Tíminn - 27.05.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.05.1966, Blaðsíða 2
1 FÖSTUDAGUR 27. mai 1966 2 TflVIINN BÆJA RSTJÓRÁ STÁ RFIÐ Á ÍSAFIRÐI AUGL ÝST AF ERNINUM REVIEW UTMYNDIR IICELAND Heimir Hannesson tala SjálfstæSisflokksins um rétt 100 atkvæði frá því í kosningun- um 1962, fékk þá 574 atkvæði en nú 474. — Henda menn ekki gaman að því, að Alþýðublaðið telur Alþýðu flokkinn hafa unnið 4 nýja bæjar- fulltrúa umfram þá, sem þeir töp- uðu og þar af 2 nýja á ísafirði? ramhald á bls 14 BORGARNESI Nýtt hefði timaritsins Iceland Re viwe er komið út. Er það fjöl- breytt að efni, vandað að frágangi og , glæsilegt í alla staði eins og ávallt áður og er nú að hlula tileinkað Vestmannaeyjum. Gísli J. Ástþórsson, rithöfund- ur, skrifar um Vestmannaeyjar og líf fólksins þar, stutt viðtal er við Guðlaug Gíslason — og Páll Steingrímsson, kennari, segir frá lundaveiðum í úteyjum. Fjölmarg- fallegar myndir eftir Sigurgeir Hermann Schlenker Haraldur J. Hamar K-Reykjavík, fimmtudag. Blaðið átti símtal við Bjarna Guðbjörnsson, bæjarfulltrúa Fram sóknarflokksins á ísafirði í dag í tilefni af því, að Framsóknarflokk- urinn vann fulltrúa af Alþýðu- flokknum í bæjarstjórnarkosning- unum. — Þið eruð ánægðir með úrslit- in, Bjarni? — Eftir atvikum erum við það. Við höfðum einn fulltrúa í bæjar- stjórninni og höfum nú tvo og hefur staða flokksins í bæjarmál- um styrkzt að sama skapi. Fylgis- hrun Sjálfstæðisflokksins er mik- ið á ísafirði, þótt þeir hafi ekki tapað fulltrúa. Lækkaði atkvæða- prýða greinarnar og ennfremur eru þar margar teikningar frá Vestmannaeyjum eftir Baltasar. Ljósmyndir eru bæði svart-hvítar og í litum. Elín Pálmadóttir skrifar grein um, hraun-keramik Glits og birt- ast myndir af ýmsum unnum mun um og veggmyndum úr þesari nýju keramikblöndu, sem vakið hefur töluverða athygli. Greininni _ fylg- ir ennfremur litmynd af vegg- mynd þeirri, sem Ragnar Kjart- ansson gerði úr hraunkeramik og prýðir hið nýja félagsheimili í Ytri-Njarðvík. Framhald á ols. 12. Bjarnl Guðbjörnsson ALLA AUKN- tækifæri til að biðja Tímann, að færa öHum stuðningsmönnum B- listans í Borgarnesi beztu þakkir fyrir traustið og þeirra þátt í að skapa þennan glæsilega kosninga- sigur. Við vonumst til að þessi kosningasigur okkar tryggi áfram- haldandi framfara- og uppbygg- ingatímabil í Borgarnesi eins og verið hefur síðasta kjörtímabilið. HZ-Reykjavík, fimmtudag. Mikil spenna er komin í nor- ræna bridgemótið að loknum 6 umferðum í opna flokknum. Norð- menn hafa töluvert forskot og eru sigurstranglegastir. í Rvöld mætir Noregur I íslandi I og Nor- egur II mætir Finnlandi II og svo á morgun, fiistudag, verð- ur síðasta umferð spiluð, bæði í opna flokknum og i kvennaflokkn- um. í kvennaflokknum eru sænsku konurnar líklegastar til sigurs. í gærkvöldi fóru leikar þannig í opna flokknum: ísland II—Finnland II 6—0 Noregur II—Svíþjóð II 2—4 Danmörk II—Svíþjóð I 0—6 Finnland I—ísland I 0—6 Danmörk I—Noregur I 1—5 Staðan í opna flokknum er þannig: Noregur 57 ísland 38 Svíþjóð 37 Danmörk 25 Finnland 23 Við hringdum í Símon Símon- -arson, sem er einn af keppend- um fyrir ísland í sveit nr. I. _ — Hvernig finnst þér árangur fslendinga? — Mér finnst hann bara þokka legur. Við erum komnir í annað sæti og þetta hefur gengið upp og niður. Norðmenn virðast komn ir með sigurinn, en þó þarf það ekki að vera, ef þeim gengur illa í tveim síðustu umferðunum en oggur eða Svíum vel. — Hvernig hefur framkvæmd mótsins tekist? — Mjög vel, allt gengur eftir óskum. Sýning á töflunni hefur verið öll kvöld og með auknum mannafla við hana, hefur sá þátt ur mótsins lánast sérstaklega vel. — Hvað um úrslit í kvenna- flokki? — Sænska kvennasveitin er sterkust og mun að líkindum sigra. Annars er það athyglisvert, hvað íslenzka sveitin hefur staðið sig vel. Undanfarin ár hefur hún staðið töluvert að baki hinum. Hér sést sveit Noregs II ásamt varamönnum og fyrlrliSa. Frá hægri: ] Andreas Schröder Nielsen, Gunnar Jöhnsen, Tore Jensen, Björn Larsen, j fyrirliði, Leif Salteröd, Willy Varnás og Hennlng Riise. (Tímam. Bj. Bj.) FENGUM NÆR INGUNA í TK-Reykjavík, miðvikudag. Halldór E. Sigurðsson, alþmgis- imaður og sveitarstjóri í Borgar- nesi, leit inn á ritstjórnarskrifstof ur blaðsins í gær. Notuðum við tækifærið og spurðum hann írétta af kosnfngunum í Borgarnesi, en Framsóknarflokkurinn hélt þar meirihluta sínum með miklum glæsihrag. — Ertu ekki ánægður með úr- slitin, Halldór? — Ég las það í Morgunblaðinu í gær, að Sjálfstæðismenn í Borg- arnesi séu ánægðir með það, að hafa ekki tapað nema 8 atkvæð- um frá síðustu sveitarstjórnarkosn ingum í Borgarnesi og lækkað hlut fallstölu sína úr 40.5% í 34.5% atkvæða. Með þetta í huga finnst mér fullkomin ástæða fjrir okkur Framsóknarmenn í Borgarnesi að vera ánægðir með okkar hlut, enda erum við það, þar sem við bætt- um við okkur 56 atkvæðum og hækkuðum hlutfallstölu okkar úr 48% í 53% gildra atkvæða. Aukn- ing gildra atkvæða í kosningun- um miðað við síðustu sveitarstjórn arkosningar var 56 atkvæði og fengum við því nær alla aukning- una. Mér þykir rétt að nota þetta Norræna bridgemótið LA SÝNIR OKKAR“ í IÐNÓ FB-Reykjavík, fimmtudag. Leikfélag Akureyrar mun koma hingað til Reykjavíkur og hafa gestaleik á Bærinn okkar, eftir Thornton Wilder, sem sýnt hefur verið að undan- fömu á Akureyri við góðar und irtektir. Leikritið verður sýnt í Iðnó klukkan 15 og 20.30 á annan í hvítasunnu, en að- göngumiðasala hefst á morg- un, föstudag í Iðnó. Bærinn okkar er þriðja leik- ritið, sem Leikfélag Akureyr- ar sýnir í vetur. Áður hafa ver- ið sýnd Skrúðsbóndinn, og Swedenhielms-fjölskyldan. Það er Jónas Jónasson, hinn kunni útvarpsmaður, sem stjórnar Bænum okkar, en hann hefur áður sett á svið þrjú ieikrit á Akureyri, Þrjá eiginmenn árið 1956, Pabbi 1960 og Nitouce árið 1965. Bærinn okkar var frumsýnd ur á Akureyri á 2. i páskum, og hefur verið sýndur þar síð- an. Nú eru leikendurnir vænt- anlegir til Reykjavíkur, en þetta er í annað sinn, sem LA kemur með gestaleik hingað, í fyrsta sinn var það árið 1944 eða 45, samkvæmt upplýsing- um Sveins Einarssonar leikhús stjóra Iðnós, en þá kom LA með Brúðuheimilið. LA verður 50 ára á næsta ári, og hefur samtals tekið fyrir 118 verk- efni, að því er segir í leikskrá. Með aðalhlutverk í Bænum okkar fara Haraldur Sigurðs- son, Júlíus Oddsson, Marinó Þorsteinsson, Guðlaug Her- mannsdóttir og Björg Baldvins dóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.