Tíminn - 08.06.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.06.1966, Blaðsíða 3
MTOVIKUDAGUR 8. Jflní 1966 TÍMINN Ji F. v. Valur Arnþórsson fulltrúi, fundarrltari, Brvnjólfur Sveinsson stjórnarformaSur KEA, og EiSur Guð- mundsson fundarstjóri. (Ljósmynd ED). Jakob Frímannsson á Félagsráðsfundi KEA: Flestar verzlunardeildir hafa verulega aukií söluna ED—Akureyri. Pélagsráðsfund u r Kaupfélags Ey flrðinga var haldinn fyrir nokkru Ö Blótel KEA. Puiltriúar 19 félagsdeilda á fé- iagssvæðinu voru mættir í fundar- Ibyrjun, en nokkra vantaði. Brynj ótfur Sveinsson stjórnarformaður KE5A setti fundinn með stuttu ávarpi og bauð fulltrúana vel- Ikomna. Eiður Guðmundsson á Þúfnavöllum var kosinn fundar- stjóri en ritari Valur Arnþórsson, Jakob Frímannsson flytur félags- ráðsmönnum skýrslu sína hinn nýi fulltrúi framkvæmdastjór ans og var hann þarna kynntur fundarmönnum og boðinn velkom inn til starfa hjá eyfirzkum sam- vinnumönnum. Úr skýrslu framkvæmdastjóra. Jakob Frímannsson flutti síðan yfirgripsmikið erindi um starfsemi kaupfélagsins á síðasta starfsári. Framkvæmdastjórinn taldi nið- urstöður reikninganna, eins og Jþeir nú liggja fyrir, sýna betri órangur en hann hefði í fyrra bú- izt við og væri fjónhagsleg afkoma félagsins sízt verri en þá. Á árinu 1964 hefði verið greiddur 4% arð- ur af allri ágóðaskýldri úttekt, allt benti til, að rekstur síðasta árs gæfi tækifæri til að greiða svip- aðan arð fyrir sams konar við- skipti á síðasta ári. Ræðumaður benti á, hve allir kostnaðarliðir verzlunarinnar og allrar starfsemi Kaupfél-ags Ey- firðinga færu ört vaxandi, en álagningin stæði að mestu í stað. Flestar verzlunardeildir hafa aukið sína sölu mjög verulega, en til jafnaðar allt að 20%. Hluti þessarar aukningar stafar þó af verðhækkunum. Þá rakti fram- kvæmdastjórinn rekstur og af- kornu hverrar einstakrar deildar. Var ljóst á því yfirliti, að margar deildir hafa aukið umsetningu sína gífurlega, aðrar minna. Jakob Frímannsson gaf ekki upp heildartölu veltunnar síðasta ór, en sagði þó, að herldarsala verzlana, verksmiðja og fyrirtækja hefði numið 380 millj. kr. á ár- inu, en það væri 60. millj. kr. hækkun frá fyrra ári eða nólega 16%. Á árinu var gerð gagngerð end- unbót og stækkun á skrifstofuhús- næði félagsins á Akureyri og sömu leiðis var gerð mikil endurbót á elztu kjönbúð félagsins í Brekku- götu 1. Þá var hraðfrystihús fé- lagsins í Hrísey stækkað, bæði hvað hús og vélakost snertir og er afkastageta þess nú nær tvö- földuð við það sem áður var. Unn- ið var allt árið að byggingu kjöt- vinnslustöðvarinnar á Oddeyri og tekur hún væntanlega til staría í júní, og hafin bygging nýrrar mjólkurvinnslustöðvar vestan við Lund. Mótteknar landbúnaðarvörur til vinnslu og sölumeðferðar reynd- ust að magni árið 1965: Innlögð mjólk nam samtals 20.172.860 litr. eða um 8,58% aukn ing frá fyrra ári. Útborgað var til framleiðenda á árinu kr. 111. 193.581,70 eða sem næst 551,2 aur- ar ó ltr. í sláturhúsum félagsins var slátr að 42,799 kindum og nam kjöt- þunginn 615,165,5 kg. eða 5,4% meira en árið áður. Slátrað var 1.947 kindum fleira. Meðalvigt hækkaði um 0,062. Gæruinnlegg nam 47,892 stk., 145,769 kg. eða 12.927 kg. meira en 1964. Ullarinnlegg nam 54.395,5 kr. og er það 1.287,5 kg. meira en árið á undan. Pylsugerðin tók til vinnslu og sölumeðferðar 38.000 kg. dilka- kjöt, 60.000 kg. ærkjöt, 33.000 kg. nautakjöt, 16.000 kg. svínakjöt, 42.000 kg. kálfakjöt, 28.000 kg. slög, 27.000 kg. mör, 63.000 kg. reykt kjöt, 3.400 kg. svið, 10.500 kg. egg, og 7,600 kg. fisk. Enn- fremur ýmislegt grænmeti o.fl. fyr ir ca. kr. 1.300.000,00. Auk þess bræddi Pylsugerðin um 27.000 kg. mör fyrir S.Í.S Jarðepli. Teknar voru 1.250 tunnur af jarðeplum til geymslu í jarðeplageymslum félagsins síð- astliðið haust, en alls mun upp- skeran hafa orðið 6.500—7.000 tunnur. Nú er reikningsuppgjöri að mestu lokið fyrir 1966 og verð- ur ekki annað séð en afkoma árs- ins sé allgóð og gefi vonir um möguleika til arðsúthlutunar svip- að og verið hefur nú nokkur und- anfarin ár. Ræða Jakobs Frímannssonar var mjög yfirgripsmikil að vanda, og hefur hér aðeins verið drepið á nokkur atriði. Að ræðu lokinni hófust hinar fjörugustu umræður og var mörg- um fyrirspurnum beint til fram- kvæmdastjórans, sem hann svar- aði jafnóðum, svo og Mjólkursam- lags- og Sláturhússtjóri, Jónas Kristjánsson og Haukur P. Ólafs- son. Fundur þessi var hinn fróðleg- asti. Umræðurnar snerust m.a. um „Smjörfjallið,“ afurðasölumál al- mennt, verzlunar- og lánamól, framleiðslumál og fleira. ÁRSÞING UNG- MENNASAMBANDS EYJAFJARÐAR HS-Akureyri. Ársiþing Ungmennasambands Eyjafjarðar var haldið í Freyvangi nýlega. Sveinn Jónsson, formað- ur sambandsins, setti þingið og drap um leið á helztu viðfangs- efni sambandsins og kvaðst vona, að þingið markaði heillavænleg spor í framtíðarstarf þess. Forset- ar þingsins voru kjörnir Guðmund ur Benediktsson og Eggert Jóns- son, en ritarar Haukur Steindórs- son, Magnús Kristinsson og Klara Arnbjörnsdóttir. Meðal gesta á þinginu voru Gísli Halldórsson for seti ÍSÍ, Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hafsteinn Þorvaldsson ritari UMFÍ, Þor- steinn Einarsson iþróttafulltrúi og Óskar Ágústsson formaður HSÞ. Fluttu þeir allir ávörp. Fóru þeir viðurkenningarorðum um störf UMSE og létu þá von í ljósi að vegur sambandsins mætti enn auk ast. Þóroddur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri UMSE flutti starfs skýrslu sambandsins Framhald á bls. 23. Barnaskóla Ólafs- fjarðar sagt upp Laugardaginn 14. maí var Barna skóla Ólaflsfjarðar slitið að við- stöddu fjölmenni. Skólastjórinn, Björn Stefánsson, skýrði í skóla- slitaræðu sinni mjög ítarlega frá vetrarstarfi skólans og námsár- angri. Taldi hann, að heilsufar nemenda hefði verið með aíbrigð- um gott og því um mjög fá veik- indaforföll að ræða á vetrinum. Allir nemendur skólans nutu ljós- baða og sumir tvívegis yfir vet- urinn. Ennfremur var börnum gef- inn lýsisskammtur, ein pilla á dag. Félagslíf í skólanum var með mikl- um blóma. Hafðar voru fjórar kvöldvökur, þar sem sýndir voru leikþættir og lesið upp, og síðan dansað á eftir. Auk þess efndi skólinn til árshátíðr í félagi við Miðskóla Ólafsfjarðar. Þá voru hafðar 12 kvikmyndasýningar á skólaárinu, þar sem sýndar voru bæði fræðslu- og skemmtimyndir. Við skólann störfuðu í vetur 6 kennarar auk skólastjóra. 116 nem endur luku prófi, þar af 14 barna- prófi. Hæstu einkunn á barnapróíi hlaut Helga Pálína Brynjólfsdótt- ir 1. ág.einkunn 9,49, sem var jafn framt hæsta einkunn yfir skólann. Hæstu einkunn í 5. bekk hlaut Sigríður Olgeirsdóttir 1. ág.eink- unn 9,17 og í 4. bekk Sigurlína Sigurbjörnsdóttir 1. ág.einkunn 9,09. Veitt voru 10 bókarverðlaun að þessu sinni fyrir dugnað og góða ástundún við námið. Verðlaun við barnapróf fengu þessir: Helga Pá- lína Brynjólfsdóttir fyrir bezta námsárangur, Rögnvaldur Ingólfs- son fyrir næsta bezta námsárang- ur, Sigurður P. Randversson fyrir mestu framför drengja á vetrin- um, Nanna H. Ásgrímsdóttir fyr- ir mestu framför stúlkna, Hafdís E. Jónsdóttir fyrir bezt „bróder- aða“ stykkið í handavinnu stúlkna og Þorsteinn J. Þorsteinsson fyrir beztu ástundun og árangur í handa vinnu drengja. Frú Ragna Pálsdóttir í verzl- uninni Lín veitti verðlaun fyrir handavinnu stúlkna. f 5. bekk hlutu verðlaun Sigríður Olgeirs- dóttir fyrir bezta námsárangur og Gunnar Júlíus Jónsson fyrir mestu framför í námi á vetrinum. Og l 4. bekk Sigurlína Sigurbjörnsdótt- ir fyrir bezta námisárangur og Gunnar Júlíus Jónsson fyrir mestu framför á skólaárinu. Þá þakkaði skólastjóri kennur- um, prófdómurum og umsjónar- fólki skólans mikið og ánægjulegt samstarf á liðnum vetri. Sérstak- lega þakkaði hann Herði Ólafs- syni mikið og gott starf í þágu skólans á liðnum árum, en hann er nú að flytja til Akureyrar á næstunni og tekur við starfi hjá Barnaskóla Akureyrar. Til máls tóku formaður fræðslu- ráðs, Lárus Jónsson, sem þakkaði kennurum og skólastjóra vel unn- in störf á liðnu skólaári, og Hörð- ur Ólafsson, er flutti kveðju og þakkarorð. Að lokum flutti skólastjóri nokk ur hvatningarorð til nemenda og hét á þá að duga vel í námi og starfi landi og þjóð til heilla og blessunar. Mannshugurinn Mannshugurinn er fjórða bókin í Alfræðisafni AB, en áður eru komnar bækurnar Fruman, Manns líkaminn og Könnun geimsins. Bókin Mannshugurinn kannar og skýrir flóknasta líffærið: hug mannsins. Heilinn er miðstöð skilnings og skynsemi, en hvernig er starfsemi hans háttað? Hvað er vitað um orsakir eðlishvatanna, starfsemi heilafrumanna, stjórn heilans yfir líkamanum eða eðli minnisins og getunnar til að læra. Þessum spurningum og ótalimörg- um öðrum er leitazt við að svara í bókinni. Bókina hefur Jóhann S. Hahn- esson, skólameistari á Laugarvatni íslenzkað. Er bókin 200 bls. að stærð með 110 myndasíðum. At- riðisorðaskrá fylgir. MÍMIR VANN VERÐLAUNIN KJ-Reykjavík, miðvikudag. f sambandi við Norræna bar- þjónamótið sem staðið hefur yfir í Reykjavík núna undan- farna daga, og lýkur á morg- un, var efnt til cocktailkeppni sem 17 íslenzkir barþjónar tóku þátt í. Pálmi Bergmann bar- þjónn á Mímisbar í Hótel Sögu bar sigur úr býtum í keppn- Cocktailkeppnin fór fram í veitingahúsinu Lídó, og var sal urinn þéttsetinn áhorfendum. Barborði var komið fyrir upp á senunni. en þar fyrir fram- an sátu dómararnir. Gáfu þeir hverjum drykk sem fyrir þá var borinn, stig, en dómnefnd sá um að keppnin færi fram samkvæmt reglum. 17 barþjón- ar tóku þátt í keppninni, og komust 6 í undanúrslit, en fjórir í lokakeppnina. Pálmi Bergmann barþjónn á Mímis- bar Hótel Sögu bar sigur úr býtum os hlaut hann að laun- um tvo' bikara, stóra silfur- bafcka og farseðil á næsta al- þjóðamót barþjóna sem haldið verður í Sviss. Cocktailinn nefnir Pálmi Mími og er upp- skriftin þannig: % rom (Bac- ardi), V:i bananalíkjör (Bols) og % Cherry Heering. Númer tvö í keppninni varð Daníel Stefansson á barnum í Súlna- sal Sögu, númer þrjú varð Hólmar Kristmundsson barn- um á Hótel K.E.A. Akureyri og fjórði í röðinni varð Jón Maríusson barþjónn á Hótel Borg. Fengu þeir allir verð- laun í viðurkenningarskyni fyr ir frammistöðuna. Eini kven- keppandinn Svana Sigurjóns- dóttir á Thalíu — bar í Þjóð- leikhúskjallaranum hlaut einn ig viðurkenningu fyrir þátt- töku í keppninni. Á aðalfundi norrænu bar- þjónasamtakanna var Símon Sigurjónsson kjörinn forseti sambandsins fyrir næsta kjör- tímabil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.