Tíminn - 25.05.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.05.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 25. maí 1966 Fyrsta lengda vél Loftleið'a kemur til landsins. (Tímamynd OE ,ÞYÐIR EKKIAD HUKA UTI í HORNI OG VERA FEIMIN' Jóhanna Borgþórsdóttir flugíreyja hjá Loftleiðum ætlaði sér upphaflega aðeins að fljúga í eitt sumar, en hefur nú flogið í fjögur ár. Hér ræðir Hanna Kristjónsdóttir við flugfreyjuna um hið fjölbreytta starf hennar. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, vorið 1961. Haustið eftir sett- ist hún í stúdentadeild Kenn- araskólans og lauk þaðan prófi vorið 1962. Um þær mundir hóf hún flugfreyjustörf hjá Loftleiðum og hefur unnið þar síðan. Hún hefur tekið talsverð an þátt í starfsemi Flugfreyju- félags íslands og er nú gjald- keri stjórnarinnar. Ætlaði að fljúga eitt sumar — — Þú hefur ekki ætlað þér að gerast kennari, eftir að þú laukst prófi. úr Kennaraskólan um fyrir fjórum árum? — Jú, ég ætlaði að fljúga um sumarið — en flýg enn, og hef engar ráðagerðir um að hætta í bráð. Hins vegar er ég ákveðin í að leggja fyrir mig barnakennslu, þegar að þvi kemur. Ég hef margsinnis fund ið, hversu vel það hefur komið sér í flugfreyjustarfinu að hafa kennaramenntun, ekki sízt hef ur sálfræðin komið að góðum notum. — Varstu á námskeiðj hjá Loftleiðum, jafnframt þvi að stunda kennaranámið? — Allar verðandi flugfreyj ur verða að ganga á námskeið og taka síðan bæði skrifleg og munnleg próf, auk reynsluflug ferða. Þennan vetur var ég eig inlega við nám frá níu á morgn ana til níu á kvöldin. Það var dálítið strangt. — Á hvaða flugleiðum byrj- aðirðu síðan? — Ég flaug fyrst á Luxem bourg og siðan til Ameriku. Ég hef verið svo heppin að fljúga jafnt til allra viðkomu- staða Loftleiða, bæði i Bvr ópu og Ameríku. — Hvað eruð þið lengi í ferð að jafnáði? — Það er auðvitað misjafnt eftir því, hvert flogið er. Oft er lagt upp héðan snemma morguns og komið heim seint næstu nótt. En stundum stönz um við þó lengur úti. Engar tvær flugferðir eins — Hvað hefur valdið því, að þú heldur áfram að fljúga? — Ég hef mjög gaman af ferðalögum og þótt starfið sé erfitt, veitir það ýmsa mögu- leika. Við fáum til dæmis af- sláttarmiða hjá öðrum flugfé- lögum og á þann hátt hef ég komizt væði austur og vestur á bóginn, hef verið í Suður- Ameríku og Grikklandi og ýms um stöðum þar á milli. — Þú nefndir, að atarfið væri erfitt. Er það ekki líka tilbreytingarlaust eftir þetta langan tíma? — Víst er vinnan erfið og unnið í skorpum, ef svo má segja, en síðan eru oft góð fri á milli. Og þann frítíma notar maður aðallega til að sofa. Enda segja þau hérna heima, að ég sé svo löt og og sofi alltaf. En þá hef ég kannski unnið hvíldarlaust í heilan sólarhring. En tilbreyt ingu skortir aldrei. Engar tvær ferðir eru eins. Alltaf ný og ný andlit. En aðstaða okkar flug freyjanna er ekki nógu góð. Eldhúsin eru tvö í stóru vélun um, en þau eru mjög lítil og komumst við þrjár varla fyrir. En allt bjargast þetta. Og allt- af eru einhverjar veiting ar hversu stutt, sem flugleið- in er, ef ekki matur, þá kaffi, koniak .ávaxtasafi eða sælgæti. Og eins og ég sagði, veitir starfið marga möguleika. Um daginn var’ég til dæmis stödd í New York, þegar Bolshoi ballettinn sýndi þar. Ég stóð í biðröð í þrjá klukkutima, en það var sannarlega tilvinnandi. — Eru stúlkur ekki heldur stutt í flugfreyjustarfinu? — Margar koma og fara fljótlega. Eru kannski aðeins yfir sumartimann. Aðrar eru lengi og koma aftur, þótt þær fari um tíma yfir í önnur störf. Giftar flugfreyjur verða að eiga þolinmóðan eiginmann. — Eru margar giftar kon- ur í þessu? — Þær eru orðnar allmarg-' ar. Þær giftu er á sérsamningi og geta sagt upp með tíu daga fyrirvara. En mikið hlýtur það að vera einkennilegt heimilis líf, þar sem húsmóðirin er flug freyja. Hún þarf að eiga góða ættingja, til að hugsa um börn in, ef einhver eru, og framúr skarandi þolinmóðan og skiln ingsríkan eiginmann. — Skilyrði til að komast í þessa vinnu, hver eru þau helztu? — Þau eru meðal annars þau, ’að kunna ensku og að minnsta kosti eitt Norðurlanda mál og helzt geta bjargað sér á þýzku eða frönsku. Milli 80 —90 prósent farþega Loftleiða eru útlendingar, og þess vegna er góð tungumálakunnátta okk ur alveg nauðsynleg. Margir farþega frá Luxembourg skilja og tala aðeins þýzku, sama máli gegnir um finnska farþega, og þá einkum eldra fólk, það talar bara finnsku. En Loftleiðir hafa líka haft erlendar flugfreyjur, finnskar og þýzkar. Eg hef allgóða þýzkukunnáttu úr Menntaskól- anum, aftur á móti er ég stirð ari í frönsku, þótt ég skilji það helzta, og geti sömuleiðis oftast gert mig skiljanlega. Innkáupakvabb á flugáhöfnum var koniið írt í öfgar. — Mega flugfreyjur flytja með sér mikið af varningi í hverri ferð? — Samkvæmt nýju regl- unum, mega þær koma með verðmæti fyrir þúsund krónur íslenzkar, og það fást engin ósköp fyrir þá upphæð. Með nýju reglunum er líka úr sög- unni að gera innkaup fyrir aðra, enda var það komið út í hreinustu öfgar. Og sjaldnast var um nákomna ættingja, sem báðu mann um að kaupa fyrir sig, heldur fólk, sem maður þekkti aðeins lítillega. En hér fæst líka flest nú orðið. Og verðlag er mjög svipað hér, nema í Englandi, þar er flest ódýrara, eins og við vitum. í Luxemborg til dæmis er eng- an veginn hægkvæmt að gera innkaup, flestar vörur í land inu eru innfluttar og tollar sennilega háir, þvi að verðlag er mjög óhagstætt. Ekki til stundvísara starfslið. — Nú er fræg óstund- vísi Loftleiða. Hvað segirðu um það mál? — Ég get ekki hugsað mér stundvísara fólk en starfslið Loftleiða. Hver einasti maður er mættur á mínútunni. En það kemur fyrir, að vél bilar, og seinkun verður og stundum er það svo, að bili ein vélin, er líkast. því að hinar allar þurfi að bila líka. Þar af leiðandi getur seinkun orðið. En ég held, að mér sé óhætt að segjai að stundvísi vélanna hefur ver ið ágæt frá áramótum siðustu. Samningar um kaup standa yf ir. — Hefurðu starfað að ráði í Flugfreyjufélagi íslands? — Já, síðustu þrjú árin, ann ars held ég, að liðið hafi heilt ár, frá því ég byrjaði, þangað til ég komst á fund í félaginu, ég var alltaf að fljúga, þegar fundir voru haldnir. Formaður félagsins er Jóhanna Sigurðar- dóttir, sfcöruleg kona og dug leg. Nú standa yfir samningar um kaupið, og veit ég ekki, hver niðurstaða verður. Hins vegar er erfitt með fundi, þvi að alltaf eru fleiri og færri fjar verandi, þegar þeir eru boðað ir. Þeir eru ekki haldnir reglu lega, heldur, þegar eitthvað sérstakt er um að ræða. — Hvað gerir þú sem gjald keri félagsins? Eru viss ár- gjöld eða slífct? — Já við greiðum allar fé- lagsgjöld og við borgum ýmbs- an kostnað. Við höfum lögfræð ing á ofckar snærum, sem starf ar með samninganefndinni. Við erum og meðlimir i Al- þýðusambandi íslands. Félag ið er að eflast, enda fjölgar jafnt og þétt í stéttinni og áhugi eykst fyrir því að standa saman um kröfur okkar og hagsmunamál. — Kaupið? — Það er lélegt. Við fáum það greitt í islenzkum pening- um, en megum sækja um er lendan gjaldeyri fyrir vissa upphæð á mánuði. En við er- um að vona, að verulegar bæt- ur fáist. Það er ótrúlega mik- iil kostnaður hjá flugfreyjum viðvíkjandi ferðum að heim- an og heim af vellinum. Við komum oftast að nóttu og för um oftar að morgni, svo að bílar eru með næturtaxta, og það eru engar smáupphæðir, þegar fram í sækir, sem við verðum að borga í bíla. Sömu sögu er að segja um hárlagn ingu, við fáum engan styrk þar að lútandi. Eg þarf að fá mér lagningu að minnsta kosti einu sinni í viku, ef ekki oftar. og það dregur sig saman og verð ur talsverður útgjaldaliður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.