Tíminn - 25.05.1966, Side 1
Auglýsíng i Tímanuro
kemur daglega fyrir augu
80—100 þásuad lesenda
Gerizt áskriíendur aö
Tímanum.
HringKS 1 síma 12323.
117. tbl. — Miðvikudagur 25. maí 1966 — 50. árg.
Þessi mynd var tekin fyrir skömmu af folaldinu þrifætta og móður þess.
(Timamynd Sveinn ísleifss.)
ÞRIFÆTT FOLALD
P.E.-Hvolsvelli.
Sá einstæði atburður skeði á
vinnuhjúaskildaga (14 maí) að
hryssa, eign Marmundar Kristjáns
sonar bónda á Svanavatni í Aust
•ur-Landeyjahreppi kastaði hest
folaldi, sem hefur aðeins einn
framfót. Svolítið mótar fyrir bógi
þeirn megin, sem eftir lögmálinu
fjórða fætinum ber að vera. —
Sýnist þessi vanskapningur vera
furðu fimur að brölta um f til-
verunni. Hann er fífilbleikur að
lít eins og móðirin, en bæði eru
þau ihæðginin dekkri á tagl og
fax. — Hryssan er 10 vetra göm-
ul og hefur eignazt sex eða sjö
réttsköpuð afkvæmi og fékk Mar-
mundur bóndi sitt vænsta folald
undan henni í fyrra. —
Ekki verður annað séð, en þrí-
fótur litli dafni eðlilega og sé við
beztu heilsu. Hann bregður líka á
leik eins og annað ungviði á vor-
dögum þegar sólin þerrar gróðrar-
skúrirnar af gróskumi'klum ný-
græðingnum á túninu austan við
Svanavatn.
3 GAMLIR URÐU
.--'-xHH
AÐ ÞREM NYJUM
TK-Reykjavík, þriðjudag.
Alþýðuflokkurinn segist hafa
unnið mikinn sigur. Ekki höfum
við á móti því, að litli flokkur-
inn uni glaður við sitt en hins
vegar viljum við gera nokkrar at-
hugasemdir við „útreikningana" á
þessum „mikla sigri.“ Eins og
skýrt var frá í blaðinu í gær
bætti Alþýðuflokkurinn við sig
1718 atkv. í Reykjavík, miðað við
borgarstjórnarkosningarnar, en
fékk hins vegar 51 atkvæði færra
en við alþingiskosningamar 1963.
Ennfremur var þess getið, að mið-
að við heildarúrslit í þeim kaup-
stöðum utan Reykjavíkur, þar sem
hrein flokkaframboð voru nú og
1962, er Framsóknarflokkurinn
eini flokkurinn sem jók hlutfalls-
legt fylgi sitt þar, en Alþýðu-
flokkurinn staðið í stað. í yfirliti
á forsiðu Alþýðublaðsins segir, að
Alþýðuflokkurinn hafi bætt við
sig 4 bæjarfulltrúum, þ.e. unnið
6 fulltrúa en tapað 2 og aukið
hlutfall sitt í kaupstöðunum um
3.2%.
Sannleikurinn er hins vegar sá,
að Alþýðuflokkurinn bætti aðeins
við sig einum bæjarfulltnía þegar
litið er á kaupstaðina í heild.
Alþýðuflokkurinn vann fulltrúa
i Reykjavík, Akureyri og Ólafs-
firði eða samtals þrjá, en tapaði
fulltrúa í Hafnarfirði og á Seyðis-
firði eða samtals tveimur.
En hvernig fær Alþýðuflokkur-
inn þá þessa þrjá, sem í milli ber?
Alþýðuflokkurinn telur sig hafa
unnið tvo fulltrúa á ísafirði og
einn fulltrúa á Sauðárkróki, en
á þessum stöðum var Alþýðuflokk-
urinn í samstarfi við aðra flokka
1962 og fékk þá jafnmarga full-
trúa af sameiginlegum listum og
hann fékk nú af flokkslistum sín-
um — og það sem meira er: Al-
þýðublaðið telur atkvæði Alþýðu-
flokksins á ísafirði og á Sauðár-
króki hreina aukningu á atkvæða
magni flokksins í heild og
þykist sem sagt engin atkvæði
hafa átt á ísafirði eða Sauðár-
króki í síðusta kosningum. í yfir-
litinu er Alþbl. birtir um hlutfall
flokkanna telur blaðið að Fram-
sóknarflokkurinn hafi tapað tveim
Samningar verkalýösfélaganna aö renna út
SAMNINGAVIDRÆDUR
EKKI HAFNAR ENNÞÁ
•eykjavík þriðjudag.
mningaviðræður milli laun-
og atvinnurekenda virðast
að byrja fyrir alvöru óvenju
þetta árið. Þótt aðeins sé
vika þar til samningar verka
na og verkakvenna renna út,
r ekki heitih, að samningav'ð
ræður séu liafnar, og engar kröf-
ur hafa enn verið lajðar fram fyr-
ir atvinnurekendur. Munu bæjar-
og sveitastjórnarkosningarnar,
sem nú eru ný afstaðnar, vafa-
laust eiga höfuðsök á þessum
drætti á samningaviðræðum.
Blaðið ræddi í dag við Hannibal
Valdimarsson, forseta«-Alþýðusam-
bands íslands, og Þórir Daníels-
son hjá Verkamannasambandi ís-
lands, og spurði þá um væntan-
legar samningaviðræður.
— Nú sem stendur eru samn-
ingar aðeins lausir hjá almennu
verkalýðsfélögunum, þ. e. verka-
manna- og verkakvennafélögunum,
— sagði Hannibal. — Samningar
iðnfélaganna. svo sem járnsmiða.
trésmiða og annarra iðnaðarmanna
eru ekki lausir fyrr en með haust-
inu, flestir í október.
— Samningarnir nú fyrri hluta
Framhaid á bls. 14.
ur bæjarfulltrúum á Akranesi og
öllu atkvæðafylgi sínu þar, þótt
flokkurinn hafi þar tvo fulltrúa
eins og áður, en kosna af sam-
eiginlegum lista. Þannig fær Al-
þýðuflokkurinn fylgisaukningu
sína — hvað þessa 2 staði sneirtir
— með því raunverulega að draga
frá hlutfallstölunni 1962 og bæta
jafnmiklu við hlutfallstöluna núna,
Framhald á bls. 14.
LAXVEIÐI-
VIKAN Á
500 POND
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
Eitt af því, sem ferða-
skrifstofur í Englandi bjóða
fólki upp á, er laxveiði í
Vatnsdalsá í vikutíma, en
eins og kunnugt er, hefur
brezkur maður, Mr. Cooper,
ána á leigu. Þessi vikudvöl
kostar rúm 500 sterlings-
pund eða um 60 þús. ísl.
krónur, en þá ber að geta,
að allt er innifalið, ferðir,
veiðileyfi o. s. frv. Cooper
hefur endurleigt Stanga-
veiðifélaginu Laxinn júní-
mánuð og september, og
hjá því félagi kostar einn
dagur í ánni með fæði og
uppihaldi í hinu gfæsilega
veiðihúsi 1.700 krónur.
Cooper gerði tíu ára
leigusamning um ána fyrir
tveim árum, og voru þar í
ákvæði um byggingu veiði
húss, fiskirækt í ánni o. fl.
svo að erfitt er að reikna
út í beinhörðum peningum
hvað hann greiðir fyrir ána
á ári, en bein peninga-
greiðsla til leigjendanna
mun vera í kring um 900
þúsund, sem getur breytzt
ef gengisbreytingar verða á
leigutímabilinu.
Cooper leigir fjórar steng
ur á dag í ánni, svo hann
fær 2000 sterlingspund á
viku í leigu, en verður að
sjá veiðimönnum fyrir ferð
um frá Reykjavík, sem oft-
ast eru með leigubílum,
öllu uppihaldi fyrir norðan
akstri til og frá veiðistöðun
um, auk ótal margs annars
sem laxveiðimenn óska eft
ir þegar þeir eru við veiðar.
Þrátt fyrir þessa háu
leigu í augum okkar, mun
hagnaður Coopers af ánni
ekki vera svo oskaplegur, og
mikið af leigunni fer aftur
í vasa íslendinga fyrir
margs konar þjónustu við
laxveiðimennina.