Tíminn - 25.05.1966, Síða 7
MIÐVtKUDAGUR 25. maí 1966
TIMINN
■»
i
MINNING
a <_:___•
JÓN BJÖRNSSON LÆKNIR
AKRANESKIRKJA VAR
STÆKKUÐ OG ENDURBÆTT
frá Kornsá
f.8. febr. 1892, d. 14. maí, 1966.
Þegar ég frétti lát Jóns mágs
míns, kom mér það ékki mjög á
óvart, því að hann var búinn að
ganga með ólæknandi sjúkdóm í
tvö ár En jafnframt rifjuðust þá
upp fyrir mér löng og ánægjuleg
kynni um áratuga skeið.
Jón var búinn að vera búsettur
í Danmörku frá því hann fór í
Hafnarháskóla 1912, en þar las
hann læknisfræði og tók próf með
1. einku.n'n,• í janúar 1921. Að
loknu prófi réðst hann aðstoðar-
læknir til Vernhards Jóhannsso.n-
ar, sem var læknir á Sjálandi.
Jón giftist á þessum árum
danskri konu, og mun það hafa
verið meginástæða fyrir því, að
hann ílentist í Danmörku.
Skömmu eftir læknisfræðiprófið
keypti Jón læknisaðstöðu (praksis
á Langalandi og gengdi því
embætti meðan heilsan ieyfði.
Hann var eini íslendingurinn á
þessum sióðum, svo honum gafst
mjög sjaldan tæfeifæri til að heyra
og tala íslenzku. En hann hélt
móðurmáli sínu ótrtdega vel og
ritaði ágætt mál, sem að mörgu
leyti minnti á orðfar móður hans,
Ingunnar Jónsdóttur frá Melum.
Voru þeir Melamenn orðlagðir
smekkmenn í meðferð móðurmáls
ins.
Það var venja okkar hjónanm,
þegar við vorum á ferð í Dan-
mörku, að heimsækja hann, þegar
tími leyfði. Heimili hans var mjög
ánægjulegt og nutum við þessara
heimsókna í ríkum mæli. Fórum
við oft með honum í bíl hans, þeg
ar hann fór í sjúkravitjanir, en
það gerði hann daglega (og oft
á dag), jafnt á nótt sem degi. Furð
I HLJÓMLEIKASAL
Sópransöngkonan Adele Addi
son, hafði fyrir skömmu ljóða-
fcvöld með píanóaðstoð Brooks
Smith, fyrir hlustendur tónlistar-
félagsins. — Söngfconan hafði
nokkru fyrr sungið með Sinfónáu
hljómsveit íslands. Að þessu sinni
voru ljóðin á efnisskránmi eftir
Srhubert Hugo Wolf Debussy
■— Dallapiecola og J. Carter. Eins
og undirrituð hefur áðnr gerið um
er rödd Adele Addison mikii og
vel skóluð og býr jafnframt yfir
Bterkri innlifun í túlkun, en á
hinn veginn er það misræimi í radd
beitingu hennar, að ljóð Schuberts
og Hugo Wolf voru ef svo mætti
segja ofsungin, og gáfu hlustanda
iítið af þeirri heiðríkju, sem þau
búa í svo ríkum mæli yfir.
Aftur á móti fór söngkonan með
hin spönsfcu ljóð Dallapircola af
sterkri og heitri innlifun. Hæst
náði þó söngur hennar í Cantötu
John Carter. Negrasálmar þeir, er
hún flutti, hafa oft orðið litlausir
,í túlfcun margra Vesturlanda söng
fcvenna, en af hennar háifu var
þar engm hálfvelgja. Sá hiti og
hrifning, sem hún söng sig upp í,
er kannski iykillinn að honum sér
stæða negrasálmasöng. — Brokks
Smith var söngkonunni traustur
og nákvæmur förunautur við hljóð
færið og sýndi hann mikið öryggi
í Cantötu Carters, en aftur minni
litbrigði í Schubert og Debussy.
Söngkonunni var vel fagnað og
söng hún aukalög.
Það mun í ráði, að í framtíð-
inni verði haldnir tónleikar í Kópa
vogskirkju, og fóru hinir fyrstu
þeirra fram á Uppstigningardag,
og lék þá á orgel kirkjunnar Árni
Arinbjarnarson, ungur organleik-
ari. sem þegar hefur getið sér gott
orð sem slíkur og er jafnframt
starfandi fiðluleikari hjá Sinfóníu
hljómsveit íslands. Þar að auki
sinnir haim kennslustörfum, svo
að margþætt eru störf hans í tón-
lislinni.
Á þessum sjálfstæðu tónleikum
lék Árni verk gömlu meistaranna
Buxtehudes og Baohs, svo og tvö
önnur verk eftir orgelvirtuosana
Widor og Reger. — Leifcur og
túlkun hans ber með sér sjálfstæð
an og glöggan skilning á viðfangs
efninu og er tækni hans traust
og haldgóð og registur frájlslegt
og bjart.
Greinilegt, er að Árni hefur
undirbúið þessa tónleika af alúð
og var ánægjulegt að heyra túlk-
un hans á gömlu meisturunum. T.
d. hið giögga raddaskil í fingu Bux
tehudes og gott jafnvægi í Bach-
kóralnum, og má segja, að góð
kjölfesta sé í túlkun hans, hvort
heldur um ræðir gamla eða nýja
tóniist. Kópavogskirkja er lítil og
notaleg og tónleikarnir þar á upp
stigningardag voru uppbyggilegir,
og vel af hendi leystir og lofar
þessi byrjun góðu um framhald á
slfkri starfsemi. Árna þakka ég,
notalega síðdegisstund í rólegu um
hverfi.
Barnasöngleikur í þrem atriðum
eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
„Apaköttur, apaspil, að þú skul
ir vera til“ lætur Þorkeli krakk-
ana sína syngja 1 Apaspilssöng-
leiknum. Undarlega lítið breytast
leikir og hættir barna. — Þeir eru
árstíðabundnir, en þó aldrei í fast
ari skorðum en svo, að góðviðris-
dagur í febrúar er notaður til hins
ýtrasta, ef hægt er að „sippa ' og
fara í „parís“, þótt það heyri ann
ars vorinu til. Þegar afar og ömm
ur þeirra er „Apaspilið" fluttu,
hoppuðu á sínum tíma í ,parís“
var pístólutækni og annað slíkt
ekki í jafn miklum hávegum haft
og nú og því varð orðið „pístóla“
að duga. Sú er þetta ritar, minn’
ist ennþá þeirrar tóntegundar, er
viðhöfð var, er hilla sást undir
einhvern „erkióvin", þá viðbrögð
er í sakleysi var andað út úr sér,
„Apaköttur apaspil að þú skulir
vera til.“ Sá sem slfkt tónæði
aði ég mig oft á þreki hans og út
haldi við þessi störf, en hann
virtist ekki taka þau nærri sér,
enda var maðurinn þrekmikill og
rólyndur.
Jón var áhugasamur veiðimaður
og var honum nokkur hvíld í því
að fara á veiðar, þegar tími gafst
til, því að þarna væri ekki annað
að hafa en sjóhirting, og svo gedd
urnar í tjörnum Langalands, en
þær þótti mér leiðinlegar.
Þegar Jón kom hingað heim,
fór hann jafnan á laxveiðar, bæði
i Vatnsdalsá og víðar en við þær
veiðar var hann hæði áhugasamur
og laginn.
Jón Björnsson var tvíkvæntur.
Fyrri konu sína missti hann eftir
tæplega 30 ára hjónaband. Þau
eignuðust 3 börn, sem öll eru á
iífi: tvær dætur og einn sonur.
Hann er nú læknir í Mörköv, þar
sem faðir hans hóf læknisferil
sinn.
Seinni kona Jóns, Ester, er lærð
hjúkrunarkona og reyndist honum
frábærlega vel.
Þau eignuðust 4 börn, sem öll
eru á lífi.
Ég held, að allir, sem kynntust
Jóni minnist hans með vinsemd
og virðingu og óski börnum hans
og ekkju alls góðs.
Jón Árnason.
átti, venjulega sprekmjóum spóa-
leggjum fjör að iauna. Svo mergj
að þótti þá að vera líkt við apa-
kött, að slíkt viðgekkst ekki
óhefnt. — í barnasöngleik sínum
tekur Þorkell upp hanzkann fyrir
apakrílið litla, og börnin taka
hann óhifcað undir sinn verndar
væng, edns og þau, oftast ósjáif-
rátt gera, ef hailað er á iítiimagn-
ann.
Það er einföld og skýr hugsun
í Apaspilinu og tónlistin skemmti
lega formuð í rytma og tónum
við barna haefi án þess þó að vera
barnaleg. —Mörg skemmtileg at-
riði fcoma fyrir í leiknum, svo sem
lögbókarkórinn og samskipti ap-
ans iitla við börnin, sem Júlíana
E. Kjartansdóttir flutti. Skilaði
bún sínu hlutverki með prýði og
leysti af hendi vandasöm stökk,
sem báru heyrn og rödd hennar
góðan vitnisburð. Inn í leikinn
var svo fléttað einleik tveggja
ágætra nemenda, þeirra Ingibjarg
ar Guðjónsdóttur og Hlífar Sig-
Framhald á bls. 14.
Laugardagskvöldið 7. maí, sl.
var Akraneskirkja aftur tekin í
notkun eftir gagngerðar endurbæt
ur. Helgistund hófst í kirkjunni kl.
8.30 og var biskupinn yfir íslandi
herra Sigurbjörn Einarsson, við
staddur athöfnina ásamt héraðs-
prófasti, sr. Sigurjóni Guðjóns-
syni í Saurbæ sóknarpresti, séra
Jóni M. Guðjónssyni og séra
Hreini Hjartarsyni, Ólafsvík. At
höfnin var hin hátíðlegasta og
kirfcjan fullsetin. Kirkjukórinn
söng undir stjórn Magnúsar Jóns
sonar, organista.
Daginn eftir voru í kirkjunni
fermd 53 börn og, þegar lokið
verður síðari fermingu, n.k. upp-
stigningardag, hefur sr. Jón fermt
1456 börn hér.
Segja má, að kirkjan hafi verið
endurnýjuð bæði að utan og inn
an auk þess, sem hún var lengd,
þar sem komið var fyxir skrúð
húsi, snyrtiherbergi og geymslum.
Að utan var hún klædd nýju báru
járni í stað hins gamla, gerðir
upp gluggar og sett sóllitað gler
í þá. Turn endurbyggður með svöl
um, eins og upphaflega var, en
svalirnar höfðu verið teknar af síð
ar. Turninn prýðir nú faliegur
ijósakross. Að innan var kirkjan
klædd þunnum viðarplötum og mál
uð, Smíðaðir nýir bólstraðir bekk
ir á söngloft. Eri fyrir nokkrum
I árum var sett nýtt gólf í kiifcjuna
og þá einnig nýir bóistraðir bekk
ir í aðalkirkj’Una. U«m svipað leyti
var fengið nýtt pípuorgel. Nýr pre
dikunarstóll var nú smfðaður. Loft
ræstingarkerfi var einnig sett upp.
Teppi lögð á kór, kirkjugólf og
söngloft. Rafiagnir allar endur-
nýjaðar og lýsingu fyrirkomið eft
ir tillögum ljóstæknifræðings. í
stað tveggja kirkjuklufckna, er
hringt var með handafii, voru nú
settar upp þrjár klukkur, er vega
um hálft tonn og hringt með því
að styðja á rafmagnshnapp. Sér
búnaður er fyrir líkhringingu og
klukkurnar verða einnig stilltar
sjálfhringingu á ákveðnum tíma.
Vandaðar útihurðir voru settar.
Sérfróðir menn hafa verið til ráða
og leiðbeiningar um þetta verk.
Gunnar Ingihergsson, arkitekt frá
húsameistara ríkisins, Aðal-
steinn Guðjohnsen, ljóstæknifr.,
frú Gréta Bjömsson, listmálari, er
sfcreytti kirkjuna og réði litavali,
ásamt Lárusi Árnasyni, málara-
meistara, sem annaðist málningu.
Verktakar voru: fyrir trésmíði
Trésmiðjan Akur hf., Stefán Teits
son, en Gísli Sigurðsson, trésmíða
meistari, sá um verkstjórn. Raf-
iagnir: Sigurdór Jóhannsson,
rafvirkjameistari, en Hróðmar
Hjartarson, rafvirkjameistari, sá
um framkvæmd verksins. Eftir er
nú aðeins að mála kirkjuna og
verður það gert á þessu sumri. í
heild má segja, að kirkjan sé hin
fegursta og hefur upprunalegum
stíl verið haldið. Á þessu ári verð
ur kirkjan sjötíu ára og er þeirra
tímamóta því minnzt á verðugan
hátt.
Eðlilega hafa nokkrir örðug
leikar verið á með guðþjónustur
og aðrar helgiathafnir, vegna þess
ara framkvæmda, en forráðamenn
gagnfræðaskólans leysti þau vand
kvæði á hinn æskilegasta hátt meg
því að lána sal skólans. Á tima
bilinu frá því endurbætur hófust
á kirkjunni, hafa henni borizt góð
ar og verðmætar gjafir. Hjónin,
frú Ingunn Sveinsdóttir og Harald
ur Böðvarsson, framkvæmdastj.
gáfu veglegar kirkjuklukkur með
tilheyrandi rafmagnsbúnaði og
áletrun. Eru þær gefnar í tilefni
af gullbrúðkaupi þeirra 6. nóv.
Framhald á bls. 14.
I SÖNG-
FERD IIM
VESTFIRÐI
Undanfarið hefur Karla-
kór Keflavíkur, ásarnt
Kvennakór, haldið fimm
samsöngva á Suðurnesjum,
undir stjórn Þóris Baldurs-
sonar og hafa undirlektir
verið með fádæmum góð-
ar.
Þar sem svo vel hefur
gengið, hefur kórinn tekið
á leigu m.s. Esju til söng-
ferðalags um Vestfirði um
Hvítasunnuhelgina. Sungið
verður á fsafirði, Bolungar-
vik og Patreksfirði. Ferðin
sem tekur hálfan fjórða sól-
arhring, hefst á föstudags-
kvöld. Þátttakendur munu
dvelja um borð í skipimu,
og verður þar haft ýmislegt
til skemmtunar.
Vegna forfalla eru nokkr-
ir farmiðar lausir.
Frekari upplýsingar um
ferðina éru veittar í símum
1520 og 1666 í Keflavík.
hjósmynd: Ileimir Stígsson.
:...........................................................................................................
'gjm' ® i $a$YÍm k
HP ;^1 *