Tíminn - 08.06.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.06.1966, Blaðsíða 9
MffiVIKUDAGUR 8. jtoí 1966 TÍMINN VERDIR LAGANNA TOM TULLETT 79 fríðan mann ganga rólega frá fangelsisdyrunum að hnífn- um. Hann kipptist svolítið við þegar hann kom auga á af- tökutækið, að öðru leyti lét hann lífið með öoruleysi og fcrosandi auðsveipni. En málinu var ekki þar með lokið. Níðmgsverk þessa manns höfðu með einhverju móti kitlað ímyndunarafl þess hluta almennings sem er meira en í meðallagi gefinn fyrir hið óhugnanlega. Konur sem virtust að öðru leyti heilar á geðsmunum gerðust morðdýrkendur, þó nokkrar báðu ákaft um höfuð Weidmanns, taugasjúklingar um allt Frakk- land urðu ærðir út af honum og margir þeirra komu langar leiðir til að vera viðstaddir réttarhöldin og aftökuna. Dauði Weidmanns hafði ein heillavænleg áhrif á fram- kvæmd laganna, síðan hefur aldrei farið fram opinber af- taka í Frakklandi. Dauðadómum er nú ævinlega framfylgt innan fangelsisveggjanna. Sextándi kafli. I júnílok 1946 komu fimm menn saman í Domhöllinni í Brussel og tóku að koma Alþjóðasamtökum sakamálalög- reglu — Alþjóðalögreglunni — á laggirnar. Fyrir þeim vakti ekki að mynda hóp rómantískra leynilögreglumanna sem þvældust fram og aftur um heiminn í leit að glæpamönn- um, heldur að koma á stofn alþjóðlegri skrásetningarmið- stöð, svo að lögreglulið aðildarríkja gætu skipzt á upplýs- ingum og kynnzt vandamálum hvors annars. Fimmmenningarnir voru Florent Louwage frá Belgíu, Harry Söderman frá Svfþjóð, Wernher Muller frá Sviss, Louis Ducloux frá Frakklandi og Ronald Hov/e frá Bret- landi. Louwage, maður hávaxinn og holdskarpur, kom þessum fundi á og varð fyrsti forseti samtakanna, enda verðskuld- aði hann þann heiður. Hann var einn af æðstu lögreglu- foringjum Belgíu og fetaði þar 1 fótspor föður síns. Hann geröist lögreglumaður í Ostende 1909. í heimsstyrjöldinni fyrri vann hann í belgisku leyniþjónustunni og að stríði loknu tók hann þátt í að endurskipuleggja rikislögregluna. Á miðjum þriðja tug aldarinnar voru rit hans um afbrota- fræði orðin kunn víða um lönd, og honum var boðið á fyrstu Alþjóðaráðstefnu sakamálalögreglu í New York. Síð- ar tók hann við yfirstjórn Alþjóðalögreglunnar hjá Þjóðabandalaginu til að fjalla um eiturlyfjaverzlun og hvíta þrælasölu. Harry Söderman var glaðlegur Svíi og kom í lögreglu- starfið um vísindin. Hann lærði efnafræði í ættlandi sínu og í Þýzkalandi og ferðaðist í tvö ár um Asíulönd. Hann var óþreytandi í leitinni að aukinni þekkingu og stundaði nám hjá Edmond Locard, hinum mikla, franska sakamálafræðingi og lögreglumanni, í rannsóknarstofu lögreglunnar í Lyon. Hann hefur sagt um fundinn í Brussel 1946: — Þegar við tókum að safna saman leifunum af skrám gömlu stofnunarinnar, vorum við alls ekki vissir um að nokkurt gagn yrði að þeim. Erfitt var að gera sér í hug- arlund að nokkrir úr samfélagi svikahrappa og falsara frá fyrirstríðsárunum væru enn að verki, eftir að flóðbylgja stríðsins hafði flætt fram og aftur um meginlandið. Við urðum því ekki lítið hissa, þegar margir af gömlu kunn- ingjunum skutu aftur upp kollinum, tóku að leika sín gömlu brögð, og virtist síður en svo hafa farið aftur á stríðsárun- um. Eini munurinn var að nú var hárið á beim tekið að grán'a og erfitt að þekkja þá af gömlu ljósmyndunum. Ronald Martin Howe var aðstoðaryfirforingi sakamáladeild ar Scotland Yard, sem líklega er frægasta lögreglulið ver- aldar. Hann hóf löggæzlustörf eftir háskólamenntun í klass- iskum fræðum í Oxford. í heimsstyrjöldinni fyrri hlaut hann heiðursmerki og hóf málfærslu, starfaði i áratug í skrifstofu opinbera saksóknarans. í lok heimsstyrjaldarinn- ar síðari tók hann til starfa hjá Scotland Yard og annaðist einkum baráttuna við svikahrappa sem notuðu sér vöruskort og svartan markað til að féfletta almenning. Svisslendingurinn Wernher Muller var lögreglustjóri í Bern og Frakkinn Louis Ducloux stjórnaði frönsku rikislög- reglunni við mikinn orðstír. Af þessum fimm eru Ronald Howe og Florent Louwage nú einir eftir á lífi. í stað Mullers kom Tyrkinn Azmi Yumak, og við framkvæmdastjórastarfinu, sem Ducloux gegndi, tók Marcel Sicot. Þessi hávaxni og virðulegi lögreglumaður stjórnar nú daglegum störfum Alþjóðalögreglunnar. Honum til aðstoðar er Jean Nepote, dökkur yfirlitum og kvikur, sem einnig starfaði í frönsku ríkislögreglunni. Af öllu starfsiiðinu í París er Nepote líklega kunnastur, því hann ferðast oft milli aðildarríkja, heldur fyrirlestra og veitir ráðlegging- ar. Einu sinni á ári koma stjórnendur Alþjóðalögreglunnar saman á fund í einhverri höfuðborg. Þar hittast menn af öllum kynþáttum og trúarskoðunum, sem eiga það sam- eiginlegt að fyrir þeim vakir að vinna bug á alþjóðlegum glæpamönnum. Smávaxnir Japanir og Thailendingar um- gangast sinabera Indverja, gildvaxna Suður-Ameríkurmenn | og háa Nígeríubúa í litskrúðugum skikkjum. Þar eru skemmtilega klæddir Suður-Evrópumenn, sólbrúnir Mexí- kómenn, fölleitir Norðurlandabúar, bráðlyndir ítalir og Frakkar. í forsæti yfir þessu margbreytta safni lögreglumanna er rumurinn Richard Leofric Jackson frá Scotland Yard. Eng- lendingur sem aldrei kemst úr jafnvægi og tók við for- setastarfi 1960. Hann stjórnar fundarstörfum eins virðulega og hæsta- réttardómari, en jafnframt af lipurð og léttlyndi. Enginn vafi er á að undir leiðsögn hans á Alþjóðalögreglan eftir að eflast og dafna. ENDIR. iffisrst DANSAÐ A DRAUMUM HERMINA BLACK 39 sjúkraihúsið meira en nauðsyn bar til. En þegar hún var farin, hafði vissulega eitflhvað horfið með henni. Allir söknuðu hennar að meira eða minna leyti, með henni fór öll dýrðin, sem hafð umkringt hana, og staðurinn virtist breyt- ast aftur í sitt gamta, stífa form. En þó að Jill reyndi að neita því, vissi hún, að hvað hana snerti var það ekki fjarvera Söndru, — þótt hún saknaði hennar sannar- lega — sem olli hinni undarlegu íómleikatilfinningu, sem var fvr.stu dagana eftir brottför dans- meyjarinnar. Það var ekki Sandra, sem hún hugsaði unj á iivejrjum morgni, þeg ar hún vaknaði, það var ekki fjar vera Söndru,sem olli tóma- rúminu í lífi hennar. Yfirihjúkrunarkonan hafði fal ið henni afar auðveldan sjúkling, en hún hefði miklu heldur viljað annast einhvern, sem tók upp all an hennar tíma og hugsun. Og samt vissi hún, að hversu athyglis verður sem sjúfclingurinn kynni að vera, mundi hún aldrei verða gagntekin. Og þegar hún hugsaði um þaö, uppgötvaði hún sér til skelfingar, að vinnan, sem fram að þessu, hafði haft svo mikla þýðingu fyrir hana — vinnan, sem hún var enn ákveðin í að gera að miðpunkti lífs síns — hafði týnt köllun sinni. Auðvitað var hún útslitin. Henn.i mundi líða betur, þegar hún hefði verið í fríi, mundi geta tekið upp þráðinn aftur og prjónað úr honum einhvers konar fullnægjandi mynztur. En það voru ennþá þrjár vikur þangað til hún fengi fríið. Vere Carrington hafði vissu- lega haft rétt fyrir sér, þegar hann sagði, að hún þarfnaðist þess. Vere Carrington! Hún revndi ekki að láta sem hún saknaði hans minna en hún gerði. Hún sa það nú greinilega, að hver dagur hafði aðeins farið í að bíða eftir léttu fótataki hans. Að hurðin opn aðist, að hún sæi hann — jafnvel þótt bros hans hefði jafnan veríð ætlað Söndru, og hjarta hennar sjálfrar hefði aðeins verkjað þess meira. En hve mannsihugurinn gat ver ið reikull. Hún hafði forðazt að hitta hann, og nú var líf hennar tómt því að hún vissi, að hún mundi ekki sjá hann þessar fáu mínútur daglega. En jafnvel þá daga sem hún hafði vitað, að hann kæmi ekki.hafði hún samt vitað, að hann mundi koma seinna, og fundið til fullnægju yfir að taka á sig ábyrgð hans. Sandra skrifaði elskulegt þakkarbréf i gegnum yfirhjúkrunarkonuna til „a!lra“, og sendi ávísun upp á háa fjár- upphæð til deildarinnar, þar sem fátæklingarnir fengu ókeypis læknishjálp. Jill sendi hún yndislega failega snyrtitösku, sem innihélt allar þær snyrtivörur, sem hjartað gat girnzt, og allar voru þær silfur húðaðar. Þetta var yndisleg gjöf og það var elskuiegt af henni að senda hana, en Jill varð ósjálfrátt á að óska þess, að hún hefði ekki gert það. Einhvern veginn fannst henni, að sá dagur mundi koma. að hana langaði ekki til að eiga neitt sem stöðugt minnti hana á Söndru Og síðan ýtti hún hugs uninni til hliðar og skammaðist sín. ______________________________21 Það var ekki Söndru að kenna, að hún var svo töfrandi, að jafn vel maður, sem aldrei hafði haft mikinn. áhuga á fcvenfólki félli fyr ir henni. Jill velti því óhamingju- söm fyrir sér, hversu fastur hann væri í netinu. Og hvort þau tvö hittust ennþá — oft. Það var ekki til neins að reyna að loka þessar spurningar úti — þær hömruðu of ákaft á húga hennar. Hjúkrunarkonurnar veltu því enniþá fyrir sér, hvað myndi verða úr því, sem ennþá var kallað „ást arævintýrið“. Þegar allt kom til alls, þurfti skurðlæknir ékki að veita sjúklingi sínum eins mikla athygli og Vere Carrington hafði gert. Og það huggaði Jill ekki neitt að muna, að hr. Carrington hafði altlaf fylgzt vandlega með sjúklingum sínum, jafnvel eða kannski einkum, þeim sem ekki borguðu. Og sem vinur Lafði Amöndu — ! En áður en tiu dagar voru liðn ir frá brottför ungfrú St. Just, hafði sjúkrahúsið annað og nær- tækara ástarævintýri til að hugsa um. Trúlofun Systur 0‘FarrelI og Harding læknis var tilkynnt. Það var einkennandi fyrir Jill, að sam gleðjast vinkonu sinni af öllu hjarta í hamingju hennar. Hún var viss um, að allt þetta átti prýðilega við Judy, að Ken myndi setjast að og verða fyrirmyndar eiginmaður, og að Judy væri ein af þeim stúlkum, sem væru fæddar eiginkonur. Og þótt þau gætu ennþá orðið afar kát og afar reið, hafði ástin augsýnilega breytt þeim báðum. Það var eitt, sem Jill var viss um — að hvaða vandamál sem fram- ÚTVARPIÐ Miðvikudagur 8. júní Fastir liðir eins og venjulega. 18.00 Lög á nikkuna 18-45 Til | kynningar. 19.20 Veður- fre.gnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þáttinn 20.05 Efst á baugi Björgvin Guðmundsson og Björn Jóhannsson tala um er- lend málefni. 20.35 „Umsátrið um Korintuborg", forleikur eft ir Rossini. NBC-sinfóníuhlj. A. Toscanini stj. 20.45 „í gler- húsi“ smásaga eftir Friðjón Stefánsson. Höf. les. 21.00 Lög unga fólksin. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Kvöldagan: Guðjón Ingi Sigurðss. les. (6) 22.35 Kammertónleikar. 23.20 Dagskrárlok. Fimmtudagur 9. júni. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisútvarp. 13.00 Á frí- vaktinni. Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óska lagaþætti fyrir sjómenn. 15.00 Miðdegisútvarp. M a.: Eriingur Vigfússon syngur þrjú lög. 16.30 Síðdegisútvarp 18.00 Lög úr kvik myndum og söngleikjum 18.45 Tilkynningar 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál. Árni Böðvarsson talar. 20.05 „Rómarfrásögnin“ úr Tannháuser eftir Wagner. 20.15 Ungt fólk i útvarpi. Baldur Guðlaugsáon stjórnar þætti með blónduðu efni. 21.00 Tónleikar í útvarps- sal :Sinfóniuhljómsveit íslands leikur. 21.25 Meistarinn er hér Sæmundur G. Jóhannesson rit stjóri á Akureyri flytur erindi. 21.45 John Williams leikur gitar lög. 22.00 Fréttir og veðurfregntr. 22.15 Kvöldsagan: „Dularfullur maður, Dimitrios" eftir Eric Ambler. Guðjón Ingi Sigurðsson les (7). 22.35 Djassþáttur. Ólafur Stephensen kynnir. 23.05 Dag- skrárlok. < .v/w luyiguiiutvtu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.