Vísir - 12.12.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 12.12.1974, Blaðsíða 16
vísm Fimmtudagur 12. desember 1974. Bruninn við Kleppsveg: LÖGREGLAN LEITAR AÐ MANNI Lögreglan leitar nú að manni vegna ibúðarbrúnans við Klepps- veg i fyrrakvöld. Allt bendir til, að þar hafi verið um ikveikju að ræða. Rafmagnseftirlitið var i gær fengið til að rannsaka staðinn og kom þá i ljós, að rafmagn hefði ekki valdið eldinum. Eins og greint var frá I VIsi I gær vaknaði grunur um ikveikju, er I ljós kom, að eldur hafði gosið upp á tveim stöðum i ibúðinni samtimis. íbúinn er ung stúlka.sem nú er úti á sjó og hefur aðeins náðst tal- stöðvarsamband við hana. Ekki vildi lögreglan gefa upp, hvernig hún hefði komÍ2t á snoðir um manninn,'sem hún leitar nú aö. —JB Meðaltekjur i fyrro Kvœntir framtelj- endurhöfðu 79 þús. á mánuði Meðaltekjur framteljenda til skatts voru 585 þúsund krónur i fyrra, eða um 49 þúsund á mánuði. Þetta eru brúttótekjur án frádráttar samkvæmt skatt- skýrslum. Ef „kvæntir karlar” eru teknir sérstaklega verða meðal- tekjurnar hins vegar 944 þúsund, sem eru um 79 þúsund á mánuði. Þetta eru brúttótekjur á fram- talseyöublöðum kvæntra karla, þar sem tekjur eiginkonu og barna yngri en 16 ára hafa verið lagðar viö tekjur karlsins. Munurinn á þessum hóp og hin- um fyrrnefnda er, að I þeim fyrri eru taldar brúttótekjur allra framteljenda. Þar eru þvi einnig ókvæntir karlar og konur, sem telja fram til skatts sérstaklega, svo og börn 16 ára og eldri. Sérfræðingar, er störfuðu fyrir varnarliðið, voru efstir á blaði með 1,8 milljón að meðaltali. Þetta var þó aðeins 12 manna hópur. Næstir komu vinnu- veitendur, forstjórar og forstöðu- menn, sem unnu fyrir varnar- liðið, meö 1,7 milljón. Þetta var 10 manna hópur. Fjölmennari var sveit lækna og tannlækna, sem voru þriðja sæti með tæplega 1,7 milljón. 1 þeirri sveit voru alls 546. Þetta sam- svarar næstum 140 þúsund krón- um á mánuði. 1143 starfsmenn varnarliðsins höfðu að meðaltali um 800 þúsund i brúttótekjur. Rúmlega 11 þús. manns, sem starfaði við iðnað, fyrir utan fiskvinnslu, höfðu aö meöaltali 634 þúsund. Meöaltekjur þeirra, sem störfuðu við verzlun, voru 586 þúsund. t byggingariðnaði voru meðal- tekjurnar 679 þúsund og aðeins 466 þúsund i landbúnaði. Meðal- tekjur „kvæntra karla”, sem voru bændur, gróðurhúsaeigend- ur og þess háttar, voru þó 694 þús- und. Framangreindar meðaltekjur taka til allrar starfsstéttarinnar, svo aö þar eru teknir saman eigendur og undirmenn. 1 iðnaði höfðu vinnuveitendur, forstjórar og forstöðumenn til dæmis 1095 þúsund aö meðaltali, faglært fólk og iðnnemar 741 þúsund og ófag- lært fólk 456 þúsund á árinu. Tekjur mann jukust um 36-37 prósent að meðaltali á árinu 1973. -HH. jÖngþveiti framundan' — segir rafveitustjóri Austurlands um raforkumólin ,,Við misstum alveg niður vatniö I Grlmsá, vegna þess að gastúrbínan okkar góða á Eski- firði bilaði og við urðum að fá meiri orku frá Grlmsárvirkjun, sagði Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri á Egilsstööum, i viðtali við Visi. „Gastúrbinan komst svo aftur af stað klukkan hálf sex á mið- vikudagsmorguninn, en við urð- um að skammta rafmagnið þann dag til þess að ná upp vatninu i Grimsá. Rennsli árinnar var i gærmorgun aðeins 1,5 rúmmetrar á sekúndu, en þarf að vera 15 rúmmetrar. Spáð er hlýnandi veðri, svo við erum vongóðir um, aö þetta haf- ist. Viö skiptum orkuveitusvæð- inu i þrennt, og verður skammt- að þannig, að enginn ætti að vera rafmagnslaus I meira en svo sem klukkutima. Þetta er um 8% skömmtun af heildar- orkuþörfinni, svo enn er ekki um verulega skömmtun að ræða. Það er eilift strlð hjá okkur að halda diselvélunum gangandi og ástandið er sannarlega iskyggilegt. A þessu svæði er mikiö um rafhita, svo ef kólnar verður orkuþörfin meiri, en þá dregur einnig úr vatnsrennslinu og framleiðslan minnkar. Þegar starfsemin I fiskiðjuverunum eykst, eins og venjan er i janú- ar, er öngþveiti fram undan. Þegar loðnuiðnaðurinn kemst i fullan gang, vantar tvö mega- wött til þess, að viö getum full- nægt orkuþörfinni. Sá skortur hlýtur að bitna á hinum al- menna neytanda og valda bæði skaða og óþægindum.Allt er þetta þvi að kenna, hve Lagar- fossvirkjun hefur seinkað. Undanfarna daga höfumvið orð- ið að nota gastúrbinuna, en i henni kostar hver kilówattstund átta krónur og fimmtiu aura, og þessi orka er svo seld aftur á 2-8 krónur á smásöluveröi. Annars hefur veðrið leikið við okkur fram undir þetta, enda er Grimsárvirkjun komin tvær gigawattstundir fram yfir met- ársframleiðslu sina eftir aðeins ellefu fyrstu mánuði ársins. Hæst komst hún árið 1972 I 19 gigawattstundir, en um siðustu mánaðamót hafði hún framleitt 21 gigawattstund það sem af er árinu. Það gerir um 120 milljón- ir króna miðað viö oliuverð, svo þar er ekki umneinn smápening að ræða. Ég held að timi sé til þess kominn að hætta að rannsaka og snúa sér að þvi að virkja — ef það er þá ekki orðið of seint.” SH Þaö snjóaði hressilega I gærdag og búizt við meira af svo góðu i dag. Betra að klæðast hiýlega þessa dagana til aö komast hjá þvi illræmda kvefi, sem herjar á mannskapinn. (Ljósrtiynd Visis B.G.) Árstími kvefsins „Það er mikið um kvef I borginni. Enda er einmitt árs- timinn núna fyrir slikar sótt- ir,” sagði Skúli Johnsen borgarlæknir i viðtali við Visi. Skúli sagðist hafa nýjastar skýrslur siöan i þriðju viku i nóvember um heilsufars- ástand borgaranna, en þar er inest um tilfelli af kvefsótt og háisbólgu. Nokkuð virðist hafa borið á hitasótt og niöurgangi hjá fólki að undanförnu, og sagði Skúli, að siikt væri aiitaf i gangi. „Fyrir nokkrum vikum var talsvert um niöurgang,” upp- lýsti hann. Bezta ráðið gegn þessum kvef- og hálsbólgusóttum er einfaldlega að klæða af sér kuldann. —ÓH Logandi bjargað „Héðan ofan af Reynisf jalli var báturinn eins og blys á sjónum. Hann logaði frá skut fram að lest,” sagði Jón Jónsson hjá Lóranstöðinni á Reynisfjalli, þeg- ar Visir spurði hann um bátinn, sem var dreginn logandi á land hjá Vik i gær. Eldur kom upp I Ingvari Einarssyni AR 14 um klukkan 11.30 i gær. Eldurinn magnaðist skjótt, og varö ekki við neitt ráð- ið. Arnar AR 55 kom bátnum til hjálpar um kl. 12.30 og dró hann logandi upp undir Vik, og kom þangað um kl. eitt. Var ætlunin að reyna að draga hann upp skammt frá Vikurá, til að hafa vatnið úr henni til slökkvistarfsins, en þar er aðgrunnt svo Arnar treysti sér ekki nær en 800 metra. Auk þess brimaði nokkuð. Þá var brugðið á það ráð að halda vestur fyrir Reynisdranga og dró Björgunarsveitin Vikverji, en félagar hennar mynda jafn- framt slökkviliö staðarins, bát- inn þar upp i f jöru og notaði til þess trukk og veghefil. Ahöfn Ingvars Einarssonar, 12 bóti ó land manns, tór fljótlega yfir I Arnar, vegna þess að ekki varð haldizt við I hitanum frá eldinum. Þegar báturinn var kominn upp i fjöru, komust slökkviliðsmenn að eldin- um og slökktu hann um kl. f jögur, en rúmlega sex byrjaði að loga aftur. Þá var haft samband við Arnar, en þar voru skipbrots- menn af Ingvari um borð, og spurt um oliu i bátnum, þvi óttast var að sprengihætta kynni að vera. Var svarað, að niu oliutank- ar væru i bátnum, en aðeins einn þeirra haföi sprungið. Slökkvi- starfi var endanlega lokið um klukkan átta i gærkvöldi, en vörð- ur varhafðurá staðnum fram eft- ir nóttinni. Ingvar Einarsson ÁR 14 var 142 tonna eikarbátur, smiðaður I Svi- þjóð 1962. Hann var nýlega upp- gerður að hluta, með nýrri vél og innréttingum I vistarverum. Hann var tryggður hjá Trygg- ingamiðstöðinni fyrir 35 milljónir króna, og sagði Gunnar Felixson, fulltrúi, I viðtali við Visi I morgun, að báturinn væri ger- ónýtur og tjóniö algert. — SH HUNDRAÐ StNDI- BÍLAR RANNSAKAÐIR „Ætli þetta verði ekki kringum hundrað bilar, sem við þurfum að kanna”, sagði Haukur Guð- mundsson rannsóknarlögreglu- maður i Keflavik i morgun. Leitaö er að ljósum Mercedes- Benz sendiferðabil I sambandi við hvarf Geirfinns Einarssonar. Sendiferðabill þessi kom að Hafnarbúöinni kl. 18.30, daginn sem Geirfinnur hvarf. Kona sem var stödd I bil fyrir utan búðina tók eftir að bilstjórinn fór inn i búðina, og hefur hún gefið grófa lýsingu á honum. Sú lýsing kemur heim og saman við lýsinguna á manninum sem kom inn I búðina kl. 22.30 sama kvöld, og fékk að hringja. Þann mann er nú al- mennt farið að kalla „manninn með leirhausinn”, vegna leir- styttunnar sem gerð var eftir andlitslýsingu á honum. Það er nokkuö ljóst, að ein- hvern timann á timabilinu milli kl. 18 og 21 daginn sem Geirfinnur hvarf, fékk hann upphringingu, þar sem hann hefur verið boðaður á stefnumótið I Hafnarbúðinni. Haukur Guðmundsson, sagði að sendiferðabilar af ofangreindri tegund, ljósir á lit, hvaðanæva af landinu, yrðu teknir fyrir. ÓH. Tef ja Rússar Sigölduvirkjun? Óttazt er, að dráttur verði enn hjá Rússum og þeir standi ekki við samninga um afhendingu fyrstu hluta i túrbinur Sigöldu- virkjunar. Halldór Jónatansson, að- stoðarframkvæmdastjóri Landsvirkjunar, sagði i morgun, að komið hefði fram i viðræðum við Sovétmenn, að tafir kynnu að verða. Nú væri unniö að þvi að koma i veg fyrir það og væri ekki útséð um, hvernig færi. Þarna væri um að ræða hluta, sem yrðu steyptir I stöðvarhús- grunninn.Þeirfyrstuættu sam- kvæmt samningi að afhendast I janúar næstkomandi og aðrir á næstu mánuðum. Þetta væru ekki dýrir hlutir miðaö við annað, sem til virkjunarinnar færi, en tafir á steypuvinnu gætu orðiö slæmar. Veriö væri að reyna aö samræma af- hendingartima á þessu efni, sem fengið er hjá Energomachexport i Sovét- rikjunum, og byggingartfma, sem samið er um við aðra verk- taka. -HH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.