Vísir - 04.12.1974, Page 2
2
Vísir. Miðvikudagur 4. desember 1974.
TÍSDtSm:
Hafið þér keypt yöur einhverja
nýútkomna bók?
Siguröur Reynisson, húsasmlöa-
nemi: —Nei, enga. Ég les nú ekki
mikiö. Þaö er aöallega timaskort-
ur sem kemur I veg fyrir bóka-
lestur hjá mér.
Pétur Hafstein, laganemi: — Nei,
ég er ekki byrjaður að athuga
markaðinn ennþá. Ég er önnum
kafinn við próflestur þessa dag-
ana, og hef þvi ekki haft tíma.
Finnur Sigurgeirsson, bókari: —
Ég hef ekki haft neinn tima til
þessennþá. Ef til vill blð ég bara
eftir jólunum. Maður fær venju-
lega nokkur stykki I jólagjöf.
Ólafur Jónsson, skrifstofumaöur:
— Nei, ég er ekkert byrjaður að
athuga með bækurnar ennþá. Ég
bið bara eftir að hafa tima til
þess. Kannski fær maður eitthvað
af þeim i jólagjöf.
Kristjana Jónsdóttir, skrif-
stofustúlka: — Enga ennþá. En
ég ætla að kaupa mér bókina Á
hverfanda hveli, til að lesa um
jólin. Svo fæ ég alltaf nokkrar i
jólagjöf.
Hjálmar Hannesson, menntá-
skólakennari: — Ja,ég er nú með
Farsældarikið og manngildis-
stefnuna undir hendinni. Skúla
Thoroddsen keypti ég um daginn
og konan gaf mér Bréf til Láru
Svo fæ ég yfirleitt eitthvað af bók-
um i jólagjöf, og finnst það
skemmtilegustu jólagjafirnar.
JÓLAGETRAUNIN
William Shakespeare
(1564 - 1616) afrekaði
það á ævi sinni að
skrifa yfir 35 leikrit.
Flest hafa öðlazt gifur-
lega frægð, og eru talin
sigild.
Setjið kross fyrir
framan það svar sem
ykkur þykir rétt.
Geymið siðan seðilinn,
þangað til allir tiu hafa
birzt.
Bókamenn eins og við Is-
lendingar erum, ættu ekki að
vera I miklum efiðleikum með
jólagetraunina núna.
Jólasveinninn mun
heimsækja alla helztu rit-
höfunda, sem uppi hafa verið,
og færa þeim jólagjafir. Um leið
spreyta lesendur Visis sig á
hvert af þremur tilnefndum
verkum viðkomandi hafi samið.
Auðvitað eru spurningarnar
mátulega léttar, þannig að
enginn á að vera I efiðleikum
með að finna réttu svörin.
Samtals verða það tlu rit-
höfundar, sem fá heimsókn
jólasveinsins og lesendanna.
Þegar þeim heimsóknum er
lokið, senda lesendur úrlausnir
sinar I getrauninni allar saman I
einu umslagi, ásamt nafni og
heimilisfangi.
Dregið verður úr réttum svör-
um og vinningar afhentir fyrir
jól.
William Shakespeare A) Kardemommubæinn
skrifaði: B) Hamlet C) ívar hlújárn
— Að vera eða vera ekki.......í jólaskapi!
WELTRON-
KÚLAN FRÁ
NESCO í 1.
VERÐLAUN
Fyrstu verðlaun i
jólagetrauninni er ó-
hætt að nefna pakka af
krásum.
Verðlaunin eru sam-
byggt stereo- útvarps-
segulbandstæki, með
magnara og tveimur
hátölurum. Weltron
2004 nefnist það.
öll þessi tæki eru
byggð inn i kúlu.
Útvarpstækið i Weltron 2004
tækinu er með langbylgju, mið-
bylgju og FM-stereobylgju.
Þá er einnig magnari i
tækinu, og stereo-kassettu-
segulsbandstæki með upptöku.
A hiiðum Weltronkúlunnar eru
tveir hátalarar. En einnig er
hægt að fá tækið með lausum
hátölurum.
Eins og fyrr er það hljóm-
tækjaverzlunin Nesco á Lauga-
vegi 10 sem leggur til þennan
glæsilega verölaunagrip.
Verðmæti Weltron-kúlunnar
er 57.300,- krónur.
Notkun tækisins er ekki bund-
in við 220 volta heimilis-
straum, þvi það gengur einnig
fyrir rafhlöðum, ef þvi ér að
skipta.
Ýmiss konar aukahluti er
hægt að fá með Weltronkúlunni,
t.d. heyrnartæki, hljóðnema og
aukahátalara.
Hvað tæknihliðar tækisins
snertir ætlum við að láta ósagt
hér, en bendum forvitnum
lesendum á að lita við i Nesco og
fá helztu upplýsingar hjá fag-
mönnunum þar. —ÓH
Birgir Helgason verzlunarstjóri I Nesco viröir fyrir sér Welt-
ron-kúluna, sem lesendum VIsis gefst kostur á að vinna með
þátttöku I jólagetrauninni. Ljósm. VIsis: BG.