fyrstu kjósenda var Jón Pálma- son, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins. — Hvernig leggjast kosning arnar í þig, Jón? — Nokkur óvissa ríkir um kosningaúrslitin hér í bæ vegna sprengilistans. Þó má telja það fullvíst að meirihluta flokkarn-, ir, íhald og kratar muni tapa fylgi. Við Framsóknarmenn höfum fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnir um úrslitin. Margir eru farnir að skilja það. að tímabært er að efla einn flokk gegn íhaldinu í stað þeirrar sundrungar, sem nú er, og hefur Framsóknarflokkur- inn þar ótvíræðu hlutverki að gegna. — Heldurðu að kjörsókn verði góð? — Já, tvímælalaust, það viðr ar svo vel, Það er ánægjulegt Framhald á bls. 13.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.