Vísir - 04.12.1974, Síða 16

Vísir - 04.12.1974, Síða 16
PÚAÐ í BALLET Þaö er llklega ekki algengt, að ballettdansarar púi vindia á sýningum, þar sem þeir koma fram. Þó sýnist okkur það vera gert i einum ballettanna, sem tslenzki dansflokkurinn frumsýnir á föstudagskvöldib á aöalsviði Þjóðleikhússins. Alan Carter stjórnar bállett- flokknum, sem mun nú flytja þrjá balletta, þar af einn nýjan, sem hcitir Svart og hvitt. Tón- listina við þann ballett hefur Askell Másson samið. Hann hefur einnig samið tónlistina við ballettinn Sköpunina, en Brahms gamli á heiðurinn af tónlistinni i þeim þriðja, Tilbrigði fyrir átta dansara. Tveir síðastnefndu ballettarnir voru fluttir á Listahátlðinni I vor. Dansarar I Islenzka dans- flokknum eru niu, en auk þeirra koma fram dansarar úr List- dansskóla Þjóðleikhússins. Siðari sýning verður á sunnudag. —JH Guðbjörg fór til veiðo með heimatilbúin öryggisbeiti „Fjöldaframleiðsla öryggisbelta hérlendis um það bil að hefjast forsvarsmaður sjóslysanefndar Þegar Guðbjörg ÍS hélt til veiða skömmu eftir hádegi i gær, voru meðferðis heimatilbúin öryggisbelti fyrir þá, sem vinna ofanþilja. Eftir hið sviplega slys á laugardaginn, er þrir skipverjar á Guðbjörgu fóru fyrir borð, er skip- stjórinn staðráðinn i að auka öryggið um borð, þannig að slys af þessu tagi geti ekki endur- tekið sig. „Sjóslysanefnd hefur unnið að þvi, að fjöldaframleiðsla hent- ugra öryggisbelta geti hafizt hið fyrsta, og tók ég með mér til sjóprófanna á ísafirði sýnishorn af þessum beltum”, sagði Þór- hallur Hálfdánarson, öryggis- fulltrúi, i viðtali við Visi. „Þegar ég sýndi Asgeiri Guð- bjartssyni, skipstjóra Guð- bjargar og þaulreyndum sjó- manni, þetta öryggisbelti i rétt- inum, taldi hann ekki nokkurn vafa leika á þvi, að svona belti hefðu bjargað þrem, ef þau monnunum hefðu verið um borð,” sagði Þórhallur enn- fremur. „Og lét hann gera bráðabirgðabelti fyrir togarann áður en hann hélt út aftur. Siðan er hann ákveðinn i að fá full- komin öryggisbeltistrax og þau verða fáanleg”. „En það er rétt að taka það fram”, bætti Þórhallur við, „að Eirikur lét þá skoðun sina i ljós fyrir rétti, að þótt öryggisbelti geti komið i veg fyrir að menn ' fari i hafið, sé erfitt að fyrir- byggja það, að þeir sláist harkalega utan i og slasi sig á þann hátt, þegar svo sterkur sjór rlður yfir skipið, sem þiessu tilviki”. „Þá hefur það einnig valdið heilabrotum, hvernig komast megi hjá þvi, að linan frá öryggisbeltunum þvælist um þilfarið”, hélt Þórhallur áfram. „Nú teljum við okkur hafa komizt fram hjá þeim vanda, með þvi að setja ryðfrian stálvir i nælonllnuna, þannig að linan vindur upp á sig”. „Það voru gerð nokkur belti og prófuð um borð i norð- lenzkum togurum. Þeir þar hafa látið vel af notkun þeirra og þvi ætti ekkert að geta verið þvi til fyrirstöðu, að fjöldafram- leiðsla geti hafizt”, sagði Þór- hallur. Kvað hann seglagerðina Ægi liklega taka framleiðsiuna að sér og þegar Visir hafði stutt- lega tal af öðrum eiganda þess fyrirtækis, upplýsti hann, að þeim væri ekkert að vanbúnaði með að hefja verkið. „Það voru fyrst I stað erfiðleikar á þvi, að finna hentuga lása á beltin”, , segir sagði hann. „Að lokum þóttu lásar eins og þeir, sem eru á beltum simamanna, vera hag- kvæmastir. Þau er auðvelt að opna og eins að loka, án þess að taka af sér vettlingana”. -ÞJM vísrn Miðvikudagur 4. desember 1974. Hvarf Geirfinns: Leitað í grunsamlegu jarðraski Torkennilegt jarðrask um einn kllómetra fyrir utan Krisuvlkurveg hjá Vatnsskarði vakti grun manna I sambandi við hvarf Geirfinns Einarssonar I Keflavik. Virtist sem sprengt hcfði verið úr hól meb dynamlti, þannig að jarðvegurinn féll yfir gjótu A mánudaginn var vélskófa sett i að grafa á staðnum til þess að leita af allan grun. Ekkert fannst. Þessi staður er utan sprengi- svæðis varnarliðsins. Rannsóknarlögreglan i Kefla- vfk lýsir nú eftir tveimur vitnum i sambandi við hvarf Geirfinns. Tveir félagar Geirfinns, sem vorumeðhonum i Veitingahúsinu Lækjarteigi, sunnudaginn 17. nóvember sáu hann á tali við mann um miðnætti það kvöld. Sátu þeir Geirfinnur i stiga og ræddu saman. Þá óskar lögreglan einnig eítir að ná sambandi við mann, sem kom á smurstöð Þórshamars á Akureyri eftir lokun þriðjudaginn 26. nóv. Það var um kl. 18. Maður- inn ók rauðum Fiat 600 með G-númeri. —ÖH FlutningabíHnn endasteyptist ót af veginum „Sem betur fer var ég cinn 1 bilnum og náði að komast út úr honum, áður en hann rann fram af vegarbrúninni,” sagði Gisli Arnason, flutningabilstjóri á Búöum viö Fáskrúðsfjörö I viötali við blaðið. GIsli lenti I óhugnanlegri reynslu fyrir skömmu er blll hans enda- stakkst út af veginum I Jökul- dal. „Þaö var myrkt að kvöld og ég var að aka bilnum hlöðnum hellusteini upp Illagil, sem er Jöng og brött brekka. Ég var á góðri ferð og á keðjum, en allt kom fyrir ekki. 1 hálkunni tók billinn að renna aftur á bak eins og sleöi og stakksl svo fram af hárri vegarbrúninni.rétteftir að mér tókst aö komast ut. Billinn lenti upp á afturendann og féll svo á toppinn”, sagði Gisli. „Jú hann er gjörónýtur á eftir, rétt hægt að hirða drifskaftið,” bætti Gisli við, sem ekki hefur komizt i hann jafn- krappan áður. — JB Jólapósturinn: ERUM AÐ MISSA AF SÍÐUSTU SKIPUNUM — síðustu vissar sjóferðir í dag og ó morgun — ekki hœgt að merkja minni fjórróð almennings ó jólagjafasendingum Sjálfsagt eru það póstaf- greiöslumenn, sem einna fyrstir gera sér grein fyrir nálægð jól- anna, ef frá eru skildir verzlunar- menn. Kapphlaupið við siðustu ferðir fyrir jólapóst til annarra landa er þegar hafið og má þá m.a. geta þess, að siðustu skipa- ferðir vestur um haf voru um siðustu helgi. „Póstsendingar til Bandarikj- anna hafa aukizt hraðar en til annara landa. Þess höfum við orðið sérstaklega varir undan- farin jól”, sagði Kristján Hafliða- son, deildarstjóri Bögglapóst- stofunnar i viðtali við Visi i morgun. „Eins eru alltaf talsvert miklar bögglasendingar til Kanada um hver jól”, bætti hann við. „Þið megið gjarnan benda á það I Visi, að i dag og á morgun er siðasta tækifæri til að skila af sér bögglasendingum, sem eiga að fara með skipapósti til Norður- landa og Mið-Evrópu”, sagði NIGERIUMENN VILJA KAUPAISLENZKA SKO — vilja 50 þúsund pör af sandölum á óri Vera kann, aö nýr markaöur opnist á næstunni fyrir Islenzk- ar framleiðsluvörur I Nígerlu. Fyrirtæki þar I landi hefur gert pöntun á fimm þúsund pörum af skóm frá skóverksmiðjunni Agila á Egilsstöðum, og er það tiundi hluti af þvl sem fyrir- tækið telur sig geta selt þar I landi á ári. „Þetta er þekkt og virt fyrir- tæki”, sagði Sigurður Magnús- son, framkvæmdastjóri Agila. „En það stendur á þvi, að það leggi fram tryggingu, sem Islenzkir bankar geta sætt sig við, þar sem þetta er nýr aðili i kaupum á vörum frá Islandi”. Um þessar mundir framleiðir Agila 12-15 þús. pör á ári af 30-40 módelum, og er þar um að ræða skó á alla fjölskylduna. Upprunalega ætlaði Agila að sérhæfa sig i ungbarnaskóm, en sá markaöur reyndist ekki nægilegur til að standa undir framleiðslunni. Þá var farið að framleiöa barna-, unglinga- og fullorðinsskó. Reksturinn hefur gengið heldur illa upp á siðkastið og getur ráðið úrslit im um framtið verksmiðjunnar, hvernig þessi markaður i Nigeriu ræðst „Ef af þvi yrði, sem skýrist nú á næstu dögum”, sagði Sigurður, „gætum við sérhæft okkur I einu módeli fyrir Nigeriumarkaöinn og framleitt um 50 þús. pör á ári af þvi. Þar er um að ræða sandalaskó fyrir kvenfólk, og hafa sýnishorn okkar likað vel. Til þess þyrftum við ekki að bæta við verulegum mannafla, en haga vélakosti okkar með til- liti til þeirrar framleiðslu. Við myndum að sjálfsögðu halda áfram að framleiða skó fyrir innanlandsmarkað jafnhliða”. Hjá skóverksmiðjunni Agila á Egilsstöðum vinna nú ellefu manns. —SH Kristján næst. „Þangað eru að vfsu vikulegar skipaferðir, en á föstudag er orðið erfitt að ábyrgjast það, að sendingarnar komist til viðtakenda fyrir jól”. Aðspurður um, hvort matar- pakkar væru ennþá áberandi, svaraði Kristján: „Það er alltaf jafnmikið um það, að fólk sendi ættingjum og vinum erlendis harðfisk og ýmsar niðursuðu- vörur. Hins vegar hefur dregið verulega úr hangikjötssend- ingum, að minnsta kosti til Bret- lands og Bandarikjanna, en þar er sllkum sendingum einfaldlega fleygt. Það hefur verið þannig með Bandarikin nokkuð lengi, en Bretar eru að taka það upp núna i fyrsta skipti. Aður endursendu þeir ósoðið kjöt”. Að lokum má minna á, að það er fyllilega orðið timabært að festa kaup á jólakortum og fara að taka saman „póstskrá”. Það eru nefnilega aðeins tvær vikur til siðasta póstlagningardags fyrir jólakort. En það þýðir vist hjá all- flestum, að hægt sé að draga það i tiu til tólf daga i viðbót að skrifa á jólakortin.... —ÞJM

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.