Tíminn - 27.05.1966, Síða 5
FÖSTUDAGUR 27. maí 1966
Otgefandl:, FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu. simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af
graS<usími 12323 Auglýsingaslmi 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr 95.00 á mán tnnanlands — f
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f
„Staðbundnar
ástæður“
Morgunblaðið er að segja mönnum, að „staðbundnar
ástæður11 hafi valdið því, að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði
fylgi í kosningunum. Er þetta hin vesaldarlegasta til-
ratm Bjarna Benedi'ktssonar til að koma ósigrinum af
sér yfir á Geir borgarstjóra.
Sannleikurinn er sá, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ætíð komið sterkari út úr bæjarstjórnarkosningum en
alþingiskcsniingum. Fylgishrun Sjálfstæðisfiokksins nú
stafar fyrst og fremst af andúð manna á stjórnarstefn-
unni. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði sem svarar 10. hverj-
um fylgismanni í kaupstöðunum, og á almanna vitorði
er, að fylgishrunið hefði orðið mun meira, ef kosið hefði
verið til Alþingis. Þess vegna er miklu nær að segja, að
„staðbundnar ástæður“ hafi valdið því, að fylgishrun
flokksins varð ekki miklu meira.
Sjálfstæðisflokkurinn rétt lafir í Reykjavík, þar sem
menn voru farnir að halda, að flokkurinn væri ósigrandi
— og þetta á sér stað þrátt fyrir það, að allir vitj að
Geir er vinsælli en Bjarni, samanber allar útstrikanirnar
á manninum í neðsta sætinu.
Óþarfar deilur
Auðvitað á að vera óþarfi að rífast út af kosningaúrslit-
um. Frá kosningaúrslitum verður að skýra rétt og hafa
það, sem sannast reynist. Alþýðuflokkurinn bætti við
sig fylgi, enginn neitar því, en er það rétt, að Alþýðu-
flokkurinn hafi unnið tvo nýja bæjarfulltrúa á ísafirði
og einn á Sauðárkróki? Auðvitað er það ekki rétt, og
menn þurfa ekki annað en líta í kosningahandbókina
sína til að sjá, að Alþýðuflokkurinn tapaði fulltrúa á
ísafirði, og hefur einn eins og áður á Sauðárkróki. Það
er hvimleitt og furðulegt, að menn skuli vera að deila
um þetta.
Efnahagsmálastefnan
Engum heilskyggnum manni ætti að blandast hugur
um, að úrslit kosninganna er krafa um breytta efnahags-
málastefnu. Það verður að stöðva verðbólguna og ráðið
til þess er ekki að herða reksturslánaskrúfuna á fyrir-
tækjunum, eins og ríkisstjórnin virðist telja. Það verð-
ur að hlynna sem mest að íslenzkum atvinnurekstri og
gera fyrirtækjum kleift að borga það kaup, sem menn
þurfa og verða að fá. Það verður að auka vélvæðinguna,
hagræðinguna í rekstrinum og þar með framleiðnina,
skila meiri arði á hverja vinnandi hönd. Þetta tekst ekki
nema til sé veitt verulegu fjármagni. Og þetta fjármagn
er til, en það er bara lokað ihni og ríkisstjórnin telur það
ganga guðlasti næst að biðja.um, að það verði lánað út
til framleiðniaukningar í atvinnurekstri.
Það verður æ fleirum ljóst, að- cínahagsmálastefna nú-
verandi stjórnar leiðir til ófarnaðar. Augu manna í
stjórnarflokkunum sjálfum eru að opnast fyrir þessu.
í kosningunum fékk ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar
alvarlega aðvörun frá kjósendum. Því miður virðist for-
sætisráðherrann skilja úrslitin á annan veg. Hann lætur
MbL segja það, að á engan hátt sé unnt að túlka úrslitin
seœ vantraust á stjórnarstefnuna. en hins vegar séu
þau aövörun til kjósendanna sjálfra!
_ TÍMINN________________________
.......— ..... ■ '
| EGIL STEINMETZ:
Pólitísk kvöldverðarboð í Wash-
ington gómsætt umræðuefni
Dodd öldungadeildarmaður
„FYRIRBÆRIÐ DODD“ er
eitt af algengustu umræðuefn-
um manna í Washington um
þessar mundir. Einn af kunn
ustu öldungadeildarþingmönn-
um Demókrata, Thomas Dodd
frá Connecticut, hefir lent í
alvarlegri klípu og flækzt í
mál, sem kann að verða örlaga
ríkt fyrir fleiri en hann sjálf
an, og vakið hefir illan grun
margra á tveimur algengum
venjum í bandarísku stjórn-
málalífi. En á þessar venjur
hefir oft áður verið ráðizt.
Hér er annars vegar átt við
síðdegisveizlurnar, sem haldnar
>eru til að afla fjár til að standa
straum af kosningabaráttu ein
stakra manna, en hins vegar
starfsemi, sem samtök, fyrir
tæki og „áhrifahópar“ láta
stunda í þinginu málefnum sín-
um og fyrirætlunum til fram-
dráttar.
Dodd öldungadeildarþingmað
ur er sakaður um tvennt: ann
ars' vegar á hann að hafa notað
til eigin þarfa tekjurnar af
„pólitískum síðdegisveizlum" og
hins vegar að hafa á óviðeig
andi hátt stutt „vissa hags-
muni“ í öldungadeildinni, þar
á meðal hagsmuni vestur-þýzkr
ar stóriðju.
Dodd-málið er stórpólitískt
mál, þar sem það sýnir á áber
andi hátt grunsamlegar hliðar
á bandarískum þingvenjum.
Málið vekur enn meiri athygli
fyrir þá sök, að Dodd er — eða
var að minnsta kosti — einn af
nánustu vinum Johnsons for-
seta. Á skrifborði hans standa
hvorki meira né minna en fjór
ar myndir af forsetanum. Á
íinni þeirra stendur skrifað með
eigin hendi forsetans: „Til
Tom Dodd, sem er hugprúður,
duglegur og fórnfús þjónn hins
opinbera, frá vini hans Lyndon
B. Johnson.“
MEÐAN Johnson var vara-
forseti var hann einn helzti
ræðumaðurinn í „stjórnmála-
veizlum" Dodds, en Humphrey
hefir tekið við af honum. Að-
gangseyrir einstaklingsins að
þessum veizlum hefir samsvar
að 6—9 hundruðum króna og
tekjurnar oft numið um og yfir
milljón króna.
Ekki er neitt óvenjulegt, að
frambjóðendur við þingkosn
ingar afli sér fjár á þennan
hátt til þess að standa straum
af kosningabaráttunni. Almenn
ingur hefir að vísu ávallt haft
illan bifur á aðferðinni.
Goldwater öldungadeildar-
þingmaður aflaði sér á þennan
hátt meginhluta þess fjár, sem
hann varði til kosningabaráttu
sinnar. Richard Nixon er um
þessar mundir á ferðalagi um
hin ýmsu fylki Bandaríkjanna
og flytur ræður í slíkum veizl-
um, en aðgangseyrir að þeim
er 600 krónur fyrir manninn og
þaðan af meira.
Hvað mál Dodds áhrærir þyk
ir alvarlegast, að haldið er fram
ið hann hafi ekki varið innkomn
um tekjum til að kosta kosn-
ingabaráttu sína, heldur til
einkaþarfa, en ekki greitt skatt
af þessum „tekjum“.
Sjálfur heldur Dodds fram,
að hann hafi litið á bessar tekj
ur sem „gjafir“, en gjafir eru
skattfrjálsar. Hann hefir hvað
eftir annað látið skrifstofu sína
gefa út yfirlýsingar um, að
slíkt og þvilíkt sé „liður í
bandarískum lífsvenjum“, og
að öðrum kosti væri ómögulegt
fyrir „fátækan mann“ að
stunda þingmennsku.
En er Dodds þá fátækur?
Hann hefir í laun sem öld-
ungadeildarþingmaður 30 þús.
dollara á ári (nál. 1,3 millj.
ísl. króna) og hið opinbera
greiðir skrifstofukostnað hans
eins og annarra öldungadeildar
þingmanna. Þar á ofan fær
hann greiddar sex ferðir á ári
fram og aftur milli þings og
heimafylkis síns eins og aðr
ir þingmenn. Sagt er ennfrem
ur, að hann hafi að auki um
hálfa þriðju milljón króna í
tekjur, bæði frá lögfræðiskrif
stofunni, sem hann vann áður
við, og í þóknun fyrir fyrir-
lestra.
OG HVAÐ er svo „gjöf“?
Samkvæmt hæstaréttarúr-
skurði í Bandaríkjunum árið
1959 er gjöf það eitt, sem
„sprottið er af óeigingjarnri
gjafmildi, virðingu, aðdaun,
góðgerðarsemi eða öðrum slík-
um hvötum“. En erfitt er að
verjast þeirri hugsun með öllu
eins og minnst hefir verið á
meðal annars í blaðinu „New
Republic“, að þeir, sem hafa
fært Dodd öld “gadeildarþing
manni slíkar „gjafir“, hafi á
stundum haft í huga anna
hvort veittan greiða eða væn
anlegan.
Bandarísk skattayfirvöld hafa
að minnsta kosti litið þannig
á málið. Þau hafa nú látið
hefja rannsókn i máli Dodds.
Þingnefnd, sem á að gæta „sið
ferðis öldungardeildarþing-
manna“ hefir einnig hafið rann
sókn. (Nefnd þessi var sett á
stofn þegar hneykslismál Bobb-
ys Bakar var á döfinni). Rann
sókn þessi var að vísu hafin
eftir beSnum tilmælum Dodds
sjálfs, en hann hefir einnig beð
ið ríkislögregluna (FBI að
kanna málið.
Margt er líkt með þeirri rann
sókn, sem nú er hafin, og
rannsókninni sem þingið gekkst
fyrir í máli hins fræga Mc-
Carthy á sinni tíð. Líking er
einnig í því fólgin, að Dodd
stendur yzt til hægri í flokki
sínum eins og McCarthy. Rann
sókninni á hendur McCarthy
lauk eins og kunnugt er með
þvi, að hann hlaut sakfellingu,
sem reið honum að fullu sem
stjórnmálamanni og talið að
flýtt hafi einnig fyrir dauða
hans.
Sá munur er þó hér á, að
Dodd hefir sjálfur gengist fyrir
rannsókn í sínu máli.
THOMAS DODD er 64 ára
að aldri og hvítur orðinn fyrir
hærum. Hann lauk lögfræði-
prófi við Yale-háskóla og tók
síðan við starfi í ríkislögregl-
unni (FBI), en hann hefir
ávallt og ákaft stutt hag hennar
í hvívetna í öldungadeildinni.
Hann var einn af lögfræðingun
um við réttarhöldin í Niirnberg
og kjörinn til öldungadeildar
árið 1959.
Dodd var frá upphafi einn af
nánustu samstarfsmönnum og
vinum Johnsons. Þegar forseta
kosningarnar stóðu fyrir dyr*
um fyrir tveimur . árum álitu
margir, að Johnson hefði held
ur viljað hann en Humphrey
sem varaforsetaefni. En hinn
frjálslyndi Humphrey hefir r
sennilega orðið fyrir valinu ein |
Framhald á bls. 15