Tíminn - 22.05.1966, Page 5

Tíminn - 22.05.1966, Page 5
SUNNUDAGUR 22. maí 1Í66 Otgetandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarínsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: SteingrimuT Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — f lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Til Reykvíkinga Öll viljum við, að Reykjavík verði betri borg og íslenzka þjóðfélagið betra þjóðfélag. Öllum þykir Reykvíkingum vænt um Reykja- vík. Langflestir þeirra vildu hvergi búa annars staðar en þar. Eigi að síður finna flestir, að þar stendur margt til bóta. Borgararnir hafa verið dugmiklir og framtakssamir og því hefur margt verið vel gert. En Reykvíkingar hafa verið ó- heppnir með borgarstjórn sína. Því er mörgu ábótavant í Reykjavík. Reykvíkingar hafa orðið fyrir því óhappi, að sami flokkurinn hefur farið lengi með völd. Honum hefur tekizt það með mikilli auglýsinga- tækni, studdur öflugu fjármagni. Hvarvetna annars staðar hefur það orðið reynslan, að lang vinn stjórn sama flokks hefur leitt til kyrrstöðu og spillingar. Reykjavík hefur ekki orðið nein undantekríing í þessum efnum. Sterkasta áróðursvopn meirihlutans hefur verið það, að allt myndi lenda í upplausn og sundrungu, nema einn flokkur hefði meiri- hluta 1 borgarstjórn. Reynsla nær allra amr arra íslenzkra bæjarfélaga sannar hið gagn- stæða. Reynsla stærstu stórborga erlendis sann ar það einnig. Leiðin til þess í dag að gera Reykjavík að betri borg er að hnekkja þeim meirihluta, sem svo lengi hefur farið með völd í Reykjavík, eða a.m.k, að veita honum aukið aðhald í borgar- stjórn. Því takmarki verður bezt náð með því að tryggja kosningp hinnar mætu og merku konu, frú Sigríðar Thorlacius, sem skipar þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins. En með atkvæði okkar í dag getum við ekki aðeins tryggt betri borg. Forsætisráðherra landsins hefur gert kröfu til, að þessar borgarstjórnarkosningar snúist engu síður um landsmál en borgarmál. Hann vill eðlilega fá að vita um afstöðu kjósenda áð- ur en hann heldur lengra áfram á braut dýr- tíðar og lánsfjárhafta. Kjósendum ber að verða við þessum óskum hans. Þeir eiga að svara því við kjörborðin í dag, hvort þeir vilja, að áfram skuli fylgt stefnu dýrtíðar, óðaverðbólgu og lánsfjárhafta. Með því að hafna þeirri stefnu stíga kjósendur stórt spor í áttina til betri þjóð- félagshátta. Þetta verður bezt gert með því að kjósa Framsóknarflokkinn, því að aukinn við' gangur hans er mest aðvörun fyrir ríkisstjórn- ina. Reykvíkingar! Hugsið vel ráð vkkar áður en þið merkið við kjörseðilinn í dag. Öll viljum við betri borg og betra þjóðfélag. Látum það eitt ráða gerðum okkar við kjörborðin. TÍMINN Walter Lippmann . itar um alþjóðamál: Fjárhagsleg byrði vegna Viet- nam stríðsins þyngist stöðugt Hingað til hefur aðallega verið gengið á birgðir hersins ENN einu sinni hefur út- reikningurinn um gang styrj aldarinnar í Vietnam reynzt rangur og þess vegna er for- setinn enn einu sinni í þeirri aðstöðu, að verða óhjákvæmi- lega að taka erfiðar og örlaga ríkar ákvarðanir. Hve langt á hann að fallast á að láta ganga í aukningu styrjaldarinnar og framlengingu? Bandarísku hersveitirnar í Víetnam hafa að vísu unnið sigra í allmörgum staðbundn- um orrustum, en eigi að síður treystist enginn nema þeir, sem eru gersamlega á valdi annarlegra áhrifa opinbe/ra til kynninga, að hliðra sér hjá að viðurkenna, að sá fjórðungur milljónar hermanna, sem nú eru í Vietnam, geti aldrei með neinu móti sigrað í stríðinu, né knúið apdstæðingana að samningaborðinu. Eins og út- reikningarnir standa nú á að þurfa með nálega tvöföldunar á heraflanum, sem þegar er á staðnum, og auk þess stóraukn ingar loftárásanna. En engin trygging er fyrir, að þetta nægi til að ráða úr- slitum, og- jafnviel lítil von um, að svo reynist. Og fáir búast við, að væntanleg aukin út- færsia styrjaldarinnar færi okk ur nokkru nær raunverulegri lausn. Engu að síður hljóta þau þáttaskil, sem framundan eru, að breyta eðli stríðsins. Lið- inn er með öllu hjá draumur- inn um það stríð, sem John- son forseti hefur vonað, að nægði til sigurs í Indókina, án þess að fara þyrfti fram á óvin sælar fórnir af hálfu banda- rísku þjóðarinnar. Allt fram í janúarmánuð í vetur trúði Johnson forseti, að hann gæti unnið sigur með því að heyja mjög takmarkað stríð eða stríð, sem hefði í för með sér sáralítið mannfall, krefðist alls ekki neinnar útköllunar varaliðs, leiddi ekki til þess, að draga þyrfti úr félagslegum umbótum heima fyrir, hefði ékki í för með sér neina hækk un skatta og ylli engri hækk- un á vöruverði eða verðbólgu- hættu. Stríðið átti að vera far- sællega sársaukalaust fyrir all- an þorra þjóðarinnar, og við skipti og skemmtanir óhindr- að að geta gengið sinn gang eins og venjulega. NÚ er að koma i ljós, að stríðið hefur verið látið sýn- ast sársaukalaust með því móti að leyna, hvað það hefur kost að í raun og veru. Hernaðar- rekstrinum hefur verið hagað á þann hátt, að beita mest megnis atvinnuhermönnum Vietnam og styrkja þann her afla, með því að flytja þangað þjálfaða hermenn frá öllum herstöðvum, bæði í Evrópu og annars staðar víðs vegar um heim. Ákvörðunin um þessa rán- vrkju hersins sem stofnunar hefur gert kleift að komast hjá að bjóða út varaforða þjálf- aðra hermanna. Þetta hefur MC NAMARA eðlilega einnig haft í för með sér, að mannfall stríðsins og aðrar hörmungar þess, hafa einkum bitnað á atvinnuher- mönnum, sem bezt eru undir þær búnir, auk ungra og óreyndra manna, sem kvaddir hafa verið til þjónustu. Svipaðar ástæður hafa valdið því, að efnahafslégar afleiðing ar stríðsins hafa orðið minna tilfinnanlegar en efni stóðu til. Stjórninni hefur með þeim hætti tekizt að auka stríðsat- hafnirnar án þess að auka stór lega fjárútlát til varnarmála, að gengið hefur verið á safn- aðar birgðir í mjög stórum stíl. En nú, þegar óhjákvæmi- legt verður að endurnýja eydd ar birgðir, hlýtur uppsafnaður kostnaðar að koma fram í sýni legri eyðslu. Rfkisstjómin hefur haldið fram þeirri mjög svo villandi fullyrðingu, að kostnaður við varnarmálin sé ekki miklu meiri en á sl. ári, og reyndar lægri en allmörg undangengin ár, eða 7,7% af þjóðarfram- leiðslu þessa árs, samanborið við 7,5% á fyrra helmingi árs- ins 1905. Walter Heller, fyrrverandi formaður ráðgjafarnefndar 1 efnahagsmálum, sagði í eftir- tektarverðri ræðu 2. maí, að þessar tölur drægju „hulu yfir þá mikilvægu efnahagslegu staðreynd, að áorðin aukning greiðslna til varnamála svarar til 5 þúsund milljóna dollara, miðað við það, sem var fyrir réttum tíu mánuðum. En þeg- ar reiknað er með margvísleg um áhleðslu- eða margföldun- unar-áhrifum. gefur þetta til kynna, að aukinn þungi byrð arinnar vegna Vietnam- stríðs- ins á bandarísku efnahagslífi yfirleitt nemi meira en 15 þús und milljónum dollara frá því sem var í sumar sem leið. í APRÍLHEFTI tímaritsins Fortune er fjallað um kostnað inn við styrjöldina í Vietnam og birt um hana greinargerð, sem samið hafa ýmsir hagfræð ingar, sem ekki eru í opinberri þjónustu. Þar stendur m.a.: „í hvaða stríði sem er getur varnamálaráðherrann fyrst framan af haldið kostnaðartöl- um niðri með því að ganga á birgðir bæði mannafla og fjár muna, rétt eins og viðskiptafyr irtæki getur dregið úr útgjöld um um stundarsakir með því að minnka birgðirnar .... Birgðir nauðþurfta til vopna- viðskipta á stríðstímum hafa verið látnar dragast saman . . . Stríðið hefur haft í för méð' sér' takmarkaða aukningu beinna útgjalda . . . en þegar afhend- ingar til hersins halda áfram og styrjaldarreksturinn held- ur áfram að aukast, hlýtur sýni leg eyðsla fyrr eða síðar að nálgast raunverulegan kostn- að, sem er langt frá því að vera hófsamHégur . . . McNamara, varnarmálaráð herra getur enn seilzt drjúg- um meira en hann hefur þegar gert til ýmissa áætlaðra fjár- muna, sem ekki heyra styrj- aldarrekstrinum beint til. En ekki er unnt að halda áfram til muna lengra á þessari braut. Möguleikar ráðherrans til að leyna kostnaðinum á fjár hagsárinu 1967 eru fast að því til þurrðar gengnir.“ Að því dregur óðum, að séð verði fyrir endann á, hve langt verður komizt með rányrkju mannafla og verðmæta til styrj aldaraukningarinnar í Viet- nam, eða hvaða árangri er unnt að ná með þvi að ganga á fyrirliggjandi birgðir hern- aðarnauðsynja og mannafla. Við erum því að nálgast þau leiðarmerki, þar sem sársauka iausu styrjöldinni lýkur. Von- in frá í janúar í vetur um að auðnast mætti að vinna sigur í styrjöldinni án þess að auka fírninrar, er í þann veginn að rekast óþyrmilega á beinharð- an hamravegg veruleikans. Forsetinn hefur skuldbund- ið okkur til að heyja í Asíu styrjöld fyrir takmarki, sem ekki er unnt að ná, eða mynd un traustrar, frjálsrar stjóm- ar, sem hlynnt er Bandaríkja- mönnum og alþýða manna í iandinu viðurkennir og veitir fullan stuðning. Og þetta á að gerast í landi, sem byltingm hefur troðið niður og tætt í sundur og á meginlandi, þar sem byltingin véllur og kraum ar hvarvetna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.