Vísir - 04.12.1974, Page 6
6
Vlsir. Miðvikudagur 4. desember 1974.
VÍSIR
tltgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
> Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 llnur
Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 35 kr. eintakið. Biaðaprent hf.
Atómvopn í óvinahöndum
Ekki þyrfti marga arabiska skæruliða til að út- \
rýma ísraelsriki og sjá draum sinn rætast, ef þeir í
hefðu kjarnorkuvopn. Þetta er mögulegt. )
Kjarnorkuklúbburinn, sem svo hefur verið /
nefndur, er ekki lokaður klúbbur. )
Indverjar sprengdu plútóniumsprengju i mai )
siðastliðnum og settu fótinn i dyrnar á þessum \
klúbbi kjarnorkuvelda. Indland er eitthvert (
snauðasta riki heims. Þar eru milljónir nær )
hungurdauða. \
Það, sem Indverjar geta, geta aðrir. \
Ekki þarf að spyrja um áhuga ísraelsmanna og (
Egypta. ísraelsmenn hafa nú i kjarnakljúfum, /
sem ætlaðir eru til friðsamlegra nota, framleitt )
nægilega mikið af efninu plútónium til að geta \
brátt eignazt einar tiu kjarnorkusprengjur jafn- (
sterkar þeirri, sem eyðilagði Hiróshima i striðs- )
lok. Sovétmenn hafa veitt Aröbum þann stuðn- \
ing, sem þeir hafa megnað, meðal annars eld- (
flaugar, sem geta hæft skotmörk hvar sem er i /
hinu litla ísraelsriki. Þeir geta afhent Aröbum )
kjarnaodda á þessar eldflaugar, ef þeir vilja. \
I einum þrjátiu rikjum heims er nú unnt að \
framleiða plútónium á borð við það, sem Ind- (
verjar gátu framleitt. Eftir það er steinsnar i /
atómsprengjur. )
Bandarikin, Sovétrikin, Bretland og Frakkland \
urðu kjarnorkuveldi brátt eftir striðið, og Kin- (
verjar gengu i klúbbinn árið 1964, er þeir /
sprengdu sina fyrstu atómsprengju. )
Samningur var gerður árið 1968, sem kom til )
framkvæmda 1970, þar sem gert var ráð fyrir, að \
atómvopn færu ekki viðar. Engu að siður er um ((
tylft rikja, sem gætu brátt komið sér upp kjarn- )
orkuvopnum, sem hafa hafnað þessum samningi, \
ekki staðfest eða fara ekki að fullu eftir honum. (
Argentina, Brasilia, ísrael, Pakistan, Spánn og /
Suður-Afrika hafa hunzað samninginn, Egypta- )
land, Japan og Sviss hafa ekki staðfest hann, og \
Ástralia og Iran hafa ekki farið eftir honum. (
Fleiri riki hafa hafnað samningum um bann við )
útbreiðslu kjarnorkuvopna, en öll framangreind \
riki gætu átt atómvopn innan skamms. (
Indverjar og Pakistanar náðu nú um helgina /
mikilvægum áfanga i friðarátt eftir langvinnan )
fjandskap og strið. En að sjálfsögðu gætu þessi \
riki enn barizt um landamærahéruð sin eins og (
svo oft áður. Frá þeim málum hefur ekki verið )
gengið. Enn gæti það gerzt eins og áður, að ófrið- \
ur yrði milli Kinverja og Indverja. (
Suður-Afrika er á hálum is i kynþáttastefnu (
sinni, og strið gæti brotizt út milli hennar og /
blökkumannarikjanna. )
Þá skal engum getum leitt að þvi, hvað hálf- )
fasistiskar stjórnir i Brasiliu og Argentinu kynnu \
að gera við kjarnorkuvopn. (
Ennfremur yrði samningurinn einskisvert ((
plagg, ef nokkur þessara rikja eignuðust kjarn- /
orkuvopn. Þá munu önnur riki, sem hingað til )
hafa farið eftir honum, telja það hættulegt öryggi \
sinu. (i
Til þessa hafa stórveldin haft þessi vopn og )/
ekki þorað að beita þeim af ótta við svar i sömu ))
mynt. Ástandið i heiminum yrði býsna hroðalegt ((
ef atómsprengjur kæmust i hendur óvita. /(
—HH ))
Hann visar algerlega á bug
þeim kviða manna, að hengingar
mundu aðeins gera Irska hryðju-
verkamenn að píslarvottum. —
„Ekki fleiri alla vega en ofstækis-
menn þessir skapa sér alltaf”.
Halsham lávarður er annar,
sem er fylgjandi dauðarefsingu,
og hann segir, að ekki þurfi laga-
breytingar til, þvi að hryöju-
verkamenn IRA séu föðurlands-
svikarar og falli undir viðurlögin,
sem gilda i dag um svik á striðs-
tlmum.
Aðkoman I krám tveim I Birmingham eftir sprengjutiiræði IRA vakti
slika reiði, að dauðarefsingin er komin á dagskrá tii umræðu sem
viðurlög við hryðjuverkum.
Sir Keith Josep, i skuggaráðu-
neyti Heaths, sem I fyrra var á
móti þvi I þinginu að dauðarefs
ingin yrði tekin upp aftur, segir I
dag, aö honum finnist sem þing-
inu hafi mistekizt að sanna rétt-
mæti þeirrar ákvörðunar.
Aö loknum þessum umræðum,
sem teygzt geta yfir næstu tvær
vikurnar, verður látin fara fram
atkvæðagreiðsla, þar sem þing-
menn, óbundnir af flokksstefnum
að þessu sinni, láta enn skýrar i
ljós skoðun sina á þvi, hvort
endurreisa eigi gálgana.
Ef áberandi meirihluti reynist
vera með þvi að taka upp dauða-
refsinguna á ný, verða að likind-
um samin ný lög, sem gera ráð
fyrir þvi, að snaran biði þeirra,
sem koma sprengjum fyrir á al-
mannafæri, eða öðrum vitisvél-
um.
Þegar dauðarefsing fyrir morð
var afnumin — og að þvi stóð ein-
mitt stjórn verkamannaflokksins
þá og þar á meðal sumir þeirra
ráðherra, sem nú samþykktu um-
ræður um möguleika á því að
endurvekja hana — þá var áfram
gert ráð fyrir dauðarefsingu fyrir
föðurlandssvik á striðstimum,
skemmdarverk i flotahöfnum og
sjórán, þar sem beitt var ofbeldi.
1 Wandsworth-fangelsi i London
var gálgapallur látinn standa
áfram, svona til vara. Fæstir
hafa þó búizt við þvi, að hann yröi
nokkurn tima notaður, þrátt fyrir
oft og tiðum háværar kröfur um
harðari viðbrögð laga og réttar
gegn aukinni glæpaöldu.
En smám saman hefur magn-
azt hjá almenningi á Bretlands
eyjum reiði vegna áframhaldandi
sprengju- og morðherferðar irska
lýöveldishersins.
Sem dæmi um ódæðisverk þess-
ara útlægu samtaka mætti rifja
upp frá þessu ári: 12 drepnir I
sprengingu I strætisvagni, 11
særðir vegna sprengingar i þing-
höllinni, kona drepin og 40 særðir
vegna sprengingar i Lundúna-
turni, 5 drepnir og 63 særðir i
tveim sprengingum i Guildford
suður af London og Birmingham-
tilræðin.
Roy Jenkins, innanrikisráð-
herra, lét þau orð falla i júli i
sumar, að það „væri skylda min
— ef ég sannfærðist um að dauða-
refsing gæti reynzt vörn viö
sprengjutilræðum — að yfirstiga
óbeit mina á sllkum viðurlögum.
En það er langt i frá, að ég sé að
sannfærast um slikt.” — Eftir
Birminghamtilræðin sagðist hann
gera sér ljóst, að æði margir
kreföust dauðarefsingar, en lét
ósagt, hvort honum hefði snúizt
hugur.
Það hafa hins vegar nokkrir
þingmenn gert. Þeir eru orðnir
fylgjandi þvi, að gripið verði til
snörunnar gegn hryðjuverka-
mönnum.
Meðal þeirra sem styðja það,
að dauðarefsingin verði tekin til
athugunar, er Edward du Cann
úr Ihaldsflokknum. Hans hefur
veriö getið meðal þeirra, sem
þykja koma til greina, þegar
svipazt er um eftir liklegum eftir
manni Heaths i formannsstöðuna.
Umræðurnar þessa dagana
munu vafalitiö einkennast af þvi,
hváð dauðarefsingin er ávallt
mikið tilfinningamál.
Tvennt hefur verið bent á
einkanlega i umræðum um
dauðarefsingu vegna hryðju-
verka. Dauðir skæruliðar verða
ekki tilefni annarra skæruliða til
mannrána og kaupa við yfirvöld
um að fá þá lausa úr fangelsum,
eins og oft hefur verið gert. En
skæruliðar, sem biða fullnustu
dauðarefsingar, eru á hinn bóginn
liklegir til að verða félögum sin-
um hvati til frekari ódáða.
Ýmsir benda á það, að IRA geti
ekki starfað, nema i skjóli venju-
legra borgara og þurfa til þess
samúö þeirra. Pislarvættir, sem
látið hafa lifið fyrir böðulshendi,
gætu veitt þeim þá sámúð.
Gálginn cr oft notaður I Arabarikjunum og Suður-Afrlku.
SNARAN ENN
Á DAGSKRÁ
f BREZKA
ÞINGINU
Skugginn af snöru böðulsins sveiflast á ný yfir Bretlandseyjum,
kallaður fram af ótta og reiði almennings I kjölfar sprengjutilræða IRA
og hryðjuverkum, sem valdið hafa bana 42 manna og meiðslum nær 700
frá þvi I marz á þessu ári.
Dauðarefsing fyrir morð var lögð af I Bretlandi 1966. En almenn heift
éftir sprengingarnar I Birmingham 21. nóvember, þar sem 20 ung-
menni létu llfið hefur knúið stjórnina til að taka málið upp til umræðna I
þinginu.
Eimmim
JM W
□m
m
UMSJÓN: G. P.