Tíminn - 08.06.1966, Síða 5
MJÐVIKUDAGUR 8. iúní 1966
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Krlstján Benedflrtsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. JÓn Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrlmur Gislason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu-
húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af-
greiSslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands - í
lausasöta kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.t
Fiskrækt
í fyrrakvöld var haldinn stofnfundur Félags áhuga-
maima inn fiskrækt. Er þetta hin tímabærasta og þarf-
asta félagsstofnun, og vill Tíminn nota þetta tækifæri til
að óska félaginu allra heilla og góðs árangurs í starfi.
Fiskrækt í stórum stíl er eitt mesta framtíðar- og
framfaramál þessa lands. Þær athuganir, sem fram hafa
farið benda emdregið til þess, að aðstæður allar
séu sériega góðar til fiskræktar hér á landi. Það
má ætla, að hið nýstofnaða félag geti orðið mikilsverðhr
aðili td að vinna þessu máli framgang. Á stofnfundinum
komu fram eindregnar óskir um, að auk fiskræktar léti
félagið sig varða fiskvernd. Voru lög félagsins samþykkt
í þeirri veru. Á fundinum kom fram mikill áhugi á því
að hefja athuganir á möguleikum á fiskrækt í sjó í stór-
um stíl, og er þar um hið ágætasta nýmæli að ræða. Var
bent á það, að hér á landi væru hinar beztu aðstæður
fyrir slíka ræktun. Þá mun félagið láta til sín taka fisk-
rækt í á mog vötnum, en eins og kunnugt er, þá er slík
ræktun víða orðin mikil og arðbær búgrein.
Stofnun félags áhugamanna um fiskrækt er mjög tíma-
bær hér á landi. Slíkt félag getur látið margt gott af sér
leiða og raunar valdið mikilli byltingu í framkvæmd og
viðhorfum manna til veiða og nýtingar. Geysimiklir
möguleikar virðast liggja ónýttir í þeim efnum, sem
varða alhliða fiskrækt hér á landi, bæði í söltu vatni og
fersku. Og það mun verða vérkefni þessa félags að benda
á þýðingu þess að hefja slíka ræktun í stórum stíl.
„ef þessi óheiliaþróun
verður ekki stöðvuð“
í ræðu, sem Sigurður Helgason, varaformaður stjórn-
ar Loftleiða h.f., flutti á aðalfundi félagsins, komst hann
m.a. svo að orði um verðbólguþróunina hér á landi og
áhrif hennar á starfsemi félagsins:
„Eitt er þaS mál, sem háir félaginu mjög, en þaS er
hin óhagstæSa verSbólguþróun innanlands. KostnaSur
allur hér á landi eykst hröSum skrefum og mikiS hraSar
en í nágrannalöndunum. Ekkert lát virSist vera á þess-
ari óheiilaþróun hér ... Hér er félagiS alveg varnar-
laust, því fargjöld verSa ekki hækkuS, þótt tilkostnaSur
aukist, þar sem félagiS starfar á alþjóSlegum vettvangi
og í harðri samkeppni viS um þrjátíu önnur flugfélög á
Atlantshafinu .... ísland er aS verSa aldýrasta landiS,
sem félagiS starfar í, bæSi aS því er launakostnaS og
annan kostnaS áhrærir. Útlendir ferSamenn kvarta einn-
ig í sífellt vaxandi mæli um þá ofsalegu dýrtíS, sem hér
ríkir og fer aS verSa erfiSleikum bundiS aS fá fólk til aS
heimsækja landiS, ef þessi óheillaþróun verSur ekki
stöSvuS".
Þannig berast hvaðanæva að hinir hörðustu dómar
um verðbólguna - í Morgunblaðinu gerir forsætisráð-
herrann hins vegar við hana gælur og segir hana ekki
eins afleita og margir vilja ver láta. Það sé nú ýmislegt
gott, sem af verðbólgunni hafi leitt, bæði beint og ó-
beint, segir hanh — Það virðist ekki fara milli mála,
fyrir hvaða hóp manna forsætisráðherrann skrifar.
TÍMIMN
Austur-Evrópuríkin sögð taum-
stirðari við Rússa en áður
MARGT þykir bencla til, að
Austur-Evrópuríkin sýni vax-
andi vilja til að draga úr valdi
Rússa og auka sjálfstæði sitt.
Rúmenar eru taldir þarna
einna fremstir í flokiki. Bar
þessi mál mjög á góma í heims
blöðunum upp úr miðjum maí
og hinn 17. þessa mánaðar sítn
aði Peter Gross fréttamaður
The New York Times frá
Moskvu:
„Sögð er komin fram krafa
um að Sovétríkin afsali sér ein
veldinu yfir herafla Austur-
Evrópuríikjanna. Þetta á að
vera megintilgangur Rúrnena
með baráttu þeirra fyrir endur
skoðun Varsjárbandalagssátt-
málans, að því er rúmenskir er-
indrekar segja.
Rúmenar berjast fyrir eins
konar neitunarvaldi gegn þvi,
að herir Varsjárbandalagsins
noti kjarnorkuvopn. Þeir gera
kröfu til algerra yfirráða yfir
eigin herafla og aukinna áhrifa
hverrar aðildarþjóðar á hern
aðaráform og hemaðarskipan
bandalagsins. Þetta kemur
fram í kröfu Rúmena um að
aðildarríkin skipi til skiptis
æðsta yfirmann herja banda-
lagsins en hann hefur til þessa
ávallt verið rússneskur.
SAGT er, að sá háítur sé nú
hafður á í Varsjárbandalflginu,
að Sovétmenn taki einir allar
ákvarðanir um kjarnorkuvopn,
og ekki þurfti endilega sam-
þykki þess ríkis, sem vopnun-
um er komið fyrir í. CJppá-
stunga Rúmena á að gera ráð
fyrir að hafður vprði fram-
vegis á þessu háttur, sem svip
ar til „tveggja-lykla-kerfis“ Atl
antshafsbandalagsins. Þar má
ekki beita kjarnorkuvopnum
frá landsvæði neins ríkis nema
að fengnu samþykki ríkisstjórn
ar þess. Um þetta fórust Rúm
ena einum orð á þessa leið:
„Við viljum koma í veg ryr
ir að ástandið frá Kúbudeil-
unni endurtaki sig, eða að er-
lendum eldflaugum kynni að
verða skotið frá landi okkar án
okfkar samþykkis".
Tillögum Rúmena á að hafa
verið dreift með skjölum ann
arra þjóða til athugunar vegna
undirbúnings aðalráðistefnu
Varsjárbandalagsins, en hana á
að halda í fyrri hluta júlítnán-
aðar. Ekkert hefir komið fram
urn að önnur aðildarríki banda
lagsins styðji tillögur Rúm
ena, en ljóst þykir, að þessi
sjálfstæða afstaða bandaþjóðar,
se,m áður var eftirlát, valdi Sov
étmönnum nokkrum áhyggjum.
Greiðsla kostnaðar vegna
dvalar rússneskra hersveita í
ríkjum Austur-Evrópu er ekki
sérstakt ágreiningsefni að þvi
er rúmensikar heimildir herma.
Einn fulltrúi Rúmena sagði
til dæmis, að stjórnin í Búka
rest legði ekki af mörkum telj
andi fjárhæð vegna dvaiar sov
ézkra hersveita í Austur Þýzka
landi, Póllandi eða Ungverja
landi.
Sovézkar hersveitir hurfu á
brott frá Rúmeníu árið 1958.
Aldrei hefir verið birt, hvernig
hagað væri greiðslu kostnaðar
af hersveitum, sem dvelja í
hinum löndunum þremur. Sam
kvæmt rúme*skum heimildum
stendur það ríki, sem hersveit
irnar dveljast í, straum af
kostnaðinum.
í ræðu, sem Nicolae Ceaus-
escu flokksforingi í Rúmeniu
flutti 7. maí fordæmdi hann
stöðvar erlends hers í sjáif-
stæðu rílki, sagði það ekki í
Nicolae Ceausescu
samræmi við nútímann og ó-
þarft með öllu. Þessi afstaða
hefir verið staðfest í einkasam
tölum, en málsvarar Rúmena
lótu í ljós það álit, að þeir teld/
Rúmenum óviðkomandi ef
stjúrnir annarra ríkja óskuðu
eftir að rússneskar hersveitir
hefðu stöðvar í landi þeirra.
AÐILDARRÍKI Varsjár-
bandalagsins eru Sovétríkin,
Pólland, Austur-Þýzkaland,
Tékkóslóvakía, Ungverjaland,
Rúmenía, Búlgaría og Alban
ía að nafninu til. Andstaða
Rúmena gegn núverandi ski;j
an bandalagsins er skopleg
speglun átakanna innan Atl
antshafsbandalagsins. Fullyrð-
ingar Ceausescu um nauðsyn
þjóðlegs sjálfstæðis svara mijög
til afstöðu de Gaulles gegn
stefnu hins vestræna banda-
lags. Þegar Maurice Couve de
Murville utanríkisráðherra
Frakka var á ferðinni í Búka-
rest fyrir skömmu var lýst yf-
ir sameiginlegr vanþóknun á
hernaðarsamtökum ríkja vfir-
leitt.
Krafan um aðild að ákvörð-
unum um hernaðaráform, eink
um að þvi er varðar kjaniorku
vopn. á sér einnig hliðstæðu
inna>n Atlantshafsbandalagsins.
Á síðasta fundi leiðtoga Var
sjárbandalagisríkjanna í jan-
úar 1965 (en Rússar höfðu
þar tögl og hagldir) gáfu for-
ustumenn bandalagsins út að-
vörun um, að það gerði „við
eigandi ráðstafanir" ef Atlants
hafsbandalagsríkin veittu i/est
ur-Þjóðverjum aðild að kjarn-
orkuvopnum. Sovézkar yfirlýs-
ingar hafa síðan gefið til
kynna eflingu samtakanna cg
autonar varúðarráðstafanir ef
til ógnunar kæmi úr vestri.
Sendimenn erlendra ríkja
halda að Rúmenar og ef til
vill aðrar Austur-Evrópuþjóðir
taki örðin „viðeigandi ráðstaf
anir“ á þann hátt, að koma eigi
á að einhverju leyti sams kon
ar sameiginlegri ábyrgð og Atl-
antshafsbandalagið er að koma
á. f útvarpinu í Prag var fyrir
skömmu jafnvel drepið á þann
möguleika, að komið yrði upp
„samþjóðlegum herafla" Var-
sjárbandalagsins, en sendi-
menn erlendra ríkja telja, að
Sovétmenn hafi síður en svo
átt við þetta með orðunum „við
eigandi ráðstafanir".
EN LÖNGUM HAFA fréttir
að austan þótt sundurleitar og
erfitt að afla óyggjandi vito-
eskju um atburði. Hinn sama
dag eða 17. maí símaði Henry
Kamm fréttamaður The New
York Tirnes frá Búkarest:
„Rúmenska stjórnin verst
allra frétta uim þann orða-
sveim, að hún hafi sent Sov
étríkjunum og öðrum aðildar
ríkjum Varsjárbandalagsins
kröfur um brottflutning sov-
ézkra hersveita af landi ann-
arra bandalagsríkja. Gefið var
í skyn, að rílldsstjórnin væri
að undirbúa opinbera tilkynn
ingu um málið. Talsmenn utan
ríkisráðuneytisins vörðust öll
um heimsóknum. Blaðamenn,
sem gert höfðu ráðstafanir til
að hitta opinbera talsmenn að
máli, komust að raun um,
að viðtölunum hafði verið af-
lýst á síðustu stundu. Þeir
voru beðnir að koma aftur „á
morgun".
Sumir rúmenskir embættis-
menn sögðu erlendum stjórnar
erindrekum að þeim hefði ver
ið kunnugt um orðsendingu
rúmenstou stjómarinnar fyrir
viku, en aðrir embættismenn
sögðu öðrum sendimönnum að
hinar umtöluðu orðsendingar
væru uppspuni einn. Fregnirn
ar um orðsendingamar vcwu
upprunalega runnar frá
Moskvu, sennilega vegna svip
aðs „leka“ og fregnin um
væntanlega för Leonid Brezhn
evs leiðtoga toommúnistaflokiks
Sovétríkjanna til Búkarest um
daginn, en vestrænum blaða-
mönnum barst hún frá rúm-
enskum sendimönnum erlend
is.
Vestrænir sendimenn reyndu
að fá fregnina um kröfur Rúm
ena staðfesta. Yfirleitt var ját
að, að umtalaðar lo-öfur væru
í samræmi við kunna afstöðu
Rúmena, en fregnin virtist hafa
komizt furðu langt á furðu
skömmum tfma. Kunnugt er,
að Rúmenar vilja samþjóðlegt
vald innan kommúnistarfkj-
anna eins lítið og framast er
unnt. Ræða Nicolae Ceausescus
7. maí bar þeim vilja ljóst
vitni.
ALMENNT er talið ,að ráð
gjafanefnd Varsjárbandalags-
ins muni korna saman til rök
ræðna um stefnuna snemma í
surnar, ef til vill í Búkarest.
Einnig er talið, að Rúmenar
hyggist notfæra sér þá ðldu,
sem de Gaulle forseti kom aí
stað hinum megin á megintand
Framhald á bls. 11.