Vísir - 04.12.1974, Page 7

Vísir - 04.12.1974, Page 7
Vísir. Miðvikudagur 4. desember 1974. 7 dyyienningarmál MYNDLIST eftir Aðaistein Ingólfsson bókinni verkin eru til sýnis, og oft berast i tal verk sem alls ekki eru i bókinni, en hið siðar- nefnda skiptir nokkru máli þegar skrifað er fyrir út- lendinga, sem ekki þekkja verkin. Máli er nokkuð vel snarað, og hinn kjarnmikli tais- máti Asmundar kemur vel fram, þótt aldrei verði hann fulltjáður á annarri tungu. Þó kann ég ekki við að „andskoti” eða „helviti" Ásmundar sé þýtt ,,darn it”, eins og um hryssings- legan kúreka sé að ræða. Og svo smá tittilingaskitur i lokin: „workpeople” (bls. 8) er að visu I orðabókinni, en er litt notað, og að brjóta heilann um er ekki „Wrack ones brains” (bls. 11) heldur „rack ones brains”. Á sömu siðu er einnig „the rays diffuse about the concave space” sem er klaufalegt, „are diffused in” er stórum betra, og á bls. 44 heitir Sadkine reyndar Zadkine. 1 heild er þetta þarflegt kver, og væntanlega eiga þeir Iceland Reviewmenn eftir að kynna út- lendingum fleiri islenzka lista- menn. „SCULPTOR” Asmundur Sveinsson An Edda in Shapes and Symbols eftir Matthfas Jóhannesson. Þýðing May og Hallberg Hallmundsson, 72 bls. titgefandi Iceiand Review. Iceland Review heldur áfram þeirri virðingarverðu starf- semi að gefa út hand- hægar og álitlegar smábækur um islensk efni á enska tungu. Nýjasta bók þeirra er um myndhöggvarann Ámund Sveinsson og kallast „Sculptor” og hefur undirtitilinn „An Edda in Shapes and Symbols”. Er mér ekki alveg ljóst hvers vegna Edda gamla er látin fljóta hér með, og mér virðist einnig, að þegar um Asmund er talað, fylgjast „shapes” og „symbols” að og séu eitt og hið sáma. En bókin samanstendur af samtölum sem Matthias Jóhannessen hefur átt við garpinn frá 1955 og fram á þennan dag, og hafa nokkur þeirra þegar birst á islenzku. Flestir forvitnir útlendingar vita nú hvar ísland er og jafnframt að hér eru stórkostleg eldfjöll, hverir og fallegt kvenfólk, en fæstir þeirra vita að hér eru einnig góðir lista- menn. Það er að þessum for- vitna útlenda almenningi sem þessari bók er beint, og er hún fyrst og fremst kynning fremur en heildaryfirlit eða úttekt. Við þvi er ekkert að segja, þvi einhvern veginn verður að kveikja neistann, og fátt er aðgengilegra en skemmtileg samtöl og góðar myndir. En ekki hefði verið úr vegi að hafa i bókinni formála sem fjallaði stuttlega um feril Ásmundar og stilþróun á listfræðilegan hátt. Matthias hefur lag á þvi að velja sér ræðið fólk og fá það til að tala og viðræður við Asmund vilja ávallt dragast á langinn, hugmyndaflug hans er ávallt á fullri ferð, og Matthias þarf ekki annað en spyrja um „trú” og „list”, og hvers vegna” og Ásmundur lætur gamminn geysa. Útlendingar munu hér fá góða innsýn i glettni hans og húmanisma og hvernig Islendingurinn kemur fram i verkum hans. Myndirnar i bókinni eru yfir- leitt góðar og vel staðsettar, þó mér sé persónulega illa við myndir sem látnar eru spanna opnu, þvi kjölurinn vill þá kljúfa þær I tvennt, og þeirra verður ekki notið sem skyldi. Einnig er ég mótfallinn þvi að sýna aðeins hluta verks, eins og kemur fyrir á bls. 50-51 með Sæmund á seln- um. Galli er það einnig að þegar þeir kumpánar tala um einstök verk, þá er þess ekki getiðhvar i JARNKARLINN A ENSKU MIGRENI OG MATARÆÐIÐ Hjá þriðja hverjum sjúklingi er orsakanna að leita í matarœðinu I IIMIMl s SÍÐAN M Umsjón Júlía Hannam Þaö er ekki að sökum að spyrja. Eftir því sem orsakir fleiri sjúkdóma eru rannsakaðar kemur sífellt betur I ljós hvað mataræöið hefur mikil áhrif á heilsu manna. Nú er verið að rannsaka or- sakir migrenis á læknastofu i London, en Margrét prinsessa, sem lengi hefur þjáðst af migreni, veitir henni fjárhags- legan stuðning. Komið hefur i ljós að hjá þriöja hverjum sjúklingi er orsakanna að leita í mataræðinu. Þær tegundir matar sem einkum eru slæmar fyrir migrenisjúklinga eru súkkulaði, ostur, steiktur feitur matur, laukur, kaffi og svinakjöt. Þess- ar fæðutegundir reyndust fara illa saman við þau efni sem eru i þeim lyfjum sem sjúklingunum eru gefin. í flestum þessara fæðuteg- unda er efnið tyramin, sem hef- ur slæm áhrif á þá sem migreni þjáir. Einnig er efnið octopamin i sltrónum og appelsinum slæmt fyrir migrenisjúklinga. Mjög misjafnt er þó hvað hver og einn þolir af þessum ofan- töldu fæðutegundum. Til dæmis getur sjúklingur, sem fær migrenikast eftir að hafa borðað appelsínu eða súkkulaði, ef til vill borðað ost og drukkið kaffi án þess að finna fyrir óþægindum. Þeir sem ekki þola ávextina geta tekiö C-vitamintöflur i staðinn, þvi þær innihalda ekki octopamin. Einnig hefur komið I ljós að hinar mismunandi teg- undir osta innihalda mjög mis- munandi mikið tyramin. Til dæmis inniheldur camenbert-ostur litið af efninu, en Emmenthaler aftur á móti mikið. Vítamintöflur eru saklausar aðrar en þær sem innihalda B-vitamln, segja sér- fræðingarnir. B-vItaminið getur meira að segja gert illt verra. Þeim, sem þjást af migreni, er ráðlagt að eftir hvert kast skuli þeir búa til lista yfir þær fæðutegundir, sem þeir neyttu siðustu fimmtán timana fyrir fyrstu einkenni kastsins. Þannig getur hver og einn fundið út hvaða mat hann á að forðast. Þeir sem komast að þvi, að það er einmitt uppáhaldsostur- inn sem þeir eiga að forðast, geta huggað sig við það að þvi eldri sem þeir verða, þvi meira tyramin þola þeir. Migrenisjúklingar mega alls ekki hugsa sem svo áður en þeir stinga ostbitanum upp i sig: „Nú fæ ég bráðum migreni- kast”, þvi sálfræöin spilar lika inn i i -sambandi við þennan sjúkdóm eins og reyndar marga aðra sjúkdóma. Trúi sjúkling- urinn að hann fái migreni af vissum fæðutegundum, fær hann það lika. Það gætu alveg eins veriö fæðutegundir, sem væru algjörlega saklausar fyrir hann. Auövitað er ekki einhlítt að migreni orsakist af röngu mataræði. Það getur líka komið af streitu, taugaspenningi, þreytu, svengd eða vissri hormónastarfsemi. En hjá þriðja hverjum sjúklingi er maturinn ein aðal- orsökin. Það eru lika þeir sjúklingar, sem fá verstu migreniköstin. Það virðist þvi kominn timi til að ibúar menningar- þjóðfélaganna fari að athuga sinn gang og hætta að láta freistast af girnilegum auglýsingum. Allflestir sjúkdómar sem hrjá okkur i dag eru nefnilega svokallaðir menningarsjúkdómar, sem or- sakast af hógllfi og allt of þægi- legum lifnaðarháttum. SUÐURVER SÍMI 38890 Heitar samlokur Ármanns samloka Hitað brauð, roast beef, remolade og hrásalat. ___ FH samloka LTpJ Ristaö brauö, skinka, bacon, ostur, ananas, rauðkál og cocktailsósa Fram samloka Heitt brauð, hangikjöt, ostur, aspargus og ristaður ananas Hauka samloka Heitt brauð, ristaðar pylsur, bacon, egg og ferskja. ÍR samloka Hitaö brauö, bacon, ost- ur, aspargus og hrásalat. KR samloka ltistað brauö, skinka, egg, rauðkál, Italskt salat. Vals samloka Ilitað brauö, rækjur, ost- ur, ristaður ananas og cocktailsósa. Sendum heim imiTirimTfflTm BOflðOBBBmSi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.