Tíminn - 27.05.1966, Qupperneq 8
e
JÍJMINN
FÖSTUDAGUR 27. maí 1966
GUÐMUNDUR KJARTANSSON
SÍÐARI HLUTI
Hugsanleg aðferð til ísvarna
við virkiun vatnsfalla
Bórfellsvirkjun.
Skilyrðin fyrir þvi, að hitamiðl-
un með framansögðum hætti sé
framkvæmanleg og komi að gagni
til ísvama við virkjun, eru:
1) að árvatnið hlýni vel í sum-
arhitum á kafla langt fyrir ofan
virkjunarsíað.
2) að á leið þaðan niður að
virkjunarstað séu víðáttumikil
hraun eða önnur gropin jarðlög,
sem hægt er að veita ánni út í
og hún raundi síga niður í.
3) að vatnið komi fram aftur í
farveg árinnax ofan við virkjunar-
stað og þó helzt sem næst hon-
um. — Skulum við næst athuga
hvert þessara skilyrða um sig með
tillliti til Búrfellsvirkjunar.
Virkjunarstíflunni hefur verið
ákveðinn staður 12 km fyrir neð-
an mót Þjórsár og Tungnár. Um
ármótin er meðalrennsli þessara
stórvatna samtals um 295 m3/sek.,
Þjórsár einnar um 120 m3/sek.,
en Tungnár mun meira, 75
im3/sek. (samkv. mælingum Sig-
urjóns Rist). í Þjórsá ofan við
Tungnármynni er nær eingöngu
jökulvatn og dragavatn, og því er
rennsli hennar mjög óstöðugt.
Hún er miklum mun meiri sum-
ar en vetur og mun geta minnk-
að niður úr öllu valdi í vetrar-
hörkum. Tungná er aftur á móti
að mestu blanda af jökulvatni og
lindarvatni, og veldur lindavatn-
Íð því, að rennsli hennar er mikl-
um mun jafnara en Þjórsár, og
er það algerlega Tungná að þakka,
að stórvirkjun án rennslismiðlun-
ar þykir koma til greina hjá Búr-
felli.
Um Þjórsá fyrir ofan Tungn-
ármynni er það skemmst frá að
segja, að hana vantar framantalin
skilyrði til hitamiðlunar, og lát-
um við útrætt um hana, en snú-
um okkur að Tungná.
Tungná uppfyllir fyrsta skilyrðið
frábærlega vel. Á rúmlega 60 km
kafla upp frá Hófsvaði er hún
mjög lygnt og grunnt auravatn,
sem hlýnar og kólnar eftir loft-
hita og sólfari. Ég hef nokkrum
sinnum, alltaf í júlímánuði, stung-
ið í hana hitamæli á aurakaflan-
um og mælzt hitinn: 13° (undir
Snjóöldufjallgarði 1949), 10,5“
(sama stað 1959, lofthiti 9°), 16,0“
(á Hófsvaði 1953, lofth. 16“) og
14,2° (sama stað 1953, lofth. 15,4°)
Ég mundi gizka á, að meðalhiti
árvatnsins á Hófsvaði væri ekki
undir 8° um þriggja mánaða skeið
í meðalsumri. Og svo vel viil til,
að þarna er áin að mestu jökul-
vatn og því vatnsmest samtímis
því seno hún er hlýjust. Meðal-
rennsli hennar á Hófsvaði er tal-
ið um 100 m3/sek., en ætla má,
að þrjá hlýjustu sumarmánuðina
sé það nær 150 m3/sek.
Næsta skilyrði virðist einnig vel
fullnægt um Tungná. Frá Hofs-
vaði, þar sem aurakaflanum slepp-
ir, rennur hún vestur með norður-
jaðri Tungnárhrauna út í Þjórsá
hjá Sultartanga. Er það um 50
km vegur mælt eftir ánni, sem
er nokkurð hlykkjótt, en um 30
km eftir meginkvíslum hraunanna
milli fella og aldna úr móbergi,
sem standa upp úr þeim eins og
eyjar. Neðan við ármótin halda
hraunin áfram niður með Þjórsá,
og eru þar víðast, eins og fyrr
segir, í báðum árbökkunum nið-
ur fyrir TröllkonuhlaUp, en þó
miklu breiðari austan ar (sjá
kort).
Auðvelt er að veita Tungná út
i hraunin á fossbrún neðan við
Bjallavað, enda sýna þar farveg-
ir í hrauninu, að þangað rennur
stundum nokkuð af vatni hennar,
og þarf mjög lítið að hækka í
henhi til að svo verði. Nú mun
það þó ekki gerast nema af völd-
um íhelðslu íss að vetrarlagi. og
hefur Sigurjón Rist komið að
henni þarna í þeim ham. Mann-
virki, sem þarna þarf að gera, eru
lágur stíflugarður þvert yfir ána
og sennilega einhver inntaksskurð
ur, og flóðgátt verður að vera á
stíflunni, svo að veita megi áimi,
eftir því sem við á, ýmist í hraun-
ið eða í farveg sinn. Enn fremur
er trúlegt, að einhverjar fyrir-
hleðslur þurfi í hrauninu tii að
beina vatninu leið þangað sem
það sígur greiðlegast niður og
vama því að að renna ofanjarð-
ar aftur til árinnar.
Nú er óhjákvæmilegt að spyrja:
Þéttir jökulvatnið ekki hraunið
með gruggi sínu og beljar yfir
það í stað þess að síga niður og
verða að grunnvatni? — Jú, að
nokkru leyti. En þéttingin tekur
langan tíma, og hún verður aldrei
fullkomin. í þessu efni eru kvísl-
ar Skaftár í Eldhrauninu einkar
lærdómsríkar. Þær sækja fram og
munu flest sumur komast nokkr-
um metrum lengra en sumrinu
áður. En með þessu hef ég lítið
fylgzt, og um það eru margir Skaft-
fellingar miklu fróðari en ég. Skár
hef ég fylgzt með Helliskvísl, sem
er smáá á Landmannaafrétti og
með nokkrum jökullit.
Vorið 1913 varð eldgos á Lamba
fit og hraun þaðan flæmdi Hellis-
kvísl úr farvegi sínum, sem henni
hafði þá á nokkrum þúsundum ára
tekizt að þétta sér yfir Heklu-
hraun og Tungnárhraun norður í
Tungná, um 18 km veg. Síðan hef-
ur Helliskvísl verið að fikra sig
áfram aðra leið um hraunin, og
kemst hún stundum á sumrin of-
anjarðar alla leið niður í Leirdal.
Þessi framsókn hefur verið mjög
mishröð, með kyrrstöðum óg jafd-
vel afturkippum, en nemur alls
15—20 km á 53 árum. Hér yrði
of langt mál að segja þá sögu
nánara, en niðurstaða mín af at-
hugunum á Helliskvísl (og raun-
ar öðrum skyldum fyrirbærum) er
sem hér segir.
Þétting í hrauni eða vikri af
völdum jökulvatns, sem þar renn-
ur yfir nær mjög grunnt niður
frá botni, aðeins fáeina sentí-
metra á áratugum. Þéttast (minnst
lekt) verður sjálft yfirborðið, sem
þekst húð eða himnu úr mjúkri
og fínni eðju, sem líkja má við
málningu á vegg. Þessi þétting er
þó engan veginn fullkomin, og
lækir í þannig þéttuðum farvegi
minnka sýnilega af niðursigi á
inn spx-ingur og molnar og rýk-
ur burt fyrir vindi. í frosti er
eyðing þéttilagsins enn rækilegri.
Af þessum sökum er það veiga-
mikið, að við hitamiðlun er ekki
ástæða til að veita árvatninu sí-
fellt í hraunið, heldur fyrst og
fremst_ á sumrin, þegar það er
hlýtt. í vetrarfrostum er sjálfsagt
að taka vatnið af, bæði til að
kæla ekki grunnvatnið að óþörfu
og einnig til að vatnsrásirnar of-
anjarðar þorni, svo að frost og
þurrkur nái til að eyða þeirri þétt-
ingu sem orðið hefur á botni
þeirra sumarið áður.
Kemur nú að hinni veigamiklu,
en erfiðu spumingu: Hve mikið
vatnsrennsli taka hraunin! —
Nokkur vísbending fæst um það
af því, sem þegar er sagt um
rennsli jarðvatnsins eftir þessum
sömu hraunum gegnum þrengslin
milli Búrfells og Sauðafellsöldu
laust ofan við Rangárbotna, þar
sem fram rennaþneðanjarðar eitt-
hvað 20 m3 af vatni á sekúndu.
Rennsli grunnvatns gegnum tak-
markaða bergspildu (t. d. hraun)
er háð eftirtöldum eiginleikum
hennar: 1) gerð eða nánar til
tekið groppu) bergsins, þ.e., hve
bergið er gropið eða holótt: 2)
þversniðsflatarmáli (breidd x með-
alþykkt) þess hluta spildunnar sem
er undir grunnvatnsborði, og 3)
halla grunnvatnsborðsins í rennsl-
isstefnuna. — Berum nú saman
þessa eiginleika annars vegar í
hinu tiltölulega vel kannaða sundi
milli Búrfells og Sauðafellsöldu og
hins vegar í hraununum upp með
Tungná.
Berggerðina getum við lagt að
líku á báðum stöðunum því að þar
er um sömu hraunin að ræða,
Tungnárhraun.
Þversniðsflatarmál hraunanna
milli Búrfells og Sauðafellsöldu
undir grunnvatnsborðj telst
mér um 175000 m2. — Á kafl-
anum frá Hófsvaði niður að
Búrfellsvirkjun eru þessi hraun
stuttri leið. Ef lækurinn þornar | yfirleitt miklu breiðari, víð-
og botn hans sömuleiðis, fer þessi' ast 5—10 km. Um þykkt
þétting að mestu forgörðum, leÍT-lþeirra þar vitum við minna — en
my.s,
300
200«-
150
100
NV
IIP
1111
>11,
i-iil
BUJ?r£LLv
I.
3
-íí
0
c
V
0
SA ..
L fijórsá C
nm\
IIIIIIX
'iWWl
ViViWiv
«L
tri.
II =11
íj.v.iiu.vvy.-v-'.v.v.y^^ // II ll B l\ W »
'0 /
O) /ii
0 /I =>
^ /SAUÐAFELLS-
“ * ALDA
S= // II x\ /,
ll 5= \\ // = \\
'i. = =1 w. U
=*//// \\ 'Z
% II <S" =
//=* II
O
my.s.
S00
--200
500
1000
2000 m
100
Snið af Tungnárhraunum um mjóddina milli Búrfells og Sauðfellsöldu. Svart: Tungnárhraun, merkt T — Z í stafrófsröð eftir aldri: punlctað: óharðn-
að set ýmiss konar, t. d. áreyri undir T, millilög (úr vikri, sandi og jarðvegi) milli hrauna, vikrar á yfirborði og skriða við rætur Búrfells; A, B.
C og D: borholur. — Teknað samkv. skýrslu til raforkumálastjóra eftir Þorleif Einarsson og Hauk Tómasson, en þó lítillega breytt peirra
íeikningn.
Guðmundur Kjartansson
þó talsvert, og er það að þakka
mjög fróðlegri jarðborun nálægt
Sigöldu sumarið 1959. Fimm hol-
ur, sem þar voru boraðar 39—49
m. niður í hraunin, náðu ekki nið-
ur í gegnum þau. í öðrum þrem-
ur, sem náðu í gegn, reyndist
þykkt hraunbreiðunnar 38, 55 og
70 m. Ekki er þó sennilegt, að
síðastnefnda holan hafi hitt á sjálf-
an dýpsta ál hraunanna (þ. e. þann
farveg, sem Tungná átti sér, áður
en elzta hraunið rann fyrir 8000
ánim). En raunar er það ekki öll
þykkt hraunanna, sem hér skiptir
meginmáli, heldur fyrst og fremst
þykkt þeirra niður að, grunnvatns
fleti, því að undir honum eru þau
þegar mettuð vatni. f borholimum
í hraunhafinu suður af Sigöldu
reyndist dýpt á grunnvatnsborði
31—46 m (mæling Sigurjóns Rist
í apríl 1960). Af þessum athug-
unum — og öðrum, sem of langt
yrði upp að telja — virðist þver-
sniðsflötur ofan grunnvatnsborðs
í hraununum sunnan Tungnár vera
víðast hvar um ug yfir 350000 m3,
sem er nær tvöföld stærð þver-
sniðsflatar þessara hrauna undir
grunnvatnsborði ofan við Rangár-
botna. — Hér verður þó að geta
einnar undantekningar: Suðvestur
frá Sigöldu rísa Melfell og tvær
aðrar móbergseyjar upp úr hraun-
hafinu og skipta því í fjögur sund,
sem eru ekki nema um 2 km á
breidd samtals. Að öðru jöfnu —
þ.e. dýptinni niður á grunnvatns-
borði og hallanum — mundu þessi
þrengsli valda því, að nokkuð af
því grunnvatni, sem mettaði
hraunin ofan og neðan þrengsl-
anna, rynni í lækjum ofanjarðar
á kaflanum í gegnum þau (sbr.
tilurð Rangár vegna þrengsla milli
Búrfells og Sauðafellsöldu). En nú
vill svo vel til, að í þrengslunum
beggja vegna Melfells er halli
hraunanna hvað mestur, og auk
þess bendir vatnsstaða í borhol-
um til, að þar sé dýpst á grunn-
vatninu. Þetta hvort tveggja
mundi vega nokkuð á móti ann-
mörkum þrengslanna. En jafnvel
þó að á þessum kafla, fáeinum
kílómetrum, beljaði í lækjum t.d.
þriðjungur eða helmingur heildar-
rennslis miðlunarvatnsins þær vik-
urnar, sem mestu vatni væri veitt
í hraunin, þá mundi það litlu
muna í óhag hitamiðluninni.
Halli grunnvatnsflatar fram
þrengslin milli Búrfells og Sauða-
fellsöldu er h.u.b. 1:150. — Á hin-
um efri köflum hraunbreiðunnar
hallar yfirborðinu talsvert mis-
jafnt og — eins og helzt verður
á kosið — mest þar, sem að henni
þrengir, og minnst þar, sem hún
breiðir mest úr sér. T. d. er halli