Tíminn - 26.05.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.05.1966, Blaðsíða 2
TIMINN FIMMTUDAGUR 26. maí 1966 Áttræður í dag: Andrés Eyjólfsson fyrrv. alþingismaður, Síðumúla „Auðævi þjóðanna eru menn, en hvorki varningur né gull“. Þessi orð koma mér í hug nú, er ég sendi vini mínum Andrési Syjólfssyni í Síðumúla afmælis- kveðju á áttræðisafmæli hans. Lán mitt í lífinu er m.a. það að hafa yfirleitt kynnzt góðu fólki og eiga góðar minningar um samstarf við það, en einn af þeim ágæt- ustu mönnum, sem ég hef kynnzt er Andrés í Síðumúla. Drengskap ur hans við mig, ráð hans og um- hyggja, allt hefur þetta verið á einn veg, gefið af hyggindum, góðvild og fullum trúnaði. Andrés er fæddur að Kirkjubóli í Hvftársíðu. Foreldrar hans voru Eyjólfur Andrésson Magnússpnar alþm. Andréssonar og kona hans, Guðrún Brynjólfsdóttir. Ættir hans eru landskunnar. Andrés lauk prófi sem búfræð ingur frá Hvanneyri og hóf að þvi loknu búskap á stórbýlinu Síðu- múla í Hvítársíðu, fyrst sem leigu liði, en síðan eignaðist hann jörð ina alla og bjó þar stórbúskap. Andrés fór ekki troðnar götur í tlnum búskap, heldur hélt hann á þær leiðir, sem honum árennilegastar til árangurs, hirti þá hvorki um álit annarra á þeim, eða þó fjárhagur hans væri ekki undir það búinn að þola áföll. Allt þetta tókst. Jörð sína hús- aði hann betur en þá þekktist yf- irleitt, ræktaði túnið og stækkaði búið. Álit samferðarmanna óx jafnt og þétt eftir því, sem kynni þeirra af manninum og störfum hans urðu meiri. Fjölmörg trúnaðarstörf hafa honum verið falin og svo vel hef- ur hann rækt þau, að við þau hef- ur hann sjálfur orðið að losa sig fyrir aldurs sakir og hefur þess jafnan verið saknað af þeim, er honum hafa falið þau. Það trúnaðarstarfið, sem Andrés hefur gegnt lengst er oddvitastarf ið í hreppsnefnd Hvítársíðu. Af því mun hann láta í næsta már.uði að eigin ósk, þá áttræður. Sem dæmi upp á reglusemi hans og skyldurækni skal þess getið, að núverandi yfirendurskoðandi hreppareikninga í Mýrasýslu hef ur sagt mér, að alltaf skili Andrés í Síðumúla fyrstur hreppsreikn- ingi f sínar hendur og alltaf á þeim tíma, er lög mæla fyrir um, og allt sé það í röð og reglu, svo endurskoðun sé óþörf. Andrés í Síðumúla var einn aí mestu áhrifamönnum að stofnun Reykholtsskóla og formaður skóla nefndar frá stofnun og þar dl fvr ir þrem árum, að hann sagði því starfi af sér fyrir aldurs sakir. Það, sem hefur einkennt störf Andrésar alla ævina er hyggindi dugnaður og sérstök reglusemi o,g trúmennska, fyrir öllum þeim mal um var vel séð, sem hann hafði forustu fyrir. Það sannar sveitar- félag hans og hérað. Þess vegna varð hann sjálfur að losa sig við trúnaðarstörfin, eins og áður seg- . ir. Andrés í Síðumúla hefur tekið mikinn þátt í stjórnmálum og ver ið ötull forystumaður í Framsókn- arflokknum. Störf hans á Alþingi sem þingskrifara og síðan skjala- varðar gerðu hann mjög kunnug- an þingmálum og stjómmálum al- mennt. Andrés í Síðumúla varð í störfum' sínum á Alþingi sem heima í héraði, mjög vinsæll af alþingismönnum og samstarfs- mönnum sinum þar. Hann er auk þess að vera boðinn og búinn til þess að leysa hvers mans vanda, manna skemmtilegastur, góður hagyrðingur og með gamansemi á vör svo engan undraði er til þekk ir, hve vinsæll hann er. .Það hefur komið af sjálfu sér. Þegar hinn vinsæli þingmaður Mýramanna Bjarni Ásgeirsson lét af þingmennsku vorið 1951, er hann gerðist sendiherra í Osló varð Andrés í Síðumúla við ein- dregnum óskum samherja sinna í Mýrasýslu um að fara í fram boð til Alþingis. Hann var þá orð inn 65 ára gamall og hafði lítinn tíma til undirbúnings við þær al-j þingiskosningar. Eg fullyrði, að i engum hefði þá verið fært að halda kjördæminu fyrir Fram- sóknarflokkinn, enma Andrési. Vinsældir hans, drengskapur og það traust, sem hann nput í hér- aðinu, nægðu til þess, að hannj náði kosningu. — Andrés j brást heldur ekki trausti sem ?1-1 þingismaður frekar en í öðrum störfum. Hann gekk til verks á Alþingi sem heimavanur væri, sem hann og líka var, fylgdi fast eftir mál um kjördæmisins, enda fleygði þá áfram umbótum í vegamálum rafmagnsmálum og skólamálum, svo að aldrei hefur verið bebur gert en þá. Hann hafði sig ekki frammi í þingsölum, nema þau mál væru á dagskrá, er hann hafði sérlegan áhuga á, en eftir ræðum hans var tekið og trausta og hyggna manninum, sem bak við þær stóð, og þær jafnan virtar og vel metn ar. Andrés í Síðumúla tók þá á- kvörðun að hætta þingmeansku sjötugur. Það féll í minn nlut að taka við af honum sem framtjóð- andi Framsóknarflokksins í Mýra sýslu. Það hefur engum verið ljós ara en mér, að með öllu hefði mér verið ókleift að vinna bær kosningar, hefði ég ekki notiö heilinda hans og fulls stuðnings, og honum tókst meira að segja með hyggindum sínum að láta mig njóta að nokkru þess trausts, sem hann hafði áunnið sér á langri og giftudrjúgri starfsævi. Eg haf oft um það hugsað, og frá þeirri hugs un minni skýrt, að enginn hefur í slíkum skiptum hlotið betra hlut skipti en ég, að njóta handleiðslu og trúnaðs Andrésar í Síðumúia á fyrstu göngu minni á landsmála- brautinni. Andrés í Síðumúla hefur verið gæfumaður í lífinu. Hann nýtur óskoraðs trausts hjá samferða- mönnunum, svo sem ég hef áður skýrt frá, og það að verðleikum. Hann kvæntist 1919 íngibjörgu Guðmundsdóttur frá Mjóadal í A- Húnavatnssýslu afburða vel gerðri konu í sjón og raun. Þau hafa síð- an búið saman f farsælu heimilis- lífi, eignazt 5 myndarbörn, er erft hafa kosti foreldra sinna. Heímili þeirra hefur jafnan legið um þjóð braut þvera, rausn og gestrisni setið í fyrirúmi og samstarf og um hyggja fyrir heimilisfólkinu verið slík, að jafnan hefur verið mikill vinskapur á milli þeirra húsoænd anna og vinnufólksins. Þeim hefur auðnazt að greiða götu margra í lífinu, og átt sinn hlut að því, að ýmsir listamenn okkar hafa fyrir alúð og fórnfýsi hjónanna í Síðu múla getað fært þjóð sinni lista- verk, sem voru unnin í þeirra skjóli. Þá er það mikil gæfa svo hugsjónaríkum og framfarasinn- uðum manni, sem Andrési í Síðu- múla, að lifa með þjóð sinni, er hún hefur sótt svö fram frá fá- tækt til bjargálna, sem hún befur gert á þessari öld, og þar á meðal tekið í sínar hendur eigin mál. Ekki sízt er það Andrési i Síðu- múla gleði, er haft er í huga, Framhald á bls. 15 Norræna bridgemótiö HZ-Reykjavík, miðvikudag. f gærkvöldi var spiluð 5. um- ferð í opna flokknum og 3. um- ferð í kvennaflokknum. Eftir þess ar fimm umferðir standa Norð- menn bezt að vígi í opna flokkn- um með 50 stig. Næstir eru Svíar með 27 stig, íslandingar hafa feng- ið 26 stig, Danir 24 stig og Finn- ar reka lestina með 23 stig. í kvennaflokknum fóru leikar þannig í 3. umferð, að ísland vann Danmörku 6—0 og Noregur vann Finnland 6—0. Efsta sveitin í kvennaflokki er sú norska með 13 stig, Svíar hafa fengið 11 stig, íslendingar 9 stig, Finnar 3 stig og Danir hafa ekkert stig fengið. í kvöld verður 6. umferð spiluð í opna flokknum og fyrstu tveir hálfleikir í 4. umferð hjá kvenna- flokknum. Á fimmtudagskvöldið verður lokið 4. umferð hjá kvenna flokknum og spiluð 7. umferð í opna flokknum. í þeirri umferð spilar ísland I við Finnland I og ísland II við Finnland II. LangjökulsmáliS komið fyrir dóm HZ-Reykjavík, miðvikudag. Eitt stærsta smyglmál á íslandi, Langjökulsmálið svonefnda, kom fyrir dómstól í morgun. Var mál- flutningur munnlegur, og hóf Bragi Steinarsson, fulltrúi saksókn ara ríkisins sóknarræðu sína í morg un kl. 10. Hann lauk henni um hádegisbilið og tóku þá verjend- urnir, sem eru 6 að tölu, til við varnarræðurnar. Verjendur í málinu eru: Árni Guðjónsson hrl., Guðmundur íngvi Sigurðsson hrl., Jónas Aðalsteins- son hdl., Björn Sveinbjömsson hrl., Gunnar Jónsson hdl. og Ragn ar Jónsson hrl. Dómari réttarins ,er Þórður Björnsson yfirsakadóm- ari. Hinir ákærðu eru 10 skipverj- ar, sem voru á m.s. Langjökli, er það kom úr ferð sinni hinn 6. ágúst í fyrra og heita: Óli Kristján Jóhanness, Guðmundur Þórir Ein arsson, Kristján Samúel Júlíusson, Valsteinn Víðir Guðjónsson, Gísli Þórðarson, Gísli Erlendur Marínós son, Haraldur Zophónías Bjarna- son, Ólafur Kristján Guðjónsson, Björn Eggert Haraldsson og Bogi Ólafsson. Eins og menn rekur minni til, fundust við leit í Langjökli fyrri hluta ágústmánaðar í fyrra, um 4000 flöskur af áfengi og um 130 þús. vindlingar eftir umfangsmikla leit í marga daga, þar sem smygl- varningurinn fannst víða um skip- ið. Málflutningi var ekki lokið í dag og verður honum haldið áfram á morgun. MOT NORRÆNNA BAR ÞJÚNA HALDID HÉR KJ-Reykjavík, miðvikudag. Þá er komið að því að hér á landi verði haldið mót norræna barþjóna, og mun það standa yfir dagana 29. maí—2. júní, og verð- ur jafnframt 10 ára afmælisfund- ar samtakanna. Barþjónaklúbbur fslands er þriggja ára um þessar mundir og formaður hans er Sím- on Sigurjónsson, sem mörgum manninum hefur skenkt drykk í Naustinu. Erlendu gestirnir á fundinum verða 18 talsins frá Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi og Danmörku, en fullgildir meðlimir Barþjónaklúbbs íslands eru 24 talsins. Verður dag skrá fundarins mjög fjölbreytt, far ið með gesti í ferðalög, og fastur liður er sundlaugarferð í Loftleiða laugina á hverjum morgni. Hinir ýmsu vínumboðsmenn verða gest- ir annarra aðila. Á fundinum verð- ur cocktailkeppni sem 17 íslenzk- ir barþjónar taka þátt í. Aðalhvatamaður að samtökum íslenzkra barþjóna var Daninn Kurt Sörensen, en hann var for- seti Alþjóðasamtaka barþjóna, sem stofnuð voru árið 1951. Einn aðal- þátturinn í starfsemi alþjóðasam- takanna hefur verið árleg cock- tailkeppni, en nú verður þessi keppni aðeins annað hvert ár, og munu íslenzkir barþjónar bera fram tillögu á norræna fundinum þess efnis að efnt verði til nor- rænnar keppni um bezta cocktail- inn, auk þess sem þeir munu Framhald á bls. 14. Stjórn Barþjónaklúbbs Islands. Frá vinstri eru Róbert, Jón Þór, Símon, Viðar og Daníel. (Tímamynd K. J.) V // A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.