Vísir - 12.12.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 12.12.1974, Blaðsíða 3
Vtsir. Fimmtudagur 12. desember 1974. 3 Tvö ár þar til Norðurlínan leysir raforkuvandann — „verðum að bjargast við varavélar þangað rafveitustjórinn ó Akureyri til, segir „Ástandið er ekki langt frá þvi, sem bú- ast má við frá Laxá, eftir að komið er frost og snjór,” sagði Ingólf- ur Árnason, rafveitu- stjóri á Akureyri, i við- tali við Visi i gær. „Það jaðrar við skömmtun og 'ekki fyrirsjáanlegt, að bregði til hins betra á næstunni. Þegar snjór og Is hlaðast i Laxá, renn- ur hluti af vatninu einfaldlega fram hjá og kemur ekki að haldi fyrir virkjunina. Hjá okkur er ekki að búast við auknu álagi vegna komandi vertiðar. Það er allt i gangi nú sem verður i gangi. Hins vegar er jöfn og þétt aukning á raf- orkunotkun á okkar svæði. Samkvæmt upplýsingum ráð- herra kemur byggðalinan hing- að norður eftir rétt tvö ár, I árs- lok 1976. Þangað til verðum við að bjargast við varavélar á Jóhann Þorsteinsson prófar svifsleðann á túninu hjá Alfabrekku við Suðurlandsbraut. Ljósm. Vfsis Jim Svifsleðinn heldur innreið sína hingað tekur hann við af vélsleðunum? Vegfarendur um Suöurlands- brautum þrjúleytið á föstudaginn ráku margir hverjir upp stór augu, er þeir sáu óvenjuiegt farartæki þeysast um túnið hjá Alfabrekku. Þar reyndist á ferð- inni eins konar svifsleði hið mesta furðutæki til ferðalaga. Margir kannast við svifnökkva, sem viða tiðkast erlendis og einueinnivar reyndur hér milli lands og Eyja og Reykjavikur og Akraness. Svifsleðinn er eins kon- ar vasaútgáfa af nökkvanum stóra, tekur einn til tvo I sæti. 55 hestafla tvigengisvél knýr þetta farartæki, sem getur fariö jafnt á láði sem legi. Einkum er þetta talið heppilegt tæki á sönd- um, Is og vatni. Það flýtur likt og bátur, og mætti jafnvel stunda stangaveiöi frá þvi, þar sem straumur er ekki til trafala. Sami hreyfill knýr sleðann áfram og myndar undir honum loftpúðann, sem hann svifur. á. Aftan til á sleðanum, til hliðar við sætin, eru stýrin, og lætur sleðinn vel að stjórn. Má láta sér detta I hug, að þetta tæki verði ekki síður vinsælt en vélsleðarnir, sem rutt hafa sér mjög til rúms hér á landi, þar sem svifsleðinn kemst ekki aðeins áfram á snjó, heldur alls staðar þar sem landslag er ekki mjög hnúskótt, og kemur að gagni allan ársins hring. Ágúst Jónsson flutti svifsleðann inn, en eigandi hans er Gunnlaug- ur Helgason á Egilsstöðum, og fer sleöinn þangað austur næstu daga. — SH „Til að vega ó móti fylliríisdansleikjum' — stofnaður ferða- og skemmtiklúbbur fyrir ungt fólk — þekktir popparar í stjórn „Til þess að bæta aðeins úr fá- breytilegu skemmtanalifi, sem einkennist mest af fyllirlis- dansleikjum”, segja nýkjörnir stjórnarmeðlimir vera höfuðtil- gang Klúbbs 32, sem var stofnaöur I fyrradag. Margir kannast eflaust við þetta klúbbnafn. Þaö var notað á ferðaklúbb fyrir nokkrum ár- um, en nú hefur rykið verið dustað af því og nafnið sett á félagsskap, sem skal fyrst og fremst verða fyrir ungt fólk. Eins og nafnið bendir til, er aldurshámark 32 ára en lág- markið er 18 ára. Nýkjörna stjórn skipa þekktir popparar og poppáhugamenn, þeir Jónas R. Jónsson, Sigurjón Sighvatsson, Magnús Kjartans- son og örn Petersen. „Við ætlum að efna til skemmtana einu sinni til tvisv- ar i mánuði, þar sem boðið verður upp á danshljómsveit og stutt skemmtiatriði. Það á enginn gróði að veröa af skemmtununum, en ef hann verður, þá notum við hann til að greiða niður næstu skemmtun,” sagði örn Petersen, einn stjórnarmeðlima i viðtali við Visi. „Það verða vinveitingar á þessum skemmtunum. Og þótt við séum ekki neinir „fanatlk- ar” hvaðvinsnertir, þá ætlumst við til þess að fólk kunni að um- gangast það á þann hátt að það verði ekki öðrum til leiðinda”, sagði örn. Starfsemi klúbbsins beinist ekki aðeins að skemmtunum með dansleikjahaldi, heldur einnig ferðalögum. „Það er búið að semja við Sunnu um skipulag ferða fyrir klúbbmeðlimi næsta sumar. Þær ferðir verða fyrst og fremst miðaðar við þennan aldurshóp, þ.e. 18 til 32 ára, og einnig reyn- um við að pressa niður kostn- að”, upplýsti örn ennfremur. Þeir eru ekki að tvinóna neitt við hlutina piltarnir, þvi strax i kvöld verður fyrsta skemmtun- in á vegum Klúbbs 32. Hún er i Sigtúni, þar sem hljómsveitin Júdas leikur og Change flytur lög af nýrri plötu sinni. — ÓH. Norður- og Norðausturlandi. Nú er verið að koma upp varavél eða toppstöð á Akureyri, sem á að framleiða 7 megavött.” Samkvæmt upplýsingum Val- garðs Thoroddsen, rafveitu- stjóra rikisins, hefur verið horf- iö að því ráði að leggja byggða- linu — sem nú er kölluð Norður- lina — frá virkjunum Lands- virkjunar við Búrfell og Sigöldu. Hún mun fylgja byggð norður um land, en áætlunum um „hund” yfir hálendið hefur ver- ið hent. Norðurlinan leysir fljót- ar þann vanda, sem við er að etja um rafmögnun á Norður- landi, og eins hefur komið I ljós, að of mikil hætta er á isingu á hálendinu til þess að ráðlegt sé að leggja linu þar yfir. v „Virkjanir á Norðurlandi eru takmarkaðar,” sagði Valgarð. „Laxá getur ekki náð veruleg- um afköstum, af þvi að ekki má hækka vatnsborðiö. Fljótvirk- asta leiðin til þess aö koma auk- inni vatnsraforku til Norður- lands er að leggja Norðurlinu með byggð.” Valgarð kvaðst ekki hafa kostnaðaráætlun undir höndum, þar sem hún hefði verið gerð á vegum sérstakrar byggingar- nefndar byggðallnu, en áætlað- ur kostnaður samkvæmt út- reikningum nefndarinnar mun vera um 100 milljónir króna. - SH T vœr hœðir í stað fjögurra her- bergja Nýjasta stóra ferðaskrif- stofan, Alþýðuforlof, mun að öllum Hkindum flytja úr fjór- um litlum herbergjum við Laugaveginn á tvær hæðir við Skólavörðustig innan tiðar. Ekki hefur þó verið gengið endaniega frá samningum ennþá. Alþýðuorlof er nú aö Lauga- vegi 54, en húsnæðið viö Skóla- vörðustig, sem þvi stendur til boða er að Skólavörðustig 16, þar sem Tékk-kristall er nú og skrifstofur verkalýðs- félaganna. Tékk-kristall mun I fram- haldi af þessu flytja rekstur sinn að Laugavegi 17, þar sem Vegamótaútbú Landsbanka Islands var áður til húsa. -JB. Flaug með bygging- arefni til Teheran Flutningaflugvél Iscargo fór i fyrradag til Teheran I Iran með efnivið i nýja flugstöð á flug- vellinum þar. Eins og kunnugt er af fréttum þá hrundi flug- stöðvarbyggingin I Teheran fyrir skömmu og létust I þvi slysi rúmlega 20 manns. Iscargo var beðið um að flytja burðarbita og annað efni I bygginguna frá London. Ferðin suður gekk vel og var vörunum landað I gær. 1 nótt var vélin hlaðin á ný með varningi frá tranher, sem flytja á til Rotterdam i Hollandi. Vélin lagði af stað til Evrópu i nótt. Flugstjóri I ferðinni er Hallgrimur Jónsson. önnur vél Iscargo flaug til Ostende I gær með fisk af Reykjanessvæðinu. I Ostende fór fiskurinn beint á veitingahús og hótel. Ostendevélin biður nú eftir vörum I Belgiu, en heldur siðan til Reykjavikur um Ala- borg i Danmörku. -JB. Mikið framboð á hvolpum í staðinn fyrir Zentu „Það eru margir búnir aö hringja og bjóða okkur hvolpa og Jökull Jakobsson var með þeim fyrstu,” sagði Sigriður Björnsdóttir við Visi I morgun, en blaðið hafði fregnað, að frétt- in um andlát tikarinnar Zentu hefði valdið mörgum upp- hringingum hjá eigendum henn- ar. „Ég reikna með að um 12-13 manns hafi hringt og boðið okk- ur hvolpa. Það var bæði bæjar- fólk og fólk utan af landi. Til dæmis var bæði hringt frá Akur- eyri og Hornafirði,” sagði Sig- riður. Zenta var tik, sem Jóhannes Eðvaldsson knattspyrnumaður átti. Er Jóhannes hélt utan fyrir nokkru, var það meira en gamla Zenta þoldi, og hún veslaöist upp og dó. Jökull Jakobsson haföi á sln- um tlma gefiö Jóhannesi Zentu sem litinn hvolp. „Nei, Jökull vissi ekki, að hvolpurinn hefði veriö niður- kominn hjá okkur”, sagði Sig- rlöur. „En hann sagðist muna vel eftir pilti, sem kom heim til hans til að fá hvolp og hann bauð okkur annan i staðinn núna,” sagði Sigríður. „Ég býst við, að við fáum okkur annan hund. En núna i augnablikinu finnst manni bara að ekkert geti fyllt skarðiö, sem Zenta skildi eftir sig,” sagði Sigrlður að lokum. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.