Vísir - 04.12.1974, Page 1
64. árg. — Miövikudagur 4. desember 1974 — 244. tbl >
Ali kom Kaupa
og vildi Nígeríumenn Skuttogarar
bœta um skó frá og
betur Egilsstöðum? öryggisbelti
— sjá bls. 5 — baksíða — baksíða
Meiri aðsókn útlendinga
en nokkru sinni áður
er atvinnuleysi í Evrópulöndum, segir Árni Sigurjónsson hjó útlendingaeftirlitinu
,,Ég hef veriö hér i 28
ár, og það hefur á þeim
tima aldrei verið önnur
eins aðsókn að landinu”,
sagði Árni Sigurjónsson
hjá útlendingaeftirlitinu
i viðtali við Visi.
„Þaö stafar náttúrlega af þvi,
að það er mikið atvinnuleysi viða
I Evrópu, og menn reyna þá að
bjarga sér eftir beztu getu”.
En ekki kunna allir réttar leiðir
til þess, þvi til þess að fá að vinna
hér þurfa menn að hafa fengið at-
vinnuleyfi áður en þeir koma. Ef
þeir koma sem ferðamenn, fá
þeir leyfi til að koma inn i landið
sem slikir, en geta ekki breytt þvi
eftir á.
„Undanfarna daga hafa menn
frá útlendingaeftirlitinu farið i
fyrirtæki til að kanna, hvort þar
séu að störfum útlendingar, sem
ekki hafa atvinnuleyfi”, sagði
Arni. „I þeirri yfirferð höfðum
við afskipti af 30-40 manns, sem
er þó ekki verulega mikið”.
Arni sagði, að margvisleg dæmi
kæmu uppá, þegar þannig könnun
er gerð. Stundum kæmi fólk af er-
lendu þjóðerni, sem ætti hér náin
skyldmenni, og enginn hugsaði út
i, aö ekki gilti hið sama um þá og
islenzka rikisborgara. Nýlega
kom hingað maður fæddur á
Islandi, en uppalinn i Danmörku,
sem hefði þurft að ákveða og til-
Bannað
að fara
á sjóinn
aftur
Tveir sjómenn af brezka
togaranum Crystal Palace
voru i gær dæmdir frá allri
togarasjomennsku ævilangt af
agadómstól brezku útgerðar-
innar. Sá þriðj i var straffaður
i 8 vikur. t máli fjórða
mannsins hefur ekki verið
dæmt.
Sjómenn þessir komu fyrir
agadómstólinn vegna spjalla
og likamsmeiðsla, er þeir ollu
fyrir nokkru, er togarinn lá á
Þingeyri. Fóru tveir menn
fram á miskpbætur, 50 þúsund
krónur hvor, vegna likams-
meiðinga, en samtals munu
kröfur á hendur sjómönnunum
hafa verið um 250 þúsund.
Skipstjórinn skuldbatt út-
gerðarfélagið til að greiða
tjónið, er togarinn hélt frá
Þingeyri.Otgerðinni mun hafa
þótt upphæðin nokkuð há og
fór fram á sundurliðun. En að
sögn Kaupfélagsins á Þingeyri
og annarra, er urðu fyrir tjóni,
var sundurliðunin strax send
umboðsmanni útgerðarinnar i
Reykjavik. Þingeyringar hafa
sjálfir ekki fengið kvartanir
frá útgerðarfélaginu vegna
upphæðarinnar.
—JK
kynna i tæka tið, hvort hann óska-
aði eftir þvi að verða íslendingur
eða Dani, en hvort tveggja
trassað og stæði þvi uppi án
nokkurra borgararéttinda i
nokkru landi.
Enginn útlendingur fær að
koma inn i landið, sem ekki hefur
farseöil til baka og nægilegt fjár-
magn til að sjá sér farborða hér.
Fimm manns hefur verið neitað
um landgönguleyfi hér á árinu, og
samkvæmt samningum um nor-
ræna samvinnu fá þeir þá heldur
ekki landgönguleyfi á hinum
Norðurlöndunum.
„Þar að auki er nokkur hópur,
sem við höfum sagt að eigi ekkert
'erindi hingað inn i landið, til
dæmis vegna þess að þeir hafa
brotið af sér hér. Þeim mönnum
er gefinn kostur á að koma sér
burtu aftur af sjálfsdáðum, án
þess að um beina neitun sé að
ræða, sem myndi loka þeim leið
til landgönguleyfis á Norðurlönd-
unum.
Töluverður hópur hefur lika
fengið tilmæli um að koma sér i
burtu af einhverjum sökum. Þar
af höfum við aðstoðað minnst 30
við að komast burtu, það er að
segja ekið þeim út á flugvöll og
séð um, að þeir kæmust burtu —
en fyrst er mönnum gefinn kostur
á að gera það án slikrar að-
stoðar”, sagði Arni
Hjá útlendingaeftirlitinu vinna
nú fimm manns, en eftirlitið fær
liðsauka frá lögreglunni, þegar
þörf krefur. —
—SH
20 DAGAR
TIL JÓLA
Enn um sinn getum við keypt hangikjötið okkar á þvi veröi, scm
gilt hefur óslitið frá 1. október. Og það viröist nóg af þvf á mynd-
inni, sem tekin er i Rcykhúsi StS. — Ljósm, Visis: Bragi
HANGI-
KJÖTIÐ
HÆKK-
AÐI
EKKI
— Skrifstofumistök,
segir framkvœmda-
stjóri Framleiðsluróðs
landbúnaðarins
„Þetta var bara misskilningur
milli min og þeirra I sex manna
nefndinni — skrifstofumistök,
sem ekki koma fyrir aftur,
meðan ég sit hér”, sagði Sveinn
Tryggvason, framkvæmda-
stjóri Framleiösluráðs land-
búnaðarins, varðandi rækilega
auglýsingu Framleiðsluráðsins,
um, að verö á hangikjöti hefði
ekki breytzt um leiö og aðrar
landhúnáöarafuröir.
„Þetta stafaði af þvi, að ekki
var nógu vel talað um hlutina,
og ég á ékki sjálfur sæti i
nefndinni lengur, svo ég veit
ekki nema af frásögn hvað fram
fer á fundum þéirra”, sagði
Sveinn
Ekki vildi hann segja til um
ástæðuna fyrir þvi, að hangi-
kjötið hækkaði ekki nú, en geta
má þess til, að talið hafi verið
að hangikjötið sem nú er til,
hafi verið keypt til verkunar og
verkað á lægra verði og án þess
að hækkanir hafi náð til þess.
Hangikjöi . verkað eftir 1.
desember. mun hækka þegar
þar að kemur, og verður
nýja -.'erðiö þá auglýst aftur. En
þangað til er smásöluverð á
hangikjöti fyrsta flokks 391
króna kilóið i lærum en kr. 308 i
frampörtum, og hefur það ver.ð
gilt frá 1. október
—SH
Jólasveinninn
í getrauna-
heimsókn til
stórskóldanna
Getraunajólasveinn Visis lætur ekki á sér
standa frekar en fyrri daginn. Likt og undan-
farin ár ætlar hann að stytta lesendum blaðsins
stundirnar og hvila þá frá jólaamstrinu þessa
siðustu daga fyrir jól.
Spurningarnar i jólagetrauninni eru ekki af verra tag;nu. Þær
fjalla allar um heimsfræga rithöfunda og hvaða verk þeir hafi
samið.
Getraunin hefst i blaðinu i dag og stendur næstu 10 daga. Siðan
verður dregið um verðlaunin úr réttum úrlausnum.
Fyrstu verðlaun eru ekki af verri endanum. Glæsilegur
stereo-útvarps-segulbandsmagnari, með sambyggðum há-
tölurum, metinn á hvorki meira né minna en 57 þúsund krónur.
Það er Nesco sem leggur til þennan glæsilega vinning.
Getraunin bvrjar i dag á bls.