Tíminn - 26.05.1966, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 26. maí 1966
12
TÍMINN
SigurSur Dagsson fékk nóg að gera i KR-leiknum um daginn, og fær sennilega meira að gera i kvöld. Hér
sést Sigorður verja í leiknum gegn KR. (Tímamynd Róberf)
Valsmönnum aö sigra ur-
ið blaöamanna í kvöld?
Tekst
valsl
f kvöld fer fram fyrsti knatt-1 úrvalsliði, sem blaðamenn hafa val
spyrnuleikurinn á Laugardalsveil ið úr öðrum félögum, og má bú-
inum í sumar, en það er afmælis- ast við skemmtilegri viðureign.
leikur Vals. Eins og áður hefur Vals-liðið hefur sýnt ágæta leiki
komið fram, mun Valur leika gegn ' í Reykjavíkurmótinu, og sérstak-
Körfuknattleikskvöld
í kvöld, fimmtudaginn 26.
maí, heldur Körfuknattleiks-
deild KR eins konar sýni- og
kynnmgarkvöld á körfuknatt-
leik og er öllum þeim, sem
áhuga hafa á íþróttinni, heim-
ill aðgangur. Þjálfari deildar-
innar Mr. Thoanas Curren, mun
stjórna kvöldinu og honum til
aðstoðar verða 10 leikmenn úr
meistaraflokki deildarinnar.
Sýnd verða öll helztu undir-
stöðuatriði í ' körfuknattleik,
ennfremur margvíslegar knatt-
gjafir, allar tegundir skota,
Framhald á bls. 15
ÁTTRÆÐUR
Framhald af bls. 9.
að ræktun óg húsakosti svo að nú
mun. Tjöm mega teljast meðal önd
vegisjarða í Eyjafjarðarsýslu.
Þórarinn hefir aldrei sótzt eftir
vegtylluim, en strax á unga aldri
súttust sveitungar hans eftir hon
um til forystu. T. d. var hann lengi
fonmaður Ungmennafélags Svarf-
dæla og hreppsnefndarmaður.
Hreppstjóri og sýslunefndarmaður
var hann um áratuga skeið. Þá
gegndi hann ýmsum trúnaðarstörf
um í þágu samvinnuhreyfingarinn
ar, var m. a. formaður Kaupfélags
Eyfirðinga meira en áratug. Lofes
var hann varaþingmaður Eyfirð-
inga kjörtímabilið 1949—53, en
mun þó aldrei hafa haft hug á
að ná sér f þingsæti-
Þórarinn Eldjárn hefir verið mik
ill hamingjumaður um ævina.
Hann hefir átt heimili ævilangt á
fæðingarstað sínum og þannig átt
rótfesti, sem sjaldgæf er meðal
þjóðar vorrar. Hann hefir borið
gæfu til að leggja dýrmætan skerf
til menningar og framfara í byggð
arlagi sínu. Hinnar ágætu konu
hans hefir áður verið getið. Bama
lán þeirra er mikið. Börnin eru:
Þorbjörg, húsfreyja í Reykjavík,
Kristján Eldjára, þjóðminjavörð
ur, Hjörtur Friðrik, er tekið hefir
við búi á Tjörn og er nú varaþing
maður í Norðurlandskjördæmi
lega verður síðasti leikur liðsins,
gegn KR, minniisstæður, en að
flestra dómi var sá leikur bezti
leikur mótsins, og var það ekki
sízt að þakka hinum unga mið-
herja Vals, Hermanni Gunnarssyná
sem sýndi afbragðsleife.
Lið það, sem blaðamenn hafa
valið, er nokkuð blandað, þ.e. leik-
menn frá 5 félögum skipa það,
en engu að síður má búast við, að
það verði samstillt. Anton Bjarna-
son, miðvörður Fram, fær það hlut
verk að gæta Hermanns í kvöld,
og verður gaman að fylgjast með
einvígi þeirra, en báðir þessir
ungu leikmenn hafa vakið verð-
skuldaða athygli að undanförnu.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 20.30.
eystra, og Petrína Soffía, húsfreyja
á Akureyri.
Bjartar og jafnvel unaðslegar
munu margar minningar hans er
hann lítur yfir farinn veg á þess
um tímamótum og fagurt er
aftanskin þessa aldna sveitarhöfð
ingja, sem á langri ævi hefir vilj
að öllum mönnum vel og veitt
fjöldamörgum drengilegt liðsinni.
Hann veit ég meðal vammlausustu
manna, og engan hefi ég heyrt hall
mæla honum. í dag munu berast
til hans hlýir straumar úr öllurn
áttum.
í sögu Svarfdæia mun hans lengi
minnzt sem eins af beztu sonum
sveitarinnar.
Þorsteinn M. Jónsson.
Þrdttur varð
Rvíkurmeistari
Alf—Reykjavík.
í gærkvöldi náði yngsta knatt-
spyrnufélag borgarinnar, Þróttur,
þeim áfanga að verða Reykjavíkur
meistari í fyrsta skipti, en í gær-
kvöldi vann Þróttur Fram með
2:1 og náði þar með 7 stigum,
sem nægðu til sigurs. Vill íþrótta
síðan óska Þrótti til hamingju
með þennan áfanga.
Þrátt fyrir sigur i gærkvöldi
geta Þróttarar þó tæplega verið
ánægðir með sjálfan leikinn, því
þeir unnu hann fremur á klaufa
skap mótherjanna en eigin getu.
Bæði mörk Þróttar urðu til fyrir
mistök Fram-markvarðanns. Hall
kels Þorkelssonar, sem í fyrra
skiptið glopraði knettinum fyrir
fætur Hauks Þorvaldssonar, sem
ekki var seinn á sér að notfæra
tækifæri, sem óvænt skapaðist og
skoraði af 2ja metra færi.
Þetta skeði á 20. mínútu fyrri
hálfleiks. Og á 44. mínútu missti
Hallkell meinleysislega sendingn
inn fyrir sig, og Sigurbergur Sig
steinsson, v. bakvörður Fram, sem
var í slæmri aðstöðu, spyrnti
knettinum eigið mark. Þannig var
staðan orðin 2:0, þrátt fyrir jafn
an leik. Vissulega fékk Þróttur
óskastart.
í síðari hálfleik var nær stanz
laus pressa að marki Þróttar, því
að Þróttarar lögðu eðlilega mein
áherzlu á vörnina með 2ja marka
forskot í hálfleik. Fram skoraði
sitt eina mark á 10. minútu og var i
Erlendur Magnússon að verki.
Hann fék ksendingu frá Elmari og
skaut föstu skoti í mark, en á und
an hafði Guttormur komið við
knöttinn.
Og fleiri urðu mörkin í leikn-
um ekki, en Fram átti nokkur
hættuleg tækifæri, og munaði
mjóu í nokkur skipti, að mark
yrði skorað. Tækifæri Þróttar
urðu miklu færri.
Þrátt fyrir það, að heppnin hafi
verið á bandi Þróttar i leiknum í
gærkvöldi, þá eiga Þróttarar
Reykj a víkurmeistar atitilinn skil-
ið fyrir ágæta frammistöðu, sér
staklega í leikjum gegn Vai og
KR. Örn Steinsen, þjálfari Þrótt-
ar og leikmaður, hefur unnið gott.
starf í þágu Þróttar og á sinn
mikla þátt í velgengni Þróttar,
en að öðru leyti er nú mc'ri bar-
átta í Þrótturum en oft áður —
Beztu menn í gær voru Jón Bjórg-
vinsson , Eysteinn og Gunnar en
Halldór og Örn voru einnig ágæt-
ir
Fram-liðið missti leikinn xlla úr
höndum sér, og sýndi ekki virki-
lega baráttu fyrri en í síðan hálf
leik.
Valur Benediktsson dæmdi leik
inn og hafði ekki nógu góg töK á
honum. Annars gerði Valur ekki
rétt í því að dæma í gærkvöldi,
þar sem leikurinn var úrslitaleik
ur fyrir hans eigið félag, þ.e, Val
sem hefði orðið Rvíkurmeistari,
hefði Fram unnið.
(gitíineníal
Utvegum eftir beiðni
flestar stærðir hjólbarða
á jarðvinnslutæki
Önnumst ísuður og
viðgerðir á flestum stærðum
Gúmmívinnustofcm h.f.
Skipholti 35 ■- Sími 30688
og 31055